Tíminn - 15.01.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1954, Blaðsíða 2
,Ö£Íd TIMINN, fðstudaginn 15. janúar 1954. 11. blað. Þjóðleikhúsið aö hefja sýningar á kunnum ævintýraieik fyrir börn Næstkomandi laugardag: verður frumsýndur í Þjóöleikliúsinu ævin- týraleikurinn „Ferðin til tunglsins“ eftir Gert von Bassewitz. Þetta er barnaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni, eins og áður liefir ver- ið getið, og hefir Stefán Jónsson, höfundur „Hjalta litla“ og fleiri barnasagna, annazt þýðinguna. Simon Edwardsen frá Kgl. óperunni í Stokkhólmi er Ieikstjóri. Langt er slöan áformaö var, að hann tækist þetta verk á hendur, en leikritið hefir verið sýnt undan- farin 20 ár eða svo, um hver jól, í Stokkhólmi, svo og í Helsingfors og víðar, og má nokkuð marka vin- sældir þess af því. Edwardsen er gamalkunningi þessa vinsæla barnaleikrits, ekki aðeins sem leik- stjóri, heldur hefir hann leikið í því hlutverk Óla Lokbrá, síðast í Stokkhólmi í fyrra. Bidsted samdi dansa. Músíkin í ævintýraleik þessum er líkleg til þess að ná vinsældum hér, en hana hefir Clemens Schmal stich samið. Þjóðleikhúshljómsveit- in leikur, undir stjórn dr. Victors Urbancie. Ekki mun það spilla leik- ritinu, að í því eru margir dans- ar, sem Erik Bidsted, ballettmeist- ari Þjóðleikhússins, hefir samið við efni þess, en nemendur úr ballett- skóla Þjóðleikhússins dansa. Draumar barnanna. í leikritinu eru ein 17 hlutverk, en auk þess um 30 listdansarar úr ballettskólanum, flest börn, auk fleiri barna, er þar hafa hlutverk. Leikurinn gerist í hugarheimi, eða öllu heldur draumi þeirra Önnu Lísu og Péturs. Þau dreymir furðu- lega hluti, ævintýralega ferð til tunglsins, en á vegi þeirra og hjá Karlinum í tunglinu verða ýmsar skringilegar persónur, og margt kynlegt ber fyrir. Myndin er tekin á æfingu í Þjóðleikhúsinu. Verið er að æfa atriöi úr „Ferðinni til mánans'. Símon Edwardsen lcikstjóri er að leiðbeina leikendum. Þrumuvaldur og skrug~a. i Aðalhlutverldn, Önnu Lísu og Pétur, leika þau Bjarndís Asgeirs- dóttir og Andrés Indriðason, en önnur hlutverk fara þau með Guð- björg Þorbjarnardóítir, sem leik- ur móðurina, Anna Guðmundsdótt- ir, sem leikur Mínu barnfóstru, I Bessi Bjarnason, sem er aldinbor- I inn, Róbert Arnfinnsson Óli Lok- j brá, Næturdísin (Regína Þórðar- dóttir), Þrumuvaldur (Valdimar Helgason), Skrugga (Arndís Björns dóttir), Skýjamamma (Emelía Jón- asdóttir), Skúraflóki (Jón L. Hall- dórsson), Éljagrímur (Ólafur Mixa), Vörður á Vetrarbrautinin (Klem- | enz Jónsson), Hennar hátign Sólin (Guðbjörg Þorbjarnardóttir), Morg Útvarpíð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 18.55 íþróttaþáttur (Sigurður Sig- urðsson). 19.25 Tónleikar: Harmoníkulög (pl.) 20.20 Lestur fornrita: Njáls saga; IX. (Einar Ól. Sveinsson róf.) 20.50 Tónleikar (plötur): „Góði hirð irinn“, svíta eftir Hándel. 21.15 Dagskrá frá Akureyri. 21.45 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 22.10 Upplestur: „Maðurinn, sem varð að fiski", kínversk smá- saga eftir Li Fu-yen (þýðand- inn, Halldór G. Ólafsson, flyt ur). 22.35 Dans- og dægurlög (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 17.30 Útvarpssaga barnanna. 19.25 Tónleikar: Samsöngur (pl.). 20.30 Tónleikar (plötur). 20.45 Leikrit: „Spretthlauparinn" útvarpsleikrit í tveimur þátt- um eftir Agnar Þórðarson. 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Bjarndís Helgadóttir frá Seyðisfirði og Kjartan Þór Ingv arsson, Dölum, Hjaltastaðarþfng- há. Nýlega hafa opinberað trúlofun eína ungfrú Guðrún Árnadóttir, Ormastöðum, Fellum, og Þorbergur Jónsson, Skeggjastöðum, sömu sveit. Á gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Gunnhildur Daníelsdóttir, Hraunteig 22, og Gunnar Gunnarsson, 5ðnnemi. Nýlega hafa opinberað trúlofun s.'na ungfrú Halla Guðmundsdóttir, starfsstúlka, Eiðum, og Björgvin Runólfsson, Litla-Sandfelli, Skrið- dai. ■ unroði (Amalía Sverrisdóttir), Jóla ' sveinninn (Ævar R. Kvaran), Jóm frú Jóiagjöf (Anna Guðmundsdótt- ir) og Karlinn í tunglinu (Lárus Ingólfsson). Auk þess dansa þau hjónin 'Erik Bidsted og Lisa Kære- gaard með nemendum sínum, sem eru margir, eins og fyrr segir. Ávísun á miða. Leiktjöldin, sem eru ævintýraleg, eins og vera ber, hefir Konráð Pétúrsson gert, en búninga teikn- aði Lárus Ingólfsson. Rétt er að geta þess, að fyrir jólin lét Þjóð- Þjóðvörn hafnaði samstarfi við komra únista með 1 atkv. raeirihluta Þjóðvarnarmenn bjóða fram sérlista á Akureyri. Litlu munaði þó, að þeir væru þar í sæng meö vin- um sínum, kommúnistum. Kommúnistar buðu Þjóö- vörn og Alþýðuflokknum samstarf. Bjuggust komm- únistar ekki við að ná sam- starfi við Alþýðuflokkinn en höfðu góða von með Þjóðvörn og. vildu gjarna samstarf við hana, þótt Al- þýðuflokkurinn heltist úr lest. Það kom líka á daginn, að tiltrú kommúnista í garð Þjóðvarnar var ekki með öllu ástæðulaus. Á fundi Þjóðvarnarmanna, var samstarfi við kommún- ista um bæjarstjórnarlista á Akureyri hafnað MEÐ EINS ATKVÆÐIS MEIRI- HLUTA. leikhúsið prenta jólagjafakort, sem einkum vorú ætluð börnum. Þessi kort eru ekki aðgönj umiðar, held- ur ávísun á miða, sem börnin fá við framvísun í miðasölu leikhúss- 1 ins, og skulu þau þá jafnframt geta þess, á hvaða sýningu þau helzt vilja koma, en það fer auö- vitað eftir því, í hvaða röð' þau koma með kortin, sclu miða o. s. , frv. En ráðlegast mun þeim þó að snúa sér sem fyrst til miðasölunnar með þau. Fyrir fullorðna og börn. Leikrit þetta flytur fagran boð- skap og hollan börnum, eins og vera ber um. barnaleikrit. Þau eiga að vei'a cóð við dýrin, hlýðin og prúð, en umfram allt er það góð og holl skemmtun, nýtízkúleg og íburðarmikil eftir því sem hér ger- ist. Leikritið er þó þess eðlis að ætla má, að fullorðnir íái notiö þess ekki síð'ur en börnin, ekki sízt vegna óvenjulegs sviðsútbún- ! aðar, hrífandi tónlistar Schmal- ! ! stich og heillandi dansa Eriks Bid- . steds. meiW'iniiKiiiimiHir ..aiiiiiiH*iiimiiiiiiiiiiini i MYNDIRi Loftbrúin Loftbrúin í Nýja bíó bendir til I þess, að Bandaríkjamönnum sé heldur kalt til þýzkra kvenna. Því þótt það stríði á móti öllum lög- . málum í kvikmyndagerð, sé hábölv- j að í garð alls sentimentalitets og valdi því að Bandaríkjamaður bið- ur ósigur fyrir konu, þrátt fyrir j allt þetta, er kuldinn í garð þýzkra kvenna svo mikill, að þeir verða að Iáta myndina fara illa. Má vera að þess gerist dæmi í Berlín, að þýzkar konur hafi hlunnfarið bandaríska hermenn, en það er ekki garpslegt að hefna þess á heimsvísu. Annars er myndin vel leikin og skemmtileg á köflum, þótt skemmi hana tal um demókratí og frelsisskrár í bland við kolaflutn- inga. Öruág og ánægð með trygginguila hjá oss ÚTSALA Verðlækkun Þessi viku og svo lengi, sem birgðir endast, seljum|1 við éftirfarandi vörur með þessu verði ; Sirs rósótt ensk nú 10.00 áður 15.00—17.00 Skyrtuefni ensk — 10.00 — 15.00j Léreft ensk — 11.00 — 16.00 Flúnell röndótt dnsk — 12.00 — 15.00j Bómullarefni ensk — 15.00 — 20.00! Tvisttau ensk — 18.00 — 26.00' Gardinuefni ensk — 25.00 — 36.00j Handklæöi ensk — 10.00 — 15.00 Handklæði ensk — 20.00 — 26.00J Sumarkjóiaefni ensk — 19.50 — 30.00i Silkikrep franskt — 29.00 — 52.00j Pikki, franskt — 25.00 — 36.00 < Silkiefni franskt — 25.00 — 35.00j Náttkjólar nælon — 135.00 — 240.00* Euxur nælon — 35.00 — 60.00] Angora garn 100% — 6.50 — 8.50* Eyrnarlokkar 5.00—10.00 parið og ýmsar eldri vörur( með miklum afslætti. Aðrar vörur með 10% afslætti þessa viku. DYNGJA H.F. Laugaveg 25 Almennur iðnaðarmannafundur Stjórn Landssambands Iðnaðarmanna boðar til al- raenns fundar iðnaðarmanna í byrjun febrúarmánað ar um afstöðu þeirra til svonefndrar IÖnaðarmála- stofnunar íslands. Fundarstaður og tími nánar aug- lýstur síðar. Frummælandi verður Björgvin Frederik- sen, forseti Landssambands Iðnaðarmanna. Fundur- inn er boöaður meö þessum fyrirvara með tilliti til þátttöku iðnaðarmanna utan Reykjavikur. o o O O o O O o o O o o O o AUGLÝSING nr. 4/1954 frá Iimflutiiiiigsskrifstofmmi urn um sóknir um ný fjárfestingarleyfi Þeir aöilar, sem ætla að sækja um ný fjárfestingar leyfi á þessu ári, þurfa að senda Innflutningsskrif- stofunm umsokn fyrir 10. febrúar eða póstleggja um- sókn í síðasta lagi þann dag. Eyðublöö undir nýjar umsóknir fást hjá Innflutn- ingsskrifstofunni í Reykjavík og hafa verið send odd vitum og byggingarnefndum utan Reykjavíkur. Ekki þarf að sækja um fjárfestingarleyfi vegna framkvæmda, sem frjálsar eru samkvæmt lögum um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfesting- armála o. fl. 24. des. 1953, en þaö eru í fyrsta lagi íbúðarhús, þar sem hver íbúð, ásamt tilheyrandi geymslu, þvottahúsi og þess háttar, er allt að 520 rúm metrar, í öðru lagi peningshús og heyhlöður, í þriðja lagi verbúðir og veiöarfærageymslur og í fjóröa lagi þær framkvæmdir, sem fullgeröar kosta í efni og allt að 40 þúsund krónur. Reykjavík, 15. janúar 1954 Ennflutníngsskrifsfofan Bezt að auglýsa í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.