Tíminn - 27.01.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 27. janúar 1952. ,22. blað. Norræn víkingaborq fundin í Normandí---------- Það er talið sannað, að nor- rænir víkingar hafi um 800 her numið Normandí, en um það hefir verið deilt, hvort víking arnir hafi aðallega komið frá Noregi eða Danmörku. Sjálf- sagt hafa þeir þó verið úr þess- um löndu mbáðum. Er talið, að þeir hafi haft þar bækistöðvar og nýlendur, en siglt frá þeim tii rána lengra suður á bóginn. Meðal annars sigl'du þeir upp Signu, settust um kyrrt við París, brenndu klaustur og rændu. Norræn víkingaborg. Fyrir nokkru hóf franski forn fræðingurinn de Bouard upp- gröft í Normandí, og hefir hann fundið margt, sem getur skýrt sögu þessa héraðs. Normandískaginn endar í litl um tanga, sem gengur til norð urs, og er forn víggirðing þvert yfif nesið, sex km. löng, þrjá- tíu metra breið og átta metra há. Utan við þessi viriki ar skurður, allbreiður. Virðast hin ir norrænu víkingar hafa haft bólstað yzt á nesinu, og mann- virki þessi verið varnarvirki þeirra. Uppgröfturinn. Þessi mannvirki voru grafin upp í sumar og rannsökuð, og hefir komið í ljós, að þeim svip ar mjög til Danavirkis, sem reist var 800—900. Þarna hafa einnig fundizt ýms vopn og munir. Næsta sumar á að rannsaka þrjú forn virki, sem fundizt hafa annars staðar í Normandí og einnig eru talin reist af nor- rænum víkingum til forna. Virki Haraldar blátannar. Það hefir komið upp sú kenn ing, að vírki það, sem grafið var upp í sumar, hafi verið reist af Haraldi blátönn Danakonungi. í fornum ritum frönskum er sagt frá því, að danskur vík- ingur hafi sent menn i liðsbón til Danmerkur, gegn frönskum konungi, og hafi „Haraldur Danakonungur, faðir Sveins“, gert út flota mikinn, sextíu skip, sem tóku land við Normandí- skaga, og dvaldi hinn danski sjóher þar í tvö ár. Norrænar sagnir. Það er margt, sem vitnar um áhrif norrænna manna í Nor- mandí. Fólkið þar ber margt norrænt svipmót. Sumt af því er hávaxið, ljóshært og bláeygt. Mörg nöfn, bæði staðarnöfn og mannanöfn, og ýmsir siðir og heiti sumra hluta bendir enn til norrænna manna. Bændur •, | 1 ÞRUMA IJR HEIÐSKIRU LOFTI. mmám? Snjór er á jörðu, en það er vongloð glettni í svipnum: Hæ, hæ og hó! Náðu mér, ef þú getur! í Normandí trúa enn á tröll cj álfa, og sérstaklega gera þeir sér títt um álfadrottninguna — veru, sem svipar mjög til huldu fólks, eins og fólk hugsaði sér það til dæmis á Islandi. Moska í sraíðura í Washington Innan skamms verða Múham- eðstrúarmenn í Washington kalí aðir til bænágerðar frá turni nýs bænahúss, sem þar er verið að reisa. Utanríkisráðuneytið bandaríska hefir hlutazt til um það, að 40,5 smálestir af stáli yrðu látnar í té til bænahús- gerðarinnar, svo söfnuður Mú- hameðstrúarmanna gætu lokið við smíði guðshúss síns. Hornsteinninn að bænahúsinu var lagður á 1379. fæðingardegi spámannsins Múhameðs. Hingað til hafa Múhameðsyú armenn í Washington orðið að hafa messur sínar í gistihúsum og einkaíbúðum. Gott hjónaband Lundúnablöðin gera sér um þessar mundir mjög títt um allt, sem varðar Margréti prinsessu og jarlinn af Dalkeith. Daily Ex- press lýsir þeim svo: Prinsessan er sólgin í nætur- klúbba, leikhús, samkvæmi og ÚtvarpLÖ Úfvarpið í dag: Kl. 8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Véðurfregnir. 11,00 Messa í Hali grímskirkju (séra Sigurjón Árna son). 12,15—13,15 Hádegisútvarp. 15.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15,30 Miðdegistónleik- ar. 16,30 Veðurfregnir. 18,25 Veð urfregnir. 18,30 Barnatími (Þor steinn Ö. Stephensen). 19,30 Tón leikar (plötur). 19,45 Auglýsing ar. 20,00 Fréttir. 20,15 Tónleik- ar (plötur^ 20,35 Erindi: Dóm- kirkjan í Skálholti; síðara er-! indi (Magnús Már Lárusson prófessor). 21,00 Óskastundin (Benedikt Gröndal ritstjóri). | 22,00 Fréttir og veðurfregnir.1 22,05 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: KI. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,10 Framburðar- kennsla í ensku. 18,25 Veður- fregnir. 18,30 íslenzkukennsla; I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarpshljómsveitin; Þór- arinn Guömundsson stjórnar. 20.45 Um daginn og veginn (Ólaf ur Jóhannesson prófessor). 21,05 Samfelld dagskrá Iþróttasam- bands íslands. Flytjendur: Bene dikt G. Waage forseti sambands ins, Þorgeir Sveinbjarnarson, Frímann Helgason, Gunnlaugur Briem, Þorsteinn Einarsson og Herm. Guðmundsson. 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,10 Dag- skrárlok. Árrtað heilla ÍOO/r FOH FHC HCO fí/NE / f UMBOÐSMENNi Kaupfélag Árnesinga, seifossi ifliiiiiniiima: tt •• K \^Jdcippdrœtti JJít imunó Meðal vinninga: Miðjarðarhafsferð fyrir 2. Ferguson dráttarvél. * Hugin saumavélar 12 hrærivélar. Þvottavél ísskápur Rafhaeldavél Ferð fram og til baka til Kaupmannaftfnar f. 2. Ferð fram og til baka til Skotlands fyrir 2 . Vikudvöl á Laugarvatni o. fl. Hver vill láta happ úr hendi sleppa? — Kaupið miða strax hjá næsta sölumanni happdrættisins — á morg- un hafði þér kannske misst af réttu númerunum. Sölumenn! Herðið sóknina! í I i i Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns. föður og tengdaföður Þau voru handviss um það, að I íbúðinni væru veggjatítl- ur, maurar eða einhver þess háttar kvikindi, því að hvern einasta dag heyrðu þau undar legt naghljóð frá þilinu. Þetta var ekki einleikinn skratti, og sjálfsagt voru einhver óþrif bak við veggfóðrið, þótt ekki sæju þau neitt. Þau urðu á- sátt um það að kvarta við hús- eigandann, og hann lét dæla skordýraeitri um alla íbúðina. En ekki var meindýraeyðirinn fyrr farinn út, en þau heyrðu þetta sama nag frá þilinu. Loks var þetta að gera þau vitlaus, og þá rifu þau í bræði sinni veggfóðrið af þilinu, og brutu þiljurnar. Og þá var gát- an leyst. 1 næstu íbúð bjuggu græn- metisætur. veizlur. Jarlinn fyrirlítur London og kemur hvergi nema í íbúð sína í Grosvenor Square, þegar hann neyðist til þess að dvelja þar. Prinsessan hefir yndi af því að dansa. Jarlinn dansar aðeins, þegar hann er dreginn út á gólfið — og dansar heldur illa. Prinsessan hefir ekki neinn áhuga á málaralist. Jarlinn getur legið vikum sam an yfir málverkasafni ættar sinnar. Prinsessunni leiðist einvera. Jarlinn unir sér bezt einn. 4nglvsið í Tímanum Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jóns- syni ungfrú Hrefna Þorsteins- dóttir, Mjóahlíð 14, og Úlfar Kristjánsson, rafvirkjanemi, Mýrargötu 7. Hjónaband. I gær voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjöni Árnasyni ungfrú Ása Helgadótt- ir, Vestmannaeyjum, og Sæ- mundur Á. Hermannsson (Jóns sonar, Yzta-Mói), tollþjónn, Vestmannaeyjum. Þau dvelja nú á Skólabraut 1 hér í bænum. Trúlofun. 10. jan. s. 1. opinberuðu trú- lofun sína í Englandi ungfrú Guðrún Michelsen frá Fáskrúðs firði og Peter Foolhes í kana- diska flughernum. KARLS FINNBOGASONAR fyrverandi skólastjóra Vilhelmína Ingimundardóttir, börn og tengdabörn .Tarðarför og minningarathöfn um mennina, sem fórust með ip. b. Grindvíking þ. 18. þ .m., fer fram þriðjudaginn 29. janúar 1952, og hefst kl. 12 á hádegi frá Grindavíkurkirkju. Ferðir úr Reykjavík verða frá Ferðaskrifstofunni sama dag kl. 10 árdegis. F. h aðstandenda Svavar Árnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.