Tíminn - 30.05.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudagz'nn 30. maí 1952. 120. bl'að. tíaldur hvenmaður ] (A Woman of Distinction) I Afburða skemmtileg amer- I isk gamanmynd með hkium | vinsælu leikurum: Rosalind Russel Ray Milland Sýnd kl. 5,15 og 9. nyja bio! Keðjudans ástarinnar (La Ronde) Þessi mikið umdeilda franska j ástarlífsmynd verður eftir: ósk margra sýnd 1 kvöld; kl. 5,15 og 9. Aðeins þessi tvö skipti. ] i ' Bönnuð innan 16 ara. j BÆJARBIO I ■ HAFNARFIRDI .Drengurinn frá Texas (Kid from Texas). Mjög spennandi og „hasar- fengin", ný, amerísk mynd í eðíilegum litum. Audie Murphy. , Bönnuð innan 14 ára. » Sýnd kl. 7. V. Sími 9184. >♦♦< | HAFNARBÍÓ itvíta draum- gy&jjan , (Der Weisse Traum) Bráðskemmtileg og skrautleg, þýzk skautamynd. Olly Holzmann, i Hans Olden r og skautaballett Karls Scháfers. Sýnd kl. 5,15 og 9. >#♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ S. I. B. S. fást hjá trúnaðarmönnum sambandsins um allt land og víða í Reykjavík. Þau eru einnig afgreidd í sima 6450. Söluskálinn Klapparstíg 11 hefir ávallt alls konar not uð og vel með farln hús- gögn, herrafatnað, harmon íkkur og m. fl. Mjög sann- gjarnt verð. — Sími 2926. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ <MM ELDURINN jrerlr ekk< boS á undan sér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja straz hjá SAMVIKNUTRYGGINGUM db PJÓDLEIKHÚSIÐ | „Het lyhhelige ] shibbrud“ eftir L. Holberg. | Leikstjóri: H. Gabrielsen | | Sýning í dag kl. 18.00. Síðasta sýning. | Aðgöngumiðasalan opin alla 1 virka daga kl. 13,15 til 20.00. fSunnud. kl. 11—20.00. Tekið | á móti pöntunum. Sími 80000 I Austnrbæjarbíó Keppinautar (Never Say Goodbye) | Vegna fjölda áskorana verð- | ur þessi bráðsnjalla gaman- 1 mynd sýnd í kvöld. Aðalhlutverk: Errol Flynn, Eleanor Parker. I Aðeins þetta einá sinn. Sýnd kl. 9. í ríhi undir- djápanna (Undersea Kingdom) — Seinni hluti. — Sýnd kl. 5,15. ITJARNARBIO Gráhlœddi ma&urinn (The Man in Gray) i Afar áhrifamikil og fræg i brezk mynd eftir skáldsögu i Eleanor Smith. Margaret Lockwood, James Mason Phyllis Calvert Steward Cranger ! Sýnd kl. 5,15 og 9. I Sala hefst kl. 4 e. h. GAMLA BIO Yngismeyjar (Little Women) i Hrífandi fögur M.G.M. lit- i kvikmynd af hinni víðkunnu | skáldsögu Louise May Alcott. June Allyson Peter Lawford Elisabeth Taylor Margaret O’Brien Janet Leigh Sýnd kl. 5,15 og 9. Síðasta sinn. (tripoli-bíó f Dularfullu mor&in (Siightly Honorable) i Afar spennandi amerísk saka | málamynd um dularfull I morð. Pat O’Brien, Broderick Crawford, Edward Arnold. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Riishir stráhar (The little Rascals) Sýnd kl. 5,15. AMPER H.F, Baftækjavlnnustofa Þlngholtstrœti 21 Siml 81556. Raflagnir — VlðgerSlr Baflagnaefnl ■WV'U '■*"* » -a > *' ■ v . i ^ 1 ’ C •rnimnmnm ..■■■...»nn .. Lausn kjördæma- ncálsisis (Framhald af 5. síðu.) fylgi sitt, svo aö nú hafa þeir og kommúnistar meira fylgi sámanlagt en lýðræðisflokk- arnir, sem standa á bak við ríkisstjórnina. Ef þessi þróun heldur áfram,verður þess ekki langt að biða, að Ítalía verði einræðisöflunum að bráð. Það er augljóst mál, að til þess að hindra vöxt einræðis- og öfgaflokka verður stjórn- skipulagið að hafa í sér fólgið sterkt mótvægi gegn öllum öfgastefnum. Ef íslendingar gætu sýnt slíkt mótvægi í verki með því að setja sér skynsamlega stjórnarskrá, sem hefði slíkt mótvægi í sér fólgið, myndu þeir veita lýðræðisöflunum ómetanlegan stuöning í bar- áttunni gegn kommúnisman um og öðrum öfgastefnum. Það er miklu auðveldara fyrir smáþjóð að taka í notk- un og prófa gildi þjóðfélags- legra nýjunga en fyrir stór- þjóð. Ef slík tilraun heppnast, er opin leið fyrir stórþjóðirn- ar að taka í notkun sams kon ar nýjungar. Þessi sjónarmið eru þess verð, að þau séu höfð í huga við væntanlega endurskoðun stj órnarskrárinnar. Gestirleikur (Framhald af 5. síðu.) Iramkoma prýða leik hans öðru fremur. Johannes Meyer lék Jeronimus af mikilli hógværð, en myndugleik. Mikið kveður að Maríu Garland í hlutverki Magdelone, konu Jeronimusar. Hún túlkar trúgirni, einfeldni og hégómagirnd borgarfrúar- innar af mikilli og einlægri sannfæringu. Lily Broberg er spaugsöm og skemmtileg Prenille. Hreyfing- arnar fjaðurmagnaðar, fram- koman hispurslaus og óþvinguð, röddin hljómmikil og hrífandi. Það skín svo ósvikin lífsgleði og liautn út úr andliti hennar og líkama, að menn geta ekki ann- að en hrifizt af leik hennar og fegurð. Mikill þokki hvíldi yf- ir túlkun Astrid Villaume og Jörgen Reenberg, sem léku systkinin, Leonoru og Leander. Poul Reichart er falið hið vandasama hlutverk Henriks, þjóns Philemons. Ekki ber á öðru en hann sé vandanum fylli lega vaxinn, því að hann gerir hlutverki sínu svo full og til- þrifamikil skil, að það verður að teljast með ágætum. Hann er lífið og sálin í leiknum, drif- fjöðurin, sem knýr viðburðina áfram. Hvergi er blettur né hrukka á leik hans. Það yrði of langt mál og ó- þarft að gera grein fyrir frammistöðu hvers leikara, annars tel ég rétt að þakka þeim Elith Foss og Ellen Gott- schalch fyrir skemmtilegan og snjallan leik. Holger Gabrielsen, hinn snjalli leikari og leikstjóri mun samt eiga mestan veg og vanda að prýði þessarar ógleymanlegu sýningar. Þótt hann leggi ekki út á ótroðnar brautir um túik- unarmáta og meðferð, heldur haldi sér fast við gamlar venjur og forna leikhefð, þá tekst hon um samt að ná svipmiklum og djörfum heildaráhrifum. Halldór Þorsteinsson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Gerist áskrifendar að ^Jímanum Askrtftivrclml tSIi Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart 13. DAGUR £ seldi leynilega sterkt öl í kjallaranum, vildi hann ekki láta það sannast, að veitingahús hans væri ekki siðsamur staður. Dóra hljóp án afláts milli eldhúss og veitingastofu. Um þetta leyti flykktust gestir þangað. Þá var fólk að koma úr leikhúsinu, kvikmyndahúsum eða af hljómleikum. Þeir, sem sóttu véitinga- hús Schumachers voru flestir Þjóðverjar, efnalitlir en menn- ingarþyrstir menn, sem sóttu fyrirlestra og fundi, en fengu sér síðan hressingu hjá Schumacher. Þegar klukkan var orðin tólf, var Dóra venjulega orðin þegjandi hás, og þreytuverkur kominn í herðar og háls. Hún hugleiddi það sem snöggvast, sem Salva- tori hafði sagt, að það væri ekki hægt að hafa góða söngrödd á daginn, ef maöur ynni í veitingahúsi á nóttunni. Síðustu vik- urnar hafði hún lika haft mesta löngun til að gefa sönginn alveg á bátinn, þennan fagra barnadraum, sem hún hafði tilbeðið. En hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur í þess stað, vissi hún ekki. Hún var nærri búin að gleyma því, að Bryant sat enn við borð sitt í stofunni, er hann hrópaði ailt í einu til hennar. „Ungfrú, ég vil greiða reikning minn.“ „Ég get ekki setið hér í alla nótt og snætt“, sagði hann, þegar hún kom til hans. „Hvenær er starfinu hér lokið í kvöld?“ „Þegar síðustu gestirnir fara. Þeir geta verið hér til klukkan tvö“, svaraði hún og fann til meðaumkvunar með sjálfri sér. „Jæja, góða skemmtun", sagði hann, greiddi reikninginn og gekk út. Hann gaf henni ekkert þjórfé og það fannst henni bæði gott og illt í einu. Þvílíka háttsemi hafði hún ekki búizt við að hann ætjti. Þegar hún gekk út á götuna tveim stundum síðar, sveipaði dimm þoka hús og götur. Bílar og fólk voru aðeins óljósir skugg- ar, og götuljósin höfðu misst allan Ijóma sinn. Dóru var það áhyggjuefni, hvernig hún ætti að komast heim svo seint. Ef hún næði ékki í síðustu neðanjarðarlestina, varð hún að bíða lengi á næsta götuhorni eftir vagninum, sem tíndi saman fólk það, sem hafði misst af lestinni. Oft gekk hún þó alla leið heim þreytt og þjökuð, og tvö ógleymanleg kvöld hafði Basil sótt hana og ekið henni heim í leigubíl. Slikt virtist nú nær því yfirnáttúrulegt- eða ævintýralegt, bæði að því er snerti fjárhaginn og samband þeirra. En þegar hún kom fyrir hornið, staðnæmdist bíll við gangstétt- ina hjá henni. Hann hafði veitt henni eftirför án þess hún tæki eftir. „Ég ætla að aka yður heim“, sagði Bryant rólegur og alls gáð- ur. Það var ekki spurning heldur skipun. Dóru létti undarlega mikið. Hún var of þreytt til að geta hreyft nokkrum mótmælum og fann til þakklátssemi. Bryant steig út og hjálpaði henni inn i bílinn, hélt meira að segja á hattinum í hendinni. Það var kannske þessi litli kurteisisvottur, sem réð örlögum framtíðar- innar. Bryant var rólegur og öll ölvun rokin úr honum. Hann bauð henni sígarettu, sem hún þáði og reykti ákaft. Hann snerti hana ekki, og ótti hennar við það hvarf. „Ég hef veitt yður nána athygli í allt kvöld“, sagði hann. , Þetta er hundalíf, sem þér verðið að þola. Þér gætuð sannarlega átt betri ævi. Látið mig sjá um, að svo verði og að þér getið notið þess, sem þér eigið rétt til“. „Ef ég vildi það, hefði ég ekki þurft að bíða þess að þér kæmuð“, sagði Dóra hægt. Nú laug hún aftur. Enginn auðmaður hafði nokkru sinni fyrr boðið henni slíkt. Og Bryant var þar að auki sonur gamla Bryants, sem átti milljónaauð. „Ég hef ekki krafizt neins endurgjalds", sagði Bryant reiður. Hann var sjálfum sér reiður fyrir að óbreytt þjónustustúlka skyldi hafa slíkt vald yfir honum. I „Hver maður á að stríða við einhvern veikleika. Mér þykir auð- ( vitað vænt um, að yður skuli getast vel að mér, en þér skuluð ekki selja mér neitt, og ég vil heldur ekki kaupa neitt af yður. Skiljið þér það“? „Nei“, sagði Dóra. Bryant andvarpaði þungan. Hann leitaði að hendi ungu stúlk- unnar og fann hana á köldu leðursætinu við hlið sér. Það var þvöl og köld hönd með hrjúfum fingurgómum. Hann hélt fast um þessa ókunnu hönd og lagði síðan handlegginn um háls hennar. Hún lét það afskiptalaust. Sannleikurinn var sá, að henni fannst ofurlítil líkn í þessari vinsamlegu snertingu, og henni fannst slakna á strengdum taug- um. „Sögðust þér ekki ætla að verða söngkona? Við skulum ræða ofurlítið nánar um það“, sagði Bryant og reyndi að nálgast hana. „Söngkona", sagði hún annars hugar. „Ég held, að ég verði að hætta við það. Ég er alltaf hás. Ég held, að rödd mín þoli ekki áreynsluna". „Ég gæti nú samt komið yður að við leikhús. Þér gætuð að minnsta kosti sungið í gamanleik". „Nei, ég þakka fyrir það tilboð. Ég get ekki fengið af mér að koma fram fyrir fólk eins fáklædd og stúlkurnar þar gera“. „En ég hélt einmitt, að þér væruð því vön“, sagði Bryant undr- andi. Svo varð nokkur þögn. Perkins þræddi götuna gegnum þoku- vegginn og lagði við eyrun. Vanderfelt lögfræðingur þægði hon- um stundum fyrir ýmsar upplýsingar um húsbóndann. Hann stöðvaði vagninn fyrir utan hið tiltekna hús í 56. götu og vænti þess, að Bryant- færi þar inn með stúlkunni. En þau sátu lengi þegjandi í vagninum og sýndu ekkert fararsnið á sér. „Eruð þér sofandi"? spurði Bryant. Dóra geispaði lengi og sagði: „Það held ég helzt“. „Við ræddum ehki út um það, sem nauðsynlegast var“, sagðl hann og fylgdi henni að dyrum hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.