Tíminn - 02.12.1951, Síða 8

Tíminn - 02.12.1951, Síða 8
Reykjavík, r 35. árgangur. 274. blað. MEÐAL SAMVINNUMANNA A AUSTURLANDIIV: Þróttmikið samvinnustarf upphaf nýs athafnatíma á Fáskrúðsfirði I hugum Austfirðinga verður Fáskrúðsfjörður sjálfsagt lengi tengdur við minningar um blóm legt athafnalíf útlendinga. En ]mr er nú hafið að nýju merki- legt framfara og athafnatíma- bil, og að þessu sinni eru það samvinnusamtök fólksins í byggðarlaginu, sem tengd eru hinum auknu athöfnum. Enginn kann nú lengur að segja þá sögu, er fyrstu erlendu Guðlaugur Eyjólfsson: Kaus hin óleystu verkefni. M y n d i r: Allar myndir á þessari síðu eru frá FáskrúSsfirði. — Stóra myndin er af Fáskrúðs- f jarðarkauplúni. Tii hliðar við hana er mynd af því er verið var að slá upp mótum fyrir aðalveggjum liinnar nýju verksmiðjubyggingu, þá mynd af fískpökkun í frystihúsi kaupfélagsins. Undir henni mynd af frystihúsinu sjálfu og loks mynd af verzlunarhúsi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). fiskimennirnir leituðu inn til B'áskrúðsfjarðar af fengsælum miðum, undan óveðrum eða til þess að höndla við landsbúa. Eitt er víst, að lengi voru þeir velkomnir, þessir erlendu gest ir, og urðu raunar, þrátt fyrir allt, hinu aðþrengda landsfólki nokkur hjálp á þeim tímum, er einokun og áþján herti ólina aö hálsi því. Tímar Fransmannanna. Löngu fyrir síðustu aldamót voru það Fransmennirnir, sem settu svip sinn á lífið á Fáskrúðs firði. Frönsku fiskiskúturnar höfðu þar stöðvar í landi, geymdu þar salt og franska stjórnin átti þar sjúkrahús og bænakapellu. Á fyrstu árunum eftir aldamót in byggði franska stjómin nýj an og stóran spítala í Fáskrúðs firði, og þá var þar árið um kring hópur franskra hjúkrun- arkvenna, lækna, og prestar til að sjá um hina andlegu velferð. Og svo voru skúturnar, frönsku fiskiskipin, eins og fé á beit úti fyrir ströndinni á hin um fengsælu miðum. Undan veðrum komu þær í stórum hóp um til kaupstaðarins, þar sem sjómennirnir áttu athvarf. Aðr ir komu til að ganga frá aflan um, sem allur var saltfiskur. Skúturnar jafnmargar íbúunum. Er sagt, að skúturnar frönsku inni á Fáskrúðsfirði hafi stund um verið talsvert á annað hundr að, eða næstum því ein skúta á hvern hinna íslenzku íbúa kauptúnsins þá. En Frakkarnir voru friðsam ir náungar og aldrei segja menn, að kæmi til verulegra átaka eða ósamlyndis við þá, hvorki í verzl unarsökum eða einkamálum. Þó höfðu Frakkarnir vín um hönd, eins og allir vita, er til þeirra þekkja. En sagt er, að vínskammturinn hafi ekki verið meiri en svo á skútunum, að ef sjómennirnir vildu fá sér al- mennilega í staupinu og gera sér glaðan dag, sem kallað er, þá þurftu þeir að safna saman hinum daglega matarskammti sínum til þess. Fáskrúðsfirðingar kunna margar sögur um Frakkana. Þeir fóru ekki í land til að drekka, heldur reru á milli skútanna. Yfirleitt eru góðar minningar um Frakka á Fáskrúðsfirði. Nor'ðmennirnir koma. Um líkt leyti og franska út- gerðin var sem mest, fóru Norð menn að hafa augastað á Fá- skrúðsfirði, og ráku þar all- mikla útgerð um skeið. Þar kvað' mest að Stangelands feðgunum, sem komu frá Noregi og settust að í Fáskrúðsfirði og ráku þar mikla útgerð og fisk- verkun. Á þessu sést, að Fáskrúðsfjörð ur ' er um margt frábrugðinn þeirri atvinnuþróun, sem al- mennt átti sér stað í íslenzkum sjávarþorpum á þessum tíma. Verzlanir voru margar og fjár sterkar, enda mikil við'skipti við hina erlendu fiskimenn, sem oft keyptu mikio af nauðsynjum hér af íslenzkum aðilum. Kaupfélag rís upp. Svo var þa'ð árið 1933, að kaup félag var stofnað í Fáskrúðs- firði fyrir forgöngu ungs Esk- firðings, Björns Stefánssonar, sem síðan veitti þessu unga fyr irtæki forstöðu og fóstraði það fyrstu árin. Fáskrúðsfirðingar höfðu far ið á mis við samvinnufélagsskap, i enda notið lengi óvenjulega blómlegs athafnalífs af erlend um toga, og að nokkru leyti til- ! tölulega heilbrigðrar erlendrar verzlunar. Þegar hér var komið, voru íbúar allra aðliggjandi fjarða1 farnir að njóta góðs af starfi1 hinnar nýju félagshugsjónar, I sem farið hafði eins og eldur í j sínu um landið. Þar sá fólkið hilla undir betri lífskjör og meira öryggi. En starf Björns var ekki eins auðvelt og ætla mætti. Hinar gömlu kaupmannaverzlanir áttu rík ítök í hugum fólksins, eins (Framhald á 7. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.