Tíminn - 09.10.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 9. október 1953. 22S, blað. &m)j AUSTURBÆJARBÍÓ ? íslcudingaþættlr HÓDLEIKHÚSID í’ Kíþss í kaupbœti " ‘ Sýning í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20. Símar 80000 og 82345. Maðiir í myrkri Ný þriðjuvíddar kvikmynd. Skemmtileg og spennandi með hinum vinsæla leikara Edmond O’Brien. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. NÝJA BÍÓ Syudug'a konan Þýzka stórmyndin, sem allir, er séð hafa, dást að. Sýnd kl. 7 og 9. Allra síðasta sinn. Ktifoöusk rttmfoa Hin svelfjöruga músíkmynd með Dezi Arnas og hljómsveit. Aukamynd: Gagnkvæma Ör- yggisþjónusta Sameinuðu þjóð- anna. — Mjög athyglisverð mynd með íslenzku tali. Sýnd ld. 5. TJARNARBÍÓ Harðjaxlar (Crosswind) Ný, amerísk, mynd í eðlilegum litum, er sýnir ævintýralegan eltingaleik og bardaga við villi- menn í frumskógum Ástralíu og Nýju Guineu. Aðalhlutverk: Jolin Payne Rhonda Fleming. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI — Æ vintýr aey j a 11 Ný amerísk ævintýramynd í j litum með hinum vinsælu þre- menningum í aðalhlutverkum, Bing Crosby, Bob Hope, Dorothy Lamour. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. «JŒWE>5-*- -- ■«i Þúsundir vita, að gæfan fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Margar 1 gerðir fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfu. Gertsí ráskrifendur a& <7, . Jti imanutn Veixm^ntlastiiniiS Þrívíddar-kvikmyndin. (House of Vax) Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Vincent Price, Frank Lovejoy, Phyllis Kirk. Engin þrívíddar-kvikmyntr, sem sýnd hefir verið, hefir hlotið eins geysilega aðsókn eins og þessi mynd. Hún hefir t. 1. verið sýnd í allt sumar á sama kvik- myndahúsinu í Kaupmanna- höfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 g^h. GAMLA BÍÓ Fíekkaðar liendiir (Edge of Doom) Áhrifamikil, ný, amerísk stór- mynd frá Samuel Goldvvyn, er hvarvetna hefir verið sýnd við mikla aðsókn, enda umtöluð vegna óvenjulegs raunsæis og framúrskarandi leiks: Dana Andrews, Farley Granger, Joan Evans, Mala Powers. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum yngri en 16 ára TRIPOLI-BÍÓ Btvtma Ðcvil 3-víddarkvikmyndin Fyrsta 3-víddarkvikmyndin, sem tekin var í heiminum. Myndin er tekin í eðlilegum litum. Þér fáið ljón í fangið og faðmlög við Bar böru Britton. Aðalhlutverk: Robert Stack, Barbara Britton, Nigel Bduce. Sýnd W. 5, 7 og 9. Sala hefst ki. 2 e. h. Hækkað verð. HAFNARBÍÓ Ofiifoogafoarnið (No place for Jennifer) Aðalhlutverk leikur hin ára gamla Janette Scott, ásamt Leo Genn, Rosamund John. Sýnd kl. 9. 10 Brcnnimarkið Afbragðs spennandi og fjörug, ný, amerísk litmynd, er gerist í Kaliforníu, þegar mesta bar- áttan stóð þar um völdin. Richardo Montolban Cyd Cliarisse Sýnd kl. 5 og 7. (Framhaid af 3. síðu). illræmda skerjaklasa fyrir ströndinni, enda var hann jafnan hinn sjálfkjörni for- maður í sjóferð hverri, hversu vel sem skipið var mannað. Hefir og aldrei hlekkst á fari undir stjórn hans. Ekki má ég skiljast svo við þennan aldna vin minn, að ég minnist ekki þess þáttar í störfum hans, sem mér stend ur næst að minnast. Hann var sönghneigður mjög og lærði ungur að leika á hljóðfæri, og var organleikari og for- söngvari í Álftaneskirkju um áratugi, en þá tók við Friðjón sonur hans. Höndin var farin að kreppast 'af að halda um árahlumminn, svo að hann átti ekki lengur auðvelt með að leika, en andinn unni söng og ljóðum til hins síðasta. Fá- ir voru þeir, sem kunnu fleiri lausavísur en Jón á Hofsstöð- um, og var sem honum væri tiltæk vísa við nær hvert tæki færi, er við átti. í sóknarnefnd átti Jón sæti um langt skeið, í hreppsnefnd var hann um áratugi, og lengi oddviti, sæti átti hann og í skattanefnd og sýslunefnd, og ber þetta allt vitni um það traust, sem sveitungar hans báru til hans í félagsmálum öllum. Hér verður nú staðar að nema, þótt margt mætti enn segja um þennan sérstæða merkismann. Hjá honum héld ust í hendur íþrótt og andlegt atgjörvi langt fram yfir meðal lag. Hann verður einn af þeim mönnum, sem mér verða minnisstæðastir þeirra, er mér hafa orðið samferða á lífsleið minni. Nú er Jón Samúelsson lagö ur af stað í síðustu siglinguna sem við verðum öll að leggja út í, hversu litlir sjómenn sem við erum. Ég treysti því, að honum muni ekki hlekkjast á í þeirri ferð, og að þar muni duga honum andans atgjörv- in, þegar íþróttin hrekkur ekki lengur til. Björn Magnússon. MARGARET WEBDEMER: l)N0!R GRÆNUM PÁLMUM Eyja skeifinganna 83. Á víðavaiagi (Framh. af 5. síðu). þeirra. Þetta liefir líka átt sér stað í ríkum mæli. Þess vegna þuVfa reykvískir kjós endur að láta liann missa meirihluta sinn í vetur, svo að tryggt sé, að gerö verði hæfileg „hreinsun“ og nauð synlegar endurbætur á stjórn bæjarins. r7 LJi Gerist áskrifendut ai | 'ímaniim $ t Askriftarsirm 2323 »♦♦♦♦♦ Cemia-Desiníector er vellyktandi sótthreinsandij vökvi nauðsynlegur á hverjuj heimili til sótthreinsunar áj , (munum, rúmfötum, húsgögnum,, , (Símaáhöldum, andrúmslofti o.i I is. frv. — Fæst í öllum lyfjabúð-^ < ium og snyrtivöruverzlunum. inu. Hún heyrði að hann hrópaði í eyra hennar. „Búðu vel |um barnið. Það er ekki öruggt að vera hér lengur. Við verð um að leita til kjallarans“.... Það sem eftir lifði nætur hélzt veðurhæðin sú sama. Það kvein og söng í öllu. Veðurgnýrinn var yfirþyrmandi og inn í milli heyröist er stór tré byltust til jaröar og þegar grjót- iflug skall á húsinu. Hinir innlendu uröu skelfingu lostnir. ] Mark reyndi að sefa þá, sem næstir honum voru, og honum tókst að hafa hemil á þeim. í dögun var storminn farið að lægja, en Mark og hún höfðu engan tíma til að tala saman, því mikið starf var fyr- ir höndum, þvhþað þurfti að hreinsa til. Trúboðshúsið og eitthvað af útihúsunum í kringum það stóð ennþá uppi. | Litsí kom til Laní og sagði henni að flestallir kofar inn- | lendra væru í rústum. Brauöaldinekrurnar voru allar í einu flagi og kókoshnetutrén voru flest rifin upp með rótum. Til j allrar gæfu var heitt um morguninn og hægt var að breiða jblaut föt til þerris, strax og birti. Mark var fljótlega róið út í varðbátinn, en hann vildi vita hvernig liði þar um borö [ eftir óveðrið. ! Undir kvöld var komin nokkur regla á hjá eyjaskeggjum. Brakið liafði verið hreinsaö að mestu. Laní fór inn í húsið til að vera hjá barninu. j Næsta morgun vaknaði hún við það, að barið var á dyrnar á milli herbergjanna. Hann stóð í dyrunum, þegar hún . opnaði. j „Ég vil fá svar þitt.“ j Hún hafði haft tíma til aö átta sig um nóttina, því hún hafði legið andvaka mestan hluta nætur. j „Þótt ég sé fangi þinn, þá verður þú að minnast þess, að ég er kona annars manns. Gjörðu svo vel að loka dyrunum." | Hún hafði gert sér ljóst aö eina leiðin til að fá enda á þetta, var að særa stolt hans. ! „Þetta er nóg,“ sagði hann og hló. „Afsakaðu. Menn missa konur, það liggur í hlutarins eðli. Og þú ert enn fögur, það ' veiztu. Þetta skal ekki koma fyrir aftur.“ Dyrnar skelltust aftur. Þrátt fyrir það, að mjög heitt var í veðri, var henni ís- ;kalt. En þetta var búið og gert. Hún gekk skjálfandi yfir ‘ að rúmi sínu og kastaði sér niður í það. Barnsrúmið var við hlið hennar, en nú gat hún ekki leitað huggunar í því að 1 gæla við drenginn. Hann myndi vaxa og verða fullorðinn ' maður. Máske kynni að fara svo, að hann myndi hata hana | og særa hana. Hún lá þarna á grúfu í rúminu og reyndi að j j afna sig. Það leið nokkur stund, en svo fór henni að líða betur. Hún vissi ekki vel hvað tímanum leið, en hún hrökk við að heyra hrópað fyrir utan húsið. Húri heyrði að einhver kallaöi: „Bátur, bátur.“ Mark gekk út úr herbergi sínu og yfir veröndina. Hún vissi nú, að hann hlaut að hafa legið hreyfingarlaus hinum megin við vegginn, allan þennan tíma. Þetta myndi taka enda nú, fljótt, fljótt. Guð. Hún vildi ekki fara út til að sjá hvaða bátur þetta var. Svo heyrði hún að Litsí sagði ein- hvers staðar: „Ó, þetta er frú Paton. Ó, þetta er Dayspring, Dayspring.“ Laní stökk á fætur og hraðaði sér á móts við frú Paton. Hún stanzaði skammt frá húsinu og virti frúna fyrir sér, þar sem hún kom eftir tröðinni, gangandi eins og hún væri aö ganga eftir götu í litlu skozku þorpi. Hún tók eftir því, að maðurinn, sem fylgdi henni, var ekki Paton sjálfur, held- ur minni maður, vel rakaður og í hvítum og hreinum föt- um. Þaö var Jack Chester. Svo að Chester var kominn með trúboðunum. Það var ekkert annað að gera fyrir hana í augnablikinu en standa kyrr, þar sem hún var komin og bíða átekta. Frú Paton hljóp til hennar vot í augum og svo hvíldu þær í örmum hvor annarar. „Ó, vesalings stúlkan mín,“ sagði frú Paton. „Vesalings stúlkan mín. Megi herrann vera okkur náðarsamlegur. Megi hann bæta fyrir allt, og létta af öllum sorgum, elsku stúlk- an mín. Og mundu, að þau eru hamingjusöm á himnum.“ „Halló,“ sagði Chester. „Hvað segið þér um að lofa mér að komast að.“ Og svo var hún í örmum hans og hann þakti andlit hennar í kossum, sem hún reyndi að umbera eftir beztu getu. Leiktu. Haltu áfram að leika. Þessu verður lokið innan tíðar. „Fjandans ólán, snotra,“ heyrði hún að hann var að segja. Vitanlega frétti ég af því öllu saman. Þú getur ekki haldiö neinu leyndu fyrir trumbunum. En þú hefðir ekki átt að flýta þér svona í burtu. Þú sérð nú hvað það hefir kostað. Barnið kom einum mánuði fyrir tímann og svo lentir þú í þessum ósköpum á Erromangan. Og hvar er svo drengurinn? Frú Paton hafði hlaupið á undan þeim. Hún kom nú til baka með barniö í fanginu og rétti Chester það. Chester hossaði honum og Miles fór aö gráta. „Þú hefir góð lungu, karlinn," sagði Chester. Trumburnar sögðu að það hefði verið snjallt af þér að vera svona bráður á þér aS koma mánuði fyrir tímann. Og sagt er að ég sé svona inn- réttaður líka. Alltaf einum of fljótur.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.