Tíminn - 20.12.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1952, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, lausrardaginn 20. desember 1952. 290. blað, Árni Jakohsson: Almannatryggingar og Orðið er frjálst Gísli Jónsson Gísli Jónsson alþingism. birtir grein í Mbl. 20. f. m. — Hún á að vera svar við grein, sem sá, er þetta ritar, skrif- aði og birt var í Tímanum 11. f.m. Grein. G. J. er tvenns konar að efni. Að hálfu virö- ist hún eiga að vera hörð á- deila á Framsóknarflokkinn og aðalblað hans, Tímann, fyrir að birta grein frá þjóð- félagsþegni, sem ekki er lög- gjafi, þar sem koma fram á- deilur á löggjafana fyrir til- tektir þeirra í starfinu. Það á nefnilega að vera goðgá að deila á löggjafann. — Ekki er laust við að í þessari árás G. J. á Tímann og Framsókn- arflokkinn megi finna ná- iykt, sams konar og frá ein- ræðisstjórnum þessarar ald- ar, þar sem enginn má neitt segja annað en lof um stjórn endur. Kemur þetta að því leyti úr hörðustu átt, að það er frá háttsettum manni í stærsta stjórnmálaflokki landsins, sem hæst hefir tal- að um persónufrelsi, einstakl ingssjálfstæði og lýðræði. Ádeila G. J. á Tímann á sjálfsagt að byggjast á því, að grein mín hafi ekki verið birtingarhæf vegpa margvís- legra villukenninga um mál þau, er um var rætt. Sann- leikurinn er nú samt sá, að ég fór ekki lengra út i trygg- ingamálin en það, að á ádeil- unum hafði ég fullan rétt til að standa og stend enn, að öðru en því, sem G. J. beitir orðhengilshætti og gerir sér mat úr því að ég nefni ör- orljxialdur í stað ellilífeyris- alaur, jafnframt því sem hann rangfærir orð mín um 100 kr. tekjumanninn, og fjöl skyldubætur hans. Mun ég hvorki eyða pappír né prent- svertu til þess að stagla um það, og því síður, þar sem ég veit að þeir, sem grein mína lásu, skyldu fullkomlega hvað við var átt. Er þá fyrst að tala um það, sem virðist æsa G. J. mest, er ég nefndi ránið frá sveit- unum sem tryggingarnar stuðla að og mannréttinda- skerðingin, sem þær viðhafa. G. J. hlýtur að sjá og vita, að grunnlínan í öllum al- mannatryggingum er sú, að sjá fyrst og fremst hags- munum launastéttanna borg ið, en þær stéttir eru mest í þorpum og bæjum. Þetta sést bezt á því, hvernig slysatrygg ingariðgjöldum er háttað. Það hefir lengi verið mín skoð un að slysatryggingarskyldan væri það fyrsta, sem koma þyrfti á, ef nokkuð er tryggt, og þá með þeim hætti, að hver, sem tryggður er, borgi eítthvert iðgjald. En þessu er ekki þann veg farið. G. J. upplýsir nú, að það sé nær hálfrar aldar þróun, að at- vinnurekendur greiði öll slysatryggingariðgjöld og með alm.tryggingunum var þetta fært upp í sveitirnar, að því er launþega snertir. En jafnframt trassaði löggjaf inn eða hummaði fram af sér, að sjá vinnandi mönn- um í sveit fyrir ókeypis slysa tryggingu, ef það voru bænd- ur eða menn, sem ráku ein- hverja landbúnaðarstarfsemi á eigin hönd. Þegar annar hluti vinn- anöi manna í landinu fær ó- keypis slysatryggingu en hinn ekki, þá er það mismunun og mannréttindaskerðing, sem engin mærðaryrði eða lof- gerðir löggjafan sjálfs, geta af honum þvegið. Þó má vera að G. J. telji sig hafa ráð á að réttlæta þetta með því að telja megf laun- þegann man eða þræl at- vinnurekandans, líkt og þekkt ist um skyldur þrælaeigehda hér á landi á söguöld, og því miður gæti sú hugsun hvarfl að að mörgum fyrir þessi laga ákvæði. En ég vil enga vinn- andi menn á íslandi telja til þræla. Og verkamenn lands- ins telja sig alls ekki vera það nú í dag. En því er á þetta minnst hér, aö ég hefi aldrei heyrt fulltrúa launastéttanna telja iðgjaldsfría slysatrygg- ingu til kjarabóta, og eru þær þó ekki einskis virði fyr- ir skjólstæðinga þeirra. Nú hneykslar það G. J. að ég taldi slysatryggingagjald- ið, sem bændur borga, vera rán frá sveitunum. Það er með þeim hætti, að fjárfúlg- ur, sem greiða þarf í þorp- um og bæjum vegna slysa, eru samanlagt miklu stórkost legri en það, sem greiða þyrfti í sveitum. Þetta mundi bezt sannast, ef þær hefðu sérstakar slysatryggingar. — Enn er að vísu ekki til mat á því hversu hátt iðgjald sveitafólks þyrfti þá að vera. En ekki er vafi á því, að slysaiðgjaldaþörf þorpa- og bæjarhúsa er miklu hærri, og þegar' farið er að eins og nú, verður það allmikill ráns fengur, sem kaupstaðir geta fengið. Það verður að skýra þetta nánar fyrir G. J. með dæmi: Ungir menn sem vilja byggja sveitirnar með búskap, um- bót á jörlíí eða nýbýlastofnun, eru fæstir fésterkir menn. Um leið og þeir hefja land- námsstörfin eru þeir komnir í tölu atvinnurekenda. Þeir fá sig ekki slysatryggöa, nema með háu iðgjaldi. En launamaðurinn er tryggður ókeypis, sá, sem er skammt þar frá. og þurfi frumbýling- urinn að kaupa vinnu við byggingar eöa önnur störf, frá mönnum í bæjum og þorpum, sem oftast er, eða annars staðar frá, þarf hann að greiða fyrir það hátt slysa tyrggingagjald. Þannig vinna þessi lög að því að gera hin- um ungu landnemum erfitt fyrir, og arðræna þá til borg- anna. Þetta er eitt af því, sem beinir göngu fólks úr sveit- unum í bæina. Þegar frumbýlingurinn, bóndinn, atvinnurekandinn, opnar sína léttu fépyngju, til þess að greiða hátt slysatrygg ingargjald fyrir ..sjálfan sig og aðra einnig, þá finnur hann, að hann er særður með vopni ranglætis miðað við launþegann og tekur þá oft það ráð að hafa sjálfan sig ótryggðan gegn vopnum slys- anna. Og hér er fleira athuga vert: Með þessum lagaákvæð um er verið að krenkja einka framtals hins unga manns. Þessi óbeina árás á einkafram takið er því furðulegri, er hún kemur frá stjórnmála- flokki, sem heldur því fast fram að einkaframtakið sé það fjöregg, sem hann þurfi fyrst og fremst að verja af öllum mætti. Það lætur þess vegna háðulega í eyrum þeg- ar G. J. er að hæla þingfull- trúum sveitahéraðanna í Sjálfstæðisflokknum fyrir að gleypa við svona lagaákvæö- um fyrir skjólstæðinga sína. Árás G. J. á Framsóknarfl. fulltrúana frá sveitakjördæm unum fyrir tregðu í því að fallast tafarlaust á slík laga- ákvæði, benda til þess, að þeir hafi ógjarnan viljað ráð ast svo skemmilega að einka- framtakinu er Sjálfstæðis- flokkurinn lætur sem sé sit.t helgasta vé. Mætti G. J. vera þeim þakklátur fyrir í stað þess að álasa þeim. Það þýð- ir ekkert fyrir G. J. að tala um skilningsskort sinn á tryggingalögunum. Staðreynd irnar tala sínu máli. G. J. veit vel aö umrædd lög voru keyrð áfram í flýti og með offorsi, af kaupstað- arflokkunum, og þeir vissu hvað þeir voru að gera. En þingfulltrúar sveitanna í báð um flokkum virðast hafa ver ið lítt viðbúnir, og gerðu vart meir en hrökkva við, en hafa sennilega við atkvæðagreiðsl- una róað sína samvizku með því að ófært væri að rísa á móti lögum, sem með réttu eöli væri þjöðfélagsleg nauð- sýn eins og ég hefi áður sagt, að slík lög séu ef þau væru vel gerð. Næst kem ég að því, sem G. J. vill réttlæta, að mörgum gengur illa að fá greiddan ellilífeyri frá tryggingunum, eins og ég benti á. Viröist hann telja það allt með eðli- legum hætti. Þetta skal nú nánar athugað og dæmi tek- in. — Innan ríkustu fjöl- skyldu í tryggingarumdæmi, er einn maður á bótaaldri. Hann er við sæmilega heilsu og hefir lengi veitt heimili forsjá. Þessi maöur hefir góða aðstöðu í samvinnu við sifjalið, með skattframtali og réttum skilríkjum að fá fullan ellilífeyri, án þess nokk ur lög að brjóta eða snið- ganga. Og dæmin sanna, að svipað þessu hefir allvíða gerst. Til eru menn, sem segja: Ja, — það er smán að þetta fólk skuli vera að sækja um ellilífeyri, af því það þarf þess ekki. En ég segi: Þeir menn, sem hika við að taka það, sem lögin rétta þeim, eru eitthvað ruglaðir í hugs- un ef þeir sæktu ekki um líf- eyririnn, því þá væru þeir í laumi að gefa gustukagjafir til voldugrar ríkisstofnunar, án þess þó sjálfir að geta með því haft minnstu áhrif á breytingar á iðgjaldagreiðsl- um annarra. En svo eru aðrir, sem eru í sama aldursflokki og ættu þeir sömu kröfu til bóta, en j geta ekki margra orsaka | vegna hagað umsóknarskil- ríkjum svo að þeir fái fullar bætur, stundum hálfar stund um engar. Stundum eru þetta menn, sem eiga erfiða el'li fyrir höndum, eru fátækir verða að stunda framleiðslu- störf sér til framfæris, því hið unga tryggingakerfi get-1 ur vart séð neinum fyrir fullri framfærsluþörf hans. Svona mönnum geta lögin vísað frá. Þau tryggingalög, sem þannig er frá gengið eru af- ; skræmi, löggjafanum til minnkunar og þeim þó allra mest, sem standa upp og vilja verja hvern bókstaf slílcra laga. Gísli Jónsson segir frá því, ■ )3.ö í einni sveit, sem hann| þekkir, hafi nú öh. heimilin eitthvað fengið frá almanna- tryggingunum. Þetta er alls ekki ósennilegt, eða óeðlilegt. Þar sem sveitir eru að eyðast, er það gamla fólkið, sem ekki fer fyrr en að síðasta kosti. — Fyrst G- J. veit þetta, ætti hann líka að vita, að á fyrstu árum aílmannatrygginganna átti eitt efnaðasta heimili annarrar sveitar, rétt á að fá á tíunda þúsund króna frá tryggingunum. En samtímis átti annað heimili í sömu sveit, sem ekki var fésterkt, að greiða hátt á annað þús ' króna í íðgjöld árlega. Þar var fólk milli fenningar og tvítugs, og það heimili hefir ekkert fengið frá trygging- unum ennþá og ekki líkur til að svo verði á næstunni. í Nú gerist það að löggjafi sem hælir sér af lögunum, stendur upp suður í Reykja- vík og segir að 16 ára piltur- inn greiði ekki fyrir gömlu konuna, hann greiði iðgjald bara fyrir sjálfan sig. — Hver borgar þá? — fyrst það er upplýst að aðaltekjustofn trygginganna séu iðgjöldin? Svör við þessu eru augljós: Um leið og 16 ára pilturinn borgar fyrir framtíð sjálfs sín, borgar hann líka fyrir aðra. Nú er ekki nema tvennt til: annað hvort hefir G. J. tal- að tilfærð orð móti betri vit- und, eða hann skilur ekki til fulls hvernig þessi löggjöf verkar. Og það er einmitt það sem ég er nú ekki grunlaus um, að þó G. J. telji sig þekkja trygg ingalögin út og inn, þá sé (Framhald á 6. síðu.) tiiiiim i iii i ii i lamcii i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiiiiiiaiis f Trúlofunarhringar { iVið hvers manns smekk — I Póstsendi. | Kjartan Ásmundsson gullsmiður 1 Aðalstr. 8. — Reykjavik 1 5 z fiiiniiiiiiiiii/*<^>iiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii J^ólalxíh i L *ur 'cirncinnci Auður og Ásgeir kr. 20.00 Bangsi og flugan — 5.00 Börnin hans Bamba — 8.00 Ella litla — 20.00 Kári litli í sveit — 22,50 Litla bangsabókin — 5.00 Nú er gaman — 12.00 Palli var einn í heim.— 15.00 Selurinn Snorri — 22.00 Snati og Snotra — 11.00 Sveitin heillar — 20.00 Þrjár tólf ára telpur — 11.00 Ævintýri í skerjag. — 14.00 SKEMMTILEGU SMÁ- BARNABÆKURNAR: 1. Bláa kannan kr. 6.00 2. Græni hatturinn — 6.00 3. Benni og Bára — 10.00 4. Stubbur — 7.00 5. Tralli — 5.00 Gefið börnunum Bjarkarbæk urnar. Þær eru trygging fyrir fallegum og skemmtilegum barnabókum og þær ódýrustu. Bókaútgáfan BJÖRK. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIJIIIIIIUIIIIUUD BÆKUR I Skáldsögur log Ijóðabækurj 1 1. Á vígaslóð, hin fræga ástasaga | | James Hilton, sem gerist að = E mestu leyti í Rússlandi í lok 1 1 fyrri heimsstyrjaldarinnar. | 1 Verð kr. 30.00 heft, kr. 45.00 innb. I | 2. Á örlagastundu eftir norska I : stórskáldið Sigrid Hoel, Merk | = asta bók, sem skrifuð hefir f I verið á Noröurlöndum eftir 1 i síðari heimsstyrjöld. — Verð 1 | kr. 42.00 heft, kr. 55.00 ib. f | 3. Ástlr og ástríður eftir Andre | i Morois. Talin bezta ástasaga, 1 | sem skrifuð hefir verið á | E Prakklandi á þessari öld. — i | Verft kr. 22,00 heft, ib. kr. 30. i = 4. Félagi Napóleon eftir Geore;e i | Orwell. Óviðjafnanl. skemmti | | legt ævintýri, þar sem alltaf I | skín í alvöruna á bak við. Verð i | heft krónur 15,00. i É 5. Fjötrar. Vafalaust bezta bók i | stórskáldsins W. Somer-set i I Maugham. Verö heft kr. 65.00, i = ib. í rexin kr. 85.00, í skiiin- | = bandi kr. 100.00. Uppiagið er 1 i alveg á þrotum. | i 6. Hamingjudagar, hin yndislega | | bók Björns J. Blöndal. — Verð i É kr. 40.00 heft, kr. 50.00 ib. I I 7. Hamingjudraumar skrifstofu- i = stúlkunnar. Óviðjafnanleg frá i i sögn um unga stúlku. Verð | í kr. 35.00 heft, kr. 45.00 ib. I E 8. Húsbóndi og þjónn og fleiri f i f smásögur eftir Leo Tolstoy. f f Verð kr. 23,00 heft, kr. 35.00 f I innb. — i i 9. í leit að liðinni ævi. Hin gu!l- i i fallega skáldsaga James Hil- : | ton, senj hægt er að IcsíT sér | i til ánægju á hverju ári. Mynd i f skreytt. Verð ib. kr. 48 00. f ÍlOKarl eða kona? eftir Stuart f | Engstrand. Áhrifamikil bók f | um kynvillu. Mjög umdeild f i bók. Verð kr. 40.00 heft, kr. i i 55,00 innb. f 11 Kreutzessonatan eftir Leo Tol i f stoy. Stórkostleg bók um af- 1 f brýðissemi. — Verð kr. 18,00 f f heft, kr. 30,00. innb. f i 12 Líf og leikur, næst bezta skáld ? | saga W. Somerset Maugham. i | Verð kr. 25,00 heft, kr. 32,00 i i innb. f i 13 Lífið er dýrt fyrsta bók blökku í i mannsins Williard Motleý, er f f gerði hann heimsfrægan á f 1 svipstundu. Áhrifamikil bók f f um spillinguna í fátækrahverf i i um Chicagoborgar, 565 bls — i f Verð ib. kr. 68,00. f i 14 Maður frá Suður-Ameríku. — | i Spennandi reyfari, sem setti i i allt hér á annan endan árið f I f 1925. Verð ób. kr. 28.00, innb. | (f krónur 37.00. i II 15 Pólskt sveitalíf. Mjög skemmti \ < f leg Nóbelsverðlaunabók. Verg i | i ób. kr. 45.00. f = 16 Vísur og kvæði eftir Eirík frá f f Hæli. Aðeins örfá eintök. Ib. í f f rexin kr. 65.00. f 17 Þau mættust í myrkri 2. útg. i f af hinni bráðskemmtilegu og i f fræðandi ástasögu, sem gerist 3 | í London, þegar loftárásir f | Þjóðverja stóðu sem hæzt. — i | Metsölubók í Englandi í mörg i i ár. Myndskreytt. — Verð ib. | f kr. 70.00. | Þag verður enginn svikinn, sem f f faer einhverja þessara bóka í f | jólag jöf. — | í Prentsmiðja f { Austurlands h.f* f = Hverfisgötu 76. Sími 3677. i | NB. Klippið þennan lista úr blað i = inu og geyrnið bann. f «miiiir.4iiii!imiiiiiiiii»min*iwiiiii!iiiiiimiiiiiinMiii!t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.