Tíminn - 18.12.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1952, Blaðsíða 3
288. blað. TÍiVIINN, fimmtudaginn 18. desember 1952. 3. / slendi ngaþættir Dánarminning: Valgerður Þorbjarnardóttir Hinn 7. f m. lézt að Harra- stöðum í Miðdölum Valgerður Þorbjarnardcttir, fyrr hús- freyja í Skógskoti í sömu sveit. Hún var rétt níræð að aldri, fædd 12. sept. 1862 á Spóamýri í Þverárhlíð í Mýra- sýslu. Foreldrar hennar voru Þorbjörn bóndi Davíðsson og kona hans Guðrún Ásbjarnar dóttir. Þegar Valgerður var 'fjögurra ára, drukknaði faðir hennar við Skipaskaga. Var henhi þá komið í fóstur til vandalausra, fyrst. að Lækjar- koti,. en síðar að Helgavatni í Þverárhlíð, og á þessum síðar nefnda bæ ólst hún upp fram .á unglingsár, en’ fluttist þá : suður á Akranes og átti þar heima um skeið. Rúmlega tvít'úg fluttist Val gerður vestur í Dali og átti þar heima upp frá því til æviloka, Hún giftist 20. okt. . 1888 Ólafi Joirssýiii, Sæmunds sonar,- Þau reistu bú í Skógs- koti og bjúggu þar fram á pfri ár, unz Þorbjörn sonur þeirra tök við búi, en Valgerð- ur gegndi þó húsmóðurstörf- um áfram um allmörg ár, þangað til Þorbjörn kvæntist. Mann sinn missti Valgerður í júlí 1930. Hún dvaldist hjá Þorbirni syni sínum til ævi- loka, lengst á Harrastöðum, þar sem hann býr nú. Með Valgerði Þorbjarnar- dóttur er hnigin að velli ein hinna traustu og ágætu hús- mæðra, sem báru þunga mik- ils starfs fyrir og eftir síðustu . aldamót. Það er kunnugt, að sveitaheimili voru þá snauð að þægindum og óvíða úr mildu að spila. Þau Ólafur og Valgeiður voru fátæk, en komust vel af með atorku og hagsýni, og bcrn þeirra kom- ust til gíðs þroska og urðu dugandi fclk. Þau tóku einnig systurson Valgeröar, Svein- bjcrn Kristjánsson, ungan í fóstur, og fleiri börn dvöldust á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma. Tvær gamlar konur áttu þar og skjól til æviloka, varð önnur þeirra nær níræð, en hin lézt nær tíræðisaldri. Valgerður Þorbjarnardóttir var vel gefin kona, staðföst á erfiðri reynslu, umhyggjusöm og góðviljuð, mikil trúkona. Verður hennar lengi minnzt af þeim, sem voru henni kunnugir. Börn Ólafs og Valgerðar voru: Hallfríður, gift Áma Þorsteinssyni, afgreiðslu- manni í Reykjavík, Sigurður, fyrr bóndi á Kvennabrekku, nú í Reykjavík, Þorbjörn bóndi á Harrastöðum, Guð- rún, gift Kristjáni Guðnasyni, verkstjóra í Reykjavík, og Anna, ógift á Harrastöðum. Jón Guðnason. Tíu sönglög eftir Bach Nýlega kom út sönglaga- hefti eftir Jóhann Sebastian Bach. Dr. Victor Urbancic bjó lögin til prentunar og ritar stutt æviágrip um Bach sein- ast í heftinu, og er hvort tveggja vandað og vel með farið, eins og hans var von og vísa. Ljóðin eru eftir Margréti Jónsdóttur, smekkleg og fara vel við lögin, einkum Blóma- dansinn, Vetrarkvöld og Kvöldbæn. Útgefandi er frú Guðrún Pálsdóttir, og er prentun, pappír og allur frá- gangur hinn prýðilegasti. Út- koma þessa heftis er mikill fengur skólum landsins, þar sem mjög hefir skort nótur yfir sígild sönglög við beirra hæfi. Lögin eru fögur, og verða áreiðanlega vlnsæl við aukin kynni. Mikil þörf er á því aö búa sem bezt að tón- listar- og sönglistarkennsl- unni í öllum skólum landsins. Víða erlendis leika börn á jhljóðfæri og syngja í kórum þegar í barnaskólum, og þykir það á mörgum stöðum sjálf- sagt að gagnfræðaskólar hafi að minnsta kosti eina hljóm sveit og eru þær þá nokkuð misjafnar að gæðum eins og | gengur, en aðalatriðið er sá skilningur, sem foreldrarnir og kennararnir sýna með þessu á söng- og tónlistarþörf i hinnar uppvaxandi kynslóðar. i Þetta sönglagahefti markar því enn á ný spor í rétta átt, i og væri óskandi, að sem mest I yrði gert til þess að hlúa að' hinum fögru listum í skólum okkar. Esra Pétursson. Síðasta flugferð fyrir jól Reykjavík — Prestwick — Kau'pmannahöfn — Stavanger á 23. desember. Væntanlegir farþegar hafi samband við skrifstofu vora sera fvrst Lœkjargötu 2. Sími 81 44G ÚR OG KLUKKUR Um sjóhrakiiinga og svaðil- farir við strendnr landsins Brim og boðar II. Forlag- ið Iðunn. 1952. Er fyrra bindi Brims og boða kom út fyrir þremur ár- 1 um, vár því vel tekið, enda átti það sér vart hliðstæðu Sem safnrit um sjóhrakninga 1 og svaðilfarir. Hið fyrra bindi gat af eðlilegum orsökum hvergi nærri gert því efni full Skii, enda af nægu að taka,1 Skartgripir °g trúlofunar- hringar í miklu úrvali. w. S'c, Franch Michelsen hf Úr & skrautvörur Laugaveg 39. har sem svo að-segja á hverju ári er hér meira og minna um sjóhrakninga og svaðilfarir sem vel eru þess verðar að um! þær séu ritaðar bækur og þær j hetjur, og dáðir þeirra, sem í þeim lenda. Hið annað bindi' af Brimi ög boðum hefst á j frásögn eftir Sæmund Ólafs ^ son, er hann nefnir -Jól á j Halamiðum. Tekst Sæmundi' veL að .láta- þann hetjublæ' hvíla . jrfir. frásögunni, sem henni hæfir án þess að þar j sé nokkuð yfirdrifið. Næst. kemur írásagá- éftir Sigurð Helgason rithöfund, sem nefn' Ist Skammdegisróður frá Seyð, isfirði um síðustu aldamót. j Er þar haldiö vel á efni og meðferð öll hin látlausasta' og snyrtilegasta. Hefir Sigurð fir ritað'Lvo aðra þætti, semj öu með sömu ummer^jum. Aðrir höfundar eru: Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, er 5'egif ira þvi, er hann fór með Goðafossi eldra frá New York i strand í Straumnesi. Er frá Sögn Jónasar góð og eru sumir þættir þar ritaðir af skáld- Ægum þrótti. Þá ritar Þórberg Úr Þórðárson rithöfundur um sjóhrakninginn frá Höfða- sandi í maí 1843. Ritar Þór- bergur skýrt og skilmerkilega um hrakningana og mann- skaðann og þarf ekki að fjöl- yrða um ritsnilldina. Eftir Ei- rík Sigurðsson er Björgun í Hornafjarðarós. Lúðvíg C. * Magnússon skýrir sem farþegi frá strandi Lauru við Skaga- strönd. Árni Vilhjálmsson: Englandsferð með Snorra Sturlusyni, Stefanía Sigurðar dóttir: Ferð milli fjarða, Örn ólfur Thorlacius: Vélbátur tal inn af, Sigurður Heiðdal: ’ Brim á Stokkseyri, Jón Gunn- arsson: Brotsjór á Halanum,j Þorsteinn Matthíasson: Frá Guðmundi í Bæ, Eiríkur Sig- urðsson: Ofsaveður við Aust- urlandi í páskavikunni 1918 Guðmundur G. Hagalín rit-, höfundur: Völt er skeið og! viðsjál dröfn og Gils Guð-! mundsson: Köld vist á eyði- skeri. Sumar frásagnir í bók-' inni eru af nýorðnum atburð um, aðrar af gömlum. Ailar þessar frásögur ervTgóð við- bót við það, sem fyrir er 1 bók um um baráttu mannsins við hafið undan ströndum ís- lands, þar sem sviptivindar blása tíðast kalt á sæstorkn- um vöngum þeirra manna, er sigla á miðum. Sú sigling hef ir tíðlega orðið lengri en til var ætlazt. I. G. I>. ::a:::s:a8œ!as!sr}raa:a!«!8sís! YFIRLÝSING Forsætisráðuneytið hefir rit að fjárveitinganefnd svofellt bréf: „Vegna ummæla háttvirtr- ar fjárveitinganefndar um bú stjórann að Bessastöðum í áliti sínu um fjárlagafrum- varpið tekur ráðuneytið fram eftirfarandi: Árið 1949 veitti mennta- málaráðuneytið náttúrufræði kennara Flensborgarskóla, Guðmundi Kjartanssyni leyfi frá kennarastörfum að nokkru leyti veturinn 1949-50, til þess að hann gæti betur helgað sig vísindastörfum í sambandi við síðasta Heklu- gos. Þá fór skólastjóri Flensborg arskólans fram á við forsætis ráðherra og sótti mjög fast að fá Jóhann bústjóra Jónas son sem stundakennara við skólann. Þáverandi forseti íslands og forsætisráðherra féllust báðir á að verða við eindregnum til mælum skólans, en sjálfur lét bústjórinn aldrei í ljós við ráðuneytið ósk um að takast á hendur kennsluna. Steingrímur Steinþórsson, Birgir Thorlacius“. W.WA\,AW.VAftWWlWWW.,.WAUW.VAW' Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er heimsóttu mig og glöddu með heillaóskum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu, 12. des. s. 1. Sérstaklega þakka ég kvenfélaginu 19. júní fyrir þá rausnalegu gjöf sem það færði mér þann dag. Guð blessi ykkur öll. Helga Eiríksdóttir, Lauga-Bæ WVWWA,.W.,VWAWW.VAV.V,%WAWAWV.W> Kammermúsiktónleikamir mmm 3769.' Bilun <» gerir aldrei orð á und- <' an sér. — (' Munið iang ódýrustu og * nauðsynlegustu KASKÓ- TRYGGINGUNA. Raftækjatryggingar h.f:, Sími 7601. Sjöttu tónleikar Tónlistar- félagsins á þessu . . ári voru haldnir í Austurbæjarbíói s. 1. fimmtudagskvöld. Leiknir voru klarinett- kvintettinn eftir Mozart og 1 Septett Beethovens op. 20, tveir af fegurstu gimsteinum j tónbókmenntanna. Þessi kristalstæra, fagra tónlist veitir áheyrendum friðsælan | unað og ánægju. Án þess að fara út í samanburð, má full- } yrða, að tónlistin hafi verið ágætlega flutt, og klarinett- j kvintettinn var afburða vel leikinn, og væri mikið í það varið að fá hann tekinn upp j á plötur og gefinn út, að \ minnsta kosti má ekki hjá líða að hann verði tekinn upp á stálþráð. Egill Jónsson lék á klarinett ] ið með andagift, hárnákvæmt og með mikilli tónfegurð. Fá- ir höfundar krefjast jafn mik ils skilnings, gallalausa tækni og fágunar eins og Mozart, enda er tónlist hans einhver sú unaðslegasta, sem til er, og jafnframt rétt og vel upp- bygg.ð- .. Pjcrn . Qiafsson lék fyrstu fiðlu og leiddi jafn- fx-amt kvintettinn og þó eink- um septettínn örugglega og tneð ágætri festu. Leikur hans var frábær, tónninn hlýr, þróttmikill og fagur, og tækn in framúrskarandi góð, og sást það hvað bezt í hinum þungá en stutta einleiks cadenz í septettinum. Björn ér ágætur Mozart-spilari. Leik ur. Josef Felzmans í annarri fiðlu var vandaður, smekkleg ur og nákvæmur, og leikur þeirra Einars Vigfússonar á hnéfiðlu og Jóns Sen á víóla var ágætur. Yfii-leitt' var kvintettinn mjög heilsteypt listaverk. í septettinum bættust við fagottistinn Hans Ploder, sem hefir ágæta og mikla tækni á sitt hljóðfæri, Herbert Krib erschek með waldhorn, leikur hans er góður en ef til vill óþai’flega hlédrægur og mætti tónninn því gjarnan vera nokkuð fyllri. Einar B. Waage lék ágætlega á kontrabss- ann. Hljóðfæraleikurinn var hér tilþrifamikill og fjörmikill og tæknin ágæt. Áheyrendur þökkuðu listamönnunum fyr- ir fágæta unaðsstund með öfl ugu lófataki og voru þeir oft kallaðir fram. Esra Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.