Tíminn - 22.10.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1952, Blaðsíða 6
c. TÍMINN, miðvikudaginn 22. október 1952. 239. blað. íli WÓDLEIKHÚSIÐ „ISEKKJ AIV“ Sýning í kvöld kl. 20.00 Leðurblahan Skólasýning. Sýning fimmtud. kl. 20.00 Júnó oy páfuglinn Sýning föstud. kl. 20.00 Aðgöngumiðasalan opin frá, kl. 13.15—20.00. Sími 80000. Draumgyðjan mín Þessi vinsæla mynd sýnd í kvöld kl. 9. Svörtu hestarnir Norsk mynd. Sýnd kl. 7. Kínverskur sirkus í agfa litum. Glæsilegur og fjölbreyttur. Sýnd kl. 5. f NÝJA BÍÖ’ j Druumatlrottning (That Lady in Ermine) Eráðskemmtileg ný amerísk lit mynd, gerð af snillningnum Ernst Lubitsch. Aðalhlutverk: Betty Grable, Douglas Fairbanks jr., Cesar Komero. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e.h. »•»♦♦<>♦♦♦♦♦♦♦»( í BÆJARBÍrcT - HAFNARFÍRÐI - \.___________________J Kvennafangelsið (Caged) Mjög áhrifamikil og athyglis- verð, ný, amerísk mynd. Aðalhlutve'rkið leikur ein efnilegasta leikkona, sem nú er uppi, Eleanor Parker, og hefir hún hlotið mjög mikla viðurkenningu fyrir leik sinn í þessari mynd. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Sími 9184. ( HAFNARBÍfc v____________________ I heimi táls og svíku (Outside the Wall) Mjög óvenjuleg og spennandi, ný, amerísk kvikmynd um bar- áttu ungs manns gegn tálsnör- um heimsins. Richard Basehart, Marilyn Maxwell, Signe Hasso, Dorothy Hart. Bönnuð Innan 16 ára Sala hefst kl. 2 e.h. Förin til mánans Sýnd kl. 6. ♦♦♦ ♦♦♦>♦<•» m ♦ amP€R Raftækjavinnustofa Þlngholtsstræti 21 Sími 31556. Raflagnir — Viðgerðir Raflagnaefni mmmm^mmmmmmmmmmmmmrnmmm LEIKFE LAfí REYKJ/WÍKUR^ , Ólafur liljurós ballett. MiðiUinn Ópera í 2 þáttum eftir Gian Corlo MenottL Sýning í kvöld kl. 8. Aögöngumiðar seldir í Iðnó eftir kl. 2 í dag. Sími 3191. f Austurbæjarbíó j Sjómanndags- kabarettinn Sýningar kl. 7,30 og 10,30. Barnasýning kl. 5,30. Sala hefst kl. 2 e.h. Sími 1384. 11 TJARNARBÍÖ Oliver Twist Snilldarleg brezk stórmynd eft- ir hinu ódauðiega meistara- stykki Charles Dickens. Ath. Þessi óviðjafnlega mynd verður aðeins sýnd í örfá skipti. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Yinur Indiánunna (The last Rountl-up) Hin sérlega spennandi kúreka- § mynd. Aðalhlutverk leikur Gene Autry og undrahesturinn Champion. = The Texas Rangers syngja. 8 |. Sýnd kl. 5. B GAMLA BSÖ Eins og þér sáið ÍT~Í2SnBPi Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Kaldrifjaður œvintýramaður með Clark Gahle og Lana Turner. Sýnd kl. 5 og 7. | TRIPOU-BÍÖ j Heijur hafsins (Tvö ár í siglingum) Viðburðarik og afar spennandi amerísk mynd gerð eftir hinni frægu sögu R. H. Danas um ævi og kjör sjómanna í upphafi 19. aldarinnar. Bókin hefir kom ið út í ísl. þýðingu. Alan Ladd, Brian Donlevy. Bönnuð börnum innan 16 ár» Sýnd kl. 7 og 9. Mofimarhrmgar ávallt fyrirliggjandi. — gegn póstkröfu. Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 12. — Sími 7048. Ctbreiðfð Tímaim Lloyd C. Douglas: í stormi lífsins 36. dagur „Ef til vill, en það er þó ekki líklegt eða venjulegt." „Jæja,“ ef þú ætlar þér aö fara að skilgreina þessí fyrir- brigði, eftir því, hvort þau eru venjuleg eða ekki, held ég, að við komumst ekki langt áleiðis, og þá er okkur alveg eins gott að fara og horfa á knattspyrnuleik í stað þess að vera að þreyta okkur yfir þessu. Ég spyr þig, er það venjulegt, að menn haldi öllum góðverkum sínum og mannkær- leika sínum stranglega leyndum, þjóta eins og ikorni inn í holu sína og loka henni sem vandlegast á eftir sér af ótta við það eitt, að einhver uppgötvi það, að hann hefði gert góðverk? Er það venjulegt, að maður riti sögu sína á dul- máli? Ég skal segja þér, hvers konar maður hann var, einn af þessum gömlu dultrúarmönnum, trúði á ævintýri, fékk vitranir og sá sýnir, lék sér við englana." „Bobby Merrick. Þú ert orðinn brjálaður, drengur,“ sagði Nancy. „Nei, ekki enn, en ég óttast, að ég sé á góðum vegi með að verða það.“ Nancy ýtti disknum frá sér í óþolinmæði og gaf þjónirmm bendingu um að hafa sig á brott, þegar hann nálgáðist. „Nei.“ Bobby hristi höfuðið hægt. „Það er heldur ekki hægt að kalla þetta venjulega trú, aö minnsta kosti ekki að þeim skilningi, sem ég legg í það hugtak. Það er heldur ekki svo mikils vert að skilgreina það.“ Nancy hló. „Það er satt, ég læt mig það heldur ekki svo miklu máli skipta. Reynsla mín er sú, að fólk noti trú sína oftast til þess eins að afla sér lífsþæginda.“ „Lífsþæginda, það er rétt,“ sagði Bobby. ,,Mér þykir vænt um, að þú skyldir nota það orö. Ég held, að ég geti nú sagt þér mumnn á trú Hudsons læknis og hinni venjulegu trú fólks. Almenningur beitir trú sinni til þess að afla sér þæg- inda eða nugarhægðar, trúir hinu og þessu til þess eins að öðlast írið í sálu sinni, réttlæta sig og firra sig áhyggjum. En trú Hudsons færði honum áreiðanlega engin þessara lífs- þæginda. Hún ásótti hann, ýfði sár hans, ofsótti hann dag og nótt, gerði hann að þræli sínum, altók sál hans.“ „Hann hefði átt að geta varpað slíkri trú frá sér,“ sagoi Nancy. „Þarna ertu lifandi kominn. Nú snertir þú. einmitt við kja,rna málsins. Nei, hann gat ekki varpað henni fyrir borð, vegna þess að hún lagði honum til afl og þrótt. Það var ein- mitt þessi trú, sem hélt honum uppi, gerði hann starfhæf- an, ef svo mætti að orði komast.“ „Ég er hrædd um, að þessi bók hafi ruglaðIJþí^ illa í rím- inu, Bobby,“ sagði Nancy. Hún setti upp han’zkana. „Nú skulum við fara heim í Brightwood-sjúkrahúsið. Þar get- um viö’ rætt málið í næöi og reynt að komast að einhverri niðurstöðu.“ Bobby reis hægt á fætur. „Nancy, það er svo undarlegt, að viöhorf mitt til þessa alls hefir gerbreytzt við að tala við þig. Ég get trúað þér fyrir því, aö þegar ég kom hingað í morgun, var ég sárari og vonsviknari en ég hefi nokkru sinni verið fyrr í lífi mínu. Það var vegna þess, að ég hafði búizt viö því að.finna lífs- sögu venjulegs manns. Og þegar ég komst aö raun um, aö þetta var ekki skrifaö af manni, sem var með öllum mjalla, taldi ég hann illmenni og mannhrak.“ „Já, ég skil þaö. Meðan hann lýsti venjulegum hlutum, sagði venjulegar setningar um baö, sem þú skildir, taldir þú hann heilbrigðan eða með öllum mjalla. Þegar hann lagði leiðir sínar út fyrir alfaravegu og fjallaði um rnál, sem þú skildir ekki, taldir þú hann sturlaðan. Það er líka við- horf allra venjulegra manna.“ Á leiðinni til sjúkrahússins sneví&t tal þeirra urn leynd- ardóminn mikla. Þau ræddu um læknisstarf Hudsons.. Nancy hristi höfuðið, þegar Bobby dáðist að hinni miklu líffæraþekkingu hans. Svo snerist talið smátt og smátt að öðrum hlutum. Nancy viðurkenndi, að hún væri áhyggju- full. Joyce Hudson var komin út á refilstigu á ný, og frú Hudson gat ekkert yið hana ráðið longur. Hún hafði sézt oft á stöðum, sem höfðu miður gott orð á sér, að undanförnu og verið þar í fylgd með fólki, sem ekki var álitið heppilegt til félagsskapar ungri og siðsamri stúlku. „Heldur þú, Bobby, að þú getir gert nokkuð til að beina henni á réttar brautir á ný? Er hún ekki enn yinur þinn? „Þaö getur verið“. Rödd hans var þreytuleg. „Ég hefi ekki séð hana í heilt ár að kalla.“ „Það getur verið, að það sé aðeins ímyndun míh, en ég hefi alltaf haldið, að Joyce væri ofurlítið ástfangin af þér, Bobby, sagði Nancy.- Hann hristi höfuðið. „Hún er það ekki, én það getur verið, að hún hafi verið það. Það er ekki heppilegur gruhdvöllur til að byggja á afskipti af minni hálfu? Ég er ekki ástfanginn af Erlcnt yfirlit (Framhala nt 5. síðu.) Fellur Lcdge? Þótt aðalathyglin beinist að for- setakosningunum, fara jafnhiiða fram aðrar kosningar í Bandaríkj- unum, sem eru sízt þýðingai'minni. Það eru þingkosningarnar. Þótt for setinn sé valdamikill, er þingið þó valdameira. Kosningar fara fram til allrar fulltrúadeildarinnar og þriðjungs öldungadeildarinnar. Á þessu stigi er lítið hægt að full- yrða um fulltrúadeildarkosningarn- ar, en hins vegar benda verulegar líkur til þess, að demokratar muni halda meirihluta sínum í öldunga- deildinni og jafnvel auka hann, nema Eisenhower vinni stórfelld- an sigur. Athygli vekur, að vafasamt þyk- ir, hvort Lodge öldungadeildarmað- ur, er manna mest vann að fram- boði Eisenhowers, nái endurkosn- ingu. Ástæðan er sú, að Taftistar virðast ætla að svíkja hann í hefnd arskyni fyrir það, að hann kom j veg fyrir framboð Tafts. Þeir hafa I hyggju að kjósa frambjóðanda demokrata, sem er á ýmsan hátt íhaldssamari en Lodge. Þetta sýnir, að enn hafa vart náðst fullar sætt- ir hjá republikönum, og að ílokka- línur eru enn talsvert ógreinilegar í Bandaríkjunum, þótt þær séu óðum að skýrast. Þ. Þ. Tilheri Aruórs (Framhald af 3. síðu). skemmd í júgri eða mjólk af einhverjum orsökum, eins og oft á sér stað í vorhörkum, en ekki að ærnar hefðu gelzt að nokkru, eða mjólkin í þeim minnkað. Þótt orðtakið sé auðskilið og gefi ekki neitt tilefni til útúrsnúninga, sönnuðu næstu orð í frétt- inni þetta til fulls: „svo að lömbin hættu að sjúga.“ — Arnór veit, að lömb hætta ekki að sjúga, þótt mjólkin í ánum minnki um sinn, held- ur aðeins ef tekur fyrir mjólkurmyndunina eða skemmd kemur í mjólk. Til- vitnun mín í Gjallaiida, er ég bar af mér hnútukast Arnórs, sannaði það enn bet- ur, að sú var merkingin sem í upphafi var lögð í orötakið. Um hitt, hvort brögðin að þessu hafi verið svo mikil, sem fréttin gaf í skyn, skal ósagt látið að sinni, enda eru engar skýrslur fram komn- ar um það enn. Og þótt Arn- ór segi, að lítt hafi að þessu kveðið hjá sér, er þaö enginn Salómonsdómur, og má vel vera, að sá kvilli hafi ekki verið eins ágengur í sauð- fjárbúskap Arnórs og í póli- tísku lífi hans sjálfs, og hjar- ir hann þó enn. En það er ó- heiöarlegt að gera mönnum upp orð og „geta sér til“ um merkingu öfugt viö beina hljóðan orða og byggja á því aðkast og umvöndun. Arnór Sgiurjónsson hvetur mig til fyrirgefningarbeiðni. Fús er ég til þess, ef um mis- gerö væri að ræða, og margt hefir mér verr mælzt en ég vildi. En ósjálfrátt finnst mér, að þá göngu beri mér ekki að hefja, af þessu til- efni, fyrr en á eftir Arnóri. Sá maður, sem kastar hnút- um að öðrum undan gæru nafnleysis, beitir síðan aug- Ijósum falsrökum og fleipri, þegar í kreppu er komið, vitnar rangt í ritað mál til þess að finna sér höggstað, „getur sér til“ um merkingu máls og gerir mönnum upp þýðingu orðtaka gagnstætt efaJausri hljóðan orðanna til þess cins að finna sér átyllu til aðkasts, getur varla talizt syndláus: Það gæti jafnvel verið ástæða til að kenna í brjósti um þann mann. Ég vænti því forgöngu Arnórs á vegi ýfirbótanna. Að lokum óska ég Arnóri hugarhægðar, svo að ritstjór ar „Frjálsrar þjóöar“ komist hjá því að sníða geipiyrðin og klippa skrautfjaörirnar af næstu grein hans, til þess aö reyna að forða þessum sam- verkamanni sínum og skjól- stæðingi frá méiri hneisTi. Þaö getur og yarlá talizt shku stórmenni boðlegt að láta þá aukvisa sníða sér stakkinn. Og það er heldúr ekki víst, aö sá Táutur sé beztur að veröa aö biðjást fyrirgefningar á sjálfum sér með þeim hætti. Andrés Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.