Tíminn - 24.02.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 24. fébrúar 1952. 45. blaði Súdan-Negrar og þegnar Persa- keisara munu skelfast á morgun j VMWAW.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VI „Sól tér sortna", segir í lýs- ingunni á Ragnarökum. Og það mun hún gera í fyrramálið, því að þá er almyrkvi á sólu — suð- ur í Kongó og Sahara og Arabíu. Það er ekki ólíklegt, að hirð- ingjarnir, synir eyðimérkurinn- ar, muni falla fram á ásjónu sína og ákalla Allah hástöfum, er sólin myrkvast og öll skepn- an skelfist. Árla morguns á Islandi. Þessa hiyrkva mun lítið gæta hér á landi, en þó verður myrkv aður um einn þrítugasti og fimmti af þvermáli sólar snemma morguns, 8,04—8,33. Sólin kemur héi\ upp um átta ieytið, miðað við láréttan sjór« deildarhring út frá Reykjavík, en litlu síðar raunverulega vegna fjallanna. í rauninni er sólin þó ekki komin upp fyrir sjóndeildarhring, er hún sést fyrst, og stafar það af geisla- broti í gufuhvolfinu, að hún sést, áður en hún raunverulega er komin upp yfir sjóndeildar- hringinn. Lyftist hún þannig eða ljósbrot hennar, sem svarar 35 mínútum. ísland er yzt í jaðri þess svæð is, þar sem sólmyrkvans verður vart, en þótt sól sæist, er myrkv inn svo lítill, að fólk myndi ekki verða hans vart með berum aug um. í góðum sjónauka mætti hins vegar sjá hann. Almyrkvi á mjóu belti. Það er mjótt belti, sem al- myrkvi verður á. Nær það úr Atlantshafi inn yfir Kongó í Mið-Afríku, austur Sahara, Rauðahaf og miðja Arabíu, IPersíu og austur í miðja Síberíu. Út frá þessu belti fer myrkv- :lnn svo minnkandi, unz hann gætir alls ekki. flvað orsakar sólmyrkva? Sólmyrkvi verður, þegar jörð ;in lendir í skugga tunglsins. Tunglið er þá á milli sólarinnar jg jarðarinnar. Verða tveir sól- nyrkvar á þessu ári — hinn siðari svonefndur hringmyrkvi 20. ágúst, og sést hann alls ekki ,'iér. Nýr stúdentafundur um atómskáldskap? Ýmsir hinna yngri rithöfunda munu nú vera í þann veginn að senda stjórn Stúdentafé- fags Reykjavíkur áskorun um að halda nýjan fund, þar sem rætt yrði um hinn svonefnda atómskáldskap sérstaklegá. Hugsa þeir sér, sem að áskor- iiiinni standa, að meðal frum mælendanna yrðu menn, sem vildu taka svari atómskáld- skaparins, og gætu síðan spunnizt út af því kappræður. ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI. Hann hafði talið fram, eins og góðum borgara ber að gera, og að kvöldi síðasta dags hafði hann kjagað niður að Alþýðu- húsi og potað skattskýrslunni sinni í troðfullan bréfakassa skattstofunnar, og á heimleið inni hafði hann huggað sig við það, að nú væri þessum raunum lokið — þar til farið yrði að innheimta skattana og útsvarið. En þar skjátlaðist honum, því að hann var nokkr um vikum seinna kvaddur nið ur í skattstofu til þess að gera betri grein fyrir framtali sínu 1 Co og tekjum. Þá féll honum allur ketill í eld. Hann gafst upp, Sendi skattstofunni húslyk ilinn. Og lagðist upp í rúm og sneri sér til veggjár. Ekki stoppistaður heldur stafstungaj eða stunga Orðin stoppistaður, stoppi- sted eða stoppistöð kveða sí- fellt í eyrum þeirra, sem ferð ast með strætisvögnum og hafa þau löngum verið gremjuefni þeim mönnum, sem unna íslenzku tungutaki. Það er þó ekki von að fólk bæti úr þessu hjálparlaust, ef enginn kemur til liðs við það og bendir á heppilegt ís- lcnzkt orð, sem heiti á þessu. Halldór Júlíusson fyrrverandi sýslumaður, sem er málhag- ur maður og fundvís á snjall yrði, hefir beðið blaðið að koma á framfæri eftirfarandi tillögu, og farast honum svo orð: „Ég vil, að orðin STOPPI- STÖÐ, STOPPISTED og STOPPISTAÐUR nefnist í ís- lenzkri tungu STAFSTUNGA, sem er alíslenzkt og kjarngott orð. Ég vænti þó að það stytt ist bráðlega í STUNGA, þegar menn eru búnir að átta sig á, hvernig orðið er hugsað, að minnsta kosti í samræð- um innan vagnanna sjálfra, þar sem allir vita um livað er talað, svo og í orðasam- böndum. Dæmi: Ég fer úr við næstu stungu. Hittu mig við Frakkastígsstunguna. Við þriðju stungu o. s. frv. Ég Iæt þess enn getið, að það virðist eðlilegt mál að kalla vega- lengdina milli tveggja stungna KIPP. Dæmi: Senni lega var buddunni stolið frá mér á kippnum milli Berg- staðastrætis og Frakkastígs o. s. frv.“. Tíminn kemur ’þessari upp ástungu fúslega á framfæri og væntir þess að fólk reyni að bæta fyrir málspjöll sín. Firmakeppni í bridge á Selfossi Nýlokið er firmakeppni inn- an bridgefélagsins á Selfossi. Að þessu sinni var í fyrsta sinn keppt um bikar, sem Morgun- blaðið hefir gefið til að keppa um í firmakeppninni. Bikarinn hlýtur það firma, sem vinnur hverju sinni. Hann er farand- bikar og vinnst því aldrei til eignar. 14 firmu tóku þátt í keppn- inni, sem var parakeppni. Úrslit urðu: Hárgreiðslustofan — Sigfús Sigurðsson og Ingvi Ebenhards- son 285 stig. Verzl. Ingólfur — Arinbjörn Sigurgeirsson og Guð mundur G. Óiafsson 276 stig. K.f. Árnesinga — Höskuldur Sig urgeirsson og Oddur Einarsson 264 stig. Gildaskálinn — Grím- ur Thorarensen og Leifur Eyjólfs son 263 stig. Selfossbíó — Gunn- ar Gránz og Páll Árnason 256 stig. Skrifst. Árnessýslu — Ólaf ur Jónsson og Thor’vald Sören- sen 240yz stig. S. Ó. Ólafsson & Co. h. f. — Einar Pálsson og Þorvaldur Sölvason 235 y2 stig. Húsg.v.st. Austurv. 40 — Einar Bjarnason og Bjarni Sigurgeirs son 223 yz stig. Þ. Sölvason & h.f. — Friðrik Larsen og Tage Olesen 223 stig. Verzl. Hildi þ. Loftssonar — Sigurður Sig- hvatsson og Grímur Sigurðsson 218 stig. Addabúð — Ólafur Dreymdi draum, sem færði honum á 4. hundrað fuísund krónur Á Sikiley verður fólki nú mjög tírætt um ungan mann, Fran- cesco Pasciani að nafni, er hlaut nýlega stærsta vinninginn í happdrætti ríkisins í Palermó. Hann hafði dreymt þann draum, að frændi hans segði honum skrítna sögu, og í sögu sinni nefndi frændinn tölu, sem unga manninum var mjög minn isstæð. Hann rauk strax um morguninn, er hann vaknaði, í skrifstofu happdrættisins, og keypti þar happdrættismiða ineð sömu töiu og kom fyrir í draumnum. Hæsti vinningurinn, 13 millj líra, féll á þennan miða. Og ætl ar Francesco að kaupa sér góða bújörð, þar sem hann mun setj- ast að með konu sina og fjögur börn. ALLT Á SAMA STAÐ Útvarpið o o H 1» lo o i:; o H O Útvarpið í dag. Kl. 8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 11,00 Morguntón- leikar (plötur). 12,10 Hádegisút varp. 13,00 Erindi: íslenzk orða tiltæki; IV. (Halldór Halldórs- son dósent). 14,00 Messa í Að- ventkirkjunni: Óháði fríkirkju söfnuðurinn í Reykjavík (séra Emil Björnsson). 15,15 Fréttaút- varp til íslendinga erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar. 16,30 Veðurfregnir. 18,25 Veðurfregn ir. 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19,30 Tónleikar (plöt ur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Samleikur á fiðlu og píanó (Ruth Hermanns og Wilhelm Lanzky-Otto: Sónata í E-dúr eftir Bach. 20,35 Erindi: Maðurinn, tæknin og trúin (séra Óskar J. Þorláksson). 21,00 Óska stundin (Benedikt Gröndal rit stjóri). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há- | degisútvarp. 15,30—16,30 Miðdeg isútvarp. 18,10 Framburðar- j kennsla í ensku. 18,25 Veður- «| fregnir. 18,30 íslenzkukennsla; j J I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. *! 19,25 Tónleikar: Lög úr kvik-' I; myndum (plötur). 19,45 Auglýs ' J ingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Út- I varpshljómsveitin; Þórarinn' Guðmundsson stjórnar. 20,45 ;! Um daginn og veginn (séra Eirík «| ur Brynjólfsson). 21,05 Einsöng "■ ur: Gunnar Óskarsson syngur; , «| Fritz Weisshappel leikur undir.11; 21.20 Erindi: Baráttan við geisp ■! ann (séra Pétur Magnússon).1 «| 21,45 Hæstaréttarmál (Hákon J Guðmundsson hæstaréttarrit- «| ari). 22,00 Fréttir og veðurfregn i; ir. 22,10 Passíusálmur nr. 13. — 22.20 „Ferðin til Eldorado“, saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjánsson blaðamaður) XV. 22,40 Tónleikar: Aiexander og harmonikuhljómsveit hans (plöt ur). 23,10 Dagskrárlok. Etirtaldar vörur eru nýkomnar í margar tegundur I; bifreiða: \ Blöndungar — benzíndælur — stimplar — stimpil- V hringir (Ramco patent hringir) — viftureimar — ;« bremsuborðar — kúplingsborðar — vatnskassa- !; I; þéttir — vatnskassahreinsarar — vatnskassaelement «; I; — vatnshosur, — i !; ljósasamlokur — ljósavír — perur, *C V coil condensar — kveikjuhlutar, jl ;C headpakkningar — pakkningasett — pakkdósir, !• ;I fjaðrir — fjaðrablöð — fjaðrablotar og fóðringar, I* Trico þurrkarar — blöð og tenar, ;« Timken rúllulegur — Fafnir kúlulegur, I; rúðufyllt — þéttigúmmí með rúðum — rúðuvindur, I; þakrennur — skrár — handföng, læst og ólæst, •; stýyingar — liuddkrækjur, I; «. rafgeymar, hlaðnir og óhlaðnir, ** "« "» ■« öryggisgler o. m. m. fl. «. i S > Avallt er mest úrval varahluta í bíla hjá okkur. ;» « » ,; Verzlið þar, sem úrvalið er mest og varan bezt og ;• ^ ódýrust. •; ALLT Á SAMA STAÐ \ H.f. Egill Vilhjálmsson jí ;■ Laugavegi 118 — Sími 81812 í í s fA^V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.VV.V.V.V^ I Myndlistasýning norrænna áhugamálara í Listamannaskálanum. Opin til kl. 2—11 e. h. !■■■■■! i a ji ■ ■ ■ i .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VVJ Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 23. febr.—1. marz frá kl. 10,45—12,15. Laugardag 23. febr. 1. hluti. Sunnudag 24. febr. 2. hluti. Mánudag 25. febr. 3. hluti. Þriðjudag 26. febr. 4. hluti. Miðvikudag 27. febr. 5. hluti. Fimmtudag 28. febr. 1. hluti. Föstudag 29. febr. 2. hluti. Laugardag 1. marz 3. hluti. !! Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og ;• að svo miklu leyti sem þörf krefur. I; SOGSVIRKJUNIN. > VV V/.V.V.VVV.W.V.V.V.VV.VVWAV.VV.W.VV.V.V.V Ingvason og Preben Sigurðsson 212 stig. Landsbankaútibú — Sigurður Ásbjörnsson og Guðm. Sigurjónsson 205l/2 stig. Morg- unblaðið — Einar J. Hansson og Friðrik Sæmundsson 205 stig. Tíminn — Erlingur Eyjólfsson og Ólafur Þorvaldsson 169. Öllum þeim er heiðruðu minningu föður og tengda- föðurs okkar, ÞORSTEINS DAÐASONAR. Veittu aðstoð og tjá'ðu okkur samúð sína á einn og annan hátt, við andlát hans og útför, flytjum við okkar hjart ns þakkir. — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þorsteinsson, Ólafía Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.