Tíminn - 03.10.1953, Síða 6

Tíminn - 03.10.1953, Síða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 3. október 1953. 223. blaff. &W)J PJÓDLEIKHÚSID Einhalíf Auglýst sýning í kvöld fellur nið ur vegna veikinda eins leikand ans. Seldir aðgöngumiðar að sýningu sem féll niður s. 1. fimmtudag og sýningu, sem fell ur niður í kvöld, verða endur- greiddir í aðgöngumiðasölu. Koss í Uaupbœti Sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20. Tekið á móti pöntun- um. Símar 80000 og 8-2345. SiúlUa tírsins Hin bráðskemmtilega söngva- og gamanmynd i eðlilegum lit- um, sem lilotið hefir miklar vin sældr. Eobert Cummings Joan Gaulfieltl. Sýnd kl. 9. Dverejarnir oj/ Frts ii* sh ófjtt-Fi m Hörkuspennandi og viðburðarík í frumskógamynd úr framhalds- sögunni um Jungle Jim og dverg eyna. Johnny Weissmuller, Ann Savage. Sýnd kl. 5 og 7 NÝJA BÍO Syntluga koaiau (Die Sunderin) Ný, þýzk, afburðamynd, stór- brotin að efni, og afburðavel leikin. Samin og gerð undir stjórn snillingsins Willi Forst. Aðalhlutverk: Hildigard Knef, Gustaf Fröiich. Danskir skýringartextar. Bönnuð börnum yngri en 16 6ra Sýnd kl. 7 og 9. Entlaltms Mátur Sprenghlægileg grínmynda- syrpa með allra tíma frægustu skopleikurum. Charlie Chaplin, Harald Hovd, Buster Keaton o. fl. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Ævinlýraeyj a u (Road to Bali) Ný amerísk ævintýramynd í Ut- um með hinum vinsælu þre- menningum í aðalhlutverkun- um: Bing Crosby Bob Hope Dorothy Lamour Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI — Brú&arkýóllinn Sýnd vegna f jölda áskorana kl. 9. f útlentlingaher- svcitinni Spennandi mynd með ABBOTT og COSTELLO Sýnd kl. 7 Sími 9184. AUSTURBÆJARBÍO Vaxmyntlasafnið Þrívíddar-kvikmyndin. (House of Vax) ' Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Vincent Price, Frank Lovejoy, Phyllis Kirk. Engin þrívíddar-kvikmynCr, sem sýnd hefir verið, hefir hlotið eins geysilega aðsókn eins og þessi mynd. Hún hefir t. 1. verið sýnd í allt sumar á sama kvik- myndahúsinu í Kaupmanna- höfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. GAMLA BÍÓ Úrabelyur (The Happy Years) Skemmtileg og Jjörug amerísk gamanmynd í eðlilegum litum um ævintýri skólapilts. Dean Stockwell, Scotty Beckett, Darryl Hickman. Mynd jafnt fyrir unga sem gamla. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Birana Devil 3-víddarkvikmyndin Fyrsta 3-víddarkvikmyndin, sem tekin var í heiminum. Myndin er tekin í eðlilegum litum. Þér fáið ljón í fangið og faömlög við Bar böru Britton. Aðalhlutverk: Robert Stack, Barbara Britton, Nigel Bduce. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. Hækkað verð. HAFNARBÍÓ OlnboyabarniS (No Place for Jennifer) Hrífandi ný brezk stórmynd, um barn fráskyldra hjóna, mynd, sem ekki gleymist og hlýtur að hrífa alla, er börnum unna. Aöalhlutverk leikur hin 10 ára gamla Janette Scott ásamt Leo Genn, Rosamund John. Sýnd kl. 5, 7 og 9. >♦♦♦♦♦♦♦♦ Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. Sími 7236, Jon í fíraíli (Framh. af 4. síðu). ekki við hendina, nema að- eins fá kvæði. En ef úr því verður, að Jón fáist til að gefa út ljóðabók, þá munu margir fagna því, ekki sívt samsýslungar hans, bæði heima í héraði og þeir, sem búsettir eru annars staðar. Mun þar gefast tækifæri til að rifja upp margt af þeim hrífandi kvæðum, sem Jón hefir flutt við hin ýmsu tæki- færi. Þar munu einnig gefast færi á að kynnast ýmsum öðr um þáttum í kveðskap Jóns, engu síður sérkennilegum og eftirtektarverðum, heldur en þeim þáttum, sem þegar eru kunnastir. Þrátt fyrir nokkurn aldur er Jón vel ern og gjörsamlega í fullu fjöri andlega — enda held ég að hann hafi aldrei ort betur en hann hefir gert hin síðustu ár. — Ég lýk svo þessu greinarkorni með þvi að óska Jóni vini mínum góðs ævikvölds — og vona að hann megi lengi enn yrkja og tala, samferðamönnum sínum á lífsleiðinni til gleði og upp- byggingar. Kristján Friðriksson. Á víðavangl (Framh. af 5. síðu). kommúnista um stjórnar- myndun“. Ástæða er til þess að halda, að Alþýðublaöiö bæri ekki ofangreindar spurningar fram að tilefnis lausu, því að fiokkur þess tók þátt í ofangreindum viðræðum og gat því fylgzt með þeim tilboðum er Sjálfstæðismenn gerðu kommúnistum. Þaö eru því fleiri en rit- stjóri AlþýÖublaÖsins, sem hafa áhuga fyrir því, að Mbl. upplýsi, hvort framan greindar spurningar hafi við einhver rök að styðjast og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ætlað að leggja þau völd í hendur kommúnist- um, sem gefið er í skyn með spurningunum. Erlent yfirlit (Framhala af 6. Bíðu)- istar voru áður búnir að hafna Nokkrir atburðir aðrir hafi þó gengið vesturveldunum í óhag, eins og framleiðsla vetnissprengjunngr í Sovétríkjunum, stjórnmálaleg upplausn í Frakklandi og á Ítalíu og aukin ágreiningur vesturveld- anna á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir þetta, hafi atburðarásin samt ótví- rætt verið hagstæðari vesturveld- unum og því sé nú tilvalið fyrir þau að fylgja þessum ávinningi eftir með auknu frumkvæði í friðarmál- unum. (» o o o o O O o o o o MARGARET WIÐDEMER: UNDiR GRÆNUM PÁLMUM Eyja skelfingamaa 78. Notið Chemia Ultra- sportkrem. — j sundurgreinir] sólaroliu og Ultrasólarolía sóiarljósið þannig, að hún eykj ur áhrif ultra-fjólubláu geisl-| anna, en bindur rauðu geisl-é ana (hitageislana) og gerir 4 þvf húðina eðlilega brúna, en4 hindrar að hún brenni. —♦ Fæst í næstu búð. f ampcp nt Kaflagnlr — Víðgerðir Rafteikningar Þingholtsstræti 21 Simi 81 556 flóttanum og hvernig Chester hafði komið fram við hana áður en hún flúöi. Hún skýrði það fyrir þeim, að það myndu engir sæludagar verða fyrir hana og barnið, þegar Chester kæmi heim, er hann væri nú til allra gæfu að verzla með þræla á íjarlægum eyjum. j Næsta dag voru bréfin send með eintrjáningum til fjög- urra næstu eyja. Og því var lofað, hverjum róðrarmanni, að hann skyldi fá grís að launum, þegar hann kæmi til baka. j „Varðbáturinn mun ekki' koma hingað fyrr en þarf að skjóta. Og það munu líða tveir mánuöir, þar til von er á honum hinga í eftirlitsferð", sagði Vaimai. „En þeð er nægur tími til að skrifa önnur bréf. Þá mundi báturinn koma strax“. I „Ég skrifa ekki fleiri bréf“. I I j Á meðan þær biðu úrslita var Laní næstum ofsakát. Hún vissi af hverju það stafaði. Hún haföi það lengi verið í víti, að nú, þegai hún taldi sig sjá fyrir endann á því, fannst henni allt vekja sér kæti. Þegar hún var einu sinni orðin frjáls, og barni hennar var örugglega borgið, gat svo ! farið að hún yrði ekki hamingjusöm lengur. Og vissulega var hún sannfærð um það, að hún gat aldrei gleymt Mark, eins lengi og hún lifði. En samt ætlaði hún að reyna það. Af því hanp hafði gleymt henni ætlaoi hún að reyna það. Hún vissi að hann hafði einnig reynt að gleyma henni, og því hafði honum heppnast það, að því er hún taldi. Og menn áttu betur með slíkt, hugsaði hún. „Þeir fá fleiri tækifæri upp í hendurnar“, sagöi Laní við sjálfa sig og brosti. Hún hafði öðzlast mikla vitneskju um karlmenn af samvistum sínum við Chester. „En Miles verður að skipa efsta rúmið“, sagði hún, þar sem hún stóð við litlu vögguna hans við rúm hennar. Hún tók hann upp úr vöggunni og kyssti rjótt og lítið andlit hans, en hann lét sig engu varða hvað fram fór. „Haltu honum þétt að þér, þétt, þétt að þér, því hann er þaö eina, sem þú færð“, sagöi rödd hið innra með henni, og hún hló við þessar hugsanir. Og hver mundi óska sér meira? „En ég vil fá meira. Ég vil geta gleymt Mark“, sagði hún. „Aðr- ar konur gleyma, þaö ætla ég líka að gera. Og er ekki Litsí hamingjusöm þótt þetta sé fimmti maðurinn hennar“. Dagarnir liðu, hægir og hljóðir hjá. Himinnlnn óendan- legur og síblár. Spruðl í bárum hafsins, sem voru þó afar kurteisar við ljósan fjörusandinn. Og barnið var hjá henni, það barn, sem hún elskaði því heitar, því lengra sem leið frá fæðingu þess. Ekki mátti gleyma innlenda fólkinu. Það skríkti í einfaldleik sínum, hálfgerð börn að hálfu leyti, lausbeizlaðir náttúrukraftar, sem dáðust áð henni og því mannsbarni, sem var írumburður hennar. Og einmitt þann dag, sem hún hafði gleymt að horfa út yfir hafið að bíða tíðinda af för ræöaranna, kornu þeir göslandi upp í fjöruna og lögðu leið sína rakleitt til Litsí, brosandi og hressir eftir förina. Þegar þeir komu til inn- lenda trúboðans höfðu þeir fyrst orð á því, að þeim hefði verið lofað grísum. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja. Þeir höfðu skilað bréfunum í hendur trúboðanna á eyjun- um, sem þeir fóru til. Þeir svöruöu spurningum Laní greið- lega. Þeir hermdu að trúboðarnir og trumburnar segðu að Dayspring væri væntanleg til stöðvar Litsí innan tíu daga, eí ekki kæmi þá eitthvað fyrir, sem tefði, svo sem breytt veður eða annað. Laní reyndi að telja sér trú um að hún væri ekki að bíða eftir því að skipið kæmi, en henni var það ómögulegt, því koma skipsins voru með mestu tíðindum, sem urðu þarna á eyjunum. Þessir tíu dagar urðu erfiðir, en þeir liðu þó og ekki kom skipið. Svo tókst henni að gleyma því, að það hafði ætlað að koma til eyjarinnar. Hún sætti sig viö það að gæfan hafði snúið við henni bakinu. Hún haföi einmitt gleymt þessu öllu þann morgunn, er hún sat úti á veröndinni ásamt Vaimai, og heyrði allt í einu að nokkrir unglingar stukku niður í fjöru og hrópuðu. „Bátur, bátur“. Laní stökk á fætur og flýtti sér á eftir hópnum. Hún hljóp svo hratt, að hún hafði nðestum náð þeim síðustu. Eins og alltaf, þá fylgdi Vaimai fast á hæla henni og hélt á barninu í fang- inu. Laní horfði út yfir hafði og hún fann að hún var með hjartslátt. Hún óskaði þess heitt að það liði ekki á löngu, þar til það kæmi í ljós hvert heldur þetta var Dayspring eða skip Chesters. Það var hvorugt þeirra. Þetta var varöbáturinn og kom- inn löngu á undan áætlun. Hún greip andann á lofti um leið heyröi hún ókennilegt hljóð rétt hjá sér — það var niðurbældur hlátur Vaimai. „Ég sendi eftir honum“, sagði Vaimai, þegar Laní sneri sér að henni. „Sendir þú“?, Laní starði á hana. „Það var mjög einfalt, ég get svolítið skrifað. Chester kenndi mér það, skömmu eftir að hann keypti mig. Það var að sumu leyti til skemmtunar og að sumu leyti til gagns“. „Vaimai, þú hefii logið að mér og ég get aldrei fyrirgefið þér það“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.