Tíminn - 12.06.1953, Qupperneq 2

Tíminn - 12.06.1953, Qupperneq 2
TÍMINN, föstudag-inn 12. júni 1953. 129. blað. Langamma eiginmannsins borg- aði jörðina með fjallagrösum Rætt við Sigurlaugu Giiðmundsdóttiir, 85 ára, ekkju Guðmuiiclar aljcingismanns I Ási Frú Sigurlaug Guðmunds dóttir, ekkja Guömundar al- þingismanns að Ási í Vatns- dal, er 85 ára í dag. Dvelur hún hjá fósturdóttur sinni að Vesturgötu 11 og er hress í anda og glöð í bragði, eins og hún hefir alltaf verið um dagana, þó að erfiðir hafi þeir oft verið og langir við erilsaiht annríki á stórbýli norðan lands í 61 ár. Blaðamaður frá Tímanum leit inn til gömlu konunnar í gær í tilefni af afmælinu til aö spyrja Sigurlaugu um sitt hvað úr langri ferð um lífs- ins veg. Ég var ellefu ára, þegar ég kom að Ási í Vatnsdal, segir Sígurlaug. Annars er hún fædd að Haukagili í Vatnsdal. En frá Ási fluttist hún svo eftir 61 ár og er búin að vera í Reykjavík síðan 1942. — Hvernig kanntu við þig 1 Reykjavik? — Ágætlega. Þó einkenni- legt sé með sveitakonu eins og mig, þá hef ég alltaf farið hálf leið frá Reykjavík. Þann ig hefir það verið frá því að ég fór þangað til dvalar í fyrsta sinn 16 ára gömul. Vera má, að þetta sé mikið vegna þess, að í Reykjavík var ég hjá einstöku yndælisfólki, nefnilega þeim hjönum Sól- veigu og Sigfúsi Eymundssyni bóksala- Maðurinn á Alþingi, en hún við búsýsluna heima. Annars lágu leiðir Sigurlaug ar ekki ákaflega oft til Reykja víkur. Hún hafði öðrum hnöppum að hneppa við bú- sýslu á stóru búi, ekki sízt vegna þess, að maður hennar Guðmundur alþingismaður var langdvölum að heiman við þingstörf í 'Reykjavík á um 20 þingum og við ýms önnur trúnaðarstörf. Það féll því í hlut Sigurlaug ar að annast bústjórnina heima meðan bóndinn var í burtu við skyldustörfin. Hún segir það gæfu þeirra hjóna Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Útvarpssagan: „Sturla í Vog um“ eftir Guðmund G. Haga lín; XXII. (Andrés Björns- son). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,15 Erindi: Leitin að upptökum Nílar (Högni Torfason frétta mgður,). 21.45 Tónleikar (plötur). 22,10 Heima og heiman. 22.20 Dans- og dægurlög (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir líöir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingibjörg Þorbergs). 20,30 Tónleikar (plötur). 20.45 Leikrit: „Örþrifaráð" eftir Gabriel Timmory. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. 21.20 Tónleikar: Pia Tassinari og Ferruccio Tagliavini syngja (plötur). 21.45 Upplestur: Gretar Fells rit- höfundur les frumort ljóð. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Árnað heilla Sjötug verður í dag frú -Guðný Jóns- dóttir, Silfurteig 4, Reykjavík. við búskapinn, að þau áttu því láni að fagna að hafa jafnan í sinni þjónustu önd- vegisfólk, sem sumt var heim ilisfast hjá þeim í áratugi. | Bjuggu þau Sigurlaug og Guðmundur alkunnu rausnar i’búi að Ási- Voru þar að vetr- inum 12—14 manns í heim- ili, en 18—20 að sumrinu. Oft hefir því verið í mörgu að snúast hjá húsmóðurinni á þessu stóra heimili. Þau hjón in tóku til sín sjö fósturbörn, sem öll urðu hin mannvæn- legustu. Þrjá drengi, sem þau eignuðust, misstu þau í fyrstu bernsku- Sigurlaug er fróð kona og þjóðsögum og minningum, er komin sé þetta á nýræðisald ur. Mest þykir mér gaman að þjóðsgum og minningum, sem geyma fróðleik um land og þjóð. Konungsjörð seld á uppboði. Hún sagði blaðamanni Tím ans að lokum skemmtilega sögu af því, hvernig það at- vikaðist að langafi Guðmund ar keypti Ás í Vatnsdal. Var það árið 1805. Jörðin var kon- ungsjörð en seld þá á opin- beru uppboði. Guðmundur langafi Guð- mundar eiginmanns Sigur- laugar stundaði margar ver- tíðir sjóróðra sunnan lands- Var jafnan formaður hjá Ólafi skrifara í Viðey. Vor eitt er hann kom heim úr verinu ásamt fleiri Norðlending- um, styttu þeir sér leið um heiðarnar og fóru. yfir Vatns- dalinn hjá Ási. Sáu þeir margmenni mikið þar heima og fóru þangað til að forvitnast. Stóð þá svo á, að verið var að selja þessa jörð úr eigu konungsins og stjórnaði sýslumaðurinn upp boðinu á staðnum. Guðmundur fór að bjóða í jörðina og fór svo að sýslu- maður sló þessum ókunna, skagfirzka ferðamanni jörð- ina. Sýslumaður bað menn að taka þetta ekki of alvarlega. Hann hafði aldrei séð þennan mann fyrr og óvíst væri, hvort hann gæti lagt fram nokkra tryggingu fyrir jörðinni. dögum á Skagaströnd- Kona Guðmundar var mikil dugn- aðarkona og hagsýn. Hún fór i til fjallagrasa á hverju sumri. Aflaði mikilla grasa og lagði þau sem verzlunarvöru inn á Skagaströnd. Andvirðið lét hún til að borga af jörðinni. Svo var alla tíð þar til skuld- inni var lokið. Þannig var jörðin goldin með fjallagrös- unum einum saman. —gþ. 7 unglingar (Framhald af 1. siðu). koma peningaskápnum út úr verzluninni og rjála við aðra muni, sem þeir höfðu á brott með sér, spiluðu þeir á grammófón, til þess að koma í veg fyrir, að fólk í húsinu heyrði annarleg hljóð, ef það vaknaði við hávaðann, sem var því fylgjandi, að tosa þungum peningaskáp út i bifreið. Einn þeirra setti upp hnefaleikahanzka og fór í nokkrar lotur við annan, sem varðist með byssuskefti. Af þessu má sjá, að þjófarnir virðast hafa gefið sér tíma til að skemmta sér dálítið, jafnframt því að láta greip- ar sópa um verzlunina. Peningaskápurinn ekki fundinn. Lögreglan mun hafa kom izt á snoðir um, að pen- I ingaskápurinn væri grafinn í grjóturð inni í sandnámí. i Brá hún skjótt við og ætl- aði sér að ná skápnum, en þá var búið að „stela“ hon- um þaðan. Álitið er, að þjóf unum hafi enn ekki tekizt að opna skápinn, og því sé allt, sem í honum er, ó- hreyft enn. Borgaði jörðina með f jallagrösum. Tryggingu hef ég ekki aðra hér á staðnum en ásjónu mína, sagði Guðmundur, en ferðafélagar hans úr verinu sögðust þá fúsir taka ábyrgð á drengskap og kaupgetu Guð mundar og við það sat. Kaupverð jarðarinnar var 1600 ríkisdalir og átti það að greiðast á ákveðnum gjald , Komu daginn eftir inn í verzlunina. I Þjófarnir voru það biræfn- ir, að þeir komu daginn eft- • ir innbrotið inn i verzlunina • til þess að lcaupa skot. Einn- j ig mun eitthvert slangur af ! unglingum þeim, sem vissu ' , um þjófnaðinn og hverjir , frömdu hann, hafa komið inn í verzlunina, dagana eft- j ir innbrotið, án þess að bera við að skýra frá því, sem þeir I vissu. I_______________________________ Fjölgaði þegar söngurinn hófst Það' mun ekki hafa verið alls kostar rétt, að aðeins j 300 manns hafi sótt Tívólí- j fund Alþýðuflokksins í fyrrakvöld, að þvi er athug- ulir menn segja. Hitt er rétt, að grcinargóðir menn litu yfir söfnuðinn um klukkan hálf-tíu, þegar ræðuhöldin voru hafin, og þá var söfn- uðurinn alls ekki stærri. En veður batnaði þegár á leið og þegar hinir ágætu söngv- arar og leikkonur tóku að skemmta, mun söfnuðurinn hafa verið farinn að nálg- ast þúsund. Rétt er að segja þetta krötum til hugarhægð ar, þótt þessi staðreynd sýni, aö menn komu ekki í skemmtigarðinn til að hlusta á ræðumennina, og orð þeirra munu ekki hafa náö nema sex hundruð eyr- um hvað þá fleiri. Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík ÁRSHÁTÍÐ Nemendasambandsins verður að Hótel Borg þriðjudag- inn 16. júní og hefst með borðhaldi kl. 18,30. Aðgöngu- miðar verða seldir í anddyri Hótel Borgar (suðurdyr) á morgun (laugardag) kl. 14—17. Pantaðir miðar óskast þá sóttir sem fyrst. Að gefnu tilefni, skal það tekið fram, að menn úr „Jubil“árgöngum verða sjálfir að sjá um að vitja miða sinna. Stjórnin. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» Sérleyf isf erðir Reykjavík - Borgarnes til 30. septemher 1953 Frá REYKJAVÍK: Mánudaga kl. 13 og kl. 17. Miðvikudaga — 13 Fimmtudaga — 17 Föstudaga — 17 Laugardaga — 14 Frá BORGARNESI: Sunnudaga kl. 17 Mánudaga — 8 Þriðjudaga — 13 Fimmtudaga — 8 Föstudaga — 8 og kl. 13 Afgreiðsla í Reykjavík hjá Frímanni í Hafnarhúsinu. Kaupfélag Borgfirðinga ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦♦♦♦< i ♦ i ! >♦♦♦♦♦» Ungling vantar til blaðburðar t SKERJAFIRÐI Afgreiðsla Tímans Lindargötu 9 A. — Simi 2323- Sogsvirkjunin | vill taka á leigu tvær 10 hjóla bifreiðar um þriggja mánaða skeið. Kaup koma til greina. Talið við efnis- vörðinn. Símar 3910 og 3865. Rafmagnsveita Rcykjavíkctr Hjartkær eiginkona mín, GUÐNÝ MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, sem andaðist 5. þ. m., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju kl. 4,30 síðdegis í dag (föstudag). — Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. — Athöfninni verður útvarpað. Magnús Svéinsson. aananwmw UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.