Tíminn - 18.12.1952, Síða 4

Tíminn - 18.12.1952, Síða 4
4. TÍIVTINN, fimintudaginn 18. desember 1952. 288. blað. Ni'öurlag. XI. Erfitt er að segja nákvœm- lega, hve mikill hluti lands- ins hafi veriö gróinn á land- námsöld. Nokkurn stuðning má fá af hæðaskiptingu lands ins, sé þess freistað, að á- ætla flatarmál gróðurlendis- ins. Af flatarmáli landsins eru 43.500 ferkílómetrar milli sjávarmáls og 400 metra hæð ar yfir sjó. Á milli 400 og 600 tnetra hæðar eru um 20.500 ferkílómetrar. Varla mun ástæða til að ætla að mikill hluti landsins ofan við 400 metra hæð hafi verið gróinn, en samt rnunu ýmsir blettir hafa borið blórn legan en veikbyggðan gróður i þessari hæð, eins og þekkst uefir í Víðidal í Lóni. Hins regar mun langmestur hluti ainna 43.500 ferkílómetra neðan 400 metra hæðar hafa /erið vaxinn samfelldum gróðri. Frá þessu flatarmáli verður svo að draga ár og stöðuvötn, sanda með sjó fram og eitthvað af nýjum hraunum. Þessi frádráttur nemur sennilega eins miklu aða meiru en hið samfellda gróðurlendi var ofan 400 metra hæðar. Til þess því að telja frekar van en of, mætti áætla flatarmál gróins lands um 40.000 ferkílómetra á landnámsöld. Því miður eru ekki til nein- ar mælingar á stærð hins gróðurberandi lands eins og það er nú. Er slíkt ekki /ansalaust, en ekki tjáir um að sakast. Fyrir einum 12 ár- um gerði ég áætlun um stærð samfellds gróðurlendis á landinu og studdist þá við hæðaskiptinguna milli sjáv- armáls og 100 metra hæðar, tnilli 100 og 200 metra hæðar og 200 og 400 metra hæðar ásamt mælingum á nokkrum herforingjaráðskortum, er virtust sæmilega fallin til að sýna gróið og ógróið land. Mér virtist svo, sem hæpið væri að telja meira en um 17 000 hektara lands vaxna sam felldum gróðri. Nú getur slík Hákon Bjarnason: Clréðyrrán eða ræktun A myndinni eru sýndar 100 m., 400 m. og 800 m. hæðalínur landsins. Milli sjávarmáls og 100 m. eru um 17.000 ferkm., milli 100 m. og 400 m. eru 26.500 ferkm., milli 400 m. og 800 m. eru 38.500 ferkm., en ofar 800 m. eru 21.500 ferkm. Hið byggilega land er að mestu á þeim 17.000 ferkm., sem eru undir 100 m. hæð. Undir 400 m. hæð eru ekki nema 43.500 ferkm., eða álíka landssvæði og Danmörk. Ofan við 400 m. er tiltölulega lítið nytjaland. áætlun hæglega verið 1.000 ferkílómetra frá hinu réttá, en þótt hér væru nú 18.000 eða jafnvel 19.000 ferkíló- metrar gróins lands, þá eru afturfarir landsins stórkost- legar.Vissulega er það ískyggi legt, að 55—60 hundraðshlut- ar hins gróöurberandi jarð- vegs skuli vera horfnir út í veður og vind, að íslending- ar á tuttugustu öldinni eiga aðeins 40—45 hundraöshluta eftir af því gróðurlendi, sem hér var fyrstu aldirnar. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Hið gróöurberandi land, sem nú er til, er langt- um ófrjórra og kostaminna en það var í upphafi. Hér skal engum getum að því KORT AF HLÍÐARDRÖGUNUM norðan Laxnes í Mosfells- sveit. — Svörtu blettirnir sýna leifarnar af gamla gróður- lendinu. Punktaða landið er uppblásið grágrýtisholt. Ská- strikaða landið er ræktaö land á mótum holts og mýra. Eng- um gteur dulist að gróðurtorfurnar náðu saman áður fyrr, og í fyrndinni hefir gróðurlandið náð hejm að túni. Landið! hér fyrir austan heitir enn Sógarbringur, og þarf því ekki1 að fara í grafgötur um, hvaða gróður hefir verið hér áður.' (Hér var seft upp stórt kúabú fyrir fáum árum, svo sem kunnugt er. Hvar skyldu sumaríiagarnir hafa verið?) — Myndin teiknuð eftir loftljósmynd Ág. Böðvarssonar. | leitt, hve frjósemi jarövegs- ins sé minni nú en fyrrum, en miklu hlýtur að muna. Bæði er það, að sífelld beit eyðir frjósemi, og hins vegar myndast frjóefni í þeim jarö vegi, sem nýtur skjóls af kjarri eða skógi. íslendingar nútímans verða að horfast í augu við þá öm- urlegu staðreynd, að sitja land, sem er miklu ófrjórra og meir en helmingi minna að gróðurflatarmáli en það var fyrir tæpum 1100 árum. Samt er næstum ömurlegra, að fjöldi manna skilur ekki helztu orsakir þessarar stór- kostlegu eyðingar, því að af þeim sökum ekki hvað sízt, fær eyðingin að halda áfram um land allt. án þess að veru legt átak sé gert til að stöðva hana. XII. Um orsakir hinnar stór- kostlegu landeyðingar, sem oröin er hér á landi og er ein hin mesta, er sögur fara af um alla Evrópu, er í raun og veru óþarfi að fjölyröa. Ljóst er af öllu, að hinir fornu birlci skógar héldu jafnvægi í gróð urríki náttúrunnar, og hér hefir ekki verið um nein meiriháttar landspjöll að ræða, áður en menn hófu hér búsetu. Þegar menn settust hér aö, hefir jafnvægið gengið úr skorðum, fyrst hægt og síg- andi, en síðar oft með ofsa hraða. Hörð veðurskilyrði, fokhætta jarðvegsins og nátt úruhamfarir á stundum, hafa lagzt á sömu sveif og hinn sí- nagandi Niðhöggur, sem hvar vetna fylgdi í fótspor íbú- anna. Um leið og skógurinn var horfinn, var bæði gróður og jarðvegur varnarlaust fyr ir vindi og vatni, og þegar sár voru á annað borð komin á jarðveginn, varö ekki reist rönd við áframhaldandi eyð- ingu. Víða um land allt er eyð- ir.gin komin á það flugstig, að hún verður varla stöðvuð nema með miklum kostnaði og miklum fórnum. Með auk- inni ræktun landsmanna hin síðari ár hefir bústoíninn vax ið svo, að hann hefir sjaldan eöa aldrei veriö meiri. Þótt hirðing og fóðrun sé langtum betri en fyrrum, þá ganga nú orðið svo margir munnar á beitarlandinu, að vafasamt er, hvort nokkurn tíma fyrr hafi verið lagt svo mikið á það. j Á ýmsum stöðum, er eyð- ingin komin svo langt, að hún st-öðvast ekki af sjálfu sér, þótt hætt væri alveg að búa á landinu. En víðast hvar fiýtir skefjalaus beit fyrir eýðingunni, og mörg gróður- ið upp að sama skapi. Ef slík eyðing heldur áfram mun ailt héraðið breyta um svip á nokkrum tugum ára. Á íslandi eru tugþúsundir moldarrofa, sem fýkur úr í hvert sinn, er þurrir vindar blása. Hinn forni jarðvegur landsins er óðum að hverfa á haf út. Þessu skeytá mehn á- kaflega lítið. Þegar friðunar- girðingar sandgræðslu og skógræktar eru undan skild- ar, er ekkert skeytt um þetta atriði. Þær girðingar ná ekki yfir nema 800 til 900 ferkíló- metra, eða minna en einn hundraðshluta alls landsins. Andóf þjóðarinnar til að forða gróðurlendinu er því mjög skammt á veg komið. XIII. Þeir, sem hampa uppblást- urskenningunni og trúa á hana, hugga sig við að örfoka lönd grói sKjótt aftur, og að þar komi nytjalönd á ný,sem gróður allur og jarðvegur er horfinn af. Freistandi væri að mega treysta þessu. En þegar hið forna gróðurlendi okkar hefir senn verið í 10. 000 ár að myndast, er óhugs- andi að náttúrán sé svo hrað virk, að hún geti allt í einu myndað jafngóðan jarðveg á skömmum tíma, samtímis meiri og minni beit á flést- um örfoka löndum. Ég verð að játa, aö ég hefi lengi treyst á sjálfgræðslu örfoka landa, enda séð ýms ágæt dæmi hennar. En ég varð óneitanlega fyrir. tölu- verðum vonbrigðum í haust, er við Steindór Steindórsson vorum að skoða sjálfgræðsl- una í Þjórsárdal. Við höfum fylgzt meö upp- græðslunni nú um 10 ára skeiö. Því miður eru athug- anir okkar of fáar og ná of skammt tvl þess að þær geti SANDGRÆÐSLUGIRÐING f SAUÐLAUKSDAL. — Giröingv in hafði staðið í 11 ár, er myndin var tekin, og sýnir hún hvers sjálfgræðslan er megnug, þar sem skilyrði eru sæmileg löndin mundu geta haldið í horíinu, ef þau væru minna nytjuð. Það er alkunna, hvern ig sauðfé heldur sig löngum í moldarrofum og við þau, ýf- ir þau með traðki og sparki en rótnagar allan nýgræðing á örfoka löndum. Er ekki nokkur vafi á, að sauðféð tef- ur mjög alla náttúrlega upp- græðslu þar sem það fær að leika lausum hala. Eyðingin fer hljótt um bvggðir landsins. Menn taka lítiö eftir henni, því að hún gerir ekki boð á undan sér. En hún vinnur daglangt og náttlangt og ann sér engrar hvíldar. Greindur bóndi á Suöurlandi sagði fyrir fáum árum, að moldarbarðið utan við túnfótinn hjá honiun hefði færst til um 10 metra á nokkriun árum, og sér virt- ist sem fjöldi annarra mold- arrofa þar í sveit hefðu blás- gefið annað en vísbendingar. En svo hefir okkur virzt, að á árunum 1942 til 1948 hafi gróðri farið allmikið fram á vikrum og hraunum dalsins. Sumsstaðar virtist gróður hafa nærri tvöfaldast. En ár- in 1949 til 1952 hafa sumur verið bæði köld og stutt og óvenju þurr á þessum- slóð- um. Á þessum tíma virðist gróðri alls ekki hafa farið fram, en hins vegar mun hann hafa haldið í horfinu. Dalbotn Þjórsárdals er í 120—180 metra hæð yfir sjó á mótum byggða og afrétta á Suðurlandi. Ef sjálfgræösla stöðvast á alfriðuðu landi í ekki verri árum, en nú hafa verið, hvað mun þá um önn- ur lönd? Hve ör mun þá sjálf græðsla ófriðaðra landa, þar sem sauðartönnin nagar í sí- fellu? (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.