Tíminn - 23.07.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, migvikudaginn 23. júli 1952 163. blað. Eru hljóðgeislar frá þrýsti- loftsflugvélum lífshætlulegir? England hefir löngum ver- ið talið land fyrirbrigðanna. Þar hafa hefðarfrúr gengið ljósum logum í gömlum kast- alahvelfingum, nokkrum öld- um eftir að þær fyrirfóru sér eða voru myrtar. Gráföl and- lit þeirra hafa lýsts upp, þeg- ar geislar mánans hafa troð- ið sér inn um þröng skotaugu og klofið myrkur mosavax- inna hvelfinga. Og fram á þennan dag hefir skrímslið í Loch Ness, skotið kryppu sinni upp úr vatnsslcorpunni á hálfsmánaðar fresti, að tal- ið er, og jafnvel setið fyrir hjá ljósmyndurum, en draugar og skrímsl hafa verið þjóð- inni daglegt brauð svo lengi, að ekki tekur því að vera að tala um það, aftur á móti hafa undarleg fyrirbrigði ver ið að eiga sér stað, undan- farna 18 mánuði á þjóðvegi skammt frá London. Hið fræga Scotland Yard hefir farið af stað og gert sínar ná- kvæmu rannsóknir, en það hefir engan árangur borið, fyrirbrigðið er enn þá óskýrt, nema hvað ein skemmtileg tilgáta hefir komið fram, án þess að nokkrar tilraunir hafi verið gerðar til að sanna hana. Fyrir átján mánuðum síðan var kunnur, brezkur útvarps- fyrirlesari á ferð eftir vegin- um frá London til Ports- mouth. Þegar hann var kom- inn skammt út fyrir borgina, Útvarp'ib Útvarpið í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis- útvarp. 15,30 Miödegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Aug lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarps sagan: „Grasgrónar götur". frásögu kaflar eftir Knut Hamsun; V. (He’.gi Hjörvar). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,25 Frá Austurlandi: Samtal við Pál Guttormsson aðstoð arskógarvörð á Hallormsstað. 21,45 Kórsöngur: Tónlistarfélagskórinn syngur; dr. Victor Urbancir stjóm- ar (plötur). 22,00 Fréttir og veður fregnir. 22,10 Dans- og dægurlög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis- útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar (plöt ur). 19,40 Lesin dagskrá næstu vlku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 .Frétt ir. 20,30 Erindi: Páll Hjálmarsson, siðasti rektor að Hólum; 200 ára niinning (Brynleifur Tobíasson yf- irkennari). 21,00 slenzk tónlist: Til brigði um rímnalag og Tokkata og fúga fyrir píanó eftir Jón Nordal (höf. leikur). 21,15 Upplestur: Um Lárus H. Bjarnason hæstaréttar- dómara, kafli úr endurminningum séra Ái-na Þórarinssonar (Jakob Guðmundsson les). 21,35 Sinfonisk ir tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Framhald sinfónisku tónleikanna. 22,40 Dag- skrárlok. Árnað hailla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Aðalheiður Jóhannes- dóttir, skrifstofumær, Njálsgötu 86, og stud. polyt. Haukur Pálmason (Einarssonar landnámsstjóra), Rauðarárstíg 36. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Sumarliðadóttir. Laugaveg 165, Reykjavík, og Hall- dór Halldórsson, prentari, Nönnu- götu 5, Reykjavík. vissi hann ekki fyrr en hann heyrði skarpan smell í fram- rúðu bifreiðarinnar, en um leið kom lítið kringlótt gat á hana. Ekki gat þarna verið um byssukúlu að ræða, því þó grandgæfilega væri leitað í bifreiðinni, fannst engin kúla, eða far eftir hana, hefði hún þeyttst út úr bifreiðinni aft- ur. — Næstu tólf mánuði urðu fleiri menn fyrir þessu, að framrúða í bifreiðum þeirra brast og alltaf skeði það á sama stað. Scotland Yard sendi nú út sína beztu menn til að rannsaka umhverfið og ennfremur rannsökuðu lög- reglumennirnir hverja ein- ustu bifreið, sem fyrir þessu varð, en án þess að komast að nokkurri niðurstöðu í sumum tilfellum varð framrúðan mjólkurhvít á litlu svæði, eða þá að hið tvöfalda öryggis- gler, sem er nú í rúðum allra hinna nýrri bifreiða, sprakk í ótal geisla, eins og það spring ur vanalega undan þungu höggi. Mjög hefir verið rætt um orskari að þessum rúðubrot- um og hefir blaðamaður einn komið með dálitið einkenni- lega skýringu, en þó ekki svo ósennilega. Álit hans er það, að þarna sé um að ræða hljóð bylgjur frá þrýstiloftsflugvél- um, en flugmenn þrýstilofts- flugvéla hafa komist í kynni við' þessar bylgjur, þegar vél- in flýgur svo hratt, að hún fer í gegnum svokallaðan hljóðmúr, en í þeim tilfellum hefir það komið fyrir, aö rúð- ur í gluggum húsa hafæ möl- brotnað, þótt húsin hafi stað- ið' nokkra kílómetra frá því svæði, sem flugtilraunirnar hafa farið fram. Til sönnunar kenningu blaðamannsins, er að í nánd við þjóðveginn, þar sem þessi fyrirbrigði hafa átt sér stað, er flugvöllur og nú vinnur Scotland Yard að því að rann Lánsútboð t i saka, hvort þessi nj>ja kenn- ing í málinu hefir við nokkur rök að styðjast. Við tilkomu þrýstiloftsflug- véla, hefir áhugi vísinda- manna' aukizt fyrir hljóð- geislum og áhrifum þeirra. — Vitað er að hljóðgeislar geta verið lifshættulegir, en þó tæplega nema á stuttu færi, | þar sem það dregur úr krafti ; þeirra, eftir því sem þeir j j þurfa lengri leið, en þótt þeir' I séu ekki lífshættulegir, þá hafa þeir undarlegar verkan- !ir á fólk og hafa ýmisleg und- | arleg atvik komið fyrir á rann ] sóknarstofum, sem um þetta ' mál fjalla. Og ef til vill er það ' næsta vandamálið varðandi flug þrýstiloftsvéla, að verja umhverfið fyrir hljóðgeislum |frá vélum þeirra. | 29 ára gamalt ílöskuskeyti finnst i við Hollands- i strendur Nýlega fannst flaska, sem hafði rekið upp á Hollands- strönd, en þegar flaskan var opnuð, fannst í henni arf-1 leiðsluskrá sjómanns, dagsett fyrir tuttugu og niu árum og undirrituð af Otto Ethler. — Bréfið hljóðaði þannig:„Þetta er minn síðasti vilji. Vinsam- legast komið þessu bréfi til Hamborgar — St. Pauli, Mú- henstrasse (húsnúmerið var orðið ólæsilegt). Allt, sem ég á arfleiði ég móður mína að. Við. erum á reki um Atlanz- hafið. Skipið er lekt og sekk- ur innan stundar. Otto Ethler. Lögreglan hefir rannsakað málið, en við þá rannsókn hef ir komið í ljós, að móðir Ott- ós er löngu látin og ekki hef- ir hafzt uppi á neinum ætt- ingjum hans. Skuldabréf fyrir Innanríkisláni Sogsvirkjunarinnar 1951 hafa nú verið send öllum umboðsmönnum lánsút- boðsins, og fá kaupendur bréfin afhent gegn framvísun bráðabirgða'kvittana, sem þeir fengu, þegar þeir greiddu bréfin. Það skal sérstaklega tekið fram, að um- boðsmenn afhenda ekki skuldabréf nema gegn afhend- ingu bráðabirgöakvittana, sem þeir sjáifir hafa gefið út. Verða kaupendur bréfanna því að vitja þeirra hjá ^ þeim umboðsmanni lánsins, sem þeir upphaflega keyptu bréfin hjá. — LÁNSÚTBOÐ SOGSVIRKJUNARINNAR. j) Tilboð óskast í mjólkurflutninga úr Andakíishreppi til Borg- arness árið 1953 og vöruflutninga sömu leið. Tilboð sendist Guðbrandi Þórmundssyni, Nýja-Bæ, fyrir 25. ágúst n.k., sem veitir allar nánari upplýsingar. (Simstöö: Varmilækur). Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum. ♦ l fyrirliggjandi. KORKIÐJAN H.F. Skúlatúni 57. — Sími 4231. Stríðsglæpamenn eru óþolin- móðir í fangelsum Bandam. Þýzkir stríðsglæpamenn, sem enn dvelja í fangelsum í Vestur-Þýzkalandi, eru orðnir mjög óþolinmóðir. Hóta þeir f ýmist að fremja sjálísmorð eða að svelta sig, verði þeir ekki - iystir hið þráðasta úr haldi. | lierinn. Einnig hafa her- i Rúmlega þúsund þýzkir j mannafélögin byggt þssa i stríðsglæpamenn munu nú, lausnarkröfu sína á mannrétt ■ i vera í fangeisum í Vestur-1 indaskrá Sameinuðu I Þýzkalandi og hefir sambands anna frá árinu 1946. ! málaráðherrann í stjórn Ad-j enauers kanzlara tekið upp lianzkann fyrir fangana. Hef- ' ir hann látið það uppi, að þjóð- Tvær náðanir. Síðastliðinn laugardag náð aði yfirmaður ameríska svæð sér finnist nú tímabært að, isins, John McCloy, Hans láta þessa menn lausa með einhverjum skynsamlegum skilyrðum, annaðhvort aö þeir verði hreinlega náðaðir eða þá að þeir verði látnir lausir gegn drengskaparheiti. Skírskotað til mannréttinda. Georg Reinhardt, fyrrverandi liershöfðingja, er hafði veriö dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar fyrir hlutdeild í morði á rússneskum hers- höfðingja á austurvígstöðv- unum. Refsing hershöfðingj-! ans hafði verið færð niður í Tíu vestur-þýzk hermannafé > tíu og hálft ár, en þar sem lög hafa nú fylgt þessum til- fanginn hefir komið vel fram. mælum ráðherrans eftir og hafa eindregið óskað eftir því, að félagar þeirra, sem enn dvelja í fangelsum Banda- manna í Þýzkalandi, verði látnir lausir gegn drengskap- arheiti, enda hafi nú þegar komið til tals, að þýzkar her- sveitir verði teknar í Evrópu þykir hlýða að láta manninn lausan innan nokkurra vikna. Einnig hefir yfirmaður ör- yggislögreglunnar í Vallóníu verið náðaður, en dauðadómi hans hafði áður verið brytt í lífstíðarfangelsi. Maður þessi var -sekur um fjölda aftökur belgískra gisla. Jörð til sölu Stór jörð í Noröurlandi til sölu. Vegasamband. Land- símastöð. Allar byggingar mjög vandaðar úr stein- steypu. Laxveiði. Skipti á íbúö eða húsi í Reykjavík æskiieg. Tii greina getur komið að taka nýjan bíl eöa skuldabréf upp í 1. greiðslu. Upplýsingar í Húsgagna- verzluninni Elfa, Ilverfisgötu 42. Reykjavík. Orðsending frá innheimtu Tímans Innheimtumönnum og öðrum, er hafa á hendi inn- heimtu blaðgjalda fyrir oss, skal bent á að fyrsta skila- skýrsla þessa árs verður birt í byrjun ágúst. Innheimtan leggur áherzlu á að fá uppgjör send þeg- ar í þessum mánuði, og jafnframt skorar hún á alla inn- heimtumenn að ljúka innheimtu sem allra fyrst. m KHRTGRIPAVtTRSLUN Lækjartorg, Reykjavík, sími 3545. Hefir alltaf á boðstólum alls konar íslenka hand- unna muni úr gulli og silfri. Allt silfur til þjóðbúningsins, margar gerðir. Alls konar verölaunagripi. Minjagripi Trúlofunarhringi í ýmsum gerðum Leturgröftur. Teikningar ef óskað er. Sendum gegn póstkröfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.