Tíminn - 04.07.1952, Blaðsíða 23
Aukablað
TÍMINN
23
Samvinnufélögin og fram-
tíðarverkefni þeirra
Frh. af bls. 7.
staka vélaeigendur um land-
þurrkun og jarðvinnslu fyrir
ákveðið gjald, þó að þess
hefði verið kostur.
Þetta er nefnt sem eitt dæmi
um landbúnaðarsamvinnu. Á
sama hátt geta samvinnufé-
lögin unnið að öðrum fram-
kvæmdum, á því sviði sem
öðrum.
Nokkur samvínnubygging-
arfélög hafa verið stofnuð i
kaupstöðunum. Þau hafa náð
verulegum árangri við útveg-
un lánsfjár til íbúðarhúsa-
bygginga handa félagsmönn-
um, enda notiö nokkurrar
fyrirgreiðslu ríkisvaldsins í
því efni. Félögin hafa lika
annast húsabyggingarnar, en
við þær framkvæmdir hafa
þau farið troðnar slóðir, og
byggingarnar því orðið dýrari
en þær hefðu þurft að verða.
Með haganlegri vinnuaðferð-
um mætti byggja ódýrari hús
en nú er gert, og þó viöun-
andi að gæðum. Hér þurfa
samvinnumenn að fara inn á
nýjar brautir. Þeim er bezt
treystandi til að koma bygg-
ingarmálunum í betra horf,
til hagsbóta fyrir almenning.
Margt fleira mætti nefna,
þó að það verði ekki gert hér.
Verkefnin, sem bíða sam-
vinnumanna framtíðarinnar,
eru óþrjótandi. Og ný úrlausn
arefni koma með nýjum tím-
um. Á öllum sviðum atvinnu-
lífsins, þar sem viðfangsefn-
in eru stærri en svo að þau
verði leyst með vinnu eins
manns eða einnar fjölskyldu,
er grundvöllur samvinnunn-
ar bezta undirstaðan að sam-
starfi mannanna.
Betra þjóðfélag.
Þegar fyrstu almennu verzl
unarfélögin og kaupfélögin
risu á legg á næstliðinni öld,
var verzlunin hér á landi í
ömurlegasta ástandi: Dönsku
selstöðukaupmennirnir voru
þar næstum einráðir og
skömmtuðu mönnum við-
skiptakjörin, jafnt verð á að-
fluttum vörum sem innlend-
um, og um vöruvöndun var
lítið skeytt. Ófrelsi manna og
arðrán í viðskiptum stóð í vegi
fyrir öllum almennum efna-
hagslegum framförum.
Á þeim tímum var ekki hægt
um vik að kalla á „opinberar
ráðstafanir“ til lausnar flest-
um vanda, eins og nú er mjög
í tízku. Æðsta stjórn íslands,
konungur og ráðherra, sátu
þá suður i Kaupmannahöfn,
og samband við önnur lönd
torfengnara en síðar varð. —
Menn urðu því sjálfir að finna
bjargráðin og koma þeim
fram, ef nokkur viðreisn átti
að takast.
Forgöngumönnum verzlun-
arsamtakanna var það ljóst,
að til verulegra úrbóta'í verzl
unarmálunum dugði félögun
um það eitt að taka upp bein
skipti við önnur lönd en
ganga fram hjá kaupmönnun
um, sem þá ráku verzlanir
hér á landi. Þetta var þvi gert
þegar framkvæmanlegt var.
Nú eru ástæður breyttar. —
Þjóðin hefir fengið fullt frelsi
og yfirráð allra sinna mála.
Hundrað «árum eftir að fyrsta
verzlunar-félagið var stofnað
í Þingeyjarsýslu, var lýðveldið
endurreist og innlendur þjóð-
höfðingi kosinn. Útlendu kaup
mennirnír, sem áður skömmt
uðu mönnúm viðskiptakjörin,
föstudaginn 4. júlí
\
/952
— Stjómarmenn SÍS
Frh. af bls. 19.
Þórður Pálmason kaupfé-
lagsstjóri í Borgarnesi 1939 og
síðan.
Eysteinn Jónsson alþm. og
ráðherra 1944 og síðan.
Jakob Frimannsson kaup-
félagsstjóri á Akureyri 1946
og síðan.
Skúli Guðmundsson alþm.
1949 og síðan.
eru horfnir af sjónarsviðinu.
En þó eru uppi yfirgangs-
seggir, og ójafnaðarmenn, á
ýmsum sviðum. Gegn þeim
mun bezt gefast það ráð, sem
samvinnumenn beittu gegn
kaupmönnunum forðum, að
ganga fram hjá þeim en leysa
viðfangsefnin með úrræðum
samvinnu og samhjálpar.
íslenzkir samvinnumenn
hafa komið fram mikilsverð-
um umbótum í lífi þjóðarinn-
ar á liðnum áratugum. Og
enn bíða þeirra mörg og stór
verkefni. Þeir munu því
vinna áfram að eflingu og út-
breiðslu samvinnustarfseminn
ar á sem flestum sviðum. Með
aukinni samvinnu verður
skapað réttlátara og betra
þjóðfélag. —
Skúli Guðmundsson.
: Samvinnutryggingar bjóða
\ hagstæðustu kjör, sem
. fáanleg eru. Auk þess er
ágóði félagsins endur-
'greiddur til hinna tryggðu,
og hefur hann numið 5%
S94Zí,7080
SAMVIHHJTRYGGINGAR
é
»'• | R •'•
» * * * * *• \ *> \ m * i * * * *• # •* * i »> *• «
•> I
*!• 11 •>•
jPrentar pijrir y&ur:
Prentsmiðjan EDDA h.f.
LINDARGÖTU 9A - SÍMAR: 3720 & 3948 - 5 ÍMNEFNI
- PRENTEDDA - PÓSTHÓLF 552
Litprentun, umbúðir alls konar úr
’Xtm '
pappír og karton, fyrir allan iðnað.
BÆKUR - BLÖÐ
TÍMARIT
(jetum Íeijít ajhendl meÉ
átuttum jyriruara:
Alls konar smáprentun
Eyðublaðaprentun
o.fl.
VðNDUÐ O G SMEKKLEG VINNA