Tíminn - 03.12.1953, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1953, Blaðsíða 3
275. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 3. desember 1953. 3 Hiifiiin fyrirliggjaiidi fjórar iiifsisumancli geröir, PRECISA reiknivélarnar hafa marga kosti, sem skapa öryggi og hraða við vinnuna og hafa því orðið mjög vinsælar. Ársábyrgð tekin á vélunum. » Em\ll J. SKtXASON Skrifstofuvéiaverzlun og verkstæða BröUu^ötu 3. / slendingajpættir Dánarminning: Vernharður Jónsson „Mínir vinir fara fjöld ! feigðin þessa heimtar köld.. “ Jóhann Vernharöur Jóns- son var fæddur 3. nóv. 1901 að Jarlsstöðum í Bárðardal, yngstur hinna mörgu og mannvænlegu barna Jóns Þor kelssonar, síðast bónda á Jarls stöðum. Jón bjó lengst (19 ár) í Víðikeri í Bárðardal, enda var hann löngum kenndur við þann bæ. Jón var vaskleika- maður mikill og nafnkunnúr um Norðurland fyrir röskleik og harðfengi í ferðalögaai. Hann var t. d. fylgdáfmáðúr Þorvalds Thoroddsens, þegar hann kannaði Ódáðahraun og Dyngjufjöll. Lét Þorvaldur heita eftir honum Jónsskarð í; jDyngjufjöllum. Þorkell faöiri Jóns bjó í Víðikeri. Hann var iVernharðsson, d. 1863, prests í Reykholti, Þorkelssonar prests á Stað í Hrútafirði, Gunnarssonar í Húsavík við Steingrímsfjörð, Hallssonar á Kolbeinsá 1709, Guðnasonar,1 Hallssonar bónda á Hríshóli, Ólafssonar bónda á Skriðs- enni, Bitru, Hallssonar. Er þetta Strandamannakyn með ívafi úr Heydala-, Vellings- og Skarðverjaættum. Kona 'Vern harðs prests og móðir Þorkels var Ragnheiður Einarsdóttir bónda í Svefneyjum, systir Eyúlfs Eyajarls. Er sú ætt jafn an kennd við Svefneyjar, og er það sægarpakyn breið- íirzkt. Þorkell prestur á Stað var kvongaður Guðbjörgu iVernharðsdóttur, prests, Otra dal, systur Þórláks sýslu- manns, föður Jóns skálds á1 Bægisá. Fyrsta kona Þorkels; i Viðikeri og móðir Jóns var, Hólmfríður Hallgrímsdóttir | þónda, Víðikeri, og Vígdísar Einarsdóttur bónda, Belg, Vig fússonar bónda á Geiteyar- strönd, Ingjaldssonar sterka á Kálfaströnd Jónssonar. Er af 1 ættboga þeim runnin Mýrar ætt og Gautlendingakyn i Þingeyjarsýslu. Móðir Vernharðs Jónssonar var Jóhairna Katrín Sigur- sturludóttir bónda á Vatns- enda, Erlendssonar bónda á Rauðará, Sturlusonar bónda 'á Fljótsbakka, Jónssonar á Stóru-Völlum, Sturlusonar. Kallast þetta Sturluætt norð- ,Ur þar. Kona Erlends á Rauð á var Anna Sigurðardóttir, hálfsystir samfeðra Jóns alþm., Gautlöndum. En móðir Jóhönnu var Anna Þórarins- dóttir bónda á Veigastöðum, Þorlákssonar og Katrínar Ás- mundardóttur bónda á Gauts stöðum og Hvammi Pálssonar þónda á Sörlastöðum, Ás- mundarsonar bónda í Nesi, Gíslasonar. Af þessum ætt- legg var Einar Ásmundarson alþm. í Nesi, Þveræingar í Enjóskadal og Kjarnaættin. Ætt Vernharðs er því að meginstofni þingeysk og blönduð svaðilfarakyni af Breiðafirði og Ströndum. Heimili foreldra Vernharðs Jóirssonar var jafnan mann- margt. Þar ríkti glaðværð og bjartsýni. Jóhanna húsfreyja var gefin fyrir söng og hljóö færaslátt, enda hneigðust börn hennar öll í þá átt. í þess um glaða systkinahópi ólst Vernharður upp. Síðustu bú- skaparárin á Jarlsstöðum bjó Jóhanna með börnum sínum og stóð Sturla, eldri sonur hennar fyrir búinu. Þegar Sturla staðfesti ráð sitt 1916 og fór að búa á Fljótshólum, hætti fjölskyldan búskap. Flutti þá Jóhanna og börnin flest suður með Sturlu. Var Vernharður nokkur ár á Fijótshólum. Gekk síðan í Verzlunarskóla íslands og lauk þar prófi. Síðan stundaði hann aðallega verzlunarstörf í Reykjavík og víðar. Var kaup félagsstjóri á Seyðisfirði í nokkur ár til árslöka 1952. Hætti þar vegna heilsubrests og flutti til Reykjavíkur eftir áramót. Ágerðist vanheilsa hans mjög á þessu ári. Eftir læknisráði fór hann til Kaup- mannahafnar í nóvember. Var þar gerður á honum höf uðskurður, er leiddi hann til bana 21. f. m. Banamein hans talið heilaæxli. Hann kom heim með Gullíaxa 27. nóv. og verða bein hans grafin i íslenzkri mold. Vernharður Jónsson var kvæntur ágætri konu, Sigríði Jónsdóttur frá Loftsstöðum vestri af Bergsætt. Eignuðust þau eina dóttur, Rannveigu Hrund. Vernharður var gildur með almaður á vöxt og herðabreiö- ur, léttur í hreyfingum, vask- legur í framgöngu og að öllu vel á sig kominn. Bláeygur og bjarthærður, nefið svipmikið og hakan gerðarleg. Fríður sýnum, sviphýr, glaðlyndur og góðlátlega glettinn. Ætíð skemmtilegur 1 vinahópi og ágætur félagi, enda vinsæll og vinmargur. Greindur maður í bezta lagi, sönghneigður. og iistunnandi. Glæsimenni og prúðmenni. Vaskur maður og batnandi. Björn Sigurbjarnarson. í dag fer fram útför Vern- harös Jónssonar verzlunar- manns, er andaðist 17. f. m. í Kaupmannahöfn. Hann var íæddur 3. desember 1901 aö Jarisstöðum í Bárðardal. For eldrar hans voru þau Jón Þorkelsson og kona hans Jó- hanna Katrín Sigursturlu- dóttir. — Vernharður gekk í Flensborgarskólann og síðar í Verzlunarskölann í Reykja- vík og starfaöi á ýmsum stöð um hérlendis að verzlun. Síð ast var hann í þjónustu Bún aðarfélags íslands — bókhald ari Vélasjóðs. — Vernharður kvæntist 12. október 1929 Sigríði jónsdótt ur frá Loftsstöðum, greindri konu og göfuglyndri. Var hjónaband þeirra með mikl- um ágætum, enda voru þau að mörgu leyti samvalin, bæði um skapgerð og lífsvið- horf, og nú, þegar sambúð- inni lýkur á hinu jarðneska tilverusviði.ber engan skugga á minningarnar, og er það hin bezta harmabót. Mun aldrei eitt styggðaryrði hafa farið á milli þeirra hjóna. Eru slík hjónabönd að vísu of fágæt, en ekki getur meiri hamingju í þessum heimi en að sitja við þvílíka arinelda, og sá, er þeirra hefir notið, hefir ekki ástæðu til að kvarta. Ná geislar þeirra og ylur langt út fyrir fjölskyldu hringinn og út yfir gröf og dauða, og þjóðfélagslegt gildi þeirra verður seint ofmetið. Þau hjón, Vernharður og Sigríöur, eignuðust eina dótt ur barna, Hrund að nafni. Er hún nú 16 ára, efnileg stúlka við vez’zlunarstörf. Vernharður var mörgum góðum kostum búinn. Hann var trúhneigður, en frjáls- lyndur í þeim efnum, og æv- inlega bjartsýnn, þó að stund um drægi ský fyrir sólu í hin um ytra heimi. Skapgerð hans var vel samræmd. Hann var hlýr í viðbóti, félagslynd ur, fljótur að kynnast öðrum, fundvís á sólskinsbletti í líf- inu. Heimilisrækinn var hann, og það svo mjög, að Fiiumtiigur í i!ag: Siggeir Lárusson Kirkjuliæjarklaustri Klaustursbræður eru kunn ir menn og það víðar en í Skaftárþingi. En hvar sem þeir fara eru þeir þekktir að dugnaði og framtakssemi — jeinkum þó í heimahögum. — , Hér verður með fáeinum orð- !um getið þess bróðurins, sem aldrei hefir að heiman horf- jið heldur unað á Síðunni alla ' ævidaga og unað þar vel. J Siggeir Lárusson oddviti í IKirkjubæ er fimmtugur í I dag, fæddur í Múlakoti á Síðu ^þar sem foreldrar hans hófu jbúskap og bjuggu fyrstu bú- skaparár sín. Með þeim flutt , ist hann svo aö Klaustri og hefir gert þar garðinn fræg- hann lét sér stundum um munn fara, að orðið „heima“ væri fegursta orö, sem til væri. Ekki mun kona hans hafa átt lítinn þátt í því, að þetta orð varð svo fagurt í hans augum. Vernharður var ættfróður og hafði gaman af ferðalög- um. Hafði hann orð á því stundum, að eftir dauðann hyggði hann gott til að geta ferðast — ekki sízt um öræfi íslands. Þessi félagslyndi og mannblendni maður kunni að meta tign og töfra nátt- úrunnar og einvera í skauti öræfanna var eitt af því, sem hann þráði. Hann átti djúpa strengi á hörpu sálar sinnar, og var ekki allur þar sem hann var séður, — í góöri merkingu þess orðtaks. í dag, 3. desember, hefði Vernharður orðið 53 ára að aldri, samkvæmt jarðnesku tírnatali, ef honum hefði orð ið lífs auðið. En á þessum af- mælisdegi hans eru nú jarð- neskar leyfar hans bornar til moldar. Vinir hans og kunn- ingjar munu færa honum hlýjar hugsanir, árnaðarósk- ir og þakkir í afmælisgjöf. — „Afmælisfagnaðurinn11 er að vísu með alvörublæ, en þeim mun hátíðlegri sem tímamót in eru örlagaþrungnari, bæöi fyrir afmælisbarnið sjálft og ástvini þess. — En aöalatriö- ið er þó þetta: Hér er góður maöur genginn. Þess vegna er bjart yfir moldum hans. Gretar Fells. ' an síðan. Fyrst vann hann öll algeng sveitastörf hjá hin um dugmiklu foreldrum sín- um en siðan var hapn um all mörg ár forstjóri fyrir útibúi Kaupíélags Skaftfellinga við Skaftárós og á Kirkjubæjar- klaustri eftir að verzlunin var flutt þangað. Nú um all- mörg ár hefir Siggeir haft á hendi forstjórn búskapar og annarrar umsýslu og fram- kvæmdir þeirra Klausturs- bræðra á ættaróðalinu. En Siggeir hefir líka mörg- um og fjölþættum störfum að gegna í þágu almennings í Skaftárþingi. Hann er odd- viti í Kirkjubæjarhreppi, hann er formaður búnaðar- félags Kirkjubæjarhrepps, hann er í stjórn Sláturfélags Suðurlands og formaður Kaupfélags Skaftfellinga. — Ailt þetta gerir hann vel og megum við sveitungar hans og sýslungar vera honum þakklátir fyrir. Hins minn- umst við samt ekki siður nú á þessum tímamótum í ævi Siggeirs Lárussonar, hver af- bragðs drengur hann er í allri viðkynningu, rausnarleg ur og gestrisinn heim að sækja, viðræðugóður og hjálp fús og greiðamaður með af- brigðum. Og á þessum tímamótum í ævi húsbóndans hverfur þakk látur hugur okkar til hús- freyjunnar á Kirkjubæ, Soffíu Kristinsdóttur frá Miðengi í Grímsnesi, ágætr- ar konu, sem hefir sett svip híbýlaprúörar fyrirmennsku á hiö gestrisna heimili. Þeim hefir orðið auðið þriggja barna. Við nágrannar Siggeirs Lárussonar eigum honum margt að þakka á liðnum ár- um. — Enda þótt Klaustrið sé „hans ríki“ höfum við aldr ei fundið til yfirráða hans eða ráðríkis. — Ljúfmennska hans er mikil, hollráð hans eru góð, fyrirgreiðsla hans rausnarleg. Við vonum að njóta samfylgdar hans enn um langan tíma. Nú þegar hann byrjar sjötta tuginn þökkum viö honum liðin ár og óskum honum og heimili hans allra heilla í framtíð- inni. G.Br. Muiiiimuiuiiiuiiiuiiiiiiiimiiiiimiiiiiiinumiiiiiiiiir | Húseign á j 1 SeEfossi | i á eignarlóð, er til sölu meö | f tækifærisverði. — Allar § i upplýsingar gefur Emil Nic. Bjarnason, = ráðunautur, Selfossi (sími 72) | vuiiiiiuiiiiiitiiiirAiiiiuiimiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiimiiit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.