Tíminn - 11.07.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, laug'ardaginn 11. júlí 1953. C. . 153. bíað- Ólafur Jóharmesson frá Svínhóli: Samgöngumál dreifbýlisins Niöurlag. 7. samgöngumálum dreif- Dýlisins verður nú þegar að 'iefia stórátök, sannra Jihuga aianna svipaðra þeim, er létu nest að sér kveða á fyrstu ;ugum aldarinnar, er við- tom byggingu skólanna, iunalauganna, og annarra nikilvægra framfara, er pjóðin mun njóta um alla framtið. Hvar eru slíkir nenn nú? 2g treysti hinum skelegg- istu málsvörum sveitanna að ?era málið að sínu stefnu- naii, ekki fyrst og fremst heitu kosningamáli, heldur iönnu baráttumáli vegna jjöðarhags. y’járframlög til nýbygging ir vega á næstu fjárlögum fittu m. k. að fjórfaldast frá .pvi sem nú er. Að lokum mun ég freysta ipess, að benda á nokkrar leið :ir er létt gætu þá baráttu, :em hér verður að heyja. 1 i ?-! .&.Mi:is3SSB f. Mæðuveikisfé. ' 'onir standa til, að brátt nuni Ijúka fjárveitingum oeim, er ríkið hefir lagt að ncrkum vegna mæðiveikinn- rr, íjárskiptanna og annars því sambandi. Þar sem nú /iróist að þeim málum ljúki neó farsælum sigri. Hinu svo iíalia mæðiveikisfé — eða ;:em því svarar — ca. 15 milj. cr. á ári, mætti þá verja til nýrra vega. ÍÍI. Happdrætti. Htofnað verði happdrætti, nr kallast „Vegahappdrætti ..•íkissjóðs“. Hér verði ekki um skyndihappdrætti að /æöa, heldur byggt upp og íitarfrækt á svipaöan hátt og lEaþpdrætti Háskóla íslands eða Vöruhappdrætti S. f. B. í3. Ágóði slíks happdrættis, of stofnað yrði, verði varið til vegaframkvæmda til viðbót- ar við framlagt vegafé á fjár- Jögum. Héruðin fengju happdrætt !isfé í hlutfalli við selda miða :A viðkomandi svæði. Þeir sem kaupa miða í kaupstöð- um, hafi ákvörðunarrétt um 01 hvaða byggðarlaga ágóð- ,'inn rynni. Gæti þetta skapað namkeppni og metnað um /iöluna. !III. Söfnunardagar. 'ÍTmsar félagsheildir og /iamtök t. d. átthagafélög ijæjanna, svo að eitthvað sé Áiefnt, gangist árlega fyrir á- jcveönum fjársöfnunardegi í uama tilgangi. Þegar góð mál tafni standa bak við slíka söfn inar daga, verður árangur- :Inn oft ótrúlega góður. Per jbað svo eftir hugkvæmni og ýmsum aðstæðum, hvernig íilikif söfnunardagar yrðu ■ tppbyggðir á hverjum stað. ^ iíV. Vegasjóður. Nokkuð hefir verið gert að ;>vi í seinni tíð, að sýsluspari ijóöir, félög eða jafnvel ein- ítakiíngar, hafi lánað ríkis- ííjóði nokkrár upphæðir til vegaframkvæmda. Hafa slík skyndiián auðveldað, að !!iægt var að hefjast handa, tíða Ijúka ýmsum smávegum. !Eíkissjóður greiðir ekki vexti af lánum þessum, og hefir það oft torveldað Ián- íökur. í hverri sveit ætti að ntofna „vegarsjóð", er gegndi því hlutverki, að greiða vexti af slíkum lánum. V. Þegnskylduvinna. Þótt eðlilegt megi teljast, að miklar kröfur séu gerðar til hins opinbera, samfara því, að valdhafar þjóðarinn- ar hafa stöðugt meiri og víð- tækari afskipti o.f högum og háttum fólksins, vil ég einn- ig benda á, að „fólkið sjálft“ verður að gera kröfu til sjálfs sín, og með margskon- ar félagslegum samtaka mætti getur það oft flýtt fyr ir þeim framkvæmdum, sem óskað er eftir. Á blómaskeiði ungmennafé laganna var oft Grettistök- um lyft og næstum krafta- verk unnin í ýmiskonar þegn skylduvinnu. Munu dæmi þess, að slíkan. hátt, hafi verið ruddir vegirj yfir hálsa og heiðar, og orðið, af mikil samgöngubót um j langan tíma, þótt tæknin væru hendurnar einar, hakij og skófla. I Samgöngutækin þá, voru íj flestum tilfellum aðeins fæt ur „þarfasta þjónsins" —, hestsins — og komu slíkar' vegabætur því að fullum not j um —. í dag yrði að byggja’ þegnskylduvinnu til vega framkvæmda öðruvísi upp. í flestum sveitum á land- inu liggur nú orðið mikið fé í bílum, vélknúðum tækjum og margskonar tæknilegum verkfærum. J Oft er það svo, að þessi góðu tæki eru lítið notuð j langan tima á ári hverju og, verða þar af leiðandi mun dýrari. j Ég held, að víöa mætti mik. ið gagn gera í vegamálum,' með því, að' allir vinnufærir menn í sveitinni leggðu end- urgjaldslaust fram vinnu sína, bíla, jeppa, kerrur og önnur tæki, sem að notum kæmu, tvo til þrjá daga á hverju vori. Bensín og annan útlagðan kostnað í peningum ættu hreppsfélögin að leggja fram. Auk þess, sem hér væri unnið að þörfu framfara- máli, myndi slíkt samstarf á reiðanlega auka á tilbreytni og fjölga gleðistundum, því ó efað myndi losna um „gam- anyröi og grín“ er menn kæmu frá einangrun og fá- menni heimilanna. Og að loknu sameiginlegu dags- verki yrði „lagið tekið“. Hér yrðu ungu stúlkurnar einnig með í verki. Gæti því svo far ið, að þessir, verklegu vordag ar gæfu tækifæri til aukinna kynna hins unga fólks, sem þráir ástina og lífið, en nú hefir oft sínu fyrstu kynni í misjöfnu andrúmslofti sam- kvæmislífsins. Ekki tel ég ósennilegt að aukið geti hlýju æfikvöldsins þeirra elskenda, er minnst gætu nú fyrsta ástarfundar að vorkveldi í sveitinni, er þau höfðu lagt hönd að verki í veginn heim að sund lauginni samkomuhúsinu, kirkjunni, eða öðr'um hug- þekkum stað. Flugsamgöngur. Fátt er það — ef nokkuð — hér á landi, sem tekið hefir jafn geysihröðum framför- um og flugtæknin. Og þótt flugsamgöngur séu allmjög veðurfari háðar, má segja að þær hafi næstum brúað loft- in há, og bæta og auka þá miklu möguleika, sem í flug- sameöngunum felast. íslenzka þjóðin er þegar orðin í mikilli þakkarskuid við hina ungu flugmenn sína, sem með frábærum dugnaði hafa bjargað mörgum manns lífum m. a. Þótt flugvellir séu enn fáir, er í flestum byggðarlögum landsins til lendingar lítilla flugvéla. Þarf nú þegar að merkja alla slíka staði, (og sumstaðar lítið eitt að laga). Enginn veit hvar þörfin knýr á næst, en stundum verður „of seint að iðrast eftir dauð ann“. í sambandi við væntanleg- ar flugsamgöngur til þeirra byggðarlaga, sem að öðrum kosti áttu á hættu að einangr ast vegna snjóalaga og sjáv- aríss, vil ég benda á atriði, sem ég tel þess verð, að tekin séu til athugunar. En það er, að reynt verði að samræma flugvallargerð, byggingu gistihúsa og enn- fremur byggingu geymslu- húsa yfir jarðýtur viðkom- andi byggðarlaga. Hér að framan hefi ég leit ast við að benda á nokkur atriði, er gætu orðið til þess að flýta fyrir bættum sam- göngum dreyfbýlisins. Ef þessar hugrenningar mínar gætu einnig orðið til þess, að vekja aðra til um- hugsunar og viðræðna um þessi mál, þá er vel. Samgöngumálum sveit- anna verður að koma i það horf, að enn sem fyrr geti stór hluti þjóðarinnar unað í skjóli hins ferksa fjalla- faðms og mjúkri móður- mold gróðursælla byggða. Þá munu einnig þaðan liggja andlegar lífæðar þjóð- arinnar. Úr Dölum Mig hefir oft furðað á, hvað mikill menningarbrag- ur er á Saurbæingum á mörg um sviðum. Efalaust má að nokkru þakka það, að þeir! höfðu, um langan tíma, fjöl- sóttan búnaðarskóla í, sveit sinni, þann fyrsta hér á landi. Og félagslyndi virð- ist þeim vera í blóð borið. Þeir halda þar ’uppi mjög líflegum félagsskap. Þar er kvennfélag með miklum blóma og söngfélag sem löng um hefir verið sveit sinni og héraði til sóma. Leikfélags- starfsemi um margra ára skeið. Hefir leikfélag þeirra, ferðast í önnur héruð og sýnt leiki við góða dóma t. d. ferð ast út í Stykkishólms og sýnt þar leik við prýðis undirtekt ir. Kirkjukór þeirra tók þátt í för þeirra kirkjukóra Dala- manna, sem fór í söngförina til Akranes síðastl. haust og söng þar og sýndi, söngyfir- burði undir stjórn síns ágæta söngstjóra, prófasts séra Pét- urs Oddssonar frá Hvammi. Kór þeirra Saurbæinga hefir áður, frá upphafi átt ágætan sörtgstjóra, sem er hr. Mark- ús _Torfason kaupfélagsstj óri. Ég var á ferð um Dali, vest ur við Gilsfjörð í Saurbæn- um nú um fyrstu helgi í júlí mánuði. Þeir Saurbæingar fFramhald á 7. slðul. Sigurður Vigfússon hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um trúmál: „Er ég las grein félaganna, Þ Stephensen, stud. theol. og Sig Guðjónssonar, stud. theol. í Tím anum, datt mér í hug stærðin á honum Golíat gamla. Það er serr. sé engir, smáræðis hæð, sem þessii guðfræði-nemar reyna að birtast í í greinarkorni sínu. Einkum er það þó tvennt, að mér viroist, sem þei' helzt reyna að stækka sig með. Hið fyrra: Grísku þekking, hið síðara algjörleiki þekkingar án bókstafs- ins. Lesarinn getur vitanlega sjálf ur gjört það upp við sig, hvorú munu sterkari í frum-málum Ritn ingarinnar, þessir skólapiltar, eða þeir Haraldur Níelsson prófessor os Jón Helgason biskup, en það voru þeir tveir, sem fyrst og fremst — fyrir íslands hönd — unnu að enri urskoðun nýjustu Biblíuþýðingu okkar úr frummálunum. Svo er það þetta með bókstaf- inn. Fyrir stuttu ræddu stúdentar handritamálið. Sammála munu þeir hafa verið um endurheimt þeirra. Merkiiegt að þessir miklu fræðimenn Tímagreinarinnar skyldu ekki reyna þar að sýr.a fram á, hve verðiaus þau væru, þessi lélegu blöð með afarfornum bók- stöfum að innihaldi. Gaman væri að vita, hve marg- ar námsbækur, þeir samherjarnir hefðu lesið á menntabraut sinni, án þess að þurfa að nota bókstaf- inn til að n.á árangri í þekkingu sinni. Eða skyldu þeir aldrei hafa orðið varir við vald bókstafsins við prófborðið. Einu sinni heyrði ég prófessor kvarta yfir því, að til væru stúd- entar, sem settust í guðfræðideild, án þess að þeir vissu hve mörg væru sakramentin í Lúterskum sið. Máske hefir það verið vegna þess að þeir hinir sömu hafi ekki talið þörf á því að trúa „bókstaflega". ÞaS má spyrja: Hvaða þýðingu hafa milliríkjasamningar, viðskipta samningar, kaupsamningar, leigu- samningar o. s. frv., ef ekki er tekið mark á þeim bókstaflega? Sé bók- stafurinn marklaus, hvers virði er þá samningsgjörðin? Með bókstafn um, eru einstakar greinar og á- kvæði sett upp til að móta heild þeirra viðfangsefna, sem aðila varð ar í samskiptum sínum. Hvor er af réttlátum dómara talin betri viðskipta aðili, sá sem virðir bók- stafinn og þannig uppfyllir ákvæði samningsins, eða hinn, sem brýtur samninginn með því að svíkjast um að fullnægja þeim ákvæðum, sem bókstafurinn gefur óskoraða heimild til að krefja um? Hver heil vita maður veit hið rétta svar í þessu efni. Nú er það svo, að Guð hefir gjört við oss mennina sáttmála, og er sá sáttmáli birtur með bókstöfum, er sýna glögglega-skyldur vorar við Drottinn, og afstöðu Hans til vor svo ekki verður um villzt. „Komið nú og eigumst lög við, segir Drott- inn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvitar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skuiu þær verða sem ull Ef þér eruð auðsveipir og hlýðn- ir, þá skuluð þér njóta landsins gæða, en ef þér færist undan því og þverskallizt, þá skuluð þér verða sverði bitnir, því að munnur Drott- ins hefir talað þaö“.... „Ef þér standiö stöðugir í orði mínu, þá eruð þér, sannarlega lærisveinar mínir, og múnuð þekkja sanníeik- ann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa". (Jes. 1, 18-20: Jóh. 8, 31.) Að vera „bókstafstrúarmaður“ — hvað Ritninguna snertir — er að vera kristinn maður. Ég vil spyrja þessa ungu menn: Hvor upphefur sjálfan sig, sá sem játar sig óverðugan og biður Guð um náð, eða hinn sem afbiður náð- ina og skoöar sig þó verðugan? Það hefir víst ekki verið nein til- viljun, að það var viss tegund guð- fræðinga, sem Jesús sagði við: „Þér höggormar, þér riöðru-afkvæmí, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis". (Matt. 23, 33.) I j Óskandi væri að sem flestir færu að ráðum g’uðfræði-nemanna um það að lesa Nýjá Testamentið, þar mundu lesendurriir sjá — meðal jannars — skrifað: „Því að svo elsk ‘ aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, . sem á hann trúir, glatist ekki, held | ur hafi eilíft líf. Því að ekki sendi I Guð soninn í heiminn, til þess að ! hann skyldi dæma heiminn, heldur j til þess að heimurinn skyldi frels- í ast fyrir harin. Sá, sem trúir á, ! hann, dæmist ekki, sá sem ekki ! trúir er þegar dæmdur, því að hann hefir ekki trúað á nafn Guðs-son- arins eingetna“. (Jóh. 3, 16-18.) „Sá, sem ekki trúir, mun fyrir- dæmdur verða“. (Mar. 16, 16.) „Og dauðanum og helju var kastað í eldsdikið, þetta er hinn annar dauði, eldsdíkið. Og hver sem ekki fannst ritaður í lífsins bók, honum var kastað í eldsdíkið". (Op. 20, 14-15.) „Því að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er ei- líft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottin vorn“. (Róm. 6, 23.) Satt sagt, verð ég að trúa, að inni hald greinar guðfræði-nemanna birtist í henni sjálfri „bókstaflega“ en það veröur hins vegar til þess að sanna mér það, að þeir eigi ekki einu sinni „spannar“-langa þekk- ingu í kristinni guðfræði. Eg held því, að dr. O. Hallesby sé algjörlega óhætt enn.“ Sigurður hefir lokið máli sínu. Starkaður. * L O K A Ð 4 vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 4, ágúst. ♦ Efnalaugin LINDIN h.f. FOÐURVÖRUR BLANDAÐ HÆNSNAKORN MAÍSMJÖL HOMINY FEED Fyrirliggjandi. ' Cfflert tíriátjánMch Cc. Lf l ♦ 4 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.