Tíminn - 24.03.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1953, Blaðsíða 4
4. TÍMINN. þriðjudaginn 24. marz 1953 69. blaff, Gu.bm.und.ur Daviðsson: HELGISPJÖLL ÓÖum nálgast sá tími, að sjófuglar færa sig upp að strönd landsins, i því skyni að stofna þar heimili — verpa og ala upp unga sína. Puglarnir velja þá staði, til stofnun heimilis, sem mönn- um er sízt til meins, svo sem þverhnípt björg, urðir og gjótur um eyjar og útnes með ströndum fram. Frá aldaöðli hafa þessir varp- staðir verið nokkurs konar heilög vé, rótfest óðul, er veittu tryggan ábúðarrétt, hverri fuglakynslóð, sem tók við af annarri, áður en menn komu til sögunnar og rösk- uðu jafnvæginu í fuglaríki landsins og spilltu náttúru- iífi þess. Menn rifu niður aáttúruauðinn, en byggðu bann ekki upp aftur, sakir /ankunnáttu og getuleysis, þess vegna er landið nú víða sundurtætt og flakandi af sárum og fuglaríki þess víða niðurbrotið sem og annað náttúrulíf. Nú eru aðrir tím- ar ög ölíkir þeim, sem áður voru. Þekkingu á náttúrunni kringum okkur hefir fleygt fram, og skilningur þroskast k tilverurétti ýmissa nytja- tegunda í jurta- og dýralífi iandsins, þó að enn sé nokk- uð ábótavant í því efni. Sér- staklega bera viðskipti manna við ýmsar fuglateg- undir í landinu, einkum að vorinu, þess ijósan vott. — Menn hlakka að vísu til komu sjófuglanna, en þó einkum vegna þess, að þeir eiga von á hentugu tækifæri til að iðka fugladráp. Skotvopnin eru þá tekin upp og blýhögl fátin rigna yfir fuglahjörð- ina, þegar hún nálgast fóst- urland sitt. Eggjafullar mæð ur, makar þeirra og vinir, sem eiga sér einskis ills von, falla umvörpum fyrir skot- vopnum manna. Sumir fugl- ar detta þegar í stað niður steindauðir, aðrir veslast upp af sárum og langdregn- um kvölum. Auk þess «em sjó fuglar falla þannig unnvörp- um í valinn fyrir skotvopn- um hinna svonefndu ætt- jarðarvina, bera menn út eitur handa sérstakri fugla- tegund, og strá því á víða- vang í grennd við varpstöðv- arnar til að ná sem beztum árangri. Ég þykist vita að þannig löguð drápsaðferð sé ekki gerð í því skyni að fá tækifæri til að skemmta sér við að horfa á fórnardýrið engjast sundur og saman af kvölum, en hún er jafn djöf- ulleg fyrir því. Þetta er væg- ast sagt ósamboðið æðstu skepnu jarðarlnnar. Enginn greinarmunur er gerður á því, sem náttúran elur upp og ræktar af sjálfs- dáðum og því, sem menn temja og rækta. Hver, sem ræktar jörðina eða elur upp dýr, helgar sér rétt á ávöxt- unum — ágóða af starfi sínu. Náttúran hefir sama eignar- »étt á því, sem hún ræktar af siálfsdáðum og menn hafa á framleiðslu sinni með hjálp hennar og aðstoð. Mennirnir hafa svipt náttúruna þeim rétti, sem henni bar, þ. e. á- vexti og jafnvel stofni, sem hún framleiðir af eigin ram- leik. Þess vegna hefir verið útrýmt mörgum dýrategund- um af jörðinni. Framleiðslu- og ræktunarstarf náttúrunn ar lamað á mörgum sviðum. Uppblástur landsins og eyði- flákar bera vitni um það. Náttúruauð íslands má skoða sem innstæðu í banka eða sparisjóði, sem ekki er leyfilegt að skerða nema hirða vextina. Það verður ekki gert nema viðhalda stofninum með ræktun þeirr ar tegundar, sem um er að ræða. Við höfum ekki alið upp sjávarfugla, sem safn- azt upp að strönd landsins á vorin, en þó sviptum við þá lífi. Við höfum ekki fram- leitt líf þeirrar fuglategund- ar, sem viö drepum á eitri. Við höfum ekki alið upp sel- ina við strendur landsins, en við drepum þá samt. Þannig mætti lengi telja og gera upp reikninga okkar við lif- andi tegundir í riki íslenzkr- ar náttúru. Þetta, og annað þvílíkt, ber vott um, hvað menn eru enn á lágu menn- ingarstigi og skilningssljóir viðvíkjandi tilverurétti teg- unda, sem berjast fyrir lífi sínu í náttúrunni kringum okkur, og sem hafa gert landiö byggilegt skynsemis- gæddum verum. Það er meira en kominn tími til að alfriða alla ís- lenzka fugla árið um kring. Verði það ekki gert þegar í stað, ætti að minnsta kosti að alfriða þá um varptímann, á hverju vori. Það er ekki sam boðið skynsemisgæddri veru, sem telur sig eiga aðgang aö himnaríki, að ráðast á sak- lausa og varnarlausa fugla með morðtólum og svipta þá lífi, ræna eggjum þeirra og ungum. Hver maður ætti að vita að eggjafullar mæður eru skotnar á vorin, fugla- börn eru deydd frá mæðrum sínum að þeim ásjáandi og mæöur frá börnum. Fugla- hjón eru aðskilin með skot- um. Annað fellur dautt til jarðar, en hitt kemst helsært undan og lætur lífið, með langvarandi kvölum. Skelf- ingu og dauöa skilur maður- inn eftir i slóð sinni um náttj úru fósturjarðar sinnar. Nálega á hverju ári slæðist hingað til lands eitthvað af j erlendum fuglum. Gestrisni j landsmanna gagnvart þeimj lýsir sér bezt í því, aö óðara og við þá er vart, elta skot- menn þá uppi til að ná lífi þeirra. Því meiri áherzla er lögð á þetta sem fuglarnir J eru fágætari. Oft er þetta' gert að undirlagi fræðimanna' Þykir fengur í að fá slík fórn' ardýr úttroðin handa nátt- úrugripasafni ríkisins, skól- um eöa söfnum einstakra manna. Náttúrugripasöfn eru talandi vitni um veiði- hug og drápsýki, sem fjöldi manna í landinu þjáist af. Kennarar og aðrir fræðimenn virðast meta meira úttroðna fuglshami, inni í húsum en unni. Almenningur álítur líka saklaust, jafnvel rétt- mætt, að drepa villifugla, ef þeir eru ekki strangfriðaðir með lögum, sérstaklega ef hægt er að koma hömunum af þeim á eitthvert náttúru- gripasafn. Fuglaveiði þykir réttmæt, þó að hún beri vott um lítilsvirðingu þeirra, sem við hana fást, á íslenzkri náttúru og tilverurétti fugla- tegundanna. Skólarnir verða gegnsýrðir af skoðunum hinna lærðu manna í þessu efni. Nemendurnir,sem koma úr þeim lifa og hrærast í sama hugmyndaheimi, sem yngri og eldri kynslóðir hafa erft hver eftir aðra. Náttúrugripi skólanna þarf að endurnýja með stuttu millibili, jafnvel árlega. Verð ur þá enn á ný að drepa fjölda fugla til að troða útj hamina, og fræðslu um 'þá verður siðan að troða inn í nemendur. Skólafólki er varnj að að athuga starf fuglanna’ út; á víðavangi, þar sem þeir J heyja barattu fyrir lífinu, ó- háðir duttlungum mannanna. Fléstum kemur saman um, að minkur spilli fuglalífi landsins og öðrum lands- og lagardýrum, er hann því undantekningarlítið talið skaðræðisdýr. En gerir hann náttúrulífi landsins á þessu sviði, meira tjón en menn- irnir sjálfir. Er ekki veiðiað- ferð hans í samræmi við gerð ir maftnanna? Þeir, sem fluttu minkinn inn í landið voru Islendingar. Þeir gerðu það vissulega í eigingjörnum tilgangi, en ekki af um- hyggju fyrir íslenzkri nátt- úru. Víst er það virðingarvert að gera tilraun með eldi og tamningu villtra dýra. En það er þarfleysa og óviðeig- andi, að ganga fram hjá dýra tegundum í náttúru síns eig- in lands til slíkra eldistil- rauna. Hér á landi er úr að velja ýmsum dýrategundum. Af fuglurn má t. d. nefna rjiipur og ýms andakyn og af spendýrum, seli. Búnaðarnámskeiði í Sandvík lokið Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Fj ögurra vikna búnaðar- námskeiði að Stóru-Sandvik i Flóa lauk síðastliðinn laugar- dag. Er það Búnaðarsamband Suðurlands, sem fyrir þessum námskeiðum gengst til þess að bæta það upp, að enginn búnaðarskóli er á Suðurlandi, og voru kennarar ráðunaut- arnir Hjalti Gestsson og Emil Nic. Bjarnason, auk þess sem Jón Pálsson dýralæknir flutti fyrirlestra. Námskeiðið sóttu tíu menn, þrír úr Vestur-Skaptafells- sýslu — Jón Helgason í Segl- búðum, Steinþór Jóhamisson í Ytri-Dalbæ og Böðvar Jóns son í Norðurhjáleigu — og sjö úr Árnessýslu — Jón Helgason í Miðhúsum, Guðmundur Kristinsson á Kaldbak, Guð- brandur Kristmundsson á Kaldbak, Jóhannes Helgason í Hvammi, Guðmundur Bryn jólfsson í Núpstúni, Siggeir Þorgeirsson á Túnsbergi og Einar Guðmundsson í Litlu- Sandvík. Síðustu tvo dagana var öll um frjálst að koma á nám- skeiðið, og voru gestir 50 fyrri daginn, en 60 þann seinni. Þessa daga voru þeir Pálmi Einarsson, Halldór Pálsson og Ólafur Stefánsson ráðunautar eystra. Nemendur og kennarar fóru þriggja daga ferö í Borgar- fjörð og komu að Hvanneyri, Hesti og Lágafelli. Námskeiðið naut hinnar mestu rausnar húsbændanna í Stóru-Sandvík, eins og fyrri búnaðarnámskeið Búnaðar- sambands Suðurlands. Refur bóndi hefir kvatt Sér hljóðs: „Heill og- sæll, Starkaður! Jafn- vel þótt ég sé orðinn alltíður gest- ur í baðstofunni, kem ég enn til ykkar með tækifæriskveðlinga mína, enda ekki óviðeigandi að láta fjúka í kvlðlingum við og við í baðstofunni. Fyrstu visurnar eru kveðnar í kringum þorralokin og eru svona: Úrvaistíð er alls staðar, enn á storðu vorri. Verið hefir víðast hvar vætusamur Þorri. Nóga var hér for að fá flesta þorradaga. Ei er gott að ganga á götunum á Skaga. Næsta vísa þarf ekki skýringar við, en hún er svona: I Mín ef eigi mæðist lund, I margt ég tíðum segi, , þó er sælust sérhver stund sem ég hugsa og þegi. Eftirfarandi vísur þarf heldur eigi að skýra: Þó að ýmsir andans menn auki kvæðasjóðinn. Lífið sjálft mun yrkja enn allra beztu ljóðin. Lífsins dýra ijóðamál löngum hef ég kannað.. Það hefir mótað mína sál meira en nokkuð annað. Stökur mínar eru allmisjafnar að gæðum og því kveð ég: Misjöfn ljóðin mörg ég sem, mjög því um er ræddur. Ei til dyra ætíð kem, eins og ég er klæddur. Ekki kann ég að meta alla þá hljómlist, sem flutt er í Ríkisút- varpinu og er eftirfarandi vísa kveð in, er ég hlýddi á hljómlist, er mér geðjaðist ekki að: Ekkl hætis hót ég skil hljómlistina nýju. Útvarpið á ennþá til eina „spangólíu". Eftirfarandi vísa er kveðin, er ég var spuröur að því, hvort ég hefði íerðast í flugvél: Upp í loftið ei ég vil, allra sízt í veðri hörðu. Hefir ætíð hingað til, haldið mig við þessa jörðu. Eftirfarandi vísa er að vísu ekki ný vizka, en „hafa skal ráð, þó úr refsbelg komi“: Ei af vizku hreyk þér hátt, hreinn í lyndi sértu. Vitir. þú, h.vað veiztu fátt, vitur maður ertu. ' í „Tímanum" var getið um fyrir eigi löngu siðan, getraun eina í Vestmannaeyjum og varð það til— efni eftirfarandi visu: Halur ýmsar hnútur fékk, hafði mörgu að sinna. Eyja-blóði illa gekk, afrek hans að finna. Fyrir stuttu síðan sá ég og las, kvæða og vísnakverið „Látið fjúka“ eftir Benjamín Sigvaldason þjóð- sagnaritara, er hefir að geyma ýms ar smellnar visur. Að lestrinum loknum kvað ég: Vísnagerðin vönduð þín vel þér eykur hróður...... Þú ert „bróðir Benjamín“ bögusmiður góður. Þótt ég sé einn af „vondu fólki“ hafa þó vegir mínir oftast legið meðal góðra manna. Lýsí ég því í eftirfarandi stökum: Það ég aldrei þakkað fæ, því ef að vil hyggja. Meðal góðra manna æ mínir vegir liggja. Þráfalt reynt ég þetta hef — þarf ei slíku að lýsa. Farandskáld og flökku-Ref flestir vilja hýsa. Fyrir stuttu síðan fór ég norður í Miðfjörð í Húnavatnssýslu, en hafði eigi komið þar á neitt heim- ili fyrr. Var ég í för með kunn- ingjafólki mínu, er þaðan var ætt- að. í Miðfjörðinn þótti mér gott að koma, og alúð og gestrisni íbú- anna eins og hún getur bezt verið meðal íslendinga. Lenti ég þar í hófi einu veglegu, en það var sex- tugsafmæli Gunnlaugs Sigurbjörns sonar, bónda að Ytri-Torfustöð- um, er var jafnframt 25 ára hjú- skaparafmæli hans og konu hans, Soffíu Jensdóttur. Var þar -margt I J manna samankomið og glatt á hjalla, en hvorki vín né tóbak um hönd haft, sem til fyrirmyndar má teljast. Var hóf þetta hið ánægju- legast í alla staði og hefi ég sjald- án eða aldrei notið betri skemmt- unar en þar og sannfærðist. þá um, sem ég vissi raunar áður, að hægt er að skemmta sér og það bezt, þar sem vín er/eigi á borðum. Ég naut framúrskarandi gest- risni Gunnlaugs á Torfustöðum og fólks hans, meðan ég dvaldi þar, en þaðan fór ég ásamt samferða- fólki mínu fram að Kollafossi, sem er í öðrum hreppi og dvaldi þar í góðu yfirlæti hjá Valdimar Daní- elssyni bónda og konu hans, Guð- björgu, en hún er dóttir Gunn- laugs á Torfustöðum. Gerum við svo hlé á baðstofu- hjalinu í dag. Starkaður. PÁSKA-HANGIKJÖTIB ! Ieaupa þeir vandlátu hjá okkur. REYKHUSIÐ Sími: 4241.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.