Tíminn - 13.02.1953, Side 4
i.
TÍMINN, föstudaginn 13. febrúar 1953.
35. blað.
Runólfur Sveinsson:
5. grein
Gróðureyðing, sjálf-
græðsla, grasrækt
Niðurlag.
XIX.
Ekki er ósennilegt að sauð-
í'jártalan allt að því tvöfald-j
!:st á næstu 5 árum. Sauð-
f.iáreign landsmanna gæti
verið komin upp í eina millj.i
árið 1960. Þrennt mun þó
i:áða mestu um hversu sauð-
;ijárfjölgunin verður ör og
j.nikil. f fyrsta lagi, hvort
;.næðiveikin er nú endanlega
fsveðin niður, að loknum
oeim niðurskurði og fjárskipt
jm, sem farið hefir fram und
anfarið. í öðru lagi mun nú
ann sem fyrr árferðið ráða
„niklu um sauðfjáreign
íDænda. í þriðja lagi, hvernig
gengur að afla meira fóðurs
ii’yrir búsmalann í framtíð-
ímni. Gildir þá ekki siður að
auka og bæta beitilöndin en
slægjur, og skipa búfénu á
beitina eftir gæðum hennar,
víðáttu og beitarþoli lands-
jins á hverjum stað.
Holdanautgripum þarf að
koma upp og geldneytum að
fjölga. Það er engin goðgá,
Jpótt að gert sé ráð fyrir að
íala þessara nautgripa geti
/erið komin upp í 40—50
jpúsund árið 1960.
XX.
Ýmsir menn tala um og
íullyrða að örtröð sé á land-
;inu með því búfé, sem fyrir
or, gróöurinn minnki og
gangi úr sér ár frá ári, land-
íið blási upp og fóðurskortur
jsé á næsta . leiti ef harðir
vetur komi.
Sauðfé og geldneyti munu
•í öllu meðalárferði, víða á
landinu taka %—% hluta
ársfóðurs síns á beit. Það
skiptir því miklu máli í
þessu sambandi, að tryggja
nóga og góða beit fyrir allan
búsmalann. Til þess eru þrjár
leiðir, eins og að var vikið, að
auka beitilöndin, bæta þau
og skipta fénu skynsamlega
á þau eftir beitarþoli þeirra
og gæðum.
Laust eftir 1930 var fram-
talin sauðfjáreign lands-
manna yfir 700.000 fjár. Ára-
tug síðar mun hrossaeignin
hafa verið um 70.000. Ekki
iiggja fyrir neinar frambæri
iegar sannanir, að beitilönd
landsins hafi þá veri'ð í geig-
vænlegri örtröð. Enda er mér
nær að halda, að enn beri þau
allt að eina milljón fjár, ef
fénu er ekki því óskynsam-|
legar skipt í landið.
Lágsveitir Árnessýslu,
Rangárvallasýsla, sumar
sveitir Skaptafellssýslu og
einstakir hreppar annars
staðar í landinu hafa litla og
lélega afrétti og of þröng
heimalönd fyrir margt fé.
Það þarf því að finna einhver
ráð til að koma á vissri verka
skiptinu í framleiðslu bænda,
sem búið er raunar að tala
um i aldarfjórðung eða svo,
en lítið orðið ágengt enn í
því efni.
Mikið er enn af hrossum í
landinu, sennilega ekki færri
en 30 þúsund, sem aldrei eru
og aldrei verða notuð til
neinnar vinnu svo heitið
geti, heldur aðeins til slátr-
unar. Hrossakjöt verður ekki
útflutningsvara og engin á-
stæða er til að framleiða
hrossakjöt fyrir innlendan
kjötmarkað. Þessi óþarfa
hross eiga því að hverfa svo
fljótt sem verða má og í stað
þeirra að koma sauðfé og
holdanautgripir.
Síðastliðinn áratug hefir
verið ræst fram með skurð-
gröfum mjög rnikið af blaut-
um mýrum. Mikið fjármagn
liggur nú bundið í þessum
landþurrkunarf-ramkvæmd-
um, sem ekki losnar fyrr en
landið er fullræktað. Ára-
tugir munu líða þar til því er
lokið. Á meðan mýrarnar eru
að þorna og þar til að efni og
ástæður eru fyrir hendi að
taka þær til endanlegrar
ræktunar, verða þær bezt
nytjaðar með því að kasta á
þær einhverju af tilbúnum
áburði og beita þær geldneyt
um.
Hvenær sem þörf gerist er
hægt að bæta og jafnvel auka
beitilöndin, einkum þó öll
heimalönd, innan mjög víðra
takmarka, með því einu að
bera á þau tilbúinn áburð.
XXI.
Heyfóðurframleiðslan hér
á landi er ennþá of lítil,
þrátt fyrir nýrækt síðustu
áratuga og vaxandi notkun
tilbúin áburðar. Lang
stærsta og fljótvirkasta
stökkið, sem hægt væri að
taka til að auka heyfenginn
er að stórauka áburðarnotk-
unina á þau tún sem fyrir
eru. Engum blöðum þarf um
það að fletta, að mikill hluti
gömlu túnanna er árlega í
miklu áburðarhungri og ný-
ræktin þá ekki síður. Þegar
illa vorar með kuldum og
þurrkum er áburðarhungrið
mest. Þá er nauðsynlegast að
bera mikið á. Og þá er hægt
að halda uppskerunni í þolan
legu lagi, ef vel er boriö á.
Þegar rætt er um stóraukna
heyframleiðslu af ræktuðu
landi, mun mörgum verða á
að hugsa til síðustu kal- og
grasleysisára. Ef harðindaár
ganga yfir landið, lík þeim,
sem áður er getið um á 19.
öldinni, er hætt við að ekki
aðeins nýræktin, heldur líka
gömlu túnin, myndu oft stór-
skemmast af kali. Þá erfið-
leika, sem slíkt gæti skapað
ísienzkum landbúnaði, er
hægt að yfirstíga með rækt-
un einærra jurta. Koma þar
til greina hafrar, fóðurkál,
rófur, ýmsar belgjurtir o. fl.
Eflaust er þó auðveldast, ör-
uggast og ódýrast, að rækta
hafragras og verka sem vot-
hey. Á þann hátt mætti fram
ieiða næstum ótakmarkað fóð
ur og vera óháðari veðrátt-
unni en með flesta aðra
ræktun.
XXII.
Eftir fimm ára reynslu á
grasrækt á Rangárvallasönd-
um, í allstórum stíl, er rétt
að benda á þá miklu mögu-
leika, sem eru í stóraukinni
grasrækt á burru og örfoka
og að mestu gróðurlausn
landi. Nú eru yfir 200 ha. í
túni á röndunum í Gunnars-
holti og á Geldingalæk, sem
nytjað var síðastliðið sumar,
til slægna og beitar og gaf
góða raun til hvoru tveggja.
Þar hefir ekkert fjármagn
verið grafið í jörðu vegna
framræslu og enginn er
vinnslukostnaður. Hver full-
ræktaður ha. kostar tæpar
3000,00 krónur, þar með tal-
ir.n áburöur á fyrsta og öðru
ári. Full uppskera, a.m.k.
2500 fe., fæst á öðru ári. Hver
fe. er lágt metin nú á 2,00
krónur, svo hver ha. sæmilega
vel ræktaðs lands með grasi
gefur í brúttóarð á ári, a.m.k.
5.000,00 krónur. Menn geta
svo leikið sér að því að reikna
út, hvort annar gróður á land
inu gefur hér meiri og fljót-
teknari nettóarð en gras, t.
d. næstu 100 árin.
Okkur vantar ekkert fyrr
né fremur í íslenzkan land-
búnað en meira gras. Okkur
vantar meiri og betri slægj-
ur og meiri og betri beitilönd,
með tilliti til stóraukinnar
kjötframleiðslu og útflutn-
ings á dilkakjöti og nauta-
kjöti, svo sem að var vikiö
hér að íraman.
(Framh. á 7. síðu).
Kefur bóndi er hér kominn og
hefir óskað eftir að láta til sín
heyra:
„Heill og sæll, Starkaður. Þar
sem ég er ekkert að starfa nú sem
stendur vegna lasleika, datt mér í
hug að koma til ykkar í baðstof-
una og kveða nokkrar stökur, ef til
skemmtunar gæti orðið og koma
þær hér með skýringum, þar sem
þörf er á.
Fyrsta vísan er kveðin nokkru
fyrir jól, þegar verkfallið stóð yfir.
en þá var annar togari bæjarútgerð
ar Akraness afgreiddur, þrátt fyrir
verkfallið og braut þar nauðsyn
lög, en vísan er svona:
Verkföll hérna voru tvenn
í verkfallshr;ynuj.
Verkfall gerðu verkfallsmenn
í verkfallinu.
Næsta vísa er heilræði til kunn-
ingja með köflum, sem hann mun
láta sér að kenningu verða:
Eitt ráð ég vildi ráða þér,
sem ráðið mörgum hef:
Við lamb er ei a leika sér
að leika sér við Ref.
S. 1. haust var ég staddur í Reykja
vík og þurfti að fara í hús eitt ofar
lega í bænum, en var ókunnur leið
inni þangað. Verður mér þá gengið
framhjá útibúi áfengisverzlunar rík
ísins, og fór þangað inn og spurði
til vegar í hús það, er ég þurfti að
komast í, en verzlaði þar ekki neitt.
Var mér þar sagt rækilega til veg-
ar, svo að ég komst leiðar minnar
og var sú leið allkrókótt, en útibú
áfengisverzlunarinnar er eins og
kunnugt er kallað Austurríki. Þá
varð eftirfarandi staka til:
Héðan tek ég hlykkjótt strik,
hress þó sé og glaður.
Aðeins var ég augnablik
Austurríkismaður.
Fyrir stuttu síðan fékk ég sjúk-
ieika í annað augað en hafði fengið
hann fyrir nokkrum árum áður og
er hann allhættulegur. í tilefni af
áðurgreindu varð eftirfarandi vísa
til:
Annað sjúkt ég augað hef
eftir bata þreyi.
Illt ég mörgum auga gef
I oft á hverjum degi.
Eftirfarandi vísa varð til einn
morguninn, er ég var að klæða mig,
en þá var ég á Kambshóli, en ég
klæðist alltaf í ullarföt:
Handknattleiksmótið
Mótið hélt áfram miðviku-
dagskvöld og fóru þá fram
tveir leikir. Fyrst kepptu í B-
deildinni Þróttur og Fim-
leikafélag Hafnarfjarðar. —
Leikar fóru þannig, aö Þrótt-
ur ná,ði strax yfirhöndinni
og vann með 17 gegn 9. Lið
Þróttar hefir þegar náð tölu-
verðri leikni og með mikilli og
góðri æfingu ætti liðið að
geta náð nokkuö langt. Hafn
firðingar eru hins vegar í
hraðri afturför og mega þeir
vissulega muna sinn fífil
fegri í þessari íþróttagrein,
því ekki er svo ýkja langt sið
an, að lið frá Hafnarfirði
(Haukar) varð íslandsmeist-
ari í handknattleik.
Dómari var Valur Bene-
diktsson.
Síðari leikuriinn um kvöld
ið var í A-deildinni milli ÍR
og Vikings og varð það nokk-
uð sögulegur leikur. Fyrri
hálfleikur var alljafn, en Vík
ingur haföi þó alltaf yfir qg
endaði hálfleikurinn með 7—
5. — í síðari hálfleiknum
náðu þeir hins vegar algjör-
lega yfirhöndinni og unnu
með 13—8. Lið Víkings getur
leikið mjög vel og það gerðu
þeir vissulega á köflum í þess
um leik, en skapið vill oft
hlaupa með suma leikmenn
liðsins í gönur og er það vissu
lega miður, eins skemmti-
legri leikni og kunnáttu flest
ir leikmennirnir ráða yfih
Liðið er afar jafnt og í þess-
um leik var það einkum mark
maðurinn sem bar af. Lið ÍR
náði sér aldrei á strik í leikn
um og samleikurinn var oft
í molum.
Dómari var Þórður Þor-
kelsson.
Næstu leikir, milli Vals og
Aftureldingar og Fram og ÍR,
báðir í A-deild, fara fram á
mánudaginn og er staðan í
mótinu nú þannig:
Víkingur 2200 30-21 4
Ármann 2 2 0 0 35-26 4
Valur 1100 19-12 2
Afturelding 10 0 1 13-17 0
Í.R. 2 0 0 2 23-32 0
Fram 2 0 0 2 23-35 0
UUarklæðnað í ég fer,-
ylnum svo ég héldi.
Rétt er því að; rekkur er
Refur í sauðarfeldi.
Næsta vísa er líka kveðih að
morgni dags og auðskilin:
Nú er aftur orðið bjart
eftir dimma njólu.
Byggðin klædd í breðaskart
brosir móti sólu.
Svo kemur hér mannlýsing 1
einni hringhendu:
Fátt hann vann til frægðar sér,
finnst ei annar slíkur.
Það mun sannast að hann. er
engum manni líkur.
Óljúgfróðir menn hafa sagt mér,
að nú sé að Keldum í tilraunastöð
ríkisins farið að vinna úr hryssu-
blóði blóðvatn, sem notað sé til
„hormonalyfjagerðar" og mun þvl
alldýrmætt, en sögu þessa sel ég
með innkaupsverði. í tilefni af
þessu kom eftirfarandi staka:
Margt er nú til gróða gert, ■
gagnlegt fæst þó héldum. - ;
Mjög er talið mikilsvert
merablóð frá Keldum.
Biðst afsökunar ef frásögn þessi
er uppspuni einn.
Eitt kvöldið setti ég saman eftir-
farandi sléttubandavísu, en hún er
kveðin um þjóðkunnan mann:
Bjarni frelsi verndar vel,
varla þjóðin lækkar.
Vami helsi, óski el
aldrei hróður smækkar.
Gamalt spakmæli segir, að dýrt
sé drottins orðið og er eftirfarandi
staka kveðin í tilefni af því:
Virðist ei á vorri storð
vaxa kærleiksandi.
Dæmalaust er drottins orð
dýrt á þessu lahdi.
Um frjálsiþíóttagreinina hástökk
kvað ég eftirfarandi:
Ei er þessi íþrótt glæst
öllum mönnum gefin.
Margir taka halir hæst - • ' -
hástökk upp á nefin.
Og með þessari stöku enda ég
kveðskapinn í dag. — í guðs fríði".
Refur bóndi hefir lokið kveðskap
sínum.
Starkaður.
GRASFRÆ
Vcr vfljiim vckja athygli á því að
pantanir í grasfræ o“ sáðhafra
þurfa að berast oss fyrir 1. marz
næstkomandi.
Samband ísl.
samvinnufélaga