Tíminn - 10.05.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 10. maí 1952. iLEIKFÉLAG 'REYKJAVÍKUR' Djúpt liggja rætur Sýning annað kvöld kl. 8. — Að'göngumiðasala í dag kl. 4—7. Sími 3191. 104. bla& - — ~a* ! Glettnar tjnyismeyjjar i (Jungfrun po Jungfrusund) [ Bráðfjörugt og fallegt sænskt I ástarævintýri, þar sem [ fyndni og alvöru er blandað I saman á alveg sérstaklega | hugnæman hátt. Sickan Carlsson Ake Söderbloin Ludde Gentgel Sýnd kl. 5,15 og 9. ♦♦♦ >■ | NÝJA BÍÓ | Blinda sísklkau og i prcsturinn (La Symphonie Pastorale) j Tilkomumikil frönsk stór- [ mynd, er hlotið hefir mörg [ verðlaun og af gagnrýnend- | um verið talin í fremsta s flokki listrænna mynda. Aðalhlutverk: Michéle Morgan Pierre Blanchar Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kvenskassið og § karlarnir tveir ! Ein allra skemmtilegasta! grínmynd með: Abbott og Costello. J ! tS y --r- \ >1 Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. 1 BÆJARBÍÓ - HAFNARFIRÐl Ljónynjan Afarspennandi og viðburða- rík brezk mynd í eðlilegum litum, sýnir meðal annars baráttu upp á líf og dauða við mannskæða Ijónynju. Aðalhlutverk: Loarn Mat Callitel Peggy Ann Gardner Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ, I»eir drýgðn dáðir (Home of the Brave) Athyglisverð ný amerísk stórmynd. James Edwards Bönnuð innan 12 ára. E Sýnd kl. 9. i C Ég var biiðarþjófnr ! i (I was a Shoplifter) Spennandi amerísk mynd. I Mona Freeman Tony Curtis Sýnd kl. 5 og 7. Sala hefst kl. 4. ELDURINN jerlr ekk< boð á nnðan sér. Þelr, sem eru hyggnlr, tryggja strax hji SAMYINNUTRY&&IN6UM WOÖLEIKHÍJSID i fjítxi vi iiumo [ Sýning í kvöld kl. 20.00 [ Síðasta sinn. Litli Kláus og Stóri Kláus [ Sýiiing sunnudag kl. 15.00 í „Tyrkjju-Gudda" \ Sýning sunnud. kl. 20.00 ! Bannað börnum innan 12 | ára. ! Aðgöngumiðasaian opln alla [ virka daga kl. 13,15 til 20,00. [Sunnudaga kl. 11—20. Tekið i á móti pöntunum. Simi 80000. Austurbæjarbíó Kcppmaiilar (Never Say Goodbye) ! Bráðskemmtileg og fjörug ný l amerísk gamanmynd. Aöalhlutverk: Evrol Flynn Eleancr Parker Forrest Tucker Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. >♦♦♦♦<» ♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦ TJARNARBÍÓ Æviiitýri Hoff- maims i Hin heimsfræga mynd byggð I á óperu Offenbachs. Aðalhlutverk: Robert Rounsville Leonide Massine Moira Shearer [ Sýnd vegna fjölda áskorana | en aðeins í örfá skipti. Sýnd kl. 9. S Kjarnorkumað- urinn (Superman) Annar hluti. [ Spenningurinn eykst með [ hverjum kafla. Sýnd kl. 5 og 7. I Sala hefst kl. 4. 1 verki með Jesú KrisLi (Framhald af 4. síðu.),, hjartastrengjum kristins manns, ef einhver maður úr hópi þeirra, sem Guðs orð flytja, veldi sér stöðu á hinum víðtækasta vett- vangi þessa lands og þættist ætla að leiða rök að því, að þessi orð væru mesta fjarstæða, þau hlytu að vera ranglega höfð eft ir Meistaranum, það sæi hver heilvita maður, að ekkert vit væri í þeim. Ef sú, sem þessar línur ritar, hlustaði á þessi orð, þá myndi hún draga þá ályktun, að mál- flytjandi sæi engin önnur ráð til að samræma stefnu nútím- ans og Frelsara vors Jesú Krists en að svifta Hann öllum helgi- skrúða, fótumtroða hina háleit ustu friðarhugsjón Hans og draga Hann, hinn heúaga, flekk lausa, hreina niður til hins villu ráfandi mannkyns. Ég vil ekki segja það hér, hvaða orð ég vildi setja framan við nafn þess manns. ,,Ég þekki verkin þín“. Hvernig snerta þau oss þessi orð Heúagr ar ritningar. Fiytja þau með sér i ama og óróleika eða fagnaðar- ; kennd. Það fér eftir því, hvort vér viljum af fremsta megni | vera í verki með Jesú Kristi og | hafa hann í verki með oss. Þó að ávextir iðjunnar á þeim leið- um geti veriö seinteknir, þá get- um vér verið viss um að einhvern tíma ná þeir fulium þroska. Til vor óma þessi orð Heilagrar ritn ingar: „Verið glaðir í voninni, þolin- móðir í þjáningunum og stað- fastir í bæninni“. Þá bíða sigurlaunin að lokum samkvæmt fyrirheiti Frelsara vors: „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu“. Reykjavík, 2. maí 1952. Guðrún Pálsdóttir. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 119. DAGUR IGAMLA BIÓ 3 ÆtLaerjur (Roseanna McCoy) | Ný Samúel Goldwin kvik- [ mynd, byggð á sönnum við- 1 burðum. Farley Granger og Joan Evans E (er léku í „Okkur svo kær“) Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 Bönnuð innan 16 ára. TRiPOLI-BÍÓ f mesta sakleysi (Dont trust your Husband) Bráðsnjöll og sprenghlægi- leg ný, amerísk gamanmynd. Fred McMurray Madeleine Carrol! i_____Sýnd kl. 7 og 9,_ | Á Indíánaslóðum Gay Madison Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 4 e.h. ; ►♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦4 {AMPER H.F, Raftækjavinnustofa Þingholtstræti 21 Simi 81556, Raflagnlr — Vlðgerðlr Raflagnaefnl Höfuð hins lotna manns riðaði ofurlítið. Hákonarhöllinni? Hvers vegna skaut þessari minningu upp í huga hans nú? Hann vildi ekki hugsa um þessa fyrstu samfundi þeirra Magnúsar. Og ekki heldur aðra samfundi þeirra, er hinn ósvífni víkingur hafði hætt hann í margia manna áheyrn. Það varðaði ekki þetta mál. Það var ekki þess vegna, sem Magnús skyldi leiddur á höggstokk- inn á hallartorginu næstu nótt. Brotamaðurinn hafði unnið til hegningarinnar, og þetta gat ekki verlð synd gegn guði. Tveir eða þrír brennikubbar hrundu niður í eldinn, og það lagði r.eistaflug upp um reykháfinn. Valkendorf leit við. Eldsbjarminn glóði á hinum þungu augnalokum. Hann lagði hendurnar fram á borðið og starði i eldinn. Enn fór kuldahrollur um hann, og þó var heitt inni. Varir hans bærðust, og hann spennti greipar. Við erum allir syndarar.... enginn var syndlaus.... Hann reis þyngslalega á fætur og gekk út að glugganum. Ósegj- anleg þreyta færðist yfir hann, er hann hallaði sér fram í glugga- kistuna. Það var hætt að snjóa. Allt var stillt og hljótt og 'hörku- frost var úti. Bláturn sást greinilega, þar sem hann bar við himin. Nei — það sást hvergi ljósglæta í glugga hjá einmana fanga. Það var myrkt í hinni hvítkölkuðu gröf. Nú gekk hann sjálfsagt eirðarvana um gnlf í klefa sínum. Sjálfur Magnús Heinason gat ekki sofið, þegav síðustu lífsstundir hans voru að líða. Skyldi hann iðrast, reyna að lauga sína svörtu samvizku? Nei — líklega leyndist enn vonarneisti í brjósti hans. Hann gerði sér sjálfsagt von um að sleppa enn einu sinni. En nú gat ekkert vald í heimin- um bjargað meinsærismanninum frá réttlátri hegningu. Allt líf hans hafði verið fífldjarfur leikur við dauðann — allt frá þessari stundu í Hákonarhöllinni.... Valkendorf brá hendinni yfir augu sér og leit síðan upp í myrkan næturhhnininn.... Almáttugi guð....dæmdu ekki auð- mjúkan þjón þinn... .fyrirgefðu honum, ef honum missýnist.... ÞRÍTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Nóttina fyrir 18. janúar 1589 var óvenjumikið umstang á hinu mikla torgi fyrir framan Kaupmannahafnarslot. í næturkyrrð- inni mátti heyi-a þar hamarshögg, vopnaglamur og köll. Mitt á fannþöktu torginu voru smiðir að ljúka verki sínu. Þar hafði verið gerður mikill og traustur höggstokkur af bjálkum. Böðullinn og tveir aðstoðarmenn hans voru komnir á vettvang. Stór karfa, full af sandi, var dregin að höggstokknum. Annar aðstoðarmað- urinn dró rautt og óhreint klæði úr barmi sér og lagði það á körfuna. Böðullinn rýndi enn einu sinni í eggina á þungri og breiðblaða sveðju sinni. Honum virtist ofurlítið órótt.... í hálfhring um höggstokkinn stóð hópur kyndilbera, og aftan við þá fjöldi stríðsmanna með alvæpni. Það glóði á vopn þeirra við rauðan, ósandi bjarma kyndlanna. Reykur steig upp í logn- kyrrðina í löngum snúnum lopa. Milli hallarportsms og aftöku- staðarins var tvöföld röð kyndilbera og vopnaðra manna — tvö spjót á móti hverjum kyndli. Bæjarfógetinn, Pétur Fransen, var maður, sem gerði allt af vandvirkni. Hann var sjálfur á stjái, leit eftir hverju einu, og skipaði fyrir í þeim tón, sem við átti. Og þessi fógeti hafði stjórnað svo mörgum aftökum, sem fóru vel og skipulega fram, að hann vissi, hvernig öllu bar að haga. Með nokkurri hreykni hafði hann orð á þessu við hina hærri embættis- menn, sem viðstaddir voru. En þessir aðalsmenn virtust óþægilega lítinn gaum gefa að einstökum atriðum slíkrar athafnar. í hæfilegri fjarlægð frá höggstokknum stóðu tveir ungir aðals- menn og ræddust við í lágum rómi. Það voru Steinn Bille og Kaupfélag Króksfjarðar (Framhald af 3. síðu.) Þaö er að sjálfsögðu ekkert óeðlilegt þótt fjölskyldum, sem flytja úr Reykjavík upp í afskekkta sveit, bregði nokk- að við að hafa ekki sérverzl- anir með allt til alls á staðn- um. Menn verða jafnan að haga sér eftir því umhverfi, sem þeir eru í á hverjum tíma, og miða síun háttu við það, sem þar hentar bezt. Það er ekki aðfarasælt til ávinn- ings að ganga fram fyrir fjöldann með óhóflegar kröí- ur og oft fullkomlega fjar- stæðukenndar, eins og hér- aðslæknirinn hefir jafnan geit í gaið kaupfélagsins °S1 prigrik paslick frá kansellíinu. Þeir voru hér sem embættismenn, íorlega í óþokk þeirra______, .... , . , , ., , ,, . , oft algjörlega í óþökk þeirra manna, sem hann telur sig vera að vinna fyrir. Króksfjarðarnesi, 30.4. 1952, Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri. ! BANDALAG ISLENZKRA f LEIKFÉLAGA [ Ungm.félagið Skallagrímur | | Borgarnesi | I sýnir söngleikinn [ ! ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR 1 [ sunnudag kl. 3 e.h. I [ Leikfélag Akraness sýnir [ [ bráðskemmtilegan gaman- [ l leik ! t BOGABÚÐ | mánudagskvöld kl. 8. — Að- [ | göngumiðar frá kl. 2—7 í [ | Iðnó. Sími 3191. iiiiiiuiiuiiiiiiiumiiuiuiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiuuiiiiuiuiiii Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. — Simi 7236 en það var ljóst, að þeim var það miður geðfellt. Sérstaklega virt- ist Steinn sem á nálum. Það voru ekki nema nokkrir mánuðir liðnir frá því, að þessi ungi og víðförli maður gekk í þjónustu kansellísins, en hann hafði þegar komizt að raun um, að margt var honum þar örðugt. Skammt var síðan bróðir hans gekk brott í reiði vegna máls Magnúsar Heinasonar, og nú var hann látinn vera vitni að aftökunni. Hann minntist með söknuði hinna hljóðu stunda í Basel, Padóvu og Sienu. Hann gat ekki staðið kyrr og renndi augunum til skiptis til Bláturns, þar sem dauft ljós sást í einum glugga, og byggingar Valkendorfs hinum megin hafnar- innar. „Bara að þessu væri lokið, Friðrik", stundi hann og blés í kaun. „Ríkisféhirðirinn hefði sjálfur átt að vera hér. En nú sefur hann víst svefni hinna réttlátu þarna hinum megin“. Friðrik Paslick brosti. „O-nei.... í nótt sefur hann í húsinu viS Amakurstorg. Hann vildi ekki verða fyrir ónæði af ysnum hér á torginu. Og það getur maður skilið....“ Bille leit við. Það var einkennilegur hreimur í þessum síðustu orðum. Paslick lét eins og hann yrði þessa ekki var og hélt áfram: „Það er undarlegt með þennan Magnús Heinason. Faðir minn hefir sagt mér margt af honum....“ „Þekkir faðir þinn hann“? spurð Bille forvitinn. „Jæja — hann sá hann aðeins einu sinni....í riddarasalnum þarna uppi. Og bað eru mörg ár síðan. Þá hafði Daníel Rantzau sigrað Svíana við Axtorna. Friðrik konungur efndi til veizlu, há- loflegrar minningar, mikil hátíð í slotinu, og Magnús Heinason kom þangað nær því sem heiðursgestur, því að hann hafði hand- tekið sendimann Svíakonungs, sem átti að fara á fund Elísabetar drottningar. Það fór víða orð af þessu frægðarverki, og faðir minn segir, að hann hafi sjaldan séð djarfmannlegri og gunnreifari sægarp.... “ Paslick varð litið í fangelsisgluggann í Bláturni, þar sem ljósglætan var, og bætti svo við: „Maður áttar sig varla á þessu, Steinn. Fyrir mörgum árum var hann heiðursgestur x

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.