Tíminn - 27.01.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.01.1952, Blaðsíða 3
22. blað. ■ XÍMINN; súhnudáginn '21.' jánúar l952. U mhugsunarefn.L Eftir séra Guiuiar Arnasoii Ég sakna alltaf húslestranna. Sú stund átti sérstakan and- blæ, þegar allt heimilisfólkið kom saman að loknu aagsverki, og minntist þess, að „Guð er á hæðum heima, faðir.“ En húslestrarnir verða ekki endurlífgaðir nú á tímum. Til þess voru þeir m.a. of langir. ; Samt ætti ekki að vera ó- hugsandi né ómögulegt, að marg ir temdu sér að hefja hugann á hverjum degi eitthvað yfir hversdagsannir og mál líðandi stundar. Sumir lesa ef til vill smá- kafla í ritningunni á hverjum degi. Aðrir myndu fremur kjósa að eiga kost á bókum, sem væru að vissu leyti í formi hús- lestrarbókanna. Örstuttar hug- vekjur fyrir hvern dag í árinu. Tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt hér á landi, en ekkj tekizt nógu vel að þessu. „Daglegt ljós“ eftir Ólfaíu Jó- hannsdóttur, cfr aðeins sam- safn ritningargreina, og náði ekki tilgangi sínum. Stutt hug- vekjusöfn hafa verið þýdd, en þess er varla að vænta, að þau eigi við að öllu layti. Hver þjóð hefir sinn smekk. Margt má þó af þeim læra. Og vildi ég einmitt vekja hér athygli á sænskrfltilraun í þess úm málum. Maður að nafni Börje Brilioth hefir gefið út a.m.k. tíu smá- bækur, sem heita einu nafni „Ord pá vágen“. Þetta er falleg útgáfa og formið dálítið ný- stárlegt. Textarnir eru ekki valdir úr ritningunni einni, heldur snjall I yrði, ný og gömul. Og útlegg- ingin aðeins fáar línur. Hér eru næg umhugsunar- ' efni fyrir alla. Og engin getur! borið því við, að hann hafi ekki tíma til að lesa dagskrárkafl- ann, það tekur ekki meira en 1—2 mínútur. Ég ætla að setja hér tvö sýn- ishorn. Þau gefa bezt hugmynd um kverin. Annað þeirra er eftir Vilhelm Ekelund: „Deginum má líkja við guð- dómlegan gest, er hyggst að sækja þig heim.... lieill þér, ef þú ert líeima. .... Sofðu ekki svo fast í hæg- indastólnum, að þú heyrir ekki þegar barið er. Hafðu lampa þinn tendraðan og hliðið opið, til að fagna lífinu. Heilsir þú hverjum morgni sem gjöf, möguleika nýs og betra starfs, þá verða dagarnir aldrei framar gráir og tilgangslausir, — og hvert kvöld verður sem hringing til bæna.“ Hitt sýnishornið er eftir Jo- hannes Edelfelt: (Framhald á 5. síðu) Bjarni Sigurðssou F. 26.5 1868 d. 3.10 1951 Ástvina-kveðja. Þú hjartkæri faðir til fjarlægðar | yztu, þín flutt er sáiin af hérvistar braut.: Sinn ættiöður barnabörnin þín misstu, og bjargtrausta konan, sem lengi þú nauzt. | Hún þakkar af alhuga ástúð og. tryggðir, sem umvöfðu hana á reynslunnar I stund. ■ Hún geymir í minningu dáðríkar! dyggðir, I þitt dugandi starfið og leiðandi mund. Sem farmaður varstu í ferðamanns j klæðum, | við frómlund og drengskap var tak- j markið sett. j Því tilveran miðlar svo misjöfnum gæðum,1 en mestu þá varðar að stefnan sé rétt. Og víst er, að telja má sagnanna sannast, að síðvökull þráði það andi þirm —: að fæða og klæða, uppfræða og annast, elskaða barnahópinn sinn. Þú barðist sem hetja að kuldalifs kveldi, en kaust ekki valdsvið né auðkýf- ings bú. Þó varstu ríkur af andlegum eldi, þín innstæða skráðist í heilagri trú. Og fólk þitt var hljóðlátt við hús- lestra á kveldin, það hlýddi með andagt á frambor- ið mál, svo þroskuðust börnin við andlega eldinn, og áhrif þess góða á vakanöi sál. Pramsækinn varstu til ævinnar enda, ætíð beztur, er mest reyndist þörf. Því viljum kveðju og þakklæti senda þér, fyrir unnin kærleikans störf. Sál þína felum við gæzkunnar guði, Enskur Sveinn dúfa ‘4 PVeitaði að hörfa og stöðvaði framsókn 600 Ivínveria í margar klukkustundir Enskur hermaður, tveggja metra hár, stóð á hæð nokk- urri í Kóreu og barðist einn við 600 kínverska hermenn. Hvað eftir annað ruddust árásar- mennirnir fram, æpandi og skjótandi, en í hvert sinn sundr uðust þeir og lögðu á flótta. Ásamt fimm félögum sínum und irbjó hermaðurinn gagnáhlaup, og bjargaði með því sveit brezkra hermanna frá eyðingu. Þetta atvik er álitið mesta hetjudáðin, sem unrýn hefir verið í Kóreustríðinu, og jafn- vel mesta afrek, sem einn mað- ur hefir unnið í styrjöld hing- að til. Hei-maðurinn, William Speakman, hefir verið sæmdur Victoríukrossinum fyrir vikið og er það í annað skiptið, síðan Kóreustyrjöldin brauzt út, að það heiðursmerki er veitt. Nán- ari atvik af bardaganum eru þessi: Barðist í fjórar klukkustundir. Hinn 4. nóvember s.l. var Speakman lánaður úr herdeild sinni, hinni frægu skozku deild „The black watch“ til annarrar herdeildar. Hann var með þeirri herdeild á 217 m. hæð, þegar Kínverjar hófu áhlaup sín, sem voru það áköf, að brezka her- deildin var hrakin úr stöðvum sínum, og hægri armur hennar umkringdur. Sá hluti liðsins, er Speakman var í, fékk tilkynn- ingu um að hörfa, en að eigin gildandi sigur nú fenginn er. Nú eilífð þig blessar í alfögnuði, og englarnir heilsa og fagna þér. J. S. H frumkvæði fékk hann nokkra hermenn til að halda áfram að berjast. Hann hafði safnað að sér öllum þeim handsprengjum, sem hann gat náð í, og sagði síðan við liðþjálfa sinn: „Látum nú Kínverjana fá það, sem þeir eiga skilið.“ í fjóra klukkutíma stóð Speak man á hæðinni og kastaði hand sprengjum að Kínverjunum. Við og við dró hann sig til baka til að endurnýja birgðir sínar. Speakman særðist illa í þess- ari viðureign, en hann neitaði að fara til læknis, þangað til tveir félagar hans drógu hann til læknastöðvanna. Hélt aftur til vígstöðvanna. Læknir bjó um sár hans og kallaði á sjúkrabíl, til að flytja hann á öruggari stað, en Speak man neitaði, og þegar læknir- inn snéri baki að honum, hljóp hann af stað til vígvallarins, safnaði að sér handsprengj- um og hélt bardaganum áfram. Félagar hans fimm voru nú fallnir, en hann hélt bardag- anum einn áfram. Kínverjarn- ir voru alvgrlega farnir að ótt- ast þennan ódrepandi risa, og þegar fleiri og fleiri félagar þeirra urðu fyrir handsprengj- um hans, jafnvel svo, að líkin voru farin að hlaðast upp, kom slík upplausn í liðið, að hinu umkringda brezka liði tókst að brjótast úr herkvínni. En slíkur hamur var hlaupinn í Speak- man, að hann gat ekki hætt, og þegar hann gat ekki náð í fleiri handsprengjur, grýtti hann grjóti á eftir Kínverjunum! ‘Framhald á 6. síðui Búnaðarbíllinn LANi OVER hefir nú 58 hestafla vél. Hann er með drifi á öllum hjólum, hefur 8 gíri áfram og 2 aftur á bak og fer því jafnt vegi sem vegleysur. LANH rrf jvmm er m3öS sparneytinn og eyðir aðeins ca. 10 lítrum af benzíni 11 r mmrM ■. á hverja eitt hundrað kílómetra. Hann hefir mjög mikið burðarpol, og sé hann pantaður með aftur- sætum, rúrnar hann sex farþega auk ökumanns. Með LÁNEl NOVER er hægt að fá afgreidd ýmis auka- tæki, svo sem: tengidrif að aftan og framan, reimdrif og vindudrif, hús úr málrni o. fl. Allar nánari upplýsingar gefa einkaumboðsmenn* The Rover Company Ltd. Solihull Land-Rover með blæju-yfirbyggingu Land-Rover án yfirbyggingar ^fleifclx/erzfunin ^JfeLlci L.j^. Skólavörðustíg 3 — Sími 1275.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.