Tíminn - 26.01.1952, Blaðsíða 7
21. blað.
TÍMINN, laugardaginn 26. janúar 1952.
7.
Frá hafi
til heíða
Hvar eru skipin?
Ríkisskip:
Hekla er væntanleg til Reykja
víkur um hádegi í dag aö vestan
úr hringferð. Esja er í Álaborg..
Herðubreið var á Akureyri í
gær. Skjaldbreið er í Reykja-
vík. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann
fer frá Reykjavík í dag til Vest-
mannaeyja. Oddur fór frá Rvík
1 gær til Húnaflóahafna.
Flugferðir
Loftleiðir.
í dag verður flogið til Akur-
eyrar, ísafjarðar og Vestmanna
eyja. Á morgun verður flogið
til Vestmannaeyja.
Messur
Dómkirkjan.
Messa kl. 11 f. h. Séra Jón
Auðuns. Messa kl. 5 e. h. Séra
Óskar J. Þorláksson.
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar
Svavarsson. Barnaguðsþjónusta
kl. 10,ý5 f. h. Séra Garðar
Svavarsson.
K.F.U.M. fríkirkjusafnaðarins
heldur fund í kirkjunni á
morgun klukkan 11 f. h.
Fríkirkjan.
Messa klukkan 5 eftir hádegi.
Séra Þorsteinn Björnsson.
Nesprestakall.
Messa í kapellu háskólans kl.
2 e. h. Séra Jón Thorarensen.
Úr ýmsum áttum
Kvöld- og næturvöi-ður í L. R.
Kvöldvörður kl. 18—0,30 Berg
þór Smári. Næturvörður kl. 24—
8 Kristján Þorvarðsson.
Aðalfundur
Reykhyltingafélagsins
verður haldinn í kvöld í Aðal-
stræti 12 og hefst kl. 8,30. Verður
þar spilað af stálþráði atriði,
er tekin voru upp á árshátíð
skólans 1. desember, auk venju-
legra fundarstarfa.
Utanáskrift
Vigfúsar Guðmundssonar.
Vigfús Guðmundsson, c/o
professor A. Lodewyck, 1 Betty
St., Mont Albert, Melbourne,
Australia.
Knattspyrnufélagið Víkingur
heldur aðalfund sinn í félags
heimili V.R., Vonarstræti, þriðju
daginn 29. þ. m. kl. 8,30 e. h.
Stjórnin.
Fyrirhugað samsæti
í tilefni af 40 ára afmæli
Iþróttasambands íslands næst-
komandi mánudagskvöld er af-
lýst.
Norðmenn flytja
hvalkjöt til Ameríku
Samkvæmt erlendum fisk-
veiðatímaritum leggja Norð-
menn nú stund á að gera hval
kjöt að eftirsóttri neyzlu-
vöru vestan hafs. Hafa þeir
þegar flutt út allmikið af
hvalkjöti til Kanada, og fund
ið þar markað fyrir þessa þýð
ingarmiklu framleiðslu sína.
Kjötið er pakkað í smáar
umbúðir. Þær eru skrautleg-1
ar og á þeim leiðbeiningar I
um það, hvernig eigi að búa'
til ljúffenga og eftirsótta
rétti úr hvalkjötinu.
Fyrstu reynslusendinguna'
af slíku hvalkjöti sem fer til
Bandaríkjanna er nú á leið-
inni þangað og erU það ekki
nema 10 smálestir til að byrja 1
með. En Norðmenn búast við
því, að ef hvalkjötið líkar vel
geri þeir sölusamninga þar í
landi um 1000 smálestir á
þessu ári; i
Garðyrkjiimenn
óska löggjafar
um verðskráningu
Gróðurhúsaeigendur í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu hafa
fyrir nokkru stofnað með sér
félag, sem nefnist Garðyrkju-
féiag Borgarfjarðar.
Á fundi í félaginu, sem
haldinn var að Björk við
Kleppjárnsreyki þann 16. jan.
sl. var eftirfarandi tillaga
samþykkt samhljóða:
„Fundurinn álítur brýna
nauösyn, að sett' verði lög-
gjöf um sölu á garðyrkjuaf-
urðum, hliðstæða afurðasölu
iöggjöf annarra landbúnaöar
afurða."
Ennfremur kom fram á
fundinum mikill áhugi fyrir
því, að garðyrkjumenn efli
félagsskap sinn á breiðari
grundvelli en verið hefir.
Fæðiskaupendafél.
skorar á bæjarráð
að afíurkalla
útburðarbeiðni
Bæjarráði hefir verið send
samþykkt, undirrituð af 130 mat
þegum hjá Fæðiskaupendafélag
inu, þar sem þess er farið á
leit, að bæjarráð afturkalli út-
burðarbeiðni þá, sem gerð hefir
verið á hendur Fæðiskaupenda
félaginu, og hefji samninga við
það um húsnæðið á þeim grund
velli, að félagið njóti svipaðra
hlunninda og verkamannaskýl-
ið, þar sem félagsheimili Fæðis-
kaupendafélagsins sé hið eina
athvarf fjölda manna í tóm-
stundum þeirra og njóti al-
mennra vinsælda.
Þessari áskorun matþeganna
fylgdi bréf frá Fæðiskaupenda-
félaginu, þar sem enn á ný var
óskað mats á endurbótum, er
það hefir gert á húsnæðinu og
viðurkenningar á eignarrétti
félagsins á þeim. Bréfi þessu
fylgdi sundurliðun á kostnaði
þeim, sem félagið hefir haft af
húsnæðinu, en viðhaldskostnað
ur, hreingerningarkostnaður og
upphitunarkostnaður er þar
mjög mikill. Endurbætur eftir
brunann kostuðu 66 þúsund krón
ur samtals, en tryggingarfé nam
aðeins broti af þeirri upphæð.
Lát forsctaus
Framhald af 1. síðu,
vinstri dálki.
aði á forsetasetrinu, þar sem
hann vann að því að upp reis
fyrirmyndarbú og fylgdist
með öllum rekstri þess af lif-
andi áhuga og framsýni eins
og íslenzkur bóndi getur bezt
gert. Er sá áhugi þó enn að-
dáanveröari vegna þess að
allir vissu, að forsetinn gekk
ekki heill til skógar hin síð-
ari ár.
Frá heimsóknum forsetans
um byggðir og bæi landsins
jundanfarin ár, sem munu þó
hafa verið strjálli en hann
óskaði vegna vanheilsunnar,
á þjóðin öll fagrar endur-
minningar um hugljúfa gest
og góðan mann. Ávörp hans
við áramót og önnur háíð-
leg tækifæri á gleði- eða sorg
arstundu var hlustað af öll-
um af fúsum hug og þakksam
lega þegið það er hann miðl-
aði af góðhug sínum og mann
viti, sem átti sér bæði mynd-
ir léttrar gleði og alvöru-
þunga. Er skemmst að minn-
ast áramótaávarp hans um
síðustu áramót, er mörgum
mun hafa oröið sérstaklega
hugstætt.
íslenzka þjóðin öll syrgir
því Svein Björnsson, fyrsta
forseta íslands, sem góðan
landsföður, og hún beinir
innilegum samúðarhug til
fjölskyldu hans.
Enskir
rafmagnsþvottapottar með
tvískiptum rofa. Mjög vand-
aðir.
Sendum gegn póstkröfu.
Véla- og raftækjaverzlunin
Bankastræti 10. Sími 6456.
Tryggvagötu 23. Sími 81 279.
Hiai
ÞJÓDLEIKHÚSID
GULLIVA ULIÐIO
Sýning í kvöld kl. 20.00
AJVM CBRISTIE
Sýning: Sunnudag kl. 20,00
Börnum bannaður aðgangur.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20.00. Sími 80000. Tekið
á móti pöntunum.
Kaffipantanir í miðasölu.
Samvinnan
(Framhald af 8. síðu.)
ríkjanna í þættinum Svipir sam
tíðarmanna, bókafregn og kvæði
úr Óöldinni okkar. Kvennaþátt
ur, Samvinnufréttir, og loks
framhaldssagan Fullkomin eigin
kona.
Fínpúsning
Skeljasandur
Hvítur sanður
Perla í hraun
Hrafntinna
Kvarz o. fl.
Ffnpúsningargerðin
Simi 6909
Fljótandi vörusýn-
ing Norðmanna
í 3 heimsáifum
Norðmenn ieggja nú mikla
áherzlu á að afla sér aukinna
markaða fyrir sjávarafuröir
vestanhafs, 1 Bandaríkjunum
og Kanada.
Einn liður í auglýsinga-
starfsemi þeirra og ekki sá
þýðingarminnsti, er sá, að
Norðmenn hafa látið byggja
sérstakt skip með fljótandi
I vörusýningu. Heitir það
j Thalatta og er byggt af sam-
j bandi norskra bátasmiða-
stöðva, sem lánar skipið til
þessara nota í auglýsinga-
skyni.
Skipið átti að leggja af stað
vestur um haf þessa dagana
og fyrstu sýninguna á.því átti
j að opna i Boston í þessum
: mánuði. Síðan verða sýning-
ar í öllum helztu hafnarborg-
um á austurströnd Kanada
og Bandaríkjanna. Annars er
ferðaáætlunin löng og skip-
inu ætlað að sigla heim suö-
ur um Suður-Ameríku og
koma við á nokkrum stöð-
um á vesturströnd Afríku á
heimleiðinni. Binda Norð-
menn miklar vonir við þessa
nýstárlegu og skemmtilegu
auglýsingaherferð, sem ekki
^ er þó jafn skemmtileg fyrir
j keppinauta þeirra á mörkuð-
unum og þá sjálfa.
Þykir veitinga-
skatturinn þnngur
10 prósent veitingaskattur að
viðlögðum 3 prósent söluskatti
ásamt sívaxandi dýrtíð, hefir
torveldað rekstur gisti- og veit-
ingahúsa í landinu, að því er
stjórn Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda tjáði frétta-
mönnum i gær.
Framkvæmdastjóri sambands
ins, Hörður Ólaísson, kvað veit-
inga- og gistihúsamálunum nú
svo komið, aö þrátt fyrir sívax
andi þörf fyrir fleiri og full-
komnari gistihús í Reykjavík,
væri ekki útlit fyrir að úr þess-
ari þörf yrði bætt á næstunni.
Benti hann á þá staðreynd,
að þótt Reykjavík hafi tvöfald-
að ibúatölu sína síðan 1930, hafi
gistihúsum í bænum fækkað,
þótt þörfin hafi margfaldast.
Ástæðuna fyrir því, að þeir, sem
við gistihúsarekstur fást, hafi
ekki lagt út í byggingu nýrra
gistihúsa, kvað hann vera veit
ingaskattinn, sem settur var
með lögum 1933.
ísland - Norge
Störfum fyrir ís
land og Noreg,
með samböndum
við Finnland,
Holland og víða um heim. —
Fjölda Norðmanna óska bréfa
vina hérlendis. Ef þér viljið
eignast bréfavin hérlendis
eða erlendis, þá skrifið til
okkar. Gegnum bréfin getið
þér eignast vini, nær og fjær.
P
BRffAfclÚBBUR.iNN ’O
IStANDIA
Pósthólf X014, Reykjavik.
Askrlftarsimi:
TlMIIVNí
2323
Lát forsctans
Framhald af 1. siöu,
hægri dálki.
Fylgdu því, — auk forseta-
frúarinnar, barna og tengda-
barna forsetahjónanna, sem
heima eru, — handhafar for-
setavalds, ríkisstjórnin, for-
setar Alþingis, sendiherra
Norðmanna f. h. fulltrúa er-
lendra ríkja hér, biskup, lög-
reglustjórinn í Reykjavik og
sýslumaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Við sjúkrahúsið
stóðu lögreglumenn heiðurs-
vörð, er líkið var flutt brott.
íslenzka útvarpið felldi
niður alla fyrirhugaöa dag-
skrá í gær, en minntist for-
setans með dagskrá er hófst
kl. 8 í gærkvöldi. Þar fluttu
ávörp handhafar forseta-
valds, fyrrverandi forsætis-
ráöherrar í tíð forsetans og
utanríkisráðherra. Á milli
voru leikin sorgarlög.
Útvarpsstöðvar í nágranna
löndum skýrðu allar frá láti
forsetans og sum minntust
hans með sérstakri dagskrá,
svo sem útvarpið í Osló og
Kaupmannahöfn.
Þegar norska stórþingiö
kom saman í gær ávarpaði
Natvig-Pedersen forseti þings
'ins þingheim, flutti fregnina
og minntist Sveins Björns-
sonar nokkrum oröum. Eftir
það var þingfundum frestaö
þann dag. Norska útvarpið
flutti ávarp forseta þingsins
í fréttauka. Þar lýsti hann
starfsferli Sveins Björnsson-
ar og mælti að lokum á þessa
leið:
„íslenzki forsetinn var mik
ilsvert tengiafl í íslenzkum
stjórnmálum enda haföi
hann til að bera víðtæka þekk
ingu á alþjóðlegum stjórn-
málum. Hann hafði lifandi
áhuga fyrir norrænni sam-
vinnu og vann því máli ó
metanlegt gagn. íslenzka
þjóðin syrgir í dag einn af
mikilhæfustu sonum sínum
er var henni ómetanlegur
styrkur á erfiðum tímum. —
Norska þjóðin tekur hugheil-
LEDŒEIAG
REYKJAVÍRIJR'
PÍ-PA-Kt
(Söngur lútunnar)
Sýning annað kvöld, sunnu-
dag, kl. 8. Aðgöngumiðasala í
dag frá kl. 4—7. Sími 3191.
Ath.: Seldir aðgöngumiðar
að föstudagssýningunni gilda
annað kvöld.
SKICAUTCCKO
- RIKISINS
Væntanlega fer skip til
Sands, Ólafsvikur og Grund-
arfjaröar á þriðjudaginn.
Vörumótttaka á mánudag-
inn.
amperIí:
Raftækjavinnustofa
Þingholtstræti 21
Sími 81 556.
Raflagnir — Viðgerðir
Raflagnaefni
T I M I N N •
tfuyhjAii í Tmattutn
T I M I N N •
an þátt í hinni miklu sorg ís-
lenzku bróðurþj óðarinnar."
Á eftir var íslenzki þjóð-
söngurinn leikinn.
Danska útvarpið minntist
og andláts forsetans með
hálfrar stundar dagskrá.
Sendiherrar erlendra rikja
og forstöðumenn erlendu
sendiráðanna í Reykjavík
gengu laust fyrir hádegi á
fund utanríkisráðherra og
vottuðu honum samúð sína í
tilefni af fráfalli forseta ís-.
lands, herra Sveins Björns-
sonar.
Fleiri samúðarskeyti höfðuj
borizt í gærkvöldi frá Hákoni1
Noregskonungi og fleiri þjóð-
höfðingjum. Samúðarskeyti
hafði einnig borizt frá Mc
Gaw, hershöfðingja varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
■Á' V