Tíminn - 08.01.1953, Side 4

Tíminn - 08.01.1953, Side 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 8. janúar 1953. 5. blað. Gunnar Bjarnason: Oröið er frjálst ri blaðaskrif um búfjárrækt Mér virðist sem Runólfur Sveinsson kasti til mín stríðshanzka í grein sinni í Tímanum 23. des. s. 1. út af grein minni um búfjárrækt, sem ég ritaði nokkru áður vegna skrifa Hákonar Krist- inssonar frá Skarði. Hafi ég verið of harðorð- ur í garð Hákonar, þá er mér Ijúft að biðja hann afsökun- ar á því,því að ég kann vel að meta áhuga ungra manna fyrir málefnum, og vil ég því hér með bjóða hinum unga manni samstarf og frið um velferðarmálefni ís- lenzkrar búfjárræktar. En slíkt samstarf gæti aöeins byggst á hreinræktun ís- lenzks búfjár og vörnum gegn hvers konar kynblönd- unum. En það vil ég bæði biðja Runólf og Hákon að athuga, að ef hvassyrði mín eru rétt Jaus, þá eru þeirra hvass- yröi það einnig, og ennfrem br vil ég benda á, að fyrri grein mín um þetta máiefni var rhuð af tilefni, sem Há- kon gaf, og að þessi grein mín er rituð af tilefni, sem Runólfur hefir gefið. Svo er það lesendanna að dæma um, hver okkar býr yfir mestri ritprýði. Málefnið er þó hér lang- samlega veigamesta atriðið. En eins v umræðurnar virð ast nú ætla aö snúast, eftir að afskipti Runólfs koma til sögunnar, þá tel ég varhuga- vert að úaida þessum leil; á- fram, því að það er, viljandi eða óviljandi, reynt að kæfa höfuðatriðin í aukaatriðum. Bezt færi því á, að næsta búnaðarþing læki þetta mál efni til sérstakrar meðferðar, hefji um það víðtækar um- ræður meðal bænda og fræðimanna landbúnaðarins, þar sem mönnum þó væri meö íyrirvara gefinn kostur á að undirbúa sig með þeim fræðilegu rökum, sem hver og einn býr yfir og vill beita, til sóknar og varnar í mái- inu. Það eru t. d. engin fræði- leg rök, að nefna mann, sem heitir Dodd, og segja, að af því að honum hafi ver ið sýndur sá mikli trúnaður og það traust að gera hann að forstjóra F. A. O. þá liafi hans orð um íslenzka búfjár rækt meira gildi en íslend- inga. Ég veit ekki einu sinni, hvað var sérgrein hins ágæta Dodds, áður en hann fór að gegna „administrativum" störfum (þ. e. framkvæmda- stjórn). Áður en leyfilegt er að vitna i ummæli hans um, hvað rétt sé fyrir íslendinga að gera í búfjárræktarmáí- um sínum, þá verður að benda á, að hann hafi eitt- hvert gildi í þeim efnum. Ég gæti vitnað í orð dýralæknis ins Stewarts, sem hér var á ferð í haust, og svo margra annara sérfræðinga í búfjár rækt, sem segja allt annað um búfé okkar. En mest met ég álit okkar eigin sérfræð- inga í þessum efnum, s. s. Páls Zophoníassonar og Halldórs Pálssonar. Á sama hátt og ég tel íslenzkt búfé hæfa bezt íslenzkum stað- háttum, þá tel ég, að reynd- ir íslenzkir búfjárfræðingar viti bezt, hvaða ræktunarað- feröir hæfi bezt íslenzku bú- íé og íslenzkum bændum. Þá er það heldur ekki nein fræðileg rök að nefna ein- hver gamalræktuð kyn úti í löndum sem dæmi um fram- farir annara þjóða. Það er saga kynjanna og lýsingar á eiginleikum þeirra nú og áð- ur, sem fela í sér fróðleikinn. Hvað hefir áunnizt og hvað hefir glatazt í ræktunarstarf inu? Þar liggur fróðleikurinn grafinn. En saga eins kyns er efni i stóra bók og sögur margra kynja í blaöagrein- um með fræðilegum rökum, svo að fólki almennt verði þau nægilega skýr. Sem dæmi um ágæti Guernseykynsins nefnir Runófur, að kýr af því hafi verið flutt frá Bandaríkjun um til Alaska og Svalbarða. Þetta eru nú mjög ólík lönd. Mestur hluti Alaska líkis sunnanverðri Skandínavíu, en séu kýr hafðar á Sval- barða, þá munu þær að mestu vera innifóöraðar ár- ið um kring. Það segir lítið um ágæti íslenzkra hesta, að leiðangur, sem fór á Suður- heimskautið sótti hesta til íslands til að fylgja sér þang að. Sama máli gildir um Grænlandsleiðangra. Þeir gáfust ágætlega, en miðað við hvað? Aðrir hestar voru ekki hafðir með- í förinni. Hafa íslenzkar kýr verið reyndar á Svalbarða, og hvernig stóðu þær sig miðað við Guernseykýrnar? Það er svo auðvelt, og þess vegna freistandi, að fullyrða hluti áður en rannsókn er gerð. Það er hins vegar heillavæn legra að túlka málefni að af staðinni fræðilegri rannsókn, en það er ekki eins „róman- tískt“ eða spámannlegt. Það er mjög óviðkunnan- legt og ósæmilegt að rang- færa ummæli manna. Run- ólfur ber þetta þó upp á mig, þar sem hann segir: „Þetta nægir þó G. Bj. ekki, heldur þarf hann að rangfæra sumt og snúa út úr öðru í grein Hákonar“. Nú veit Runólfur, að enginn lesandi nennir að sannprófa, hvort eða hvernig ég gerði þetta. Þetta gerir hins vegar sá, sem fyrir að- dróttuninni verður að dóm- arar, ef til þeirra er leitað. Af þessum sökum er rétt að benda á með tilvitnunum, hvað var rangfært og út úr hverju var snúið. Þetta at- riði er sjálfsagt og auðvelt, enda mikils vert, því að það breytir slagorðum í stað- reyndir, en fæstum er sama um, hvort heldur þeir nota í málefnabaráttu sinni. I Nú vil ég benda Runólfi á, hvað það er að rangfæra ummæli. Hann vitnar í orð mín og segir mig hafa sagt, að Vörður frá Felli hafi skrif að „nauðsynleg varnarorð af skynsemi og þekkingu", en samkv. handriti stendur í grein minni: „Hins vegar þóttu mér orð „Varðar á Felli“ vel skynsamleg og | nauðsynleg varnaðarorð“. ^ Hér er nokkur merking- amunur og talsverður orða- | lagsmunur. I Hér er annað dæmi. Run- ólfur segir: „Mér kom mjög á óvart, að G. Bj. virðist nú vera orðinn sannfærður um, að íslenzkt búfé sé bezta bú- fé í heimi.‘“ í grein minni stendur: „Enginn getur sannað, að til séu erlend bú- fjárkyn, sem séu betri en okkar, og það eru sáralitlar líkur fyrir, að nokkur er- lend kyn henti betur við ís- lenzkar aðstæður“ Síðan bendi ég á náttúruúrvalið og aðhæfnina (akklimatisa- tionina) sem rök fyrir þess- ari ályktun. Hér er mikill munur á framsögn og túlkun framsagnar, sem mætti kalla rangfærslu. Margt fleira mætti til tína, sem heyja má orðaskilming- ar um, en ég veit að lesand- inn mun hafa af því litla á- nægju og læt það því liggja milli hluta. Við Runólfur höfum svo oft aðstöðu til að karpa í góðu og hálfgóðu. Það, sem mestu máli skipt ir fyrir okkur íslendinga í búfjárræktarmálum, er aö gera okkur grein fyrir eftir- farandi atriðum: 1. Álítum við, að eðliskost- ir íslenzkra búfjárkynja séu svo litlir, að ekki taki fyrir- höfn og kostnaði að stunda ræktun þeirra i framtíðinni? 2. Eða er ræktunarstarf okk ar svo langt á veg komið, að við vitum hverjir möguleik- ar búa í fénaði okkar, og að við komumust ekki lengra? — Er af þessum sökum rétt- lætanlegt að hefja hér kyn- blandanir og innflutning er- lends búfjár? Síðan má spyrja áfram vegna tilefna í grein Run- ólfs? 3. Er auðveldara fyrir okk- ur að rækta áfram kosti og viðhalda kostum bezt rækt- uðu stofna erlendra búfjár- kynja en okkar eigin kynja? 4. Munu fremur fást fjár- veitingar frá ríkisvaldinu til að rækta erlend búfjárkyn en innlend? 5. Veitir íslenzka ríkið raunverulega (miöað v við þjóðartekjur) minna til bú- fjárkynbótá en aðrar þjóðir? Ég er ekki andvígur því að geröar verði tilraunir með eldi og ræktun erlendra bú- fjárkynja hér á landi, en bún aðarsaga landsins er hry'ili- leg á köflum, ekki fyrst og fremst vegna árferðis, held- ur fremur vegna mistaka í þessum efnum, og síðustu mistökin voru gerð 1946 af okkur, kynslóð okkar Run- ólfs Sveinssonar. Þess vegna spyr ég hann og hvern ann- an, sem er sömu skoðunar: 6. Hver vill taka að sér framkvæmd innflutnings- og kynblöndunartilraunanna og hver getur lagt fram ábyrgð og tryggingar gegn mistök- um í þessum efnum, sem bændastéttin getur tekið gildar? Að síðustu dæmir Runólf- ur mig þungum áfellisdómi. Hann segir: Gunnar Bjarna- son virðist vera orðinn bæði íhaldssamur og kjarklaus í búfjárrækt. Þeir eru að vísu fleiri meö því marki brennd- ir hér á landi, bæði lærðir og leikir“. Dæmi sagan mig, og hina, síðar þessum þunga dómi, þá verður ekkert annað við því gert en sætta sig við sjálf- sköpuð starfsörlög og óska komandi kynslóðum betri og meiri giftu. Sé þetta hins veg ar sleggjudómur, þá er mér (Framhald á 6. slða.) Skógarmaður hefir sent mér eft- irfarandi: „Hin síðari ár hefir mikill áhug verið fyrir skógrækt. Sumum kann eflaust að finnast, að það sé ekki „fínt“ og ekki í samræmi við tízk- una að fást við slíkt, en að mínu áliti mega þeir, sem unna þessu landi, vera vel sæmdir af þeirri hugsjón, að landið verði í framtíð- inni klætt skógi til nytja og augna yndis fyrir komandi kynslóðir, sem eiga að erfa og byggja okkar hrjóstruga land. Forustumenn íslenzkra skógrækt armála hafa unnið mikið og merki legt starf í þágu þessara mála. En meira þarf til. Helzt þyrftu allir að leggja hönd á plóginn, ef vel ætti að vera og góður árangur að nást. Á hinu nýliðna ári beitti Blaðamannafélag íslands sér sér- staklega fyrir því að efla áhuga al- mennings fyrir skógrækt og þýð- ingu hennar, og ýmsir áhugasamir einstaklingar hafa lagt drjúgan skerf til þessara mála, og er þar skemmst að minnast hins rausnar- lega framlags Kjarvals-hjónanna, en það varð mér einmitt eíni til þessara hugleiðinga. ’ Fyrri hugmyndin er, að.efnt yrðl | til „fræðsluviku" um skógrækt. þeg- ! ar líða tekur að vorl.. Yrðí hénni í aöalatriðum hagað þannig, að flutt yrðu fræösluerindi í útvarpinu og sem flestum skólum, birtar grein- ar í blöðiím, fræðslukvikmyndir sýndar í kvikmyndahúsum og skól- um, og yfirleitt á aUan' hátt Jeit- azt við að fræða almenning. um þessi mál. ...... , „ Hin hugmyndin er, að á vori komanda yrði éfnt'tirhókkúrs kón- ar samkeppni í gróðiirsétmhgú trjá plantna t.d. milli skóla, fél'aga, stofnana og jafnvel, einstaklinga. Yrði slík keppni þá eins konar starfsíþróttakeppni og ekki af verra taginu. Yrði það kannske talið ó- veglegra að hljóta sigurlaun í slíkri keppni, sem miðaði að þvf áð klæða og fegra landið, en a sigra f fánýtu hlaupi eða öðru slíku „tízkusporti" sem skilur ekkert raunverulega eft- ir, nema ef til vill þreytu í likama hlauparans?“ í vatnsheldum sléttuböndum eftir Sigurð Norland í baðstofuhjali nýr lega, var fyrsti stafur fyrsta orðs T, en á að vera F. Vísan er um eldgos og er svona: Ég er hér með tvær „hugdettur", Frauður kvikur hendist hátt, sem kynnu — ef þær kæmust í; heitur skefur grunna, framkvæmd — að geta oröið til ( þess að glæða áhuga fólks — og þá ekki sízt yngri kynslóðarinnar — fyrir þátttöku í skógrækt og þá einkum gróðursetningu trjá- plantna. rauður vikur — endist átt — ; eitur kefur runna. Lýkur svo baðstofuhjalinu í dag. Starkaður. IAUGLÝSING ♦ * frá Skattstofu Reykjavíkur t l Atvinnurekendur og stofnanir í Reykjavík og aðrir, sem hafa haft launað starfsfólk á árinu, eru áminnt- ir um að skila launauppgjöfum til Skattstofunnar í síðasta lagi þ. 10. þ. m., ella verður dagsektum beitt. Launaskýrslum skal skilað í tvíriti. Komi i ljós, að launauppgjöf er að einhverju leyti ábótavant, s. s. óuppgefinn hluti af launagreiðslum, hlunnindi van- talin, nöfn eða heimilisfang launþega skakkt tilfærð, ófullnægjandi framtals, og viðurlögum beitt sam- kvæmt því. Við launauppgjöf giftra kvenna skal nafn eiginmanns tilgreint. Sérstaklega er því beint til allra þeirra, sem fengið hafa byggingarleyfi hjá Reykjavíkurbæ, og því verið sendar launaskýrslur, að standa skil á þeim til Skatt- stofunnar, enda þótt þeir hafi ekki byggt, ella mega þeir búast við áætluðum sköttum. Á það skal bent, að orlofsfé telst að fullu til tekna. Um launauppgjöf sjómanna athugist, að fæði sjó- manna, sem dvelja fjatri heimilum sínum, telst eigi til tekna. Skýrslum um hlutafé og arðsútborganir hlutáfélaga ber að skila til Skattstofunnar í síðasta lagi þ. 10. þessa mánaðar. Þeim, sem hafa í huga að njóta aðstoðar Skattstof- unnar við að útfylla framtal, skal á það. bent. að. koma sem fyrst til að láta útfylla framtölin,. en geyma það ekki til loka mánaðarins, þegar ösin er orðin svo mikil, að bið verður á afgreiðslu. Þess er krafizt af þeim, sem vilja fá aðstoð við út- fyllingu framtalsins, að þeir hafi meðferðis öll nauö- synleg gögn til þess að framtalið verði réttilega út- fyilt. Skatfstjórinn í Reykjavík l KEKIST ASKUIFFADOl AB IIMANTIH. - ASKJHFTASIMI .****.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.