Tíminn - 28.10.1953, Page 5

Tíminn - 28.10.1953, Page 5
244. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 28. október 1953. 5 Mi&vthuei. 28. oht. Við iok fjár- skiptánna Ef allt fer að vonum, má telja að lokið hafi á þessu landi einum athyglisverö- asta þætti í sögu íslenzks landbúnaðar, fjárskiptun- um vegna mæoiveikinnar. Hafa þá alls verið fluttar inn í fjárskiptasvæðin um 180 þúsundir sauðfjár síðan fjárskiptin hófust. Sú tala mun hækka nokkuð á næsta hausti, því að nokkuð vantar á að síðasta fjárskiptasvæð- ið, milli Rangár og Mýrdals- sands, hafi í haust fengið þá fjártölu, sem því ber að lög- um. En alls hafa nú frá önd ,veröu verið greiddar um 90 millj. kr. af opinberu fé vegna fjárskiptanna. Kemur þá margt fleira til en sjálf fjárskiptin, svo sem uppbót- arstýrkir, girðingar, eftirlit o. fl., þegar með er talið það, sem ætla má, að greitt verði á þessu ári. Mæðiveikinnar varð fyrst vart, í Borgarfirði syðra vet- urinn 1934—35, en garnaveik innar og þingeysku mæði- veikinnar nokkru síðar. Fyrsta tilraunin til fjár- ski'pta til útrýmingar mæöi- veiki var gerð á Uggstaða- nesi í Vestur-Húnavatns- sýslu árið 1937. En lengi hik- uðu menn við að grípa til svo róttækra og dýrra að- gerða, enda stóöu lengi von- ir til þess að takast mætti að vinna bug á veikinni með lækningum eða úrvali lítt næmra fjárstofna. En árið 1941 voru fjárskiptalögin sett á Alþingi, og það ár voru höfð fjárskipti í Reykjardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Má segja, að þar væri einig um tilraun að ræða, því meira var ekki að gert næstu árin. En árið 1944 áttu bændur í Kelduhverfi og Suður-Þing- eyjarsýslu framkvæmd að þvi, að höfðu voru þá um haustið sameiginleg fjár- skipti í nokkrum hreppum milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts. Þetta voru fyrstu fj árskiptin, sem veru- lega munaði um. Með þessu var ísinn brotinn og stefnan ákveðin til frambúðar. Síð- an hafa fjárskiptin farið fram árlega á stórum svæö- um, fyrst norðan og vestan á landinu og nú síðast á Suö urlandi. Hafa því aðal fjár- skiptin tekið rétt 10 ár. Má segja að þessi mikla og ein- stæða framkvæmd hafi tek- ist betur en jafnvel bjart- sýnustu menn gerðu sér von ir um. Hefir í því sambandi að sjálfsögðu reynt mjög á framsýni, dugnað og skipu- lagshæfileika, þeirra er fyr- ir framkvæmdunum hafa staðið: Má þar til nefna fjár skiptanefndir í héruðum, og þá, er fjárkaup hafa annast, flutninga á landi og sjó, að ógleymdri sauöf j ársj úkdóma nefnd, er haft hefir á hendi meðferð þessara mála og f ramkvæmdastj óra hennar, Sæmundi Friðrikssyni, sem staðið hefir fyrir þessum framkvæmdum í heild allan tímann. Má það nærri furöu gegna, hve hljótt hefir verið um þetta mál og aðfinnslu- lítið, svo margan vanda, sem þar hefir að höndum borið. í héruðum á austanverðu ERLENT YFSRLIT: Frederika Grikkjadrottnin Síjérsisðsai ®g íiyggm kona, sem , treyst konimgdómiam í sessi Iieflr Bandaríkjamenn eru sjálfir laus- ir við konung og allþ sem honum tillieyrir, on samt sem áður þykja það veruleg tíðindi, þegar konung- ur eða konungborið fólk kernur í heimsókn til Bandaríkjanna. Gild- ir þetta alveg eins, þótt smáríki eigi í hlut. Hins vegar þykja það ekki nein tíðindi, þótt forseti ein- hvers erlends rikis komi þangaö, nema um sé að ræða mann, sem verulega hefir komið við sögu í al- þjóðamálum og hefir því meira til að bera en lorsetatignina eina. Þannig á konungadekrið enn sterk- ar rætur hjá þjóð, sem aldrei hef- ir búið Við konungsstjórn síöan hún varð sjálfstæð, og gildir svo um fleiri þjóðir, sem líkt er ástatt um. Veldur þar sennilega mestu um, að yfir konungdóminum hvílir sögulegur Ijómi og virðuleiki, sem aldrei verður hægt að skapa um ijðræðislega kjörna embættismenn eins og forseta. Þess vegna halda þessar þjóöir áfram á vissan hátt að líta upp til konunga og konung- borins fólks, þótt þær búi ekki leng ur við konunglega stjórn. Innan skamms eiga Bandarikja- menn von á konunglegri heimsókn, sem þykir líkleg til að vekja veru- lega athygli þar i landi. Grísku kon ungshjónin eru væntanleg þangað í opinbera heimsókn. Af skrifum amerískra blaða virðist helzt meg'a ráða, að konungurinn muni hverfa í skugga drottningar sinnar að þessu sinni. Páll Grikkjakonung- ur þykir þó mjög’ sæmilegur þjóð- höfðingi. Miklu meira orö hefir þó farið af konu hans, Frederiku drottningu, og því gera amerísku blöðin sér nú miklu tíðræddara um hana. 1 Ætt cg uppeldi. i Bæði eru þau konungshjónin í ætt viö ensku konungsfjölskylduna. ' Langa-langafi Frederiku drottning : ar stóð næstur til ríkiserfða í Bret- landi áðpr en Victoría drottning , eignaðist afkomendur. Hann varð siðar konungur yfir Hannover, þýzku smáríki, en yfirráð þess gengu úr höndum ættarinnar um ! 1870 vegna deilu við Prússakon- ung. Deila ættarinnar við prúss- 1 nesku konungsættina jafnaöist ’ ekki fyrr en einn prins Hannover- ættarinnar giftist dóttur Vilhjálms , II. Þýzkalandskeisara. Þau hjón , eignuðust fyrstu dóttur sína 18. , apríl 1917 og hlaut hún nafnið Frederika Louise Thyra Victoría Margarita Soffía Olga Cecilía Isa- bella Christa, prinsessa af Hann- over, Stóra-Bretlandi og írlandi og hertogaynja af Brunswich og Luneburg. Nú er hún Frederika Grikkjadrottning. Skömmu eftir fæðingu hennar hrundi þýzka keisaradæmið til grunna. Afleiðing þess varð m. a. sú, að foreldrar Frederiku dvöldu eftir það lengstum í Austurríki. Sautján ára gömul var Frederika send að heiman til menutunar, fyrst til Englands og síðan til ítaliu. Þar-gekk hun á kvennaskóla í Floi'ens. Hún fékk strax á sig mikið orð fyrir gáfur og skemmti- lega framkomu. Fjörkálfur var hún hinn mesti og kappsöm, svo að orð var á gert. Á þessum árum var Hitler að festa sig í sessi i Þýzka- landi, on landvinninc astefna hans þó ekki fullkomlega komin í Ijós. Frederika og ættmenni hennar flest fylgdu lronum þá að málum. Það stafaði þó ekki af því, að þau væru nazistar, en hins vegar voru þau eindregnir þýzkir þjóðernis- sinnar og bundu við Hitler vónina um þýzka endurreisn. Hjónaband og hrakningar. Frederika lét af skólanámi sínu 1936 og giftist tveimur árum seinna Páli krónprinsi Grikkja. Þau höfðu þá verið kunnug um nokkurt skeið og segist Frederika hafa orðið ást- fangin af honum við fyrstu sýn, þótt hann væri 16 árum eldri. Páll er líka hinn myndarlegasti maður í sjón. Eftir giftinguna setust þau Páll og Frederika að í Grikklandi, en Georg- bróðir Páls hafði þá nýlega tekið við konungdómi í annað Sinn. Tekjur konungsættarinnar vorv mjög takmarkaðar og urðu þau Páll og Frederika að lifa mjög sparlega. Frederika vann sér fljótt orð sem stjórnsöm húsfreyja og næi'gætin móðir, en þau hjón eign- uðust tvö börn fyrstu tvö árin cft- ir giftinguna, dóttur á)g son. Nokkru síðar eignuðust þau dóttur. Haustið 1940 hófu ítalir árás á Grikkland og voru þá margir, sem tortryggðu Frederiku vegna hins þýzka ætternis hennar. Hún sýndi hins vegar fljótt, að hún mat hags- rnuni hins nýja föðurlands síns rneira. Hún tók að sér að stjórna kvennasamtökum, er söfnuðu föt- um handa hernum, og varð svo vel ágengt, að hún varð fræg fyrir. Seinna hefir verið sagt, að í styrj- öldinni við ítali, hafi Grikkir eign- azt tvær þjóðhetjur, Papagos hers- höfðingja og Frederiku krónprins- essu. Vorið 1941 komu Þjóðverjar ít- ölurn til hjálpar. Þeir brutu hina frækilegu mótspyrnu Grikkja strax á bak aftur. Konuiigsfjölskyldan tók þann kost að flýja land og settist fyrst að í Egyptalandi, en síðan í Suöur-Afríku. Eftir stríðs- lokin liélt hún heim. Georg kon- ungur lézt hálfu árí eftir heimkom- una. Hann var ókvæntur og’ barn- laus. Páll tók þvi við konungdómi eftir fráfall hans og Frederika varð drottning Grikklairds. Konungdónnirimi treystur í sessi. Margir höfðu spáð því, að kon- ungsstóllinn yrði valtur í Grikk- FREDERIKA landi eftir fráíail Georgs. Páll hafði fram að þessu lítið gert til þess að afla sér vinsælda og lítt gefið sig að opinberum störfum. í eðli sínu eru Grikkir líka meira Iýðræðismenn en konungsmenn. Grísku konungarnir hafa því jafn- an verið valtir í sessi. Konstantin- us, faðir þeirra Georgs og Páls, missti konungdæmiö tvisvar sinn- um og Georg líka tvisvar sinnum. Konungssaga Páls þótti líkleg til þess að vei'ða á svipaða leið. ! Það eru nú sjö ár síðan Páll var til konungs tekinn og er' það nú flestra álit, að konungsstóllinn sé öllu traustari en hann hefir , nokkru sinni verið. Páll hefir reynzt rnjög athafnasamur og al- þýðlegur konungur. Hann hefir ferðazt mikið um landið og látið hvers konar hjálparstarfsemi og viðreisnarstarfsemi til sín taka. Þá hefir kona hans verið enn ötulli, enda sagt, að það sé hún, er mest hafi hvatt Pál til starfa. Hylli henn ar er líka enn meiri en konungs- . ins, enda framkoma hennar slík, 1 að hún hænir fólk að sér. Hún er alþýðleg og frískleg og kann flest- ! um betur að koma fyrir sig oröi. Hún er eftirsóttur geslur sjúkra og hrjáðra, því að sjaldan brestur hana hughreystandi orð. Sem dæmi um þaö er nefnd eftirfar- | andi saga: Drottningin heimsótti hermannaspítala. Einn hermann- ; anna hafði hlotið sár á andlitið og barmaði sér mjög yfir þv£, að hann yrði svo Ijótur, að fólk myndi fælast hann. Drottningin laut þá niður að honurn, horfði í augu hans nokkra stund og sagði: Mað- ur með jafn falleg augu og þú getur aldrei orðið ljótur. Opinská við blaðamenn. Frederiku drottningu er ekki að- eins vel lagiö að tala viö alþýðu rnanna. Hún þykir heppilegri til að tala máli lands síns við erlenda valdamenn en nokkur fulltrúi Grikkja annar. Slíkir menn, sem hún hefir rætt við, ljúka allir upp einum munni um gáfur hennar og slyngan málflutning. Henni er jafn lagið að halda uppi léttum samræöum og alvarlegum. Og oft- ast lýkur þeim samræðurn þannig, að hún er búin að vinna á band sitt þann eða þá, sem hún hefir talað við. Frederika kann vel að umgang- (Framhald á 7. síðu.) landinu, þ. e. frá Jökulsá á Fjöllum að Mýrdalssandi, hefir mæöiveikin aldrei kom ið svo aö vitaö sé. En á mikl um hluta þessa svæðis hefir garnaveikin veitt landbúnað inum þungar búsifjar. Ekki hefir verið tal- ið að fjárskipti kæmu að gagni til útrýmingar garnaveiki, og má því segja, að barátta bænda viö þá plágu hafi lengi veriö von- lítil. Nú eru hinsvegar nokkr ar -líkur til þess, aö bólusetn ing sú, sem hafin var á lömb um haustiö 1951, muni bera árangur. Sé svo, er þess aö vænta að komið verði í veg fyrir stórfeldan fjármissi af völdum veikinnar, þegar hinn óbólusetti hluti fjár- stofnsins er úr sögunni. Er þá það verkefni fyrir hendi að losna við óbólusetta féð á sem allra skemmstum tíma og setja á lömb í staðinn og bæta sér upp þá fjárfækkun, sem oröið hefir — eftir því sem fóðurbirgðir leyfa. Til þess að greiða fyrir þessu, hefir uppeldisstyrkur nú ný- lega verið aukin til muna. En fleira mun þurfa til að koma, ef búskapurinn á ekki aö biða varanlegan hnekki, og þaö því fremur sem í þessum sveitum flest- um er á lítið annað að treysta en sauöfjárbúskapinn. í seinni tíð hefir sauðfé eins og að líkum lætur farið mjög fækkandi í landinu. En ef svo reynist sem vonir standa til, að tekist hafi að mestu að vinna bug á fjúr- pestunum, má gera ráð fyr- ir, að fé taki aftur að fjölga á næstu árum. Mætti þá svo fara að sauðfé yrði fljótlega aftur álíka margt og það var fyrir 20 árum. Samkvæmt hagskýrslum var sauðfjár- eignin þá um 730 þúsundir, en var komin niður í 400 þús. eða því sem næst, er fæst varð. Er þess þó jafnframt að gæta, að á.síöari tím-um hefir mjög vaxið áhugi manna fyrir þeim möguleik- um, sem á því eru, aö gera íslenzku sauðkindina arösam ari en hún almennt hefir ver iö, og getur slík arösemis- aukning, ef alrnenn yröi, aö sjálfsögðu jafngilt verulegri fjáröflun, en á þann hátt veröur (Sauðfj árbúskapurinn öruggari atvinnugrein en með fjárfjölguninni. Er full ástæða til að gefa gætur að því, sem ýmsir hinir fram- sýnustu bænda og búfræði- manna hafa' um þetta rætt og ritað undanfarið. Á víöavangi Verkfaliið í London. Eins og kunnugt er af bíaða- og útvarpsfréttum, stóð yfir í London um sein- ustu helgi verkfall bifreiða- stjóra á olíufiutningabifreið um. Til þess að afstýra full- komnum glundroða í sam- göngumálum af völdum verkfallsins, greip stjórnin til þess ráðs að látá herinn iaka að sér flutningana. Þegar svo var komið, gáfust verkfallsmenn upp og hafa nú aflýst verkfallinu. Brezki verkamannaflokk- urinn er nú í stjórnarand- stöðu í Bretlandi cg mætti því vel halda, að hann hefði notað það til árása á stjórn- ina, að hún beitti herliði til þess að brjóta verkfall á bak aftur. Svo var þó ekki. Þvert á móti lýstu talsmenn flokltsins því yfir í þinginu, að flokkurinn væri þessari ráðstöfun stjórnarinnar alveg samþykkur. Ástæðan til þessarar af- I stöðu verkamannaflokksins í er sú, að hér var um ólög- i legt skæruverkfall að ræða, i sem gert var í andstöðu við i hlutaðeigandi stéttarsam- ■ band, sem var að semja við atvinnurekendur um við- komandi deilumál. Þykir víst, að kommúnistar hafi staðið hér á bak við, enda var málgagn þeirra eina | Lundúnablaðið, er mælti { verkfallinu bót. Mörg önnur I dæmi þess hafa gerzt að ; undanförnu, að kommúnist j ar reyni að trufla atvinnu- í líf Breta með skæruverkföll | um. T. d. hafa skæruverk- | föll rafvirkja verið tíð, en ! kommúnistar hafa lagt sér- í staka rækt við þá stétt. I sambandi við þetta verk j fall er ekki úr vegi að minn- 1 ast á blaðaskrif þau, sem urðu hér eftir seinustu ára- mót í tilefni af þeim um- mælum Hermanns Jónas- sonar að styrkja þyrfti lög- i gæzluna til þess að koma í veg fyrir ólögleg verkföll og ólöglega verknaði í sam- bandi við verkföll. Hvaða vörn hefir hið íslenzka þjóð félag gegn svipuðum sfcæru hernaði og rátti sér stað í London á dögunum? Ræðuhöld Einars og reynslan. Þjóðviljinn fyllir nú dálka sína dag eftir dag með ræðu, sem Einar Olgeirsson liefir nýlega flutt um hús- næðismálin. Sést á því, að kommúnistar eru betur fallnir til að tala um mál en framkvæma þau. Þeir sátu í ríkisstjórn, þegar ver- ið var að eyða stríðsgróðan- um, og gerðu ekki neitt til þess að honum væri varið til verkamannabústaða eða samvinnubygginga.. Fjár- magninu var beint til skrauthýsa, sem stórgróða- menn byggðu þá í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr eða síðar, en húsnæðismál verkamannafjölskyldna voru leyst þannig, að þeim var vísað í braggana, sem herinn var að yfirgefa. Sú reynsla, sem hér blasir við sjónum, sýnir það vissulega, að kommúnistum væri sæm ast að minnast ekki á þessi mál. .

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.