Tíminn - 19.06.1952, Blaðsíða 7
134. blað.
TIMINN, fimmtudaginn 19. júní 1952.
7.
Frá haf i
til heiba
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Hvassafell losar sement fyrir
Vesturlandi. Arnarfell losar kol
fyrir Norðurlandi. Jökulfell fór
frá New York 14. þ.m. áleiðis til
Reykjavíkur.
Eimskip:
Brúarfoss er í Reykjavík.
Dettifoss fcr frá Nevv York 13.G.
til Reykjavíkur. Goðafoss fór
frá Reykjavík 18.6. kl. 0,30 til
Kaumannahafnar. Gullfoss fór
frá Leith 16.6., væntanlegur til
Reykjavíkur í fyrramálið 19.6.
Lagarfoss er í Reykjavík.
Reykjafoss er í Reykjavík. Sel-
foss fer frá Akureyri í dag 18.6.
til Sauðárkróks. Tröllafoss fór
frá Reykjavík 13.6. til New York.
Vatnajökull fór frá Antwerpen
17.6. til Leith og Reykjavíkur.
Flugferbir
Flugfélag ílands:
Flogið verður til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Blönduóss,
Sauðárkróks, Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar.
Á morgun verður flogið til
Akureyrar, Vestmannaeyja,
Kirkjubæjarklausturs, Fagur-
hólsmýrar, Hornafjarðar, Vatn-
eyrar og ísafjarðar.
Loftleiðir:
Hekla íór í morgun frá Bang-
kok til Calcutta og Karachi.
Úr ýmsum áttum
Fulltrúaráð sjómannadagsins.
Dregið hefir verið í happ-
drætti dvalarheimilis aldraðra
sjómanna, og komu vinningar
upp á eftirfarandi númer:
Nr. 73595 sendiferðabifreið, nr
10996 ísskápur, nr. 25766 þvotta
vél, nr. 39384 hrærivél, nr. 32605
saumavél, nr. 5773 eldavél, nr.
43485 ryksuga, nr. 52468 farseð-
ill með m.s. Gullfossi til Khafn
ar og til baka, nr. 3015 farseðill
til Akureyrar og til baka með
flugvél, nr. 25373 sami vinning-
ur, nr. 67403 farseðill til ísafjarð
ar og til baka með flugvél, nr.
18444 sami vinningur, nr. 35203
farseðili til Vestmannaeyja og
til baka með flugvél, nr. 12596
sami vinningur, nr. 1524 íslend-
ingasögurnar, nr. 3758 Ritsafn
Einars H. Kvaran, 6 bindi, nr.
7579 Ferðasögur Sveinbjarnar
Egilssonar, nr. 74245 12 manna
matarstell, nr. 41720 peningar
kr. 500,00, nr. 27216 peningar kr.
100,00.
Vinninga sé vitjað til skrif-
stofu Fulltrúaráðs sjómanna-
dagsins, Grófin 1, sími 6710, op-
ið kl. 11—12 og 16—17.
■iiitiiiiiiiiiiiiMimmiiiiiiiiiiitiiiiMiitiiiiiiiiMmimiiiiiB
Jarðýta
| Óskum eftir verkefni. Höfum 1
1 plóg og herfi. Vinnum nótt I
I og dag, ef með þarf.
| Upplýsingar í síma 1467, og í
| á afgr. blaðsins.
Kolbeinn Kolbeins
Sig. Sveznsson
...................
St jói*iimá 1 ayí'irlýsifinunta þlngs S. U. F.
~ ! •' '*•' !-• *- (Framhald af 3. siðu.ý
hliðsjón af heilbrigðri ágóðavon hvers starfsmanns hlýtur
að stuðla að aukinni framleiðslu.
j Þingið telur að Framsóknarflokknum, landsmálasamtök-
| um samvinnumanna, heri að hef ja öfluga baráttu fyrir gjör-
i breytingu íslenzkra atvinnuhátta í samvinnuhorf, bæði með
; upplýsingastarfsemi og með því að beita sér fyrir nauðsyn-
legri löggjöf, er auðveldi slíkan atvinnurekstur, einkum varð-
andi útvegun nauðsynlegs fjármagns.
| Þingið heitir á unga Framsóknarmenn um land allt, að
vinna ötullega að þessari stefnu samtakanna, og flýta þannig
fyrir framkvæmd meginhugsjónar Framsóknarflokksins. —
Jafnframt fagna samtökin atfylgi hvers þess geskumanns,
sem vill veita þessari stefnuskrá brautargengi.
Utanríkis- og landvarnamál
(Framhald af 3. síðu.)
að gegna varðandi sambúð æskunnar við hið erlenda herlið
og óskar eftir samstarfi við þau um þessi mál.
Þingið skorar á alla sanna íslendinga að gæta sjálfsagðr-
ar kurteisi í óhjákvæmilegum samskiptum við hið erlenda
herlið og gera sér Ijóst, að það er hér af illri nauðsyn, og að
íslendingar hljóti að fagna þeirri stund mest, er sú breyt-
ing verður á í heimsmálum, að það hverfi á brott.
Þingið telur að leggja beri sérstaka áherzlu á samvinnu
við frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum og samstarf
við þær á alþjóðavettvangi.
Es.Reykjafoss
fer héðan fimmtudaginn 19. þ.
m. til Vestur- og Norðurlands.
Viðkomustaðir:
Bolungarvík
ísafjörður
Hólmavík
Skagaströnd
Siglufjörður
Ólafsvík
Dalvík
Akureyri
Húsavík
H.f.Eimskipaf élag íslands
|a
►<*-<
Forsetakjör
blað stúðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar kemur út í dag.
Sölubörn komið í afgreiðsluna kl. 1.
FORSETAKJÖR.
Nauðungaruppboði
Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, tollstjór-
ans í Reykjavík, Sveinbjarnar Jónssonar hrl., Ragn-
ars Ólafssonar hrl., Gunnar Jónssonar hdl., Jóhanns
Steinasonar hdl., Magnúsar Árnasonar hdl., og Þor-
valds Þórarinssonar cand. jur. veröur haldið nauöung-
aruppboð hjá Áhaldahúsi bæjarins við Skúlatún, hér
í bænurn, föstudáginn 20. þ. m. kl. 1,30 e. h. og veröa
þar seldar eftirtaldar bifreiðar:
R-22, R-38, R-343, R-378, R-392, R-491, R-503, R-571,
R-647, R-665, R-780, R-1037, R-1069, R-1144, R-1391,
R-1624, R-1656, R-1674, R-1684, R-1770, R-1915, R-1971,
R-2224, R-2274, R-2299, R-2386, R-2485, R-2508, R-2519,
R-252Q, R-2555, R-2582, R-2610, R-2664, R-2737, R-2923,
R-2937, R-3041, R-3058, R-3100, R-3185, R-3198, R-3248,
R-3289, R-3441, R-3445, R-3455, R-3472, R-3478, R-3700,
R-3726, R-4044, R-4059, R-4122, R-4189, R-4328, R-4410,
R-4444, R-4447, R-4621, R-4632, R-4702, R-4724, R-4772,
R-4825, R-4953, R-5022, R-5055, R-5065, R-5266, R-5283,
R-5362, R-5404, R-5420, R-5575, R-5578, R-5683, R-5803,
R-5855, R-5945, R-6044, R-6089 og R-6163.
Greiðsla fari fram viö hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík
S.s. Freder-
ikshavn
fer frá Reykjavík til Færeyja
og Kaupmannahafnar 27. júní.
Þeir, sem fengið hafa loforð
fyrir fari, sæki farseðla 19. júní
fyrir kl. 5 síðdegis, annars seld-
ir öðrum. Skipið fer frá Kaup-
mannahöfn 20. júní.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Pétursson.
Rieða forsætls-
ráðherra
(Framhald af 4. síðu.)
gegndi störfum þjóðhöfðingja
fyrst sem ríkisstjóri og síöar
forseti, frá lýðveidisstofnun-
inni 1944, tókst honum aö afla
sér þess trausts og þeirrar
virðingar allrar þjóðarinnar,
að hann var orðinn sameining
artákn hennar. Þess vegna
syrgir þjóðin hann nú sem
ástsælan og mikilsvirtan leið-
toga, um leið og hún þakkar
ÍXTRA/ bezt
^OTOR 0l^\ V°r og haust
'iásti ii-i4.M
störf hans og leiðsögn.
Að 12 dögum liðnum verð-
ur forseti valinn með þjóðar-
kjöri. Það er þjóðin sjálf,
milliliðalaust, er velur sinn
æðsta valdsmann og þjóð-
höfðingja. Hér er ekki staður
né stund til þess að ræða það
mál, en verðúr gert á öðrum
vettvangi.
Vér kveðjum í dag hið átt-
unda lýðveldisár og heilsum
jafnframt nýju. Hinir nýút-
skrifuðu stúdentar setja svip
á hátíðamót hér í höfuðstað
vorum í dag. Svo ber að vera,
þeirra er framtíðin. Vér ósk-
um hinum ungu mennta-
mönnum til hamingju með
þann áfanga, er þeir hafa nú
náð á námsbraut og vér von-
um að þessar ungu konur og
menn eflist og vaxi til allra
góðra hluta.
Eitt af yngstu ljóðskáldum
vorum segir svo í kvæði, er
hann hefir ort og tileinkar
þessum degi:
Nú hrópa til okkar úr íslenzkri
mold
þeir allir, sem gengu á braut:
„Hvort standið þið vörð um vé
okkar lands
sem við höfum elskað í þraut?
Hvort gætið þiö tungunnar
tindrandi stáls,
sem treyst var á glóðum elds?
,Þiö vitið að ísland er íslenzkt
land
frá árdegi til hinsta kvelds.“
Vér tökum öll undir þessi
hvatningarorö — en um leið
varnaðarorð skáldsins. — Vér
biðjum hin almáttugu máttar
völd aö vera með þjóö vorri.
Lifið heil.
Cwist áskrifendnr að TMIA3\TUM
Maðurinn minn,
JÓHANNES NORÐFJÖRÐ
andaðist hinn 17. þ. m.
Asa Norðfjörð
Utför
ODDS BJÖRNSSONAR
Reykjahvoli
er andaðist 15. þ. m. fer fram frá Kapellunni í Foss-
vogi föstudaginn 20. júní kl. 1,30.
Athöfninni verður útvarpað. — Blóm aíbeð'in.
Vandamenn
Framsóknarmenn, Reykjavík
Hafið þegar samband við
kosningaskrifstofuna í Edduhúsi
opin klukkan 10—10 daglega