Tíminn - 28.10.1953, Page 6

Tíminn - 28.10.1953, Page 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 28. október 1953. 244. blað. ím PJÓDLEIKHtíSIÐ Einhnlíf Sýning í kvöld kl. 20. Sumri hallar Sýning fimmtudag kl. 20. BannaSur aðgangur fyrir börn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Sími 80000 og 82345. Lorna Doonc Stórfengleg og hrífandi ný ame rísk litmynd, gerð eftir hinni ódauðlegu sögu R. D. Black- mors. Mynd þessi verður sýnd mð hinni nýju „Wide Screen“- aðferð. Barbara Hale, Richard Greene, William Bishop, Ron Randell. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Frúin lærir að syngja (Everybody does iti Bráðfyndin og fjörug ný amerísk gamanmynd, um músik snobberí og þess háttar. Aðal- hlutverk: PAUL DOUGLAS; LINDA DARNELL. CELESTE HOLM. CHARLES COBURN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Vonarlandið (The Road to Hope) Mynd hinna vandlátu. Heimsfræg ítölsk mynd er fengið hefir 7 fyrstu verð- laun, enda er myndin sann- kallað ilstaverk, hrífandi og sönn. — Aðalhlutverk: Raf Vallone og Elena Varzi._ Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI — Lokaðir glaggar ítölsk stórmynd úr lífi vændis- konunnar, mynd, sem alls stað- ar hefir hlotið metaðsókn. — Djörf og raunsæ mynd, sem mun verða mikið umtöluð. Aðalhlutverk: Elenora Rossi. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. — Sími 9184. Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. Sími 7236. Gerist tbkrifendur c3 Jimanum '' AOSTURBÆIARBÍÓ | Dauðasvefnfotn (The Big Sleep) Hin óvenju spennandi og við- burðaríka ameríska kvikmynd. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Lauren Bacall. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. É fótspor Hróa Hattar (Trail of Robin Hood) Hin afar spennandi og skemmti lega ameríska kúrekamynd i lit um með Roy Rogers. Sýncl kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BIO t leit u& liðinni ævl (Random Harvest) Hin víðfræga ameríska stór- mynd af skáldsögu James Hilt- ons, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Greer Garson, Ronald Colman. Myndin var sýnd hér árið 1945 við geysimikla aðsókn og þótti með beztu myndum, sem sézt höfðu. Sýnd kl. 5, 7 og 9,10. TRIPOLI-BfÖ Engar stúlkur á glapstigum (So young, so bad) Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd um ungar stúlkur, sem lenda á glapstigum. Paul Henreid, Anne Francis. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. í kafbátuhernaöi Sýnd kl. 5. ♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦' HAFNARBÍO Ösýiailegi hitcfalcikariim (Meet the Invisible Man) Alveg sprenghlægileg og fjörug ný, amerísk gamanmynd, með einhverjum allra vinsælustu skopleikurum kvikmyndanna, og hefir þeim sjaldan tekist betur upp en nú. _ Bud Abbott, Lou Costello. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ampep ^ Baflagnlr — Viðstrffir Rafteikningar Þingholtsstrœti 21 Sími 81 556 Fjárffesíing (Framh. af 4. síður. ar sum þeirra ákveðna and- stöðu, er kom fram í ádeilum á störf stofnunarinnar. Al- þingi sjálft virðist einnig hafa haft sömu afstöðu og flokkablöðin til starfseminn ar. En slík stofnun, sem fjár hagsráð, er fer með mörg sömu mál og barist er um á opinberum vettvangi stjórn- málanna, getur ekki starfað af fullu afli nema að stjórn- málaflokkarnir sem að henni standa og blöð þeirra leggi henni lið, veiti henni stu.ðn- ing í starfinu og verji hana gegn ósanngjörnum ádeilum og árásum. Dregið úr starfsviði Fjárhagsráðs. Á árunum 1947—1950 var starfsemi ráðsins óskert, bæði í fjárfestingarmálum og um gjaldeyris- og inn- flutningsmál, en þau annaö ist Viðskiptanefnd að miklu leyti, ásamt verðlags- og skömmtunarstarfsemi. Á fyrri hluta ársins 1951 var margt af vörum sett á svo- nefndan frílista og í ársbyrj un sama ár var gerður hinn svonefndi bátalisti. Vörur á þessum listum voru ekki háð ar leyfum fjárhagsráðs eftir það og þær teknar úr hönd- um þess að fullu. Frílistavör urnar voru afhentar bönkun um til ákvörðunar en hinar sölunefnd innflutnings rétt- inda bátaútvegsins, svo sem kunnugt er. Seint á árinu 1951 var á- kveiflð af ríkisstj órninni að veit skyldu fjárfestingai-leyfi fyrir öllum smáíbúðahúsum, sem sótt væri um ef fullnægt væri tilteknum skilyröum. En smáíbúðarhús voru þau hús nefnd, sem ekki voru stærri en 260 rúmmetrar, en það há mark var fljótt hækkað í 340 rúmmetra eins og það er nú. — Var þetta allmikil breyt- ing, af sumum talin til bóta, en er þó mjög gallað fyrir- komulag og misráðið sérstak lega í stóru bæjunum, þar sem lóöirnar eru dýrar, og kolstnaður við vegagerðir, vatnsleiðþlur, fráírenns|li og raflagnir nema gífurlegum kostnaði eins og t. d. hér í Reykjavík. Á miklu af þessu hefir verið byrjað, en lakar gengið með framhaldið, og nú á þessu ári hefir Reykjavík- urbær nærri stöðvað smá- íbúðahúsin með því aö út- hluta ekki lóðum undir þau. Á þessu ári hafa verið til- kyntar lóðir undir aðeins 58 smáíbúðarhús hér í.Reykja- vík. Er þetta ekki í góðu sam ræmi við þann mikla áhuga er lýsti sér í skrifum margra blaða fyrir tveim árum, þeg- ar smáíbúðahúsin voru af þeim talin bezta úrlausn hús næðisvandamálsins. Þegar fjárhagsráð tók til starfa, var mikið af framkvæmdum strandað af ástæöum, sem greindar eru hér fyrr. Fjár- hagsráð stuðlaði að því, að þær yrðu hafnar aö nýju, en varð um leið að hamla nokk- uð gegn því að nýjar færu af stað, nema öruggt þætti um framhald þeirra. Var framan af staðið vel að þess- um málum af fjárhagsráði, en sumir telja að fram- kvæmdir hafi eitthvað sljógv ast er lengra leið, eink- um eftir að hið póli- tíska vald yfirlýsti, að það vildi starfsemina veika eða helzt dauða, og má um það segja, að varla var á öðru von. ir. Alskyggn hugar hans sá hverja yfirsjón hennar, svo að auðmýkt hennar var alger. Þar aö auki bar hún í hugskoti sína leynilega synd, sem hún þyrði aldrei aö opinbera. Henni þótti ekki vænt um Japan. Hún hafði ekki viljað fara frott frá Ameríku. Hún hefði heldur kosið ófrelsi buðalífsins, þar sem vinir hennar voru. Þeir höfðu sagt henni frá því. Þar hefði hún getað matseldaö með vinkonum sínum, þvegið með þeim og spjallað við þær. Það líf hefði verið miklu létt ara, því að þar þurftu menn ekki að vinna fyrir brauði sínu. Fólkinu þar var lagöur til matur, þótt hann væri ekki margbrotinn. Hún sat hárrétt með fætur krosslagða undir sér, klædd næstbezta kyrtli sínum, purpurarauðum með hvitum lin- ingum. Hún saumaöi föt sín sjálf, því hún vissi, hvernig átti að vinna öll heimilisstörf á japönsku heimili. Hún hafði vaxiö upp í japanskri fjölskyldu viö fátækt og starf í ná- grenni Unzen. Bær foreldra hennar stóö skammt frá heitu laugunum, og þangað höfðu þau systkinin fariö til þess aö horfa á litskrúö haustblómanna og sjóða fisk sinn í gufunni sem steig upp úr klettaskorunum. Faðir hennar hafði verið svo fátækur og átt svo margar dætur, að þegar hann las í blaði, að unga Japani búsetta í Bandaríkjunum' vantaði konur, hafði hann boðið hana fram og sent mynd af henni til Ameríku. Þannig stóð á för hennar til Ameriku. Móöir Sakai læknis hafði valiö hana, og honum hafði sjálfum getizt vel að hinu blíðlega svipmóti hennar. Hún haföi verið mjög ásjáleg á æsku- aldri, þótt hún gæti ekki kallazt fögur. Henni hafði þó aldrei komið til hugar, að hún mundi verða gefinn manni, sem var læknir og gazt því illa aö bognum fótleggjum henn ar og stórum, grófgerðum höndum. Sotan Sakai hafði oröið byrstur við hana, þegar börnin voru fædd og hún kunni ekki skil á að gefa þeim nákvæmlega þá fæðu, sem hann fyrirskipaöi. Og þó hafði það ekki komið að neinu haldi með drenginn, þar sem hann var nú dáinn. Hún hafði neytt hann til að drekka mikla kúamjóik, hve mikið sem hann hljóöaði. Hún óskaði þess nú, að hún hefði aidrei neytt hann til neins. Nú var hann dáinn, og hún fékk ekki einu sinni að sjá gröf hans. Tárin tóku að renna eins og jafnan, er hún hugsaöi um Kensan son sinn. Hún þerraði þau varlega með víðri erminni og snýtti sér meö silkipapp- ír, sem hún bar jafnan í vinstri erminni. Hún hafði vanizt mörgum amerískum siðum en aldrei þeirn óþrifnaði að nota snýtuklúta. Á sömu stundu heyrði hún fótakta manns síns, og vinnu konan flýtti sér að opna dyrnar fyrir hann. Hún reis á fæt- ur, gekk til dyra og hneigöi sig. Hann kinkaði kolli til henn ar. Síðan gekk hún á eftir honum inn i stofuna, og þegar hann var setztur, kraup hún á kné og lagði höndina á te- könnuna. Kannan var heit undir hettunni, og hún ætlaði að fara að hella í skál handa honum, þegar hann bar við hendi. — Nei, ekki te núna. Ég hefi drukkið meira en nóg af því í dag, bezta te, sem til er. Fyrir eitt var hún þó þakklát siðve.njum Japans. Hinn síði japanski kyrtill huldi bogna fætur hennar. í Ameríku hafði hún gengið í stuttum baðmullarkjólum eins og aðr- ar konur þar, og hún hafði ætíð liðiö önn fyrir fætur sína, sem hann varö að horfa á sér til armæðu, þótt hann segöi aldi’ei orð um það. Hann leit aöeins undan og það fannst henni sárara en aðfinrislur. En hvernig átti hún að segja honum það, sem skeð hafði þennan dag? Hún hóstaði og bar höndina að munninum. Hann leit hvatlega upp. — Hvað er það, Hariko? spuröi hann. — Ég veit varla, hvernig ég á aö koma oröum að því, sagði hún. Hún leit á hann og sá kvíðann í augnaráði hans. Hann sá líka óttann í augum hennar. Iiún var fríð í and- liti, svipur hennar var bliðlegur og augun barnslega mild. Stór, kringlótt augu voru þó ekki talin prýöi japanskra kvenna, en honum gazt vel aö þeim. — Brotnaði Sung-vasinn kannske? spuröi hann óró- legur. — Nei, svo illt var það ekki. — Stóri karfinn í tjörninni er kannske dauöur? — Nei, sagði hún niðurlút. Það hefir enginn dáið. — Jæja, sagði hann. — Ég skal ekki heldur deyöa þig eða slá þig. Hann var þá ekki eins hyggjuþungur og húh hafði hald- ið. Hún varð hugrakkari. — Hingaö kom ungur maður og spurði eítir þér, sagði hún varlega. — Var það sjúklingur? — Nei, það var ekki sjúklingur. Hún hikaði andartak, og síðan sagði hún eins og var. — Þaö var amerískur her- maður. Magurt andlit Sakai læknis sýndi engin svipbrigði. — Ég þekki engan Ameríkumann. — Hann sagði ekki, aö hann þekkti þig. Hann sagðist vilja kýnnast þér. — Hvernig hafði hann fengið vitneskju um nafn mitt? — Hann sagði, að vinur sinn hefði sagt sér þaö. ,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.