Tíminn - 24.06.1953, Qupperneq 2
B.
TIMINN, miSvikudaginn 24. júní 1953.
138. blaff.
JCiL
George Bundock, sem steig í vænginn viff þá rússnesku, er
lengst til iiægri á myndinni.
Hættulegt að stíga í
vænginn við þær rússnesku
>ótt rússneskir hermenn þyki mjög djarftækir til kvenna
<i þeim löndum, þar sem þeir ráða þjóffum og ríkjum, vilja
'ieir ekki aff útlendingar breyti eins í Rússlandi og rúss-
íesku hermennimir hjá undirþjóðum sínum.
Maður nokkur, George j
idundock, þrítugur starfsmað|
' tr við brezka sendiráðið í!
Moskvu, varð að halda sig
: nnan veggja „af öryggisá-
,;tæðum“ í fimm ár„ vegna
iaess að honum hafði orðið
baö á að stíga í vænginn við
: 'úHsneska stúlku. Átti að
læma hann í fangelsi fyrir
áltækið, en hann tók það ráð
ið fara ekki út fyrir veggi
. >enairáðsins i fimm ár, unz
Molotov veitti honum leyfi.
;il að fara til Bretlands. Stal- I
: n ætlaði um siijn að segjaj
uezka sendiráðinu upp hús-!
Mæðinu, til að fá sökudólginn
: ram í dagsljósið, sem oröiö
: íeröi að gerast ef sendiráðið
.íeiöi orðið að flytjast á miili
..íúsa. En við dauða Stalins
'biú breyting á þessu eins og
nórgu öðru.
En þótt Bundock sé kom-
:.nn heilu og höldnu yfir
i.andamærin til London, er
-;tj órnarstefnan gagnvart út-
.endingum og kvenfólkinu ó-
oreytt. Svo það er eins gott
:yrir MÍR-sendinefndirnar
„em þangað koma frá „auð-
'aidsríkjunum", að vera
iKki með neitt flangs
atan í kvenfólk austur þar,
þvi ekki hefir verið tilkynnt
tm það að neinar sérreglur
gildi um útlenda kommún-
:.sta, þótt vel geti svo verið,
íKki sízt eftir stjórnarskiptin.
Útvarpið
Jívarpið á morgun:
Pastir liðir eins og venjulega.
!(.‘.20 Erindi: Hafnarfjörður á tíma
inótum; H. (Ólafur Þorvalds-
son þingvörður).
: !0,50 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig-
valda Kaldalóns (plötur).
íí,10 Á víðavangi; Það vorar í
sjónum (Árni Friðriksson
f iskifræðingur).
21,30 Tónleikar (plötur).
21,45 Frá útlöndum (Jón Magnús-
son fréttastjóri).
22,10 Sinfónískir tónleikar (pl.).
23,00 Dagskrárlok.
í Tímam/m
Aðalfundur Bandal.
ísl. listamanna
Bandalag íslenzkra lista-
manna hélt aðalfund sinn 15.
þ. m. Fundur hafði frestazt,
vegna þess að beðið var eftir
að rithöíundafélögin tvö
mundu sameinazt, en það
va,rð ekki.
Fráfarandi stjórn skýrði
frá störfum bandalagsins á
síðasta starfsári og fjárhag
þess. Tillögur um endurskoð-
un á skipulagi bandalagsins
voru ræddar, og var vísað til
frekari athugunar til hinnar
nýju stjórnar. — Formaður
og ritari, þeir Valur Gíslason
leikari og Sigurður Guð-
mundsson arkitekt, báðust
undan endurkosningu. Kosn-
ir voru í stjórn, einróma:
Formaður: Páll ísólfsson
organleikari. Varaformaður:
Valur Gíslason leikari. Rit-
ari: Helgi Hjörvar rithöfund-
ur. Gjaldkeri: Helgi Pálsson
tónskáld.
Meðstjórnendur: Ásmund-
ur Sveinsson myndhöggvari,
frú Sigríður Ármann list-
dansari og Gunnlaugur Hall-
dórsson arkitekt.
Fundurinn fól stjórninni
m. a. að vinna að því við rík-
isstjórn og Alþingi, að felld-
ir verði niður tollar á hljóð-
færum til listræns tónflutn-
ings, hráefnum til myndlist-
ar o. fl. Þá samþykkti fund-
urinn áskoranir til ríkisút-
varpsins um skipti á tónlist
við útlendar útvarpsstöðvar
o. fl.
Fundurinn hyllti Ásmund
Sveinsson myndhöggvara í
tilefni af sextugsafmæli hans
nú fyrir skömmu.
X IS-listínia
MYNDIR
Bardagamaðiirinu
Trípólíbíó sýnir nú bandaríska
kvikmynd, byggða á sögu eftir
Jack London, sem hann samdi um
baráttu Mexíkóbúa fyrir frelsi sínu
og hefir bókin komið út í íslenzkii
þýðingu. Aðalhlutverkið leikur
Richard Conte og fer hann bæri-
lega með rullu sína. Lee J. Cobb
s;, nir einnig eftirtektarverðan leik.
Myndin er nokkuð æsikennd, eins
og við er að búast, þar sem hún
fjallar um manndráp og brennur.
Bardagamaðurinn mun vera með
skárri myndum, sem nú eru sýnd-
ar í kvikmyndahúsunum hér. En '
yfirleitt bera þær myndir, sem nú
eru sýndar, þess ljósan vott, að
sumarið er í algleymingi, líka í
kvikmy ndahúsunum.
Báts saknað
(Framhald af 1. síðu).
iff meff felldu. Klukkan ell-,
efu I grærkvöldi var hann ’
svo ekki komfnn aff, og var
þá lýst eftir honum, og skip
og bátar í Flóanum beðin að
veita affstoff.
Engfnn svaraði.
Að því er Henry Hálfdán-
arson, skrifstofustjóri Slysa
varnafélagsins tjáði blað-
inu um klukkan hálf-eitt í
nótt, hafffi enginn bátur
eða skip svarað beiffni fé-
lagsins eða gefið upp stöffu
sína, og þó er nokkurn veg-
inn víst að nokkur skip og
stærri bátar eru á þessum
slóðum. Varðar þetta viff ál-
þjóffalög og samþykkt, sem
ísland er affili að. Eiga öll
skip og bátar, sem stödd eru I
á því svæffi, sem um ræffir, I
þegar beðiff er um hjálp, að
svara. Þetta er óverjandi
hirffuleysi.
Happasæll Ieitar.
Um klukkan
hálf-eitt í
nótt hafði Slysavarnafélag-
inu tekizt að fá bátinn
Happasæl frá Reykjavík til
aff fara út til leitar.
X B-listíim
3
Gerist áskrifendur að
'ímanum
Áskriftarsírm 2323
X B-Iistínn
J[LSareo.'
m
Að gefnu tilefni
Að gefnu tilefni skal það
hér tekið fram, að ekki var
átt við neinn sérstakan verk-
stjóra, þegar talað var um
nauðsyn á sérmenntun verk-
stjóra í viðtali við Jóhann
Hjörleifsson, sem birtist í
blaðinu fyrir nokkru síðan.
Er þar sagt, að meðan ekk-
ert fast skipulag er á þessum
málum, geti það komið fyrir
að menn taki sér fyrir hend-
ur verkstjórn í atvinnugrein
óskyldri þeh-ri, sem þeirhafa
áður stundað. Var sagt, að
þannig gæti motorbátsfor-
maður orðið verkstjóri við
vegalagnir á heiðum uppi.
Var þetta dæmi tekið af al-
gjöru handahófi, vegna þess
að hér er um að ræða einna
óskyldustu atvinnugreinarn-
ar og því enginn sérstakur
maður hafður í huga.
Borgfirðingar!
Hlutavelta Kvenfélags Stafholtstungna verð-
ur að Hreöavatnsskála 5. júlí. Hefst ki. 5 e. h.
Góð múáik.
MS>4
Kjörfundur
til að kjósa alþingismenn fyrir Reykjavík fyrir næsta
kjörtímabil, átta aðalmenn og átta til vara, hefst
sunnudaginn 28. júní 1953, kl. 10 árdegis.
Kosið verður í Miðbæj arskólanum, Austurbæjarskól-
anum, Laugarnesskólanum og Elliheimilinu, og mun
borgarstj órinn í Reykjavík auglýsa skiptingu milli
kjörstaða og kjördeilda.
Kosningu verður sennilega lokiö um kl. 12 á mið-
nætti, og hefst talning atkvæða þegar að kosningu
lokinni.
Yfirkjörstjórnin i Reykjavik, 23. júní 1953,
Kr. Kristjánsson,
Hörffur Þórffarson, Ragnar Ólafsson.
\
\
lönaðarbanki íslands h.f.
Lækjargötu 2, Reykjavík, verður opnaður fimmtudag-
inn 25. júní. Bankinn verður opinn kl. 10—13,30 og
16,30—18,15 alla virka daga nema á laugardögum aðeins
kl. 10—13,30.
Bar.kinn tekur á móti innlögum í sparisjóð og hlaupa-
reikning með sömu kj örum og aðrir bankar.
BANKARAÐH).
AÐALFUNDUR
Byggingasamvinnufélagsins Hofgarður verður haldinn
í Baðstofu iðnaðarmanna þriðjudaginn 30. þ. m. kl.
8,30 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum. ' J
Mjög áríðandi að eigendur íbúða mæti vegna
þinglesningar. . '»
Stjórnin. 1 ’
Nú hefir blaðinu verið tjáð,
að svo vilji til að einn af verk
stjórum vegagerðarinnar,
Valdimar Eyjólfsson, hafi ein
mitt verið formaður fyrir
fjölda mörgum árum. En
hann hafði um langt skeið
unnið að vegalagningu og
vegagerð, áður en hann tók
við verkstj órastörfum, enda
reynzt traustur verkstjóri,
sem leggur góða vegi og sér
einstaklega vel um vegavið-
hald á vegasvæðum sínum.
Er því fullkomin fjarstæða
að halda, að samlíkingin, sem
einungis er dæmi gripið úr
lausu lofti ,geti átt við þenn-
an ágæta verkstjóra, sem
hafði mikla þekkingu á starf
inu áður en harna var« verk-
stjóri. — Kþ.