Tíminn - 13.02.1953, Qupperneq 8
87. árgangur.
Reykjavfk,
13. febrúar 1953.
35 biíað.
Fréttaritari Tímans lýsir baráttu Hollendinga við sjóinn:
Þeir héldu að garðarnir myndu halda stormi
og stórf lóði eins og þeir höfðu gert í 400 ár
Undanfarna daga hafa
lesendur Tímans átt þess
kost að kynnast hinu ömur-
lega ástandi og mikla harm-
leik, sem átt hefir sér stað á
flóðasvæðunum i Hollandi.
Baksvið þess mikla harms,
sem nú er kveðinn að hol-
lenzku þjóðinni, er snar þátt-
ur úr lífi hennar öllu um
margar aldir. Þar er baráttan
við villt átök hafsins, bund-
in við það að treysta garð-
ana. Allir vissu hver hætta
var á ferðum, ef þeir brystu,
en fólk trúði því ekki, að til
þess myndi koma. Þeir höfðu
skýlt frjósömum byggðum
hollenzku sjávarhéraðanna
öld af öld, svo langt sem afar
og langömmur mundu.
Þéttbýlt land.
Holland er þéttbýlt land,
þar sem dugleg þjóð hefir
með sparsemi og elju búið sér
lífvænleg skilyrði. Hver ein-
asti blettur landsins er í um-
hirðu og rækt. Jafnvel veg-
kantarnir, sem í flestum lönd
um. eru látnir villtum gróðri
í té, eru ræktaðir og hirtir í
Hollandi.
Fólksfjölgun er mikil í land
inu og ríkisstjórnin hjálpar
jafnvel fólki til að nema land
í öðrum löndum og heims-
álfum. En Hollendingum þyk
ir vænt um landið sitt og eru
yfirleitt ekki óðfúsir að leita
til strjálbýlli landa, þar sem
olnbogarýmið er meira og af-
komumöguleikarnir rýmri.
Aff nema sjávarbotninn.
Þannig hafa Hollendingar
heldur viljað nema ný lönd
heima hjá sér og leggja undir
sig sjávarbotninn, þar sem
útgrynni er mikið. Þeir hafa
tekið land af sjónum, ræktað
það með ærinni fyrirhöfn og
búið sér lifvænlega framtið
HJn eillfa barátta áraþúsundanna. — ll^Sa ekki að sér í stúrflóðmix. — Matarbnr ng
aknrlendnr á hafsbotni. — Flúð á fyrri öldnm. — Yrkisefni þjúðskáMannia. — I»eir
berjast og' eru staðráðnir í að sigra. — Luetor et einergo, letrað í skjaldarmerkið
Mynd þessi er af brostnum flóffgarffi á Groeree-eyju. í gegnum gættina feliur. þungur straumur hafsins en blómlegar
byggffir eru á hafsbotni. (Ljósmynd Guffni Þórðarson)
á gróðursælum ekrum hins
nýnumda lands. |
Um áraþúsundir hafa stór-
ár Evrópu borið fram með
sér leðju til sjávar og myndað
grynningar. Þannig hefir stór
hluti Hollands orðið til af
framburði Rínar. En Hollend
ingar hafa lagt undir sig
grynningarnar og þúrrkað
landið meff flóðgörðum sín-
um.
Bezti dagur Hol-
laodssöfuunar-
innar í gær
Hollandssöfnuninni hafa
aldei borizt eins miklar gjaf-
ir og í gær. Söfnuðust þá
24.795 krónur. Hafa þá í allt
safnazt hér á landi 85.385
krónur. Söfnunarlistar hafa
nú verið afhentir í mörg fyr-
irtæki og geta þau sem ekki
hafa fengið þá snúið sér til
skrifstofu R.K. í Thorvaldsen
stræti 6. Þangað geta einstak
lingar komið gjöfum sínum.
Skrifstofan er opin kl. 10—12
og 1—7 siðdegis.
Ástæða er til að ítreka þörf
ina á því að hraða söfnun-
inni. Neyðin í Hollandi er á-
takanlegri en flestir gera sér
ljóst og því fullkomin þörf
skjótrar hjálpar.
Skrifstofa Tímans tekur á
móti gjöfum frá 9 að morgni
til 11 að kvöldi, og liggur söfn
unarlisti frammi hjá blað-
inu.
| Nú er meira en helmingur
| Hollands land, sem væri
meira og minna undir sjó, ef
ekki skýldu því 3000 kíló-
metra langir varnargarðar,1
sem nú eru að vísu brostnir
á um það bil 150 stöðum.
Hiff friffsamlega Iand-
vinningastrið.
t Árlega leggja Hollending-
ar undir sig ný lönd, sem þeir
taka af sjónum, og mæta
þannig fólksfjölguninni í
| landinu. Samt er þéttbýliS
t svo mikið, að 294 búa að jafn-
aði á hverjum ferkílómetra
I lands. Og í þessu þéttbýli eiga
I menn i stöðugri baráttu við
hafið, vinna oftast sigur og
ná af því nýju herfangi —
land, sem á nokkrum árum
verður grænar gróðurlendur.
En stundum snýst land-
vinningastríð hollenzku þjóð
arinnar upp í ■ósigur,'þar sem
ofurafl Ægis nær yfirhönd-
inni. Sjaldan eða akírei fyrr
hefir hollenzka þjóðin þó
orðið ■fyriF--^ syo þungum '
búsifjum aí vöWum’ Ægis sem
nú.
Barátta frá fyrstu tímum. |
í raun og veru má segja, að j
baráttan við hafið sé jaínj
gömul byggð í Hollandi. Þeg- j
ar fyrstu frísnesku hlrðingj - ;
arnir tóku sér bólfestu á hæð
unum, sem stóðu grasivaxn-
ar upp úr sandframburðar-
leirum stóránna, byrjaði
strax barátta þeirra við yfir-
gang hafsins. Þegar hirðingj
arnir byrjuðu að yrkja jörð-
ina og urðu að akuryrkju-
bændum öðrum þræði,
byggðu þeir skjólgarða kring
um akurlöndin. Þannig urðu
fyrstu flóðgarðarnir til.
Með tímanum urðu flóð-
garðarnir öflugri og loks kom
að því, að menn fóru í sam-
einingu að byggja volduga
flóðgarða til að verja stórar
spildur. Snemma á miðöld-
um er getið um stóra flóð-
garða með sjávarströnd og
árfarvegum.
Flóff fyrr á öldum.
En þá kom það líka fyrir,
að hafið-lagði garðana aö
velli og náði að valda tjóni
inni á landinu. Elztu flóðin,
sem sögur fara af, urðu við
garðabrot 839 og 863 eða
nokkru fyrr en ísland tók að
byggjast. Á tólftu öld varð
mikið tjón af völdum flóða,
enda höfðu menn farið aff
treysta görðunum betur og
meir með hverri öldinni sem
leið. Árið 1170 náði sjórinn
alla leið til Utrecht, sem nú
er borg inni í miðju landi.
Árið 1268 flæddi yfir garð-
ana á nær því allri vestur-
ströndinni. Þá breytti.st
landabréfið og ný höf mynd-
uðust þar sem áður hafði yer
ið þurrkað land. Þá varð
Zuidersee til.
Svo varð nokkurt hlé á tjón
um af flóðunum. Það tók
tíma aff vinna land að nýju
og venjast því að treysta
görðunum. En á fyrrihluta
fimmtándu aldar rak hvert
stcrflóðið annað, 1404, 1413
og 1421. í því siðasta, sem
var mest, hvarf heilt land-
svæði í hafið með 72 sveita-
þorpum. Hálfiú annarri öld
síðar varð annað stórflóð,
eitt af þeim ægilegustu. Það
var árið 1570 og flæddi þá yf
ir alla ströndina frá Calais
I norður til Danmérkur. Varð
| ógurlegt tjón af þessu flóði,
, bæði á mönnum^"d’g skepn-
um, svo að öll flóð| sem síð-
an hafa orðið, teljast lítil
samanborið við þetta, þar til
nú, að stór hluti HLollands er
aftur sokkinn í sæ. Þó er það
svo, að nú brustu garðar, sem
staöið hafa alla tíð síðan í
flóðunum snemma á fimmt-
ándu öld.
Þjóffsögur og þjóðhetjur.
Hollenzka þjóðinjaefir lagt
margan svitadropann í flóö-
garðana, sem orðið hafa henn
ar líf og öriög um. aldir: Þeir
eru þær hornsúlur, sem halda
höfuðskepnunum í skefjum,
snar þáttur í lífi „fólksins. Á
þá setur það von sína og
traust. Þeir hafa orðið skáld
j unum yrkisefni og ótal þjóð-
sögur hafa um það myndazt,
hvernig garðarnir bjarga lifi
heilla héraða. Böiyi hafa orð
iö að þjóðhetjum fyrir að
fórna sér og stöðva fyrsta íek
ann, samanber söguna um
drenginn, sem stakk hend-
inni í op, sem var.að myndas.t
og beið þar tii hjálþin barst.
Hann bjargaði byggðinni frá
tortímingu.
„Luctor et emergo.“. ,
Með tímanum urðu þurrk-
unaráformin stórfeúdari. Á
miðöldunum fóru menn . að
byggja vindmyllur til að dæla
vatninu út af svæðum, sem
búið var að loka með görð-
Um, en síðar eru notaðar stór
virkar nýtizku vélar, jarðýtj-
u, skurðgröfur og z-afvélar tll
að byggia nýja garða og farí'ö
að dæla sjónum burt með afl
miklum rafdælum. Þannig
hefir sjávarbotninn orðið a^ð
matarbúri og gróðurekrutn
Hollands.
j En sjórinn sleppir engu
tækifæri til að ná því aftijr,
sem af honum hefir verið tek
ið. Honum hefir nú orðiff
meira ágengt en síðastliðnar
fjórar aldir. Hollendingar
munu þó ekki gefast up;p.
Setningin: Luctor et emergo
(Ég berst og mun sigra) er
letruð í skjaldarmerki sjávar
héraöanna. Við skulum bví
vona, að Hollendingum tak-
ist aö yíirstíga erfiðleikana
og sigra að lokum.
— gþ.
772 sjúklingar í sjúkrahúsi að
meðaltali hvern dag ársins
Blaffinu hefir borizt skýrsla frá stjórn ríkisspítalanna
um sjúklingafjölda á hinum ýmsum sjúkrahúsum og hæl-
um rikisins og starfrækslu þeirra á síðasta ári. Legudagar
sjúklinga hafa alls orffið á árinu 282493 eða að meðaltali
sjúklingar á dag 771,8.
Á Landsspítala eru legu-Jstaðahæli 71692, Klepps-
dagar taldir 45289, Vífils-■ spítala 103037, Kristneshæli
27017, Fæðingardeild Lands-
spítalans 22098 og á öðrum
sjúkrahúsum og hælum all-
miklu færri.
Þetta næi' þó aðeins til
þeirra hæla og sjúkrahúsa,
sem ríkið rekur einvörðungu,
Framhald á T.' ’éíSu.