Tíminn - 16.12.1951, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.12.1951, Blaðsíða 10
10. TíMlNM, yuimudaginn 16. desember 1951. 288. bia'ö. Lífið er dýrt (Knock on Any Door) 1 Mjög áhrifamikil ný amerísk i stórmynd eftir samnefndri | sögu sem .komið hefir út í | íslenzkri þýðingu. Myndin | hefir hlotið fádæma aðsókn| hvarvetna. S Sýnd kl. 7 og 9. SUilmingatnœrin Sýnd kl. 3 og 5 NÝJA BÍÓ ÍÞularfulli maðurinn (The Saxon Charm). Afburðavel leikin og áhrifa- | rík ný amerísk mynd. Aðalhlutverk: Susan Hayward, John Payne, Robert Montgomery. i iMiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimumiiiiiiiiiMJiMMiiiiiii: I Austurbæjarbíó | | „Carnegie Hallíe } | Glæsilegasta músíkmynd, er i 1 framleidd hefir verið. Sýnd ki. 9. ! = Sýnd kl. 5, 7 og 9. Einu sinni var . • •. ] Falleg barnamynd, er sýnir ] fjögur ævintýri, sem heita: i Barnasirkusinn, Dúkkulísan j Britta, Kappaksturinn og i Ævintýri jólasveinsins. Þetta ] er veruleg jólamynd barn- i anna. ] Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBÍÓ - KAFNARFIROI - Tónatöfrar Hin afar skemmtilega og f jör ] uga söngvamynd í eðlilegum i litum með Doris Day. ABBOT og COSTELLO i í LÍFSHÆTTU Sprenghlægileg mynd. i Sýnd kl. 3 og 5 M = Ctvarps viðgerðir | Radlovinnustofaii f LACGAVF.G 166 >♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦| Bergur Jónsson I Gimsteinarnir með Marx-bræðrum. Sýnd kl. 3, 5 og 7. iiiHtmiimitiiiimiiiiiimmmmiiHMtiiinmmiiiti llllllillPHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUUIIIIUIIIIIII TJARNARBÍÓ Keisaravaísinn (Emperial Waltz). Bráðskemtileg og hrífandi fög | ur söngva- og músíkmynd í | eölilegum litum. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Joan Fontaine. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aumingja Sveinn litli I Aðalhlutv.: Nils Poppe. Sýnd kl. 3. (imiimmtmmmmmmiiiimmmmmiiiimmm E iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiuin z GAMLA BÍÓÍ BATVR (Crossfire) Afar spennandi og eftirtekt- [ arverð amerísk sakamála-1 ] mynd. i Robert Young, Robert Mitrhum, Robert Ryan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. | Teiknimyndin Bambi Sýnd kl. 3. • Illiihtliiiiiiiiiiiiiu niiiiiinmiiliiiiiiriilllilillllilli - - •iiiir'mmiimimi Mimmimiiiimmmmiinimiii - HAFNARBÍÓ | Kynslóðir Uoma... f (Tap Roots). | Mikilfengleg ný amerísk stór i | mynd í eðlilegum litum, | byggð á samnefndri metsölu , | bók eftir James Street — i = Myndin gerist í amerísku i | borgarastyrjöidinni og er tal ] | in bezta mynd, er gerð hefir ] | verið um það efni síðan „Á i I hverfanda hveli“. Susan Hayward, Van Heflin, Boris Karloff. | Bönnuð börnum innan 14 ára. \ Sýnd kl. 5, 7 og 9. j i Sonur Hróa Huttar Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833 Hefctna: Vitastig 14 áajtaV JmuVut^SaéUílKOk. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. TRIPOLI-BÍO Berlínar- hraðlestin (Berlin Express) Spennandi amerísk kvikmynd i tekin í Þýzkalandi með stoð hernámsveldanna Merle Oberon, Robert Ryan, Paul Lukas. Sýnd kl. 7 og 9 iðörn fá ekki aðgang. Smámyndusufn Sprenghlægilegar amerískar ] teiknimyndir o. fl. Sýnd kl. 5. Stefmimark inannkyns (Framhald aí 7. síðu.) mér hún bæði heillandi og stór merkileg, þó að ég gæti ekki allí af verið höfundi alveg sammála. Mér fannst hún eiga brýnt er- indi til vor íslendinga, og mig langaði svo mjög til þess að hún yrði íslenzkuð, að ég hafði enga eirð í mér, nema reyna að vinna þetta verk, þó að það kynni að verða erfitt. En ég treysti því að geta fengið að- stoð góðra manna. Þessi hjálp brást mér ekki heldur, og skulu nú nefndir þeir, sem ég leitaði til og að meira og minna leyti hafa hlaupið undir baggann, þegar með þurfti. Nefni ég þá í sömu röð og til þeirra var leit- að: Sören Sörenson fram- kvæmdastjóri, Vilmundur Jóns son landlæknir, Leifur Ásgeirs- son prófessor, Bjarni M. Jóns- son _ námsstjóri, Steingrímur Arason uppeldisfræðingur og Björn Bjarnason magister i ensku.“ Jakob segir ennfremur: „Því liefir verið spáð um þessa bók, að alþýða manna hér á landi muni aldrei lesa hana, Ég tel þetta illspá, sem ekki megi rætast. Bókin var einmitt ís- lenzkuð í von um, að hún yrði alþýðu til nokkurrar vegsögu og sálarheilla, og ég trúi enn að hún verði það, Ég held, að lest ur hennar verði mönnum holl- ari og nauðsynlegri en lestur nokkurrar annarar bókar, sem borizt hefir frá útlöndum hin síðari ár.“ Hér er vissulega um bók að ræða, er verðskuldar að hljóta góðar viðtökur hjá islenzkum lesendum. Segið vinum yðar frá Rafskinnu Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Siml 7753 LAgfneffistörf ©f FipnnM aýCú. ÞJÓDLEIKHÚSID »Hve gott og fagnrt“ Sýning í kvöld kl. 20.00. Síðasta sýning fyrir jól. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11—20. — Sími 80000. Kaffioanianir í miða&ölu. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 11. DAGUR benjunum. Hann vissi ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Gamall hval ur með gapandi hnakkasár flaut við hlið hans. Hann stakk hann hvað eftir annað, unz hlæjandi maður hratt honum frá dauðri skepnunni. Stynjandi brölti hann áfram. Enn hóf hann hnífinn á loft og sólskinið glóði á blóðugu blaðinu.... Heini hafreki hrópaði hátt frá bát sínum, þar sem hann stóð enn. Enginn gegnf honum. Þá stökk hann í sjóinn, óð til eins mannsins úr Andafirði og þreif í öxl honum. En maðurinn bölv- aði hásum rómi, sleit sig lausan og æddi að næsta hval. Augu hans voru eins og blóðvagl og gulleit froða vall um munnvikin. Hann varðaði hvorki urn prest né preláta — aðeins grindahvali, sem byltust í blóðugum sjónum. Heini óð að næsta manni, en enginn skeytti urn annað en ráða hvalina af dögum. Uppi í fjörunni stóð flokkur æpandi drengja* meö kuta í hönd- um. Æskumenn Fug’afjarðar vildu einnig eiga þátt í þessari trylltu viðureign. Hugfangnir störðu drengirnir á sólglampana á hinum bitru vopnum, sem mennirnir í hvalaþvögunni hófu á loft, en enn ofar í flæðarmálinu stóðu konur í hópum og dáðust að fræknleik karlmannanna. Sumar höfðu jafnvel sjálfar ráð- izt á hvali þá, sem lengst hafði skolað upp í fjöi’una. í vitund allra kvennanna var þetta mesti dagur ársins. Brátt skyldi hefj- ast dansinn og ævintýri næturinnar með hinum hugrökku grinda- mönnum.... En skyndilega kom einhver auga á það, að maður kom vaðandi til lands með byrði á bakinu. Konurnar þyrptust saman og störðu agndofa á manninn. Hvað var þetta? Var ekki verið að bera særð- an mann á land? Sjálfsagt hafði einhver or'öið fyrir hvalaspjóti.. Hafði það gengið á hol — í magann, í brjóstið — eða aðeins stung- izt í fótinn? Þess háttar gat gerzt í hita bardagans, en sem betur íór biðu menn sjalden bana af slíkum óhöppum. Konurnar flýttu sér á móti manninum. Þær óðu meira að segja sumar út í sjó- inn. „Heini prófastur!“ „Heini hafreki!" Þær ráku allar upp undrunaróp, þegar maðurinn leit upp og þær kenndu hann. Margar hendur voru framréttar til hjálpa, er hann lagði byrði sínar i sandinn. ,Brynjólfur frá Lambhaga!" Ein af konunum þekkti undir eins náfölt andlitið. Augun voru lokuð. Þær spenntu greipar. Var hann dáinn? Hafði þetta grinda- hlaup kostað mannslíf? Nei — hann var lifandi. Ekki bar á öðru. Það fóru krampateygjur um augnalokin, og fingurnir fálmuðu í sandinn. Konurnar hjálpuðu til þess að bera Brynjólf heim í næsta hús í byggðinni. Höfuðið vnr máttlaust og hægri handleggurinn. Kon- urnar voru mjög samúðarfullar. Það væri sárt, ef þessi vaski og karlmannlegi piltur dæi. Ekki sízt ungu stúlkurnar hörmuðu það, ef slík yrðu örlög Brynjólfs frá Lambhaga. Þær horfðu áhyggju- fullar á náfölt, afmyndað andlit hans, en reyndu þó að hug- hreysta hver aðra. Heini hafreki myndi lækna manninn — guð bafði ætíð stýrt hendi prófastsins. Enginn var heima í húsinu. Heini bjó um Brynjólf i lokrekkju í skálanum. Rosknari- konurnar, sem fylgzt höfðu með heim að húsinu, hurfu brátt aftur niður að sjónum. Hinar yngri buðu Heina hjálp sína. Brynjólfur stundi veikt og opnaði augun, er Heini þukiaði hnakka hans og herðar. Prófasturinn var mjög þungbúinn á svip.... Öskrin niðri við,ströndina voru þögnuð. Nú hljómuðu þar hvar- vetna hlátrar, og margir voru teknir að syngja. Krókum var beitt í dauða hvalina. og síðan voi’u þeir dregnir á land af mann- söfnuðinum. Aðeins í syðri hluta hvalavogsins voru menn enn að drápi. Þeim megin hafði vaðan hlaupið seinna á grunn. Magnús stóð enn úti í sjónum. Vatnið tók honum í þjóhnappa, og blóðið lak af höndum hans og andliti. Hárið var allt bló'ðug benda. En brjóstið var þanið, og hann dró andann djúpt.: Hann renndi augum yfir blóðlitaðan sjóinn, dauða hvali og önnum kafna menn. Og nú brosti hann, svo að skein í hvítar tennurnar. Jú — í dag hafði hann tekið karlmannsvígslu. Sigri hrósandi hóf hann á loft hcegri höndina og sveifla'ði hnífnum yfir höfði sér — hinum góða hníf Brynjólfs fóstbróður hans. í dag skyldi hann komast aftur « hendur fyrri eiganda — sem vinargjöf frá Magnúsi Heinasyni.... FJÓRÐI KAFLI. Brynjólfur lá í sárum í þrjá mánuði samfleytt. Pröfasturinn og hinn lærði Þorfinnur frá Skálavík beittu öllum læknislistum sínum, en kunnátta þéirra stoðaði ekki. Hinn lærði Skálvíking- ur hristi höfuðið mæðulega. Það hlaut að vera guðs vilji, að Brynj- ólfur kæmist ekki aftur til heilsu. Þegar Brynjólfur reis loks af sjúkrabeðnum, var hann orðinn krypplingur. Hann gat aðeins dregizt áfram af mestu erfiðis- munum. Það var litil huggun, þótt hinn lærði Þorfinnur héti því, að hann myndi smám saman fá meiri mátt í fæturna. Hvaða gagn var að því, ef hann gat aldrei framar setið undir árum eða lyft háfi sínum í fuglabjargi? Fyrir fjórum mánuðum hafðl hann verið nær jafnoki Magnúsar Heinasonar um afl og fimi. Og nú? Hvers virði var maður með hnýtt bak, skakkar áxlir og visinn handlegg? 111 örlög höfðu myrkvað huga Brynjólfs. Hann mælti sjaldan orð frá vörum — og áidrei skipti hann orðum við fóstbróður sinn. Reiði brann úr augum hans, og hann beit á blóðlausa neðri vör- ina, ef hann sá Magnús í námunda við sig. Hatrið gróf urn sig í huga hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.