Tíminn - 12.06.1953, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 12. júní 1953.
129. blaðL
PJÓDLEIKHÖSID
' LA TRAVÍATA j
ópera eftir G. Verdl
Gestir: Hjördis Schymberg hirð-
söngkona og Einar Kristjánsson
óóperusöngvari.
Sýningar í kvöld, laugardag og
sunnudag kl. 20.
Pantanir sækist daginn fyrir
sýningard., annars seldir öðrum.
Ósóttar pantanir seldar sýning-
ardag kl. 13,15.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
unum. Símar 80000 og 8-2345.
Ath.: Vegna jarðarfarár Yngva
Thorkelssonar leiksviðsst jóra,
verður aðgöngumiðasalan lokuð
frá kl. 13,15—15,30 í dag 11. 6.
♦♦♦♦♦<♦♦♦♦♦♦•►♦♦<>
f
Siml 81938
Kvpnsjóræn-
inglnii
Geysispennandi og viðburðarík
ný amerísk mynd um konu, sem
kunni að elsica og hata og var
glæsiieg samkvæmismanneskja
á daginn, en sjóræningi á nótt-
unni.
Jon Hall, L»sa Ferraday
Kon Randeli, Douglas Kenn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
NÝJA BÍO
Klœhir Karotínu
(Edbuard et Caroline)
Hin bráðskemmtilega franska
gamanmynd, sem sýnd er nú
um gjörvalla Evrópu við fá-
dæma aðsókn og vinsældir, og
talin er í flokki allra beztu gam
anmynda siðustu ára.
Aðalhlutverk:
Daniel Gelin,
Anne Vemon.
Sýnd kl. 9.
iWerlti Zorro
Hin fræga ævintýramynd með
Tyrone Power.
Sýnd kl. 5 og 7.
BÆJARBIÖ
— HAFNARFIRDI -
Trommur
Apahhanna
Mjög spennandi og áhrifarík, ný,
amerísk mynd í eðlilegum litum
Steven Mac Merry,
Colen Gray.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARBÍÖ
SIERRA
Spennandi og skemmtileg, ný,
amerísk kvikmynd í eðlilegum
litum eftir skáldsögu Stuart
Hardy og fjallar um útlaga, er
hafast við í hinum fögru og
hrikalegu Sierra-fjöllum.
Audie Murphy,
Wanda Hendrix
og frægasti þjóðvísnasöngvari
Ameríku:
Burl Ives,
er syngur mörg iög i myndinni.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÓ |
Jamaica-hráin
(Jamaica Inn)
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík kvikmynd, byggð á
samnefndri skáldsögu eftir
Daphne duMaurier , sem komið
hefir út í ísl. þýðingu.
Aðaihlutverk:
Charies Eaughton,
Maureen O’Hara,
Robert Newton.
Bönnuð böi-num innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦♦►»«>♦ ►♦♦♦♦♦<
TJARNARBÍÓ
Æshurómantíh
(The Romantic Age)
Létt og skemmtileg, brezk gam-
anmynd, sem gerist í einum
þekktasta kvennaskóla Eng-
iands.
Aðalhlutverk:
Mai Zetterling,
Hugh Williams.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
I»rír biðlar
(Please Believe Me)
Skemmtileg, ný, amerísk gam-
anmynd frá Metro Goldwyn
Mayer.
Deborah Kerr,
Peter Lawford,
Robert Waiker,
Mark Stevens.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aukamynd:
Krýning Elisabetar II Englands-
drottningar.
TRIPOLI-BÍÖ
Um ókirna stigu
(Strange World)
Sérstaklega spennandi, ný, am-
erísk kvlkmynd tekin í frum-
skógum Brasilíu, Bolivín og
Perú, og sýnir hættur í frum-
skógunum. Við töku myndarinn
ar létu þrír menn lífið.
Aðalhlutverk:
Angelica Hauff
Alexander Carioa
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
XSERVUS GOLD X
—iíX/hJ
0.10 HOLLOW GROUND 0.10
■p mm YELtOW BLADE mm
r
SERVUS QOLD
rakblöðln helmKfrægu
Bilun
gerir alðrel orS á undan
sér. —
Munið lang ódýrustu ♦*
nauðsynlegnstu KASKÓ-
TRYGGINGUNA.
Raftækjatryggingar hí.,
Siml 7611.
RANNVETQ
ÞORSTEINSDOTTIR,
héraðsdómslögmaður,
Laugaveg 18, siml 80 205
Skrlfstofutími V. 10—1*.
' | Utbreiðlö Timaiin
——
Á víðavangi
(Framhald aí 5. síðu)
við komið vegna þess, að
varðskipin létu ekki sjá sig.
Hinsvegar forðast blaðið að
minnast á það, sem er aðai
atriðið þessa máls, en það (
er þetta: Hversvegna gerðu
dómsmálaráðherrann og
landhelgisgæzlustjórinn
ekki neitt til að auka gæzl-
una á þeim tíma, þegar vit
að var, að ágangur togar-
anna yrði mestur? Mbl.
stendur vissulega nær að
gefa eðlilegar skýringar á
þessu dularfuila aðgerðar-
leysi en að eyða rúmi sínu
undir mái, sem miklu
minna skiptir.
Hví var tillögu Þórðar
vísað frá?
»nK»tH»<»um»iMtmunn»»HinwiHimnH»H»K»HH»nHH»unK»ttwi
MARY BRINKER POST:
Anna
Jórdan
123. dagur. -
Annað atri3i ætti Mbl.
að skýra í þessu sam-
bandi: Hversvegna vildu
Sjálfstæðismenn ekki sam-
þykkja það í bæjarstjórn
Reykjavikur, að skipstjór-
um hjá bæjarútgerðinni
yrði vikið frá störfum, ef
þeir gerðu sig seka um land
helgisbrot af ásetningi eða
vítaverðu gáleysi? Slík á-
lyktun hefði vissulega ver-
ið áhrifamikið plagg út á
við og sýnt að íslendingar
vildu ekki þola sínum skip
um landhelgisbrot. íhaldið
í bæjarstjórninni vísar þess
ari tillögu þó frá og fær til
þess aðstoð Alþýðuflokks-
íhaldsins, þ. e. Jóns Axels
og Co. Hvaða áhrif getur
þessi afstaða haft út á við?
Verður hún ekki túlkuð
þannig, að íslendingar ætli
að taka vægilega á brotum
sinna manna?
Það er vissulega sitthvað,
sem bendir tii þess, að þrátt
fyrir öll stóru orðin sé Sjálf
stæðisflokkurinn enn í sam
ræmi við fortíð sína í þess-
um málum.
Kára-þættlr
(Framhald aí 6. síSul.
lenzkum og erlendum veiði-
þjófum í myrkri næturinnar
ir:n í landhelgina, til þess að
rupla þar og ræna góðfiski
rétt fyrir utan landsteinana
hjá fátækum fiskimönnum,
er á ströndinni bjuggu eða
nágrenni hennar. Sýndist
ýmsum það einkennileg „til-
viljun“, að flestir eða allir,
sem upp komst um þetta
„Kvislings“-starf voru áber-
andi menn í Mbl.-flokknum.
Og ennþá finnst mörgum
við fyrstu athugun, að það
sé dálítið einkennilegt, að
það skuli vera eins og álög á
stærsta blaði landsins, sem
er að ýmsu leyti myndarlega
úr garði gert (miðað við fá-
mennið), að það skuli ævin-
lega gerast málsvari þess,
sem miður fer í þjóðfélaginu.
Það er ekki að ástæðulausu,
þótt fjöldi mætra manna um
land allt, sem ekki eru flækkt
ir fastir í net Mbl.-flokksins,
skuli jafnan hafa það fyrir
vegvísi, að þegar Mbl. er far
ið að berjast með eða á móti
einhverju, að þá taka þeir
það sem leiðbeiningu um að
verið sé á rangri leið að
fylgja því sem þetta stærsta
blað landsins heldur fram.
fslendingaþættir
(Framhald af 3. BÍðu).
hlýt að senda þessa litlu
samúðar- og afmæliskveðju,
og biðja þeim, þessa heims
og annars, blessunar Guðs
og huggunar í hverri raun.
Jarþrúður Einarsdóttir
frá Tóftum
Tuttugasti hafli.
Nítján hundruð og seytján og það var verið að selja stríðs-
skuldabréf á torgum. „Látið arineld ei deyja“ og „Það er
löng, löng leið“, voru dægurlögin og herbúðirnar við borg-
ina voru fullar af ungum mönnum, sem höfðu verið tekn-
ir frá námi til að gegna herþjónustu. Kaupið var svo hátt,
að daglaunamenn hikuðu ekki við og gátu greitt tólf dali
fyrir eina silkiskyrtu.
Þetta voru uppgangstímar fyrir Seattle og Pólstj örnuna,
sem hafði verið komin nokkuð langt niður, áður en stríðið
hófst.
Hugi og Emilía hrifust með þessari góðærisöldu. Þau
byggðu nýtt hús í Laurelhurst. Hugi keypti sér skemmti-
siglingabát. Marika var send í kvennaskóla. Þau lifðu hátt
og fagurlega. Hugi bjó við lítillegan hjartafeil og var því
ekki kvaddur til herþjónustu. Þar að auki var hann ósnort-
inn af stríðsáróðrinum og móðursjúkri föðurlandsvináttu.
Hann var orðinn mikill efnishyggjumaður.
Hugi hafði ekki séð Önnu, frá því hann fylgdi henni á
skipsfjöl, er hún lagði upp í för sína til San Francisco.
Allt og sumt, sem hann hafði frétt af henni síðan, var það,
að Margrét Brookes hafði séð hana í San Francsico á
Fairmontgistihúsinu, þar sem hún hafði búið, eftir að hafa
ferðast erlendis í eitt ár. Það hafði ve.rið fyrir fimm árum
síðan. Síðan hafði enginn heyrt neitt frá henni. Enginn,
utan Huga, virtist heldur hafa áhuga fyrir því, hvað um
hana hafði orðið. Hún hafði gleymst fljótlega, eftir að hún
hvarf frá Seattle.
j Aldrei þeytti skip svo eimpípu sína, að Hugi minntist
ekki Önnu, þótt þar fyrir utan að honum yrði sjaldan hugs-
að til hennar.
I Hann var góður verzlunarmaður, en þegar Pólstjarnan
hafði átt við mesta erfiðleika að stríða, hafði honum lang-
að mest til að hlaupa frá öllu saman. Hann hafði í raun-
. inni engan áhuga á viðskiptum, né hvort þau heppnuðust
'fyrir honum eða ekki, öfugt við aðra verzlunarmenn í
Seattle, sem settu allt að veði til að veita málum sínum
framgang.
I Viðskiptin voru honum, eins og tafl var sumum mönnum.
Maríka dóttir hans var honum til stöðugrar ánægju, eink-
ium og sér í lagi, þar sem hann fann fljótt, að hún hafði
'fengið meira af eigindum hans í erfðir, en móður sinnar.
Þau fóru oft í gönguferðir um hafnarhverfið og litla stúlk-
an hreyfst af því iðandi lífi, sem þar ríkti löngum, eins
og hann sjálfur.
Á vissan hátt var sambúð Emilíu og hans viðundandi.
Þótt ekki væri um neina ástríðu að ræða, né rómantík í
hjónabandi þeirra, hafði þeim tekizt með árunum að skapa
á milli sín úmburðarlyndi, þögult samkomulag um það að
búa saman. Emilía var góð húsmóðir. Hún sá prýðilega um
iheimilið, hún gætti þess að bjóða alltaf réttu fólki. Og er
hún varð eldri að árum, bar hún gamansama umhyggju
fyrir manni sínum, sem hafði eyðilagt fyrir henni um alla
iframtíð, óraunverulegan draum hennar um rómantískt líf.
Það þarf eld, hugmyndaauðgi og rautt blóð til að vera mót-
tækileg fyrir slíkar hugsveiflur ástar og ástríðu.
Eftir því sem hún varð eldri, fitnaði hún og varð gild-
vaxnari. Hún einbeitti sér að því að halda holdafari sínu í
skefjum. Það tvennt tók hug hennar allan, að halda útliti
sínu ungu og ala barnið upp, auk þess að gæta þess að þjóð-
félagsstaða hennar breyttist ekki og fyrir það var Hugi
,henni mjög áríðandi maður. Þegar hann virtist veita öðr-
ium konum of mikla athygli í veizlum, var það ekki vegna
i þess, að hún væri hrædd um að glata ást hans, sem afbrýði-
.semin gaus upp í henni, heldur var hún að verja stöðu sína.
j Tök stríðspennunnar fóru að linast, en það sem raun-
|Verulega hafði nær eyðilagt skipaútgerð Huga og alla aðra
iSkipaútgerð í Seattle voru hin tíðu verkföll. Þau hófust
með allsherjarverkfalli árið 1919, og upp frá því voru þau
öðruhverju að skella á. Stundum kom til átaka í þessum
verkföllum. Eftir nokkurt þóf, tókust samningar á milli
, verkalýðsins og skipaeigendanna, sem sáu fram á, að farm-
ur lá undir skemmdum, en þar sem skipaáætlanir fóru allar
út um þúfur í þessum átökum, sneri ferðafólk sér til járn-
brautarlestanna og ferðaðist með þeim.
I Þetta voru slæmir tímar fyrir hafnarhverfið og frá því
breiddust erfiðleikarnir út yfir alla borgina og höfðu lam-
andi áhrif á allt viðskiptalíf, þar sem skipaútgerðin var
hjartað og æðaslátturinn í lífi og grósku borgarinnar.
Þrátt fyrir þetta hélzt þó allt í horfinu í nokkur ár, en
árið 1924 voru eignirnar farnar að ganga úr sér og skipin,
sem áður höfðu litið vel út, voru nú veðurbarin og óhrjá-
leg að sjá. Skipstjórar Huga voru sí og æ að klifa á því, að
skipin þyrftu endurnýjunar við og endurbóta, en það voru
engir peningar fyrir hendi, til slíkra framkvæmda, nema
í ýtrustu nauðsyn. Slitnir skipskatlar ollu seinagangi á
skipunum, sprungu og slösuðu vélamenn. Eitt skipið var
orðið svo lekt, að það varð skyndilega að leita hafnar í
einni áætlunarferðinni.
Að lokum, árið 1925, komst Hugi ekki lengur hjá því að fá
lánaða tuttugu þúsund dali, eöa láta gera fyrirtækið upp.