Tíminn - 08.01.1954, Side 6

Tíminn - 08.01.1954, Side 6
6 TÍMINN, föstudaginn 8. janúar 1954. 5. blað. BÖ'DLEIKHtíSID ÍPiltur og stiílha Sýning í kvöld kl. 20. og laugardagskvöld kl. 20. UPPSELT Næsta sýning sunnudag bl. 14,30. Harvey Sýning sunnudag kl. 20. Pantanir sækist daginn . rir ýningardag. SLðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Sími 8-2345, tvær línur. >♦♦♦♦♦♦♦♦»♦*>♦< VKRKIÐ Þrívíddarmynd, geysi spennandií og viðburðarík í litum, um bar-J áttu Frakka og Breta um yfir- ráðin í Norður-Ameríku. Áhorf- endur virðast staddir mitt í rásj viðburðanna. Örfadrífa g log- andi kyndlar svífa í kringum þá. J Þetta er fyrsta útimyndin i þrí- vidd og sjást margar sérstak-j lega fallegar alndslagsmyndir. j Bönnuð börnum. Georg Montgomery, Joan Vrohs. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Frekjudósm fagra (That Wonderful Urge) Bráðskemmtileg ný amerísk J gamanmynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Gene Tierney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍO Heimsms mesta Gleði og Gainan (The Greatest Show on Earth) I Betty Hutton, Cornel Wilde, j Dorothy Lamour. Fjöldi heimsfrægra fjöllistar- j manna kemur einnig fram í I myndinni. Sýnd kl. 6 og 9. BÆJARBÍO — HAFNARFIRDI — Messalína ítölsk stórmynd. Aðalhlutverk: Maria Felix. Stórfenglegasta mynd, sem ítal- ir hafa gert eftir stríðið. Mynd- in hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Þúsundir vita, að gæfan fylgir hringunum fri SIGUBÞÓE, Hafnarstræti (. Margar gerðir fyrirliggjandl. Sendum gega póstkröfu. ÍLEIKFÉLAG 'REYKJAVÍKUR1 Mýs og mean eftir John Steinbeck. Þýðandi: Ól. Jóh. Sigurðsson. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Sýning í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 e. h. ími 191. Börn fá ekki aðgang. AUSTURBÆJARBÍÓ Við, sem viiimim eldhússtörfin (Vi, som gaar Kokkevejen) J Bráðskemmtileg og fjörug alveg J [ný dönsk gamanmynd, byggð áj [hinni þekktu og vinsælu skáld-j j sögu eftir Sigrid Boo, sem komið j j hefir út í ísl. þýðingu og verið | | lesin meira en nokkur önnur bók J [hér á landi. Aðalhlutverk: Birgitte Keimer, Björn Boolsen, Ib Schönberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍO Caruso (The Great Caruso) Víðfræg, amerísk söngvamynd íj eðlilegum litum frá Metro Gold- j wyn Mayer. — Tónlist eftirs Verdi, Puccini, Leoncavallo, Mas S cagni, Rossini, Donizetti, Bach- Gounod o. fl. Aðalhlutverk: Mario Lanza, Ann Blyth, og Metropolitan-söng- konurnar Dorothy Kirsten, Blanche Thebom. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Limelight (Leiksviðsljós) j Hin heim .fræga stórmynd Char- | les Chaplins. Aðalhlutverk: Charles Chaplin, Sýnd kl. 5,30 og 9. Hækkað verð. HAFNARBIO Bonzo fer á háskóla (Bonzo goes to Collegc) jAfbragðs skemmtileg, ný, ame- Jrísk gamanmynd, eins konai Jframhald af hinni mjög vinsælu Í kvikn ynd „Bonzo“, er sýnd var |í fyrra. Þessi mynd er þó enn [skemmtilegri og fjörugri. Charles Draice, Maureen O’SulIivan, Gigi Perreau og Bonzo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'J X SERVUS GOLD X k nvA-i____r~\___ 0.10 HOLLOW GROUND 0.10 / nn YELLOW BLADE mm —' 1 £ rakblðSin betmsfrieini. PEDOX íótabaðsalt jp^lox fótabað eyðir fljótlega [þreytu, sárindum og óþægind- Jum í fótunum. Gott er að láta jdálítið af Pedox í hárþvotta- j vatnið, og rakvatnið. Eftir fárra jdaga notkun kemur árangurinn |í ljós. Allar verzlanir ættu þvi að Ihafa Pedox á boðstólum. íslendingaþættir (Framhald af 3. síðu.) eftir föngum, en hún er á ýms an hátt erfiö, a. m. k. til ný- tízku búskapar. Öll hús á jörö inni byggði hann upp og flest tvisvar, eru t. d. öll hæjar- hús nýbyggð. Þau hjón eign- uðust sex börn, sem kornust ■ til fullorðinsára. Þrjú eru dá-J in fyrir mörgum árum, tveic- synir dóu rúmlega tvítugir og einn um þrítugt. Allir voru þeir miklir efnis- og dugnað- aðarmenn. Þau, sem lifa, eru: Guðbrandur, kennari við gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Petrína, símamær í Reykja- vík, og Borghildur, sauma- kona, einnig í Reykjavík. Börnum sínum kom Magnús öllum til einhverra mennta, mun hann sjálfur hafa fundið sárt til, hversu hann fór á mis við þá hluti í æsku og því sízt viljað láta börn sín verða eins hart úti, enda voru þá tímar að breytast og mögu- leikar að skapast, sem áður voru óþekktir. Eigi að síður er það stórt átak að mennta svo stóran barnahóp, þó eigi væri til langskólamenntunar. Einn fósturson, Steingrím B. Lofts- son, ólu þau hjón upp að öllu leyti, auk þess munu þau hafa alið upp annan pilt að nokkru leyti. Magnús var í stærra lagi meðalmáður, myndarlegur í sjón, hæglátur f fasi og mesta prúðmenni. Hann myndaði sér ákveðnar skoðanir um menn og málefni. Oft fór hann dult með þessar skoðan ir sínar, en þætti honum við þurfa, þá hélt hann fast og einarðlega á þeim. Það var sérstaklega ánægiu legt að koma á heimili þeirra hjóna. Þar var snyrtibragur á öllu, bæði úti og inni, fast- mótuð reglusemi ríkti um allt á heimilinu og allt var hreint og fágað. Hlýindi og gleði húsbændanna við gesti sína var sérstök og ekki voru börnin neinir eftirbátar for- eldranna um þessa hluti á meðan þau voru heima. Veit- ingar voru ætíð með rausn og myndarskap. Þannig minnist ég þess ætíð, þegar ég kom á heimili þeirra, en það var oft á samferðatíma okkar, og þannig veit ég, að allir, sem þar komu, minnast þess og þeir eru æði margir, sem not- ið hafa hlýju og gestrisni þeirra hjóna á þeirra 50 ára búskapartíð. Þegar ég hugsa um Magnús, þá dettur mér í hug erindi úr einu kvæði eftir Jakob Thorarensen: „En þarna var ófalskt íslenzkt blóð, orka í geði og seigar taugar. Hörkufrostin og hranna- laugar hömruðu í skapið dýran móð.“ Mættum við eiga marga jafn sanna og trúa syni við sveitabúskap og íslenzka mold. Hann stóð meðan stætt var og flaug aldrei í hug að víkja af verðinum, þótt vissu lega ætti hann þess kost hin síðari ár. Hafðu þökk Magnús fyrir samfylgdina og megi þér farnast sem bezt á landinu ókunna, það er mín síðasta og bezta ósk til þín. Samferðamaöur. á honum stóð. Svo rétti hún Josui aftur bréfið, umslagið og farseðilinn. — Hvað heldurðu að pabbi segi? sagði Josui. Hann hefir aldrei trúað því til fulls, að Allen mundi vilja fá mig til sín. — Hann getur ekki efast lengur. Móðir hennar reis á fætur og lét lokið þétt á krukkuna með fiskamatnum. Þær stóðu um stund hlið við hlið og horfðu niður í vatnið. Fisk- arnir urðu allt í einu fjörugir og tóku til matar síns. Þeir minntust þess allt í einu, að þeir voru matgráðugir. Enn var nógur tími til að hugsa um svefn og vetrardvala. — Það verður langt þangað til ég fæ að sjá þig aftur, sagði móðir hennar. Kannske fæ ég aldrei að sjá þig fram- ar. Faðir þinn vill ekki fara til Ameríku, þaö hefir hanh sagt. — Ég kem að heimsækja ykkur, sagöi Josui. Hún lagði hönd sína í lófa móður sinnar eins og þegar hún var barn. — Ef þið eignizt börn.... byrjaði móðir hennar en þagn aði síðan. Já, þetta barn. Hver skyldu verða örlög þess? Það hlaut auðvitað að koma. En vildu þær í raun og veru, að þetta (barn kæmi? Báðar konurnar spurðu sig þeirrar spurn- ■ ingar. Hlaut ekki að fæðast barn, þegar ástin var annars vegar? Frú Sakai grunaði, að til væri ást, sem hún hefði aldrei fengið að kynnast í lífinu, en hún hafði séð töfra- imátt hennar í atferli Josui dóttur sinnar. Þar haföi hún kynnzt valdi þessa máttar, skapandi afli hans, sem hafði gert dóttur hennar að fullvaxta konu í einu vetfangi, reiðu búna að yfirgefa foreldra sína. Hún hafði aldrei lifað slíka ást sjálf, en þó hafði hún hiklaust lagt af stað að heiman, þegar foreldrar hennar höfðu gefið hana brott og ákveðið henni hlutskipti í lífinu. Hún hafði verið gefin brott til Ameríku, manni, sem hún hafði aldrei augum lit- ið. Það var hennar hlutskipti í lífinu. Josui átti meiri völ. Hún fór nú til manns, sem hún þekkti. En gat japönsk kona í raun og veru kynnzt Ameríkumanni? Það var enn hulin gáta. Sakai læknir hafði verið Japani og líkur öðrum Japönum í háttum og raun. Þess vegna hafði hún vitað fyrir, að börn hennar yrðu japönsk með svart hár, svört augu og gula húð. En hvernig átti Josui aö fara að því að vita, hvernig barn hennar mundi líta út? Það gat meira að segja fengið blá augu eins og faðir þess. Og hvað ætti þá til bragðs að taka? Hún varð felmtri selgin við þessa hugsun. Josui sá það og spurði: — Hvað er að mamma? — Ég var aðeins að hugsa, sagði frú Sakai vandræða- lega. Josui mér datt svolítið í hug. — Hvað er það mamma? — Amerískar konur — þær vita aldrei hvernig hár barns iins þeirra verður á litinn. Er það ekki óskaplegt. j — Mamma, heldurðu að það skipti mig nokkru máli, spurði Josui. — Já, það held ég, sagði frú Sakai áhyggjufull. Það hefði verið mér óbærilegt að vita ekki með vissu, að augu þín mundu verða svört. Hvernig á ég að fara að þvi að finna óhyggjandi, að það er barnabarn mitt, ef þaö hefir ekki svört augu. — Ó, mamma mín. Josui reyndi að hlæja, en hún var með kökk í hálsinum. Skyldi henni finnast það nokkuð leiðinlegra, þótt barnið hefði blá augu? Yröi það mjög líkt henni og japanskt að útliti, mundi Allen finnast það undarlegt og ekki fella sig vel við það. — Ég eignast kannske ekkert barn, sagði hún. Móðir hennar hristi höfuðið. — Það veit enginn, sagði hún alvarlegri röddu. Sé það ákveðið af örlögunum, að barn fæðist, þá fæðist það, og enginn getur hindrað þaö. Sál þess bíður á þröskuldi til- verunnar á hinni ákveðnu stundu. Við lifum, ef okkur er það ætlað, en sé dauðastundin komin, verður hún ekki um flúin. Sumir lifa stutt en aðrir verða langlífir, en allt er fastákveðið í bók örlaganna. Þetta var þá skýringin á þolgæöi móðurinnar, hógværð hennar og sjálfsvaldi. Það var lind hins mikla styrks, sem aldrei brást. Josui gat engu svaraö, og hún hneigði sig af ótakmarkaðri virðingu fyrir móöur sinni og gekk á brott. Nú skildi hún til fulls við þessa innsýn í hug og hjarta móður sinnar, að barnið hlaut að koma. Þegar faðir hennar hreyfði engum andmælum gegn því að hún færi, varö hún ofurlítið vonsvikin eða fannst aö minnasta kos.ti að hún heföi átt að vera vonsvikin. En þar fann hún aftur viðhorf örlagatrúarinnar. Hann sá um að hún fengi áritun á vegabréf sitt og fylgdi henni til réttra yfirvalda í Tokyo. Hann sagði henni, að hann ætti svo- litla sparisjóðsinnstæðu í banka í San Francisco. Hann hafði lagt peningana þar inn handa Kensan, og þegar Kensan dó hafði hann ekki hirt um að taka þú út úr bank- anum og láta senda sér þá. Hann sagðist ætla að láta setja innstæðuna á hennar nafn. 'Vinnlð ötullega að útbreiðslu TlMAUíS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.