Tíminn - 27.07.1952, Page 3
167. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 27. júlí 1952
8
/s/enc/íngajbæíííV
Dánarminning: Karl S. Daníelsson
Landnáms- og landnemaminni
Raíða efíir Richard Beck prófessor, flutt á Laudnámsliátíð Nýja.
-íslands við ISnausa 1. jálí 1052. —
Karl Stefán Daníelsson
prentari var fæddur 8. apríl
1902 að Hraunprýði í Hafnar
firði. Hann lézt 21. des. 1951
við Hólmavað í Aðaldal og
var jarðsettur að Nesi í sömu
sveit 31. des. Nú hefir lík
hans verið flutt heim og
jarösett í Fossvogskirkju-
garði.
Hann var einbirni og unn-
ust þau móðir hans mjög. Föð
ur sinn missti hann ungur. —
Karl var lipur, glaðvær,
skemmtilegur og prúður ung
lingur. í eðli sínu var hann
listrænn cg handlaginn og
mun það hafa ráðið miklu
um hæfni hans sem prentara.
Við þá iðn hafði hann starf-
að í 30 ár og þótti afburða
góður og kappsamur starfs-
maður. En honum fannst
hann vera að dragast aftur
úr. Hann ákvað því að fara
til útlanda til að fullnuma
sig og til að nema prent-
myndagerð, sem hann ætlaði
að vinna við heima hjá sér
eftir að hann aldurs vegna
gæti ekki unnið úti, og hafði
hann með þetta fyrir augum
leitað fyrir sér á Norðurlönd
um um vinnuskilyrði, hús-
næði og fleira þar að lút-
andi.
Karl giftist Þuríði Jónas-!
dóttur, þau skildu. Þá bjój
hann með Evu Björnsdóttir,* 1 2 3 4 5
er lézt 1950. Börn eignaðist
hann tíu. Átta þeirra eru á
lífi, þar af fjögur innan vio
fermingu. Karl var heitbund
in Svönu Þorsteinsdóttur, er
reynzt hefir honum sannur
vinur, bæði lifandi og látn-
um. Eins hefir hún reynzt
litlu börnunum hans sem
bezta móðir og væri óskandi
að þau fengju að njóta henn
ar sem lengst.
Karl var aðeins 49 ára aö
aldri, þegar hann lézt, þá ör
magna eftir mjög erfið ævi-
kjör. Hann var maður stór-
huga, en líf hans rann eins
og svo margra annara, í öf-
uga átt við óskir hans. Hann
þráði meir en nokkur ann-
ar, sem ég hef kynnzt, heim-
ili, fagnað og frið. Ekkert af
þessu féll honum í skaut. Á
vegamótum þess lífs, sem
framundan var, hné hann í ■
skaut jarðar, bak við tjald->
ið, sem við eigum svo erfitt
með að skyggnast gegnum. |
Ljós kærleikans lýsi þér,
inn á bjartari brautir en þú;
tróðst hér á jörð. Fylgi þér
drottinn.
Kunnugur.
Hrossasýningar í Árnessýslu
Landssamband hestamanna-
félaga. Fréttatilkynning nr.2
Á hrossasýningum þeim, er
haldnar voru í Árnessýslu
dagana 24. til 27. júní s.l.
var Steinþcr Gestsson, bóndi
á Hæli fulltrúi L.H. Hefir
hann se'nt stjórn þess skýrslu
um störf sín á sýningunum
og þá sérstaklega um athug-
anir sínar á reiðhestahæfi-
leikum sýingargripanna, þar
sem tillit er tekiö til hvors
tveggja: ætternis og árang-
urs. Um árangur hrossanna
verður ekkert fullyrt fyrr en
þau hafa verið tamin til á-
kveðinnar vinnu, og eru því
á meðfylgjandi skýrslu aðeins
þau hross, sem voru svo tam
in að þau væru reiðhross í
rikum mæli:
1. GUSA, 7 vetra, dökk-
jörp með stjörnu, undan
Skugga frá Bjarnanesi. Eig-
andi Steinþór Gestsson, Hæli,
Árn. Umsögn: 140 cm. á hæð.
Fjörviljugt reiðhross með öll
um gangi.
2. MÝRA, 7 vetra, rauö,
undan Roða frá Hrafnkels-
stöðum. Eigandi: Bjarni Matt
híasson, Fossi. Umsögn: 143
sm. á hæð. Myndarleg og há-
reist. Léttviljug með öllum
gangi.
3. GOI.A, 8 vetra, brún, und
an Skugga frá Bjarnanesi.
Eigandi: Hermann Sigurðs-
son, Langholtskoti. Umsögn:
140 sm. á hæð. Viljugt og al-
hliða ganghross með miklu
skeiði.
4. TOPPA, 7 vetra, mó-
skjótt, undan Mósa frá Hörgs
holti (af ætt Gjóstu Birgis
Kristjánssonar). Eigandi:
Erla Brynjóifsdóttir, Sólheim
um. Umsögn: 139 sm. á hæð.
Léttviljugt reiðhross með öll
um gangi.
5. HARPA, 7 vetra, brúp,
undan Skugga frá Bjarna-
nesi. Eigandi: Einar Gisla-
son, Vorsabæ. Umsögn: 141
sm. á hæð. Léttviljug með öll
um gangi.
6. BRUNKA, 6 vétra, dökk-
jörp, undan Skugga frá
Bjarnanesi. Eigandi: Jón
Helgason, Miöhúsum. Um-1
sögn: 139 cm. á hæð. Glæsi-J
leg og léttviljug með öllum!
gangi. Ekki fulltamin. j
7. MOSA, 6 veti’a, móalótt,'
undan Bleik frá Hjallalandi
og Hrönn frá Selfossi (nr. 2
á Þingvöllum 1950). Eigandi: j
Páll Jónsson, Selfossi. Um-
sögn: 137 cm. á hæð. Létt-
viljugt alhliða ganghross.
8. NÓTT, steingrá, 7 vetra,
undan Skugga frá Bjarna-
nesi. Eigandi: Geir Vigfússon
Hallanda. Umsögn: 136 cm.
á hæð. Fjörharður gæðingur
með öllum gangi.
9. KVIK, rauðnösótt, 15
vetra, undan Brún frá Hélli,
syni Berghyls-Brúns. Eigandi
Jóhann Árnason, Oddgeirs-
hólum. Umsögn: 134 cm. á
hæð. Fjörmikið klárhross
með góðu tölti.
10. KOLBRÚNj, 14 vetra,
brún, undan Léttfeta frá Gljá
koti. Eigandi: Ólafur Sigurðs
son, Syðri-Gengishólum. Um
sögn: 133 cm. á hæð. Skap-
harður, fjörmikill og sérlega
vel gerður gæðingur með öll-
um gangi.
11. NÖð, 8 vetra, leirljós
tvístjörnótt, undan Skjóna
frá Sandlæk og Flipu úr
Hornafirði. Eigandi: Jónas
Ólafsson, Kjóastöðum. Um-
sögn: 136 cm. á hæð. Fjör-
hross með öllum gangi.
12. FJÖÐUR, 6 vetra, rauð
undan Stjarna frá Bræðra-
tungu, syni Roða frá Hrafn-
kelsstðum. Eigandi: Skúli
(Framhald á 7. «I5u)
Niðurl.
Þrátt 'fyrir hin andvígu
kjör, komu menningarlegur
áhugi og framsöknarhugur
landnema þessarar nýlendu
fram með ýmsum hætti þeg-
ar snemma á árurn, svo sem
með stofnun Framfara,
fyrsta íslenzka blaðsins í
Vesturheimi, og þá eigi síður
með samningu og samþykkt
stjórnarlaga Nýja íslands, er
gerði nýlenduna sjálfstætt
„ríki í ríkinu“ um tólf ára
skeið, og jafnframt að þvi
leyt algerlega einstæða í sögu
íslendinga vestan hafs. Lýsir
lagaskipun þessi ágætlega og
eftirminnilega sjálfstæðis-
anda landnemanna, sem þeim
var í blóð borinn, arfur frá
forfeörunum, þeim ,frum-
herjum frelsis“, er ísland
námu. Hafði sá frelsishugur
ávallt lifað með íslenzku þjóð
inni, stundum að visu sem
falinn eldur, en blossað upp
og orðið að brennandi báli,
þegar henni mest á reið.
Saga Nýja-íslands er að
vísu, eins og þegar er sagt,
framan af árum skráð blóði
og tárum, en hún er jafn-
framt frá fyrstu tíð og fram
á þennan dag rituð afrekum
handa og anda. Hér hafa ver
ið og eru enn athafnamenn
miklir á mörgum sviðum; héð
an hefir komið fjöldi náms-
fólks og andans menn, sem
borið hafa á þeim vettvangi
merki íslenzks atgervis fram
til nýrra sigra; og svo traust
an grundvöll lögðu landnem
arnir, svo vel bjuggu þeir í
hendur afkomendanna, að
þessi nýlenda er nú með réttu
almennt talin einhver allra
farsælasta .tslendingabyggð
hér í álfu. Eiga hér við mark
viss orð úr einu af hinum
snjöllu kvæðum Þorsteins Þ.
Þorsteinssonar rithöfundar:
Landnemar í stríði og striti,
studdir feðra hyggj uviti
sýndu forna festu og seiglu
fastast þegar að þeim svarf.
Kóngsrikið þótt ynnist eigi
ennþá fram að þessum degi,
sigruðu lönd og byggða bæi
börnum sínum gáfu í arf.
Liggur þá beint við að svara
ýtarlegar eftirfarandi surn-
ingu: Með hvaða vopnum
sigruðust íslenzkir landnemar
í þessari nýlendu á hinum frá
munalega andvígu kjörum,
sem þeir áttu við að búa fram
an af árum? Þeir sigruðu með
þrotlausu líkamlegu erfiði og
ódrepandi þrautseigju, en þó
öllu fremur með vopnum and
ans. Þeir báru í brjósti djúpa
og sterka guðstrú, samhliða
bjargfastri framtíðartrú,
trúnni á hið nýja land sitt.
Einar P. Jónsson ritstjóri
hitti áreiðanlega ágætlega í
mark, er hann komst þannig
að orði í hinum prýðisfögru
Landnemaljóðum sínum að
Gimli 1935, að hann, „sem að
stjórnar himni og jörð“, hafi
verið hvort tveggja í senn
„lífæð landnemans og leiðar
stjarna á vegi hans“. Hvað,
sem annars má segja um trú
máladeilurnar í þessari ný-
lendu á landnámsárunum. þá
lýsa þær að minnsta kosti
djúpstæðum trúaráhuga.
Landnemarnir íslenzku á
þessum slóðum höfðtt einnig
á þrenginga- og baráttuárum
sínum hitann úr hinum ís-
lenzku menningarerfðum sín-
um. íslenzkar bókmenntir og
saga íslenzku þjóðarinnar
urðu þeim, eins og löndum'
þeirra heimafyrir, eggjan til
dáða og vængur til flugs yfir
torfærurnar. Guðsorðabæk-
urnar, Passíusálmarnir, ís-
lendingasögur og rímurnar,
urðu samferða vestur um haf-
ið í bókakosti landnemanna,
og við elda þeirra rita allra
ornuðu þeir sér, þegar kaldast
næddi um þekju og hvassast
blés í móti í baráttunni. Vafa-
laust mátti um marga land- 1
nemana segj a það, sem Guð-'
mundur O. Einarsson segir
nýlega i einkar hlýrri kveðju
til eins þeirra:
En íslenzkar hetjur þú elskaðir mest,
og íslenzkar ferskeytlur hljómuðu bezt.
Þú kvaðst |>ær á köldustu stundum:
þú sagðir, þér fyndist þær hefðu það
hljóð
sem hitaði bezt okkar norræna blóð
og geymdu það gull, sem við fundum.
Enn svífur sá andi land-
námsfeðranna og mæðrannaj
yfir þessum byggðum; hér,
eiga íslenzkt mál og aðrar ís- j
lenzkar erfðir sér enn grið-.
land; hér eru enn ort íslenzk |
kvæði og - kastaö fram létt-
fleygum stökum; hér kunna
menn meira að segja enn að
kveða rímur á hressilega ís-
lenzka vísu, eða svo fannst
okkur, þegar við núna í júní-
byrjun heyrðum hann Tímó-
teus Böðvarsson kveða af
mikilli prýði á „Fróns“-sam-
komunni í Winnipeg.
Landar góðir! Haldið áfram
varðveizlu hinna íslenzku
menningarerfða, sem feður
ykkar og mæður eða afar og
ömmur fluttu hingað heiman
um haf, og þeim reyndust
uppspretta orku og yndis í
stríði og striti, þegar bröttust
brekka erfiðleikanna lagðist
þeim í fang. Það er enn lífs-
vatn nóg í brunniirum þeim,
ylur, sem hitar um hjartaræt-
ur, í þeim gömlu glæðum, ef
ég má breyta til um liking-
una. Og varðveizla þeirrar.
menningararfleifðar í lengstu
lög, er jafnframt hollur trún—
aður við hið lífrænasta í þjóð- '
areðlinu og hin fegursta rækt-
arsemi við minningu landnem
anna, sem voru bæði tryggir
sínu heimalandi og dyggir .
þegnar kjörlandsins, og fyrir
það betri menn og meiri.
Látum svo í anda endurbor-
ið ísland hið gamla og ísland
hið nýja hér á vesturvegum,
heimaland og fósturland land
nemanna, taka höndum sam-
an yfir hið breiða haf, eins og
Guttormur skáld lætur, í einu
kvæða sinan, bjarkirnar
teygja saman arma sína yfir
íslendingafljót:
Bakka sína bjarkir þessar prýði,
bo! þeirra' enginn telgi í nýja sipíði,
renni að þeim vatn úr lífsins brunni!
Andi þeirra ilmi loftið blandi.
Afram renni fljót, en bakkar standi.
Sterkar greinar haldist fast í hendur,
handabandi saman tengi strendur!
Höldum áfram að byggja-
sem traustasta brú ræktar-
seminnar og samvinnunnar
milli íslendinga austan hafs
og vestan, báðum aðilum til
ómetanlegs gagns og gleði-
auka. Gerum sem tíðastar
gagnkvæmar heimsóknir milli
þeirra yfir hafið, hvort held-
ur er sjóleiðina eða um loftin
blá, því að ekkert treystir
betur ættarböndin heldur en
slík kynni á báðar hliðar.
Hins vegar sannast það í þess-
um efnum, eins og fornkveð-
ið er, að sá vegur, sem enginn
treður, vex hrísi og háu grasi;
týnist, með öðrum orðum, og
gleymist. Sú vanræksla má
aldrei gerast í þjóðræknisleg-
um og menningarlegum sam-
skiptum milli íslendinga yfir
hafið, því að það væri báöum
óbætanlegt tjón.
Lifi minning landnemanna
íslenzku, manndómur þeirra
og norrænn hetjuandi! Bless-
ist og blómgist þetta landnám
þeirra. Nýja-ísland, og beri
með sóma um ókomin ár hið
fagra og svipmikla nafn sitt!
- Römm er sú taug
„Vænt þætti mér um, ef
þér gætuð sent mér áritanir
til einhverra frænda minna
á íslandi.“
Svo skrifar mér roskinn
Vestur-íslnedingur, er dvalið
hefir um 30 ár fjarri öllum
Ísleíndingum í Austurheimi,
en er nú nýlega heimkom-
inn til Bandaríkjanna til
konu sinnar amerískrar og
sona þeirra, en þau treystust
ekki til að vera með honum
síðustu árin á Filippseyjum.
Þegar annríkið er horfið reik
ar hugur hans til Fróns, sem
hann aldrei sá, og spyr um
frændfólkið. Þar sem ég get
ekki leyst úr þeirri spurn-
ingu, heiti ég á ættfróða
menn, sem þetta* lesa, að
skrifa mér ef þeir vita um ein
hverja ættingja hans hér-
lendis.
Spyrjandinn er Aöalsteinn
M. Loftsson, er fór í kristni-
boðserindum 1921, fyrst til
Kína fá ár, en var síðan jafn
an á Filippseyjumi Hefir
hann margt reynt austur þar
ekki sízt í síðasta ófriði. ís-
lenzku les hann, en skrifar
ekki, sem varla er von, en í
málum Filippseyinga er hann
svo vel heima, að hann hefir
snúið biblíuritum á ein þrjú
þeirra mál.
Um ætt hans veit ég þetta
til leiðbeiningar þeim, sem
beiðni hans vilja sinna:
Faðir hans var Ólafur Lofts
son, fæddur 1862 á Hlíðar-
enda í Flókadal í Borgar-
fjarðarsýslu. Foreldrar Ólafs
voru Loftur Jónsson og Barb
ara Magnúsdóttir. Ólafur
missti föður sinn ársgamall
og ólst upp með móður sinni!
Séra Oddur Gíslason, þá
prestur að Lundi, fetmdi
hann og nokkru síðar'' lærði
hann gullsmíði hjá Bene-
dikt Ásgrímssyni ,frænda sin
um“ í Reykjavík. — Hvernig
þeirri frændSemi var varið
er mér ókúnnugt. Árið 1888
fór hanri til Canáda og dvaldi
iFranmalcJ &■ 6.