Tíminn - 15.01.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 15. janúar 1954. 11. blað. ----——* Þórður Valdimarsson: Hvað gera Lýðveldismenn? Skrif og skraf málsvara hinnar dáðlitlu og spilltu bæjarstjórnar Reykjavíkur be'r þess vott, að íhaldið titr- ar af ótta við úrslit kosning- anna, sem standa fyrir dyr- um. Það hefir gert sér grein fyr Ir því, að mikill meirihluti íkjósenda er búinn að fá sig fullsadda á óstjórninni í bæi armálum, og er síður en svo í skapi til að láta táldraga sig lengur með loforðum um toót og betrun, sem ailtaf ferst fyrir eftir kosningar. íhaldið hefir séð það, sem letrað er á vegginn. Þar stend uir skýrum stöfum, letrað af kjósendum: „Laun margra ára spillingar, sérgæzku og vanrækslu um allt, er lýtur að hagsmunum borgaranna, er svipting meirihlutaaðstöðu í bæjarstjórn". Ótti íhaldsforkólfanna lýsir sér ekki hvað sízt í þeim ólýð ræðislega hrottaskap og bola- brögðum, sem þeir hafa beitt til að kefla og handjárna leið toga hins stóra flokksbrots, sem varð viðskila við fhalds- flokkinn í seinustu kosning- um. Sem kunnugt er hafði spilling og getuleysi núver- andi bæjarstjórnar gengið svo mjög fram af þúsundum trygg lyndra íhaldsmanna, að þeir sáu sig tilknúna að rísa gegn vesaldómi síns eigin flokks og skipa sér um nýjan flokk í von um að geta með því stemmt stigu fyrir það, að borgarstjórnarskútan væri lát ln berast nær feigðarósnum en þegar var orðið. N.ær tvö þúsund kjósendur léðu Lýðveldisflokknum sál- uga fylgi sitt í seinustu kosn- ingum. Mörg þúsund íhalds- kjósendur til viðbótar hefir eflaust langað til að stíga skrefið, þótt þeir hafi frestað því í það skiptið. Kjósendur íhaldsins eru reyndir að trygglyndi og eftir- látsemi við höfuðpaura sína. Það þarf því e'nga smávegis spiliingu til að þeir sjái sig fcilknúna að yfirgefa þá og íeita annað, í von um að það geti orðið til þess að þyrma Reykjavík við frekari östjórn eins og þeirri, sem vexúð hefir kross á bænum undaníarna áratugi. Lýðveldisflokkurinn var að- allega stofnaður í mótmæla- skyni við óstjórn íhaldsins í Ibæjarmálum. Atkvæði þau, er J sá flokkur fékk við síðustu kosningar, voru þvi fyrst og fremst mótmæli um tvö þús- und óánægðra Sjálfstæðism. við stefnu og gerðir síns fyrra flokks í bæjarmálum. Það seg ir sig sjálft, að hefðu kosn- ingarnar síðastliðið ár snúizt aðallega um bæjarmál en ekki landsmál, hefði flótti kjós- enda úr Sjálfstæðisfl. yfir- um til Lýðveldisflokksins orð- ið miklu meiri en raun var á, vegna þess, að íhaldsflokk jr- inn hefir staðið sig tiltölulega miklu betur í landsmálum en bæjarmálum, þar sem synda- mælir hans er löngu fullur og leið hans er stráð alls konar afglöpum og axarsköfturn. íhaldsflokkurinn virðist með þeim ósköpum gerður, að hann getur ómögulega komið neinu góðu til leiðar-, þegar hann hefir algera meii'ihluta- aðstöðu, þótt það hafi hins vegar sýnt sig, aö hann getur komið þjóðinni að gagni, þeg- ar hann neyðist til að virxna í samstarfi við aðra og sér betri flokka. í landsmálum hefir ihalds- flokkurinn ekki getað ráðið neinu upp á eigin spýtur og orðið að taka tillit til vilja annarx-a og sér framfarasinn- aðri flokka. í þeirri samvinhu hefir hann óbeint komið ýmsu góðu til leiðar. í bæjarmálum Reykjavíkur hefir allt annað verið upp á teningnum. Þar hefir íhaldið haft hreina meirihlutaaðstöðu um óhugn- anlega langt árabil og getað leyft sér að virða umbótavið- leitni Framsóknarflokksins að engu og því hefir stjórn Reykjavíkur verið með þeim endem-um, sem frægt er orðið. í einni af skáldsögum snill- ingsins Loúis Stevenson ségir frá Dr. Jekyll og hr. I-Iyde, sem var einn og sami maður með tvískiptan persónuleika. Stundum stjórnuðust gerðir þessá furðuverks af hinum betra manni, Dr. Jekyll, sem .vildi vinna að heill með- bræðra sinna, og var bezti : karl, en undir öðrum kringum * stæðum fékk hinn illi maður hins tvískipta persónuleika yfirhöndina og hann lifði fyr ir strákskap, lesti og spillingu. Mér virðist sem sams kortar , tvískipting persónuleikans sé 1 alláberandi í stjórnmálaíefli Sjálfstæðisflokksins. í sam- starfi við aðra og sér jákvæð- ari flokka ber minna á hintua verra manni íhaldsins og það hefir sýnt sig, að þegar sá 1 gállinn er á íhaldinu, getur það unnið að þjóðþrifamál- . um. í slíku samstarfi við aðx a 1 flokka rná segja, að hinn betri j 'maður íhaldsins ráði gerðum !þess. En strax og íhaldið fær hreina meirihlutaaðstóðu, 'hvort heldur er í lands- eða 'bæjarmálum, tekur það stökk breytingu til hins verra og jhinn vondi maður þess fær óðara yfirhöndina. j Pólitísk spilling tekur óðara að þrífast og dafna í skjóli flokksins. Völdin, sem kjósend | ur hafa fengið flokknum í hendur, eru misnotuð til að auðga fámenna klíku vildar- manna, en ekki beitt til hags muna fyrir heildina, eins og vera ber. i Undanfarin ár hefir hinn betri maður ihaldsins ráðiö gerðum flokksins í landsmál- um en hinn verri maður þess verið allsráðandi í stjórn bæj armála, vegna þess að þar hefir ihaldið verið það öflugt að það hefir getað skotið skollaeyrum við umbótavið- j leitni Framsóknarílokksms, ■ og því hefir stjórnin á Reykja vík verið með þeim hætti, sem alræmdur er orðinn. Það er því sannarlega kom- inn tími til að reykvískir kjós endur frelsi íhaldið úr ánauð síns verri manns og bjargi því frá sjálfu sér með því aö svipta það meirihlutaaðstöð- unni, sem það hefir haft svo lengi og misnotað svo heríi- lega. Kjósendur þurfa að fá oddaatkvæðið í hendur ábyrgs og framfarasinnaðs milli- flokks, sem er í senn þekktur (Framhald á 7. síðu.) Æðardúnn á kr. 590,00 pr. kíló. Dúnhelt léreft á kr. 34,75 pr. metra Fiðurhelt---11,75 — — — 32,30 — — — — ----- 34,40 — — -------- 38,00 — — Sængurvera —■ — 15,40 — — r Asg. G. Gunnlaugssoii & Co. Austurstræti 1. Bezt að auglýsa í TÍMANUM *♦♦♦♦♦♦♦♦« TILKYNNING um bótagreiðslur almannatrygginganna Bótagreiðslur almannatrygginganna í janúar fara fram dagana 15. til 29. janúar. Bæturnar verða greiddar frá kl. 9 y2—3 nema laug- ardaga frá kl. 9V2—12 í húsnæði tryggingarstQfnunar ríkisins að Laugavegi 114 fyrstu hæð (horn Laugavegs og Snorrabrautar) og verða inntar af hendi sem hér segir: Ellilífeyrir: föstudag, laugardag og mánudag 15. 16. og 18. Örorkulífeyrir og örorkustyrkur: þriðjudag 19. Barnalífeyrir: miðvikudag og fimmtudag 20. ’og 21. Fjölskyldubætur: föstudag og laugardag 22. og 23. Frá og með 24. til 29. verða greiddar þær bætur, sem ekki hefir verið vitjað á þeim tíma sem að fram- an segir svo og aðrar tegundir bóta, er ekki hafa verið taldar áður. T ryggingastof nun ríkisins Laugaveg 114 ♦♦♦♦ ♦ ♦. BÆNDUR ATHUGID:- Landbíuiaðarvélar íil afgreiðslu í vor frá þehkt- ustu verksmiðjjum veraldar. — T. d. International Harvester, Gehl Bros.f Arvika verken ojj fleirum Farmall Culi dráttarvélar Sláítuvélar Sláttuvélai* mcð álileðslutæk.fum Heylileðsluvélar Saxablásarar Knosblásarar Sláttukóngar Ifjól undfr Iie.vvag'ua Siiúniiiíís og miigavélar Siigfiurrkuuartæki BieseS- ©g rafmótora Plógar Biskakerfi Kótlierfi Ffaðraherfi Áviunslulierfi o o o (> (> O O > ■ > My kj isdreif ar ar Áljurðardreifarar Forardælur og dreifararar Brýiisluvélar Duftdreifarar Ha ndslátt uvélar Nauðsynleg leyfi eru þegar fengin til kaupa á flestum þessara tækja, og vér treystum á að frekari leyfi fáist á næstunni. S E N D IÐ pantanir yðar strax til næsta kaupfélags. Scunha /1 cl íól. áeitnvtnnu BÚVÉLADEILD féí ClC^Cl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.