Tíminn - 04.07.1952, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.07.1952, Blaðsíða 21
öukablað T í M IN N 21 Elzta kaupféiagið Frh. af bls. 1Þ. andi og beita. áhrifum sinum til umbóta. Kaupmaðurinn skilar eign sinni, er hann heíir aflað meö verzluninni, í arf til niðja sinna og frænda eins og hver annar borgari, og hún getur umbreytzt í hvaða aðra eign sem er, og flutzt hvert á land sem er — jafnvel úr landi. En sameignir kaupfélags — sjóðir og mannvirki — til- heyra að lögum staðnum, sem þeirra er aflað á og ganga Karl Kristjánsson, alþingism., formaöur K. Þ. þar sem óskiptilegur arfur frá kynslóð til kynslóðar. Hugsurn okkur muninn fyr ir næstu kynslóð nú eða arf- lausu kynslóðina, sem byrjaði 1882 og hvenær sem byrjaö var, þó seinna væri. Það er ómetanlegt að'stöðu- öryggi,' sem samvinnufélögin hafa skapað fyrir almenning í landinu á komandi tímurn. Beneúikt á Auðnum sagði í bréfi, sem hann reit á efri árurn: „Samvinnufélögin voru stoínuð og byggð upp, þ.e. starfsemin skipulögð — í trú á menn og málefni, umbóta- viija, samhjálparhug, sjálfs- bjargarviðleitni og trú- mennsku við Iífið.“ í þeim anda á að reka sam- vinnuíélögin. XI. Skáldið Þorskabítur kvað: „Ekki er það furða, þótt á hlaupi snurða vorn örlaga-þráöinn, er hrekkvísir slinnar og hópar af flónum á heimsrokkinn spinna með öfugum klónum.“ Ástandið í heimsmálunum er þannig, að okkur hlýtur að finnast að í spunann á heims- rokkinn nái oft að grípa „hrekkvísir slinnar og hópaf af flórium“ með illum klóm og öfugum. Þegar ég hugsa um það, verð ég feginn að líta til baka „heim í Laxárdalinn,“ horfa til mannanna, sem komu sam an á fund 1382 í ótíð hávetr- arins og erfiðleikum, stofnuöu elzta kaupfélagið á íslandi og leystu með því hérað sitt úr ánauö „öfugra klóa,“ — hófu sterkum og hörðum höndum en þó mjúklátum spuna ör- lagaþráðarins, sem varð hér- aði þeirra, landi og þjóð, ham ingjuþráður — og mun verða það um ókomin ár. Það þarf alltaf sérstakan kraft til þess að hefja starf, — hvað þá til þess að ráðast í það, sem engin fordæmi eru fyrir. Sá, sem kemur hreyfingu á, þarf að leggja fram meiri kraft en hinn, sem heldur hreyfingunni áfram. Það er alltaf erfiðast að upphefja kyrrstöðuna, brjóta helsi vanans. Þetta var það, sem þing- eysku bændurnir gerðu. Ef þeir hefðu ekki komið kaupfélagshreyfingunni á 1882 hefðu að sjálfsögðu ein- hverjir gert það síðar. En hvenær hefði það orðið — og hvernig? Það er óvist. Og hvaö hefði fariö forgörðum hjá ís- lenzku þjóðinni við dráttinn? Enginn veit það. Hitt er víst að mikið lá við og tím- inn var dýrmætur. Og annað er líka víst, að Þingeysku bændurnir byrj - uðu vel, — byrjuðu rétt. , Hjá þeim hljóp engin snurða á þráðinn. Fyrir þetta eiga þeir þökk og virðingu alþjóðar. XII. Allir eru mennirnir, sem sóttu stofnfundinn að Þverá 2Ó. febrúar 1882, dánir. En verk þeirra lifir — og orðstýr þeirra deyr ekki. Um þá lifa ýmsar sagnir og minningar, sem eru lærdóms- ríkar og gera það skiljanlegt hvers vegna þeim tókst með ágætum aö hefja merki sam- vinnunnar. Um leið og ég lýk máli mínu þykir mér við eiga aö segja frá minningaratriðum, er snerta persónulega þá þrjá þeirra — hvern um sig — er snéru bökum saman, þegar baráttan var hörðust:’ Pétur Jónsson, Jakob Hálfdánarson og Benedikt Jónsson. Pétur Jónsson á Gautlönd- um var yngstur þeirra full- trúá, er fundinn sóttu — að- eins 24 ára. Hann var formaður og framkv.stj. kaupfélagsins í mörg ár (og auk þess formað- ur Sambandtíins líka í mörg ár, eins og ég hefi áður sagt) Af honum er þjóðkunr dæmisaga: Hairn fór ásamt öðrum manni yfir Mývatnsheiði í miklum snjó og áfreða. Þeii voru lengi á heiðinni. Samferðamaðurinn sagði þegar þeir komu á gistista frá ástæðunni þannig: „Okkur hefði verið auðvel að vera miklu fljótari yfii heiðina. En það tafði okkui að Pétur braut klakann ai vörðunum, ekki okkar vegna heldur til þess að greiða fyr- ir því að þeir, sem á eftir kæmu, sæu vöröurnar og röt- uðu.“ Finnst nokkrum furðulegt, að maður með þessu hugar- fari leitaði úrræða samvinn- unnar? Er ekki eðli samvinnustefn unnar i einmitt með. einkenn- um þess göfuga hugarfars, sem þarna var aö verki? Er ekki samvinnufélagsskap urinn með stærri athöfnum Þórhallur Sigtryggsson, kaupfélagsstjóri Birair Steingrím?s., aðalbókari K. Þ. ætlun. En þegar að Laxá kom /ar hún vegna skyndilegra haustfrosta, lögð veikum ísi. Yfir hana var ekki fært með venjiiegum hætti. Jakob veit að eigendur gulls ins bíða eftir því í Húsavík og fcumum liggur lífið á að fá það strax til matvörukaupa.. Tekur hann það þá til bragðs að mjaka sér flötum yfir hinn veika ís. En til þess aö hætta ekki gullinu, sem ! honum hafði veriö trúað fyr- ir, heldur sjálfum sér .ein- göngu, þá bindur hann snæri um töskuna, lætur hana liggja eítir, og dregur hana siðan til sín, þegar hann er sloppinn yfir hættusvæðiö. Er undarlegt þótt þessum kappsfulla manni, sem fór svo varlega með gull annarra, en hætti sjálfum sér til þess að koma því til skila á rétt- um tíma, væri trúað fyrir miklu? Er það undarlegt að þessi maður spann snurðulausan hamingjuþráð fyrir alriienn- ing? Benedilct Jónsson á Auðn- um var 36 ára, þegar hann mætti á fundinum á Þverá. Hann varð elztur allra sam- herjanna, — varð 93 ára gam all, haföi þá orðið samferða þremur kynslóðum og alltaf verið í hópi hinna ungu. Hann var bóklesinn með afbrigðum og menningarfrömuður. Stofn aði ásamt Pétri Jónssyni, bókasafn Þingeyinga og arin aðist það til dauöadags. — Dreifði bókum til ungra manna og valdi við hæfi, eins Fyrsta hús Kaupfélags Þingeyinga (Jaðar) sést til vinstri á myndinni, byggt 1883, en 1902 var byggð sölubúðin (t. h.) sínum að brjóta klakann af vörðunum vegna þeirra, sem á eftir koma? Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum var orðinn 46 ára gamall, þegar hann boð- aði til fundarins, og gerðist fyrsti kaupfélagsstjÖri á ís- landi. ,,Þú færist mikiö í fang,“ sagði gamall maður við hann að kvöldi fundardagsins. Og það var satt. Enginn fundarmanna færðist þá jafnmikið í fang. í hendur hans fyrst og fremst var þá lög'ð hin unga samvinna. Sannarlega var mikið und- r manndómi hans, úrræðúm, ósérhlífni og trúmennsku komið. Af Jakob hefir verið sögð oessi tákriræna saga: Hún mun hafa gerst rétt iöur en hann varð kaupfé- agsstjóri. Hann hafÖi staöiö. fyrir sölu átflutningssauöa. Tók á móti xndviröi sauðanna í gulli á ílkureyri, og liafði það í tösku sinni. Hann hafði tilkynnt að hann mundi skila eigendum sauðanna gullinu á Húsavík ikveðinn dag, — og hélt á- leiðis þangað samkvæmt á- Þórir Friðgeirsson, gjaldkeri K. Þ. og sáðmaður velur áburð og sæði eftir moldinni. Um hann var sagt, að hann væri mesti bréfritari á ís- landi. Eitt sinn skrifaði hann ung um manni svohljóðandi hug- vekju: , „Hver skóp þennan heim?“ „Það gerði ég,“ sagði Guð. „Til hvers?“, spuröi ég. Þá hló Guð og sagöi: „Handa mönnunum." „En til hvers eru þeir?“, spurði ég. Ekkert svar. — Ekkert svar. Guð ætlar mönnunum sjálf um að svara því, drengur minn. Svaraðu fyrir þitt leyti, ungi maður, gerðu það eins og bezt þú getur. Heimurinn var skapaður handa þér ekki síð- ur en öðrum. — Svaraðu með athöfnum þín um, — lifi þinu.“ í þessum bréfkafla kemur fram lífsskoðun Benedikts — og samherja hans. í krafti þesarar manndóm- legu lifsskoðunar var fund- urinn haldinn 20. febrúar 1882 samvinnufélag stofnað, brot- inn klaki af vörðum, gullsins gætt og því komi'ð til skila. — Kraft þessarar lífsskoðunar vantar þá, sem Þorsk'abítur skáld, talar um að spinni á heimsrokkinn með „öfugum klónum,“ — og setji snurður á örlagaþráð mannkynsins. Megi samvinnufélögín alla tíð starfa í krafti þessarar lífsskoðunar brautryðjend- anna og spinna hamingju inn í örlagaþráð íslenzku þjóðar- innar. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.