Tíminn - 17.04.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 17. apríl 1952. 86. blað. LEIKFÉIAG RjEYKJAVÍKUR1 PÍ-PA-KÍ f g (Söngur lútunnar) I Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngu- = miðasala frá kl. 2. Sími 3191. i Fagrarlygar (Her wonderful Lie) Amerísk mynd, byggð á hinni j vinsælu óperu „La Boheme" j eftir Puccini. • Martha Eggerth Jan Kiepura og fl. þekktir söngvarar. j Sýnd kl. 7 og 9. Cirltus Mjög fjölbreytt skemmti-1 atriði, sem allir hafa gaman | af að sjá, tekin í hinum fögru | agfa litum. I Sýnd kl. 5. jr __ 'jr Pifl 3 NYJA BIO j Viljir þú tnig þá vil ég þig | (Oh, You Beautful Doll) f Falleg og skemmtileg ný am- I erísk músíkmynd í eðlilegum I litum. Aðaihlutverk: § June Haver Mark Stevens S. S. Sakall 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. H I BÆJARBÍOj • HAFNARFIRDl Og dagar hotna | Hin margeftirspurða og | heimsfræga ameríska stór-1 mynd, byggð á hinni sam- | nefndu sögu eftir Rachel | Field. Aðalhlutverk: Allan Ladd, Loretta Young. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ Cyrano de Bergerac Stórbrotin ný amerísk kvik- mynd, eftir leikriti Edmonds Rostand um skáldið og skylm ingameistarann Cyrano de Bergerac. Myndin er í senn mjög listræn, skemmtileg og spennandi. Aðalhlutverk: Jose Ferrer (Hlaut verðlaun, sem bezti leikari ársins 1951 fyrir leik sinn í þessari raynd.) Sýnd kl. 5, 7 og 9. * Utvarps viðgerðir Radioviimisstofan i VELTUSDNDI 1. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Síml 5833 Heima: Vitastíg 14 WÓDLEIKHÚSIÐ I Setn yður þóhnast [ eftir W. Shakespeare | | Sýning í kvöld kl. 20. f Síöasta sinn. i „Tyrhja-Gudtlass | | eftir séra Jakob Jónsson | | Músík eftir dr. Urbancic | höfundur stjórnar I Leikstjóri: Lárus Pálsson 1 I FRUMSÝNING sunnudag- i 1 inn 20. apríl kl. 20.00. i É Aðgöngumiðasalan opln alla | | virka daga kl. 13,15 til 20,00. | I Sunnudaga kl. 11—20. Tekið | 1 á móti pöntunum. Sími 80000. | 1 Kaffipantanir í miðasölu. 1 Austurbæjarbíó | Pabbi (Life with Father) • | Bráðskemmtileg og vel leikin í ný amerísk stórmynd í eðli- \ legum litum, gerð eftir skáld i sögu Clarency Day, sem kom | ið hefir út i ísl. þýðingu und | ir nafninu „í föðurgarði“. 1 Leikritið, sem gert var eftir | sögunni, var leikiö í Þjóðleik Í húsinu, og hlaut miklar vin- l sældir. ^ Aðalhlutverk: s William Powell Irene Dunne Elizabcth Taylor Sýnd kl. 7 og 9. Töirashógurinn Í Spennandi og ljómandi fall | Í eg ný amerísk kvikmynd í | | eðlilegum litum. Billy Severn Sýnd kl. 5. | TJARNARBÍÓ í'.ll ST Í (Faust and the Devil) Í Heimsfræg ítölsk-amerísk | Í stórmynd byggð á Faust eftir I Goethe og samnefndri óperu | 1 Gounod’s. — Aðalhlutverk | | leikur og syngur hinn heims- | | frægi ítalski söngvari Italo Tajo. Í Myndin er gerð af óviðjafn- | Í legri snilld. i Bönnuð innan 14 ára. I Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA | Miðnæturhossinn Í (Tliat Midnight Kiss) Í M-G-M músík- og söngva- j | mynd í litum. 1 Aðalhlutverk: Mario Lanza Kathryn Grayson Jose Iturbi = ] Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Óður Síberíu | (Rapsodie Siberienne) | Hin gullfallega rússneska i músíkmynd, í hinum undur- Í fögru litum, sem hlotið hef- Í ir heimsfrægð og framúrskar Í andi góða aðsókn. Sýnd kl. 7 og 9. [ Pásha — „shotvSi 1 Teiknimyndir, grínmyndir, ! gamanmyndir, kúrekamynd- = ir o. fl. Sýnd kl. 5. Handíðaskólion verðlaunar Sverri Haraldsson Af tilefni listsýningar Sverr is Haraldssonar listmálara, sem opnuð var í Listamanna- skáianum sl. miðvikudag, hefir Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri afhent hinum unga listamanni kr. 1000,00 styrk úr verölaunasjóði Hand íða- og myndlistaskólans, er hann skuli verja til utanfarar þegar aðstæður hans að öðru leyti leyfa. Við afhendingu viðurkenn- ingar þessarar sagði skóla- stjórinn m.a. þetta: „Að ólöstuðum ölium öðr- um nemendum myndlista- deildarinnar nú í röskan ára- tug, hygg ég að fullyrða megi, að Sverrir sé í hópi hinna f áu útvöldu, þeirra, sem einna glæsilegust fyrirheit gefa um gott og gagnmerkt starf á sviði myndlista.“ Sverrir Haraldsson stund- aði nám í myndlistadeild skólans veturna 1946—’48 og í teiknikennaradeildinni 1949 —’50 og lauk teiknikennara- prófi vorið 1950. I KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 101. DAGUR Erlent yfirlií (Framhald aí 5. síðu) únistaríkin að sjálfstæðri efna hagslegri heild, er ekki þyrfti á verulegri utanríkisverzlun að halda. Síðan stríðshættan jókst, hafa vesturveldin svarað í sömu mynt. M.a. hafa þau bannað út- flutning á öllum hernaðarvörum til Sovétríkjanna. Þetta kalda viðskiptastríð milli austurs og vesturs. veldur öllum miklum erfiðleikum, en þó vafalaust meirum fyrir Sov- étríkin en vesturveldin. Von- andi eru Rússar því að sann- færast um að einangrunar- stefna þeirra í viðskiptamálun- um er röng og vilja því snúa baki við henni. Aukin efnahags viðskipti gætu mjög hjálpað til að draga úr þeirri tortryggni, sem nú ríkir og er ein aðalrót striðshættunnar. Vegna fyrri reynslu er þó enn of snemmt að fullyrða, að Rússar hafi skipt um stefnu. Af hálfu vest- urveldanna verður það áreiðan- lega kannað til hlítar, hvort svo sé eða hvort hér er aðeins á ferðinni nýtt kommúnistískt á- róðursbragð. iiliiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiup Rifflar - I Haglabyssur | ! fjölbreyttasta og stærsta úr- | | val landsins. | | GOÐABORG ( 1 Freyjugötu 1. — Sími 3749 § jitiiiiiiariiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiu 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ( KRUPS | \ . E f BÚRVOGIR \ | fyrirliggjandi. ! Einkaumboð: I Jón Jóhannesson i & Co., I \ Sími 5821. ■Illllllllllllllllllllllllllillllllllllilllllllllllllilllllillilllllli ofan frá Björgvinjarhúsi, og fólkið hópaðist um þá.... Jú, dán- arfregnin var á rökum reist. Kóngleg mekt, hálofaðrar minning- ar. hafði gefiö upp öndina í skógarslotinu klukkan fimrn á skír- dag, og hennar náð, drottningin, börn kónglegrar mektar og all- ir beztu menn ríkisins höfðu staðið við banabeðinn. Snemma þennan morgun hafði kóngleg mekt látið flytja messu, en er kom fram á daginn, tiík kraftana að þverra. Samt sem áður hafði kon- nngur viljað klæðast um kvöldið, og svo kvaddi guð hann til sín. Sumir borgaranna tuldruðu eitthvað um hinar illu nornir, sem iéku lausum hala á skirdagskvöld —- en guð náði munninn á mér — máttur galdranornanna náði ekki til kónglegrar mektar, hálof- leg sé hans blessaða minning.... Þegar svona sióð á, vakti koma hins góða skips, „Svansins", ekki mikla athygli Magnús, sem stóð á þiljum, sá undir eins, að eitthvað stórvægilegt hafð borið að höndum. Á páskamorgni var ekki að jafnaði svo hljótt yfir Björgvinjarbúum. Var skoiliö á strið? Höfðu galdranornirnar tröllriðið lénsherrann? Var svarti dauðinn kominn tíl bæjarins? Magnús frétti brátt hið sanna. Það var Jakob, sem fyrst heyrði tíðindin. Hann hraðaði sér tíl • Magnúsar. „Hið versta af öllu hefir gerzt — konungurinn er kominn til himna“, sagði hann. „Konungurinn dáinn?" stundi Magnús agndofa. „Heyrir þú ekki, að kirkjuklukkunum er hringt?" Magnús stóð lengi grafkyrr og starði á mannfjöldann. „Þetta eru dapurleg tiðindi, Jakob“, sagði hann loks. Jakob gretti s:g. „Eftir skamma stund kemur herfang okkar lil hafnar“, sagði hann. „Hvað skal þá gera? Nú gefur sér eng- inn tíma til þess rð kauþa skip né varning." Magnús leit forviða á félaga sinn. „Er þér svo brátt?“ spurði * nann kuldalega. „Já. Nú er mér sérstaklega brátt“, svarað hann. „Þú hefir ef til vill éitthvað sérstakt í hyggju, hvað varðar þinn hlut af herfanginu?" Jakob svarað ekki þessu. Hann lét sér nægja að yppta cxl- om, en forðaðist að líta framan í Magnús. Það kom á daginn, að áhyggjur Jakobs voru óþarfar. Tveimur dögum eftír páska var þegar búið að selja herfangið fyrir gott verð. Andlátsfregnin hafði raunar hleypt öllu úr skorðum fyrst í stað. En lífið hélt áfram, og menn héldu ekki lengi að sér hönd- um. í stærsta verzlunarbæ Norðurlands var ávallt einhver, sem glaður festi kaup á skipi og verðmætum varningi. Allt var borg- að með mótaðri mynt, ög þeir Magnús og Jakob gátu verið ánægð- )r. Um kvöldið sátu þeir í káetunni og drukku franskt vín. Jakob var jafnvel veniu fremur fálátur og talaði í sífellu. Fyrr um dag- inn hafði hann farið -upp í Björgvinjarhús og leitað frétta frá Danmörku, og nú sagði hánn Magnúsi, hvers hann liafði orðið vísari. Það þóttr líkur tíl, að í Danmörku yrði nú skipuð fjög- urra manna forsjá ríksiþs og í henni yröu Níels Kaas, Pétur Munk. Jörgen Rósenkrans — og' Valkendorf. Þar til hinn ungi prins, Kristján hefði náð lögaldri, færu þessir menn með konungsvald, og þá var miöur heppl'egt íyrir þá félaga, að einn þeirra var erki- óvinur Magnúsar. „Ég fer til heimilis njíns og verzlunar í Álaborg", sagði Magn- ús. „Á því verður engin breytíng." „Ætlar þú að vera kyri- í Danmörku?" „Já. Auðvitað." „Væri ekki hyggilegra að hugsa betur um þetta. Verndari þinn er fallinn frá, en höfuðóvinur þinn kominn í staðinn." „Mig varðar ekkert um Valkendorf!" hrópaði Magnús. „Vertu viss um það, að hann mun aldrei ná til mín. Hann verður ekki einráður. Pétur ?/Tunk hefir ávallt verið mér vinveittur, og Jörg- en Rósenkrans mun einnig verða það.“ „Valkendorf vill koma þér á kné, Magnús.“ „Heldurðu það’“ svaraði Magnús brosandi. „Finnst þér, að óvinir mínir hafi hrósað sigri hingað tíi? Dittelhof á einn eftir að hljóta makleg málagjöld. En hann skal ekki lengi þurfa að bíða.“ Jakob hristi höfuðið. „Þér hefir ávallt tekizt að afla þér óvina. Og sá dagur mun koma, að einhver þeirra verður þér ofjarl. Þér verður ekki aftrað frá því að hey.ia glímuna við Valkendorf, fyrst þú ert svona óðfús til hennar. En hvers vegna geturðu ekki látið kaupmannsræksni eins og Dittelhof sigla sinn sjó? Þess er hvort eð er skammt að bíða, áð hann stígi sitt síðasta spor, og því þá ekki að lofa guði að hefna- þín?“ Jakob saup dnglega á könnunni, strauk sér um munninn og þagði litla stund Síðan hrópaði hann skyndilega: „Það er bezt að segja strax eins og er, Magnús. Hér hlýtur að skilja með okk- ut“ „Hvað áttu við?“ spurði Magnús forviða. Það leyndi sér ekki, að Jakob var órótt. Hann reis á fætur og gekk fram og aftur um káetuna. „Ég hefi lengi hugsað um það,“ sagði hann loks’ „Og nú hefi ég tekið ákvörðun. Þú ert þrár eins og uxi, Magnús, og sá þrái mun að síðustu koma þér í koll. Við höf um lengi verið félagar, en ég vil ekki farast með þér.“ „Hvað ætlastu fyrir?“ „Ég fer þegar í kvöld brott á ensku skipi. Mér leikur forvitni á því, hvað mér kann að bjöðast við hirð meydrottningarinnar. Þar kváðu margir græða mikið fé með lítilli fyrirhöfn. En bregð- ist sú von, er bæði hægt að leita tíl Móritz prins og Alexanders Farnese." ,,Farnese?“ endurtók Magnús. „Lætur þú þér detta í hug að ganga í þjónustu hans?“ „Hver talar um aö ganga í þjónustu hans. En ég vil verða rík-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.