Tíminn - 22.12.1951, Síða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skriístofur 1 Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslx. [mi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 22. desember 1951.
291. blað.
Ilcr sést hinn nýi forsætisráðherra Sýrlands, Fawsi Silo, sá er tók
við eftir stjórnarbyltinguna á dögunum. Hjá hcnum til hægri
silur Adib Shishekly, yfirhershöfðingi, potturinn og pannan í
„byltingunni“. Silo forsætisráðherra er talinn mjög hliðhollur
vesturveldunum.
Ljósahátíð, þegar raf-
magnið kom í sveitina
Niina fyrir jólin hafa allmargir bæir í Reykholtsdal og
Fljótshlið fengið rafmagn frá nýjum rafvei’tum, sem unnið
hefir verið að lagningu á í sumar. Ungmennafélagið í Reyk
holtsdal fagnaði þessum tímamótum í sögu sveitarinnar á
skcmmtilegan og smekklegan hátt með sérstakri ljósahátíð,
sem það efndi til.
Hátiðin var haldin í hinu
myndarlega samkomuhúsi fé-
lagsins í dalnum, Logalandi,
sem nú var í fyrsta sinn upp
lýst með rafmagni frá hinni
nýju orkuveitu.
Ljósahátíðin. |
Samkoman hófst með því
að spiluð var Framsóknarvist,
en að lokum var stiginn dans.
Um 100 manns sóttu samkom
una, og voru þar á meöal
menn, sem unnið höfðu að
raflögnum heima á bæjun-
um og allmargir af þeim
mönnum, sem unnið höfðu að
því að koma upp og tengja
hina nýju orkuveitu r»m dal-
inn.
26 bæir í Reykholtsdal.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Tíminn hefir aflað sér,
hafa um 26 hús fengið raf-
magn frá Reykholtsdalsveit-
unni og eru þó nokkrir bæir
6k brott frá slösuð-
um manni
Um það bil klukkan hálf-sex
í fyrradag var ekið á mann, er
var á ferð á Suðurlandsbraut,
skammt innan við Lækjar-
livamm, Bjarna Helgason, Sam
túni 54. Hlaut hann veruleg
meiðsl, meiddist í baki og skrám
aðist í andliti, svo að hann ligg
ur rúmfastur.
Maður, sem á hann ók, ók á
brott sem hraðast, og hefir hann
ekki fundizt enn. Fólk það, er
að kom, eftir að slysið varð, hef
ir ekki getað gefið vísbendingu
um það, hvaða ökun'íðingur
þarna var að verki.
í dalnum, sem farið hefir ver
ið framhjá að þessu sinni og
því oröið afskiptir. Vonir
standa að sjálísögöu til, að
næstu rafveituframkvæmdir
þar hefjist með því að leggja
á þá rafmagn, áður en lengra
verður haldið.
Þessi nýja lína upp í Reyk-
holt er lögð frá Bæ í Borgar-
firði, en þangaö komst raf-
veitan frá Andakilsárstöðinni
í fyrra.
Fljótshlíð.
í Fljótshlíöinni er nú unn-
ið að því að tengja nokkra
bæi við hina nýju rafveitu
þar. Fá þar um 9 bæir raf-
magn frá veitunni, sem þar
var lögð í sumar.
Nokkrir bæir á rafveitu-
svæðinu í Fljótshlíðinni eiga
fyrir allgóðar vatnsaflsstöðv-
ar, enda hagar þar víða vel
til slíkra virkjana. Þeir, sem
hafa aflstöðvar, sem farnar
eru að eldast og ekki eru
traustar, taka rafmagnið, en
þar sem góðar og nýjar heim
ilisstöðvar eru fyrir, er ekki
tekin orká frá veitunni.
Þrjú mænuveikitil-
felli á sama bæ í
Skorradal
Þrír unglingar að Grund í
Skorradal hafa nú sýkzt af
mænuveiki, og er álitið, aö
smitun frá Akranesi sé aö
ræða, þar sem mænuveiki var
allútbreidd í haust.
Ekkert af unglingum þess-
um hefir þó lamazt, en stúlka
um fermingaraldur er all-
þungt haldin. Mun henni
hafa slegiö niður.
Hvalveiðibátur slitnar upp, rekur
upp við Kalastaði í Hvalfirði
í fyrrakvöld og fyrrinótt var ofsarok af austri í Hvalfirði,
og slitnaði þá upp annar af tveimur hvalveiðibátum. sem
voru í vetrarlagi undan Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Var
þetta Ilvalur II. Rak bátinn á grunn við Lækjarós hjá Kala
staðum.
Sigurnagli við bauju, sem
Hvalur II lá við, mun hafa
bilað í veðrinu, og rak bátinn
nú út fjörðinn. Barst hann
yfir skerjaklasa framan við
Kalastaði, en rak síðan að
landi, unz hann stóð á grunni
við Lækjarós, neðan við tún-
ið á Kalastöðum. Stendur
hann þar á réttum kili.
Ekki koniizt að skipinu
af landi.
Þórir verkstjóri í hvalstöð-
inni undir Þyrilsklifi fór út
að Kalastöðum, er kunnugt
varð um strand bátsins, en
ekki varð aö honum komizt
af landi. Loftur Bjarnason í
Hafnarfirði, framkvæmda-
stjóri hvalveiöifélagsins, fór
einnig upp eftir í gærkvöldi.
Röðull sendur á
vettvang.
Klukkan niu i gærmorgun
var togarinn Röðull að fara
út á veiðar, og var hann feng
inn til þess að fara inn í Hval
fjörð til þess að freista þess
að draga hvalveiðiskipið á
flot. Skipstjóri á Röðli er Þor
steinn Eyjólfsson.
Bátur úr Reykjavík var
fenginn til þess að fara upp í
Hvalfjörð meö víra til þess
að nota við björgunina, og
mun Skógarfoss hafa farið þá
ferð.
Ök á símastaur og
hljóp brott
í fyrrakvöld var bifreiðinni
R-22 ekið á ljósastaur á Lauf-
ásvegi móts við húsið 37. Maður,
sem þarna var á gangi, sá bif-
reiðastjórann og farþega fara
út úr bifreiðinni og hlaupa á
brott. Var bifreiðin allmikið'
skemmd.
Lögreglan hóf leit að bif-
reiðastjóranum, en hann
fannst hvorki í fyrrinótt né í
gær, þar til klukkan var orð-
in fimm, að hann gaf sig fram.
Var málið í rannsókn í gær-
kvöldi, en grunur lék á, að bif-
reiðarstjórinn hefði verið drukk
inn. ,
Bifreiðin lá á hlið-
inni á Hafnarfjarð-
arvegi
í fyrrinótt valt bifreiðin R-
4410 á Hafnarfjarðarvegi við
Fossvogskirkjugarð. Fannst bif
reiðin yfirgefin liggjandi á hlið
inni þvert um veginn.
Búðir opnar til
miðnættis
í dag verða búðir opnar til
miðnættis, eins og venja hef-
ir verið á laugardaginn fyrir
jól. Á aðfangadag verða búðir
opnar til klukkan tvö.
Á þriöja í jólum veröur opn
að aftur klukkan tíu.
fLögreglustjóri heitir á
1 !
'alla að gæta varfærni í
umferðinni á götunum
Undanfarna daga hafa verið allmikil brögð að bifreiða-
árekstrum og umferðaslysum í Reykjavík, og má vafalaust
rekja það til meiri umferðar en venjulega nú rétt fyrir
jólín.
Beðið átekta.
Ekki var þó aðhafzt í gær,
heldur átti að bíða birtunnar
nú með morgninum. Lá Röð-
ull á Laxvogi, sunnan fjarðar
ins gegnt Kalastöðum, og vél
báturinn í námunda við hann.
Þótti líklegt, að þeir freist-
uðu að koma taugum í hval-
veiðibátinn, er birti af degi.
Af þessu tilefni hefir lög- j
rcglustjóri snúið sér til Tím
ans og beðiö hann að brýna
fyrir fólki, jafnt bifreiða- j
stjórum sem hjólreiðamönn
um og gangandi’ fólki, að
gæta ýtrustu varkárni á göt
um bæjarins nú í dag, er j
búast má við því, að umferð
in verði allra mest, og svo
Tvær smámeyjar önnur
vó 4 merkur, hin 5
Um þessar mundir eru tvær ungar og ærið smávaxnar
dömur í tvíbýli í yl og mjúkum reifum í fósturkassa fæðing-
ardeildar Landspítalans — tæki, sem ætlað er til hressing-
yfirleitt um hátíðarnar.
Sé nægrar varúðar gætt,
á að vera hægt að komast
hjá öllum umferðaslysum og
óhöppum, og borgararnir
verða allir að leggjast á eitt
um það þessa daga, þegar
umferðin er sérstaklega
hættuleg. Þess er að vænta,
að þessari’ áskorun lögreglu
yfirvaldanna verði fullur
gaumur gefinn, og þannig
komið í veg fyrir óþarft tjón
og óþörf slys, þótt ös sé á
götunum.
Vatnsflóð ógna
flóttamönnum
*
ardvalar fyrir þá, .sem sérstaklega eru veikburða,: er þeir
líta heimsins ljós í þessari stofnun.
í Israel
Litla ögnin,
Yngri daman fæddist i fyrri
viku, og vó hún þá fjórar
rnerkur og gæti notað meðal-
stóran skókassa fyrir rúm.
Þótt ekki sé hún enn til stór-
ræðanna, eru vonir til þess,
að hún hjarni við og hver veit
nema hún verði allra kerl-
inga elzt. Foreldrarnir eru
farnir að hugsa um að skíra
hana Ögn.
Sambýlisdaman.
Hin daman í fósturkassan-
um er lítið eitt eldri, og hún
var líka dálítið stærri og
þyngri. Hún vó nefnilega
fimm merkur þegar hún
fæddist.
Nú bíða báðir foreldrarnir í
voninni um að fá hinar ungu
meyjar heim til sín eftir há-
tíðarnar.
Miklar rigningar hafa verið í
Palestínu undanfarna daga
svo að flóð eru í ám og vötnum.
Hafa vegir gerspillzt, svo að
samgönguteppa er víða, eink-
um í ísrael. Genesaretvatnið
hefir vaxið mjög og flóð yfir
bakka og undir tjaldbúðir
innflytjenda, sem þar höfðu að
setur. Hafa þeir orðið að flýja
og yfirgefa tjöld sín og eigur
hundruðum saman.