Tíminn - 25.02.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 25. febrúar 1954. 46. bla». Bragi Sigarjónsson: Orðíð er frjálst Háspenna, lífshætta! Svar til Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi („Svo segi ég þér til giöggvunar, að ég heíi aldrei talað aukatekið orð til þessa manns, hvorki í ræðu né riti, en rækt við hann og hans fólk frændsemi, svo sem mér er gefið til, og mér hefir auðið orðið“, Bene- dikt Oíslason). í Tímanum 6. febr. s. 1. rit- ar Benedikt Gíslason frá Hof teigi mér opið bréf. Tilefnið er athugasemd, er ég birti í V. bindi Gangna og rétta við þátt hans í III. bindi sama ritverks um göngur og réttir Jökuldæla. Athugasemdin er eftir Gísla bónda Helgason í Skógargerði í Fellum, frænda Benedikts. Telur Gísli í at- hugasemd sinni, að Bene- dikt hafi ekki alls staðar far ið rétt með í þætti sínum, sérstaklega varðandi afrétt- arlönd gegnin til Hnefils- dalsréttar, göngur þar, fjár- fjölda Fellamanna á rétt þeirri né lýsingu á réttinni sjálfri, en á þessum slóðum telur Gísli sig gagnkunnug- an sem gangnamann, og er því ekki mótmælt af Bene- dikt, sem af líkum má ráða, að aldrei hafi þar í göngur komið. M. a. af þessum sök- um þótti mér sjálfsagt að birta athugasemd Gísla, þar sem ætla mátti, að hann vissi þar Benedikt betur, og hefir Benedikt ekki enn fært sönn ur á, að sú ályktun mín hafi verið röng, enda þótt hann telji mér hafa orðið hið mesta glapræði á að birta athugasemdir við þátt sinn. Fjögur atriði gerði Gísli sérstaklega að umræðuefni í athugasemd sinni við þátt Benedikts: 1. Afréttarafstöðuna. 2. Heiti dalsins inn af bæn- um Hnefilsdal. 3. Hnefildalsréttina. 4. Fjárfjölda Fellamanna á réttinni. Benedikt hafði sagt, að lönd Gilja, Teigasels, Skeggjastaða, Hnefilsdals, Gauksstaða og Merkis liggi að löndum Fellamanna. Gísli segir, að þetta sé rangt, hvað Gil og Gauksstaði snerti, og aðeins horn af Teigasels- og Merkislöndum snerti lönd Feilamanna. Benedikt treyst ir sér ekki til að andmæla þessu í Tímagrein sinni. Benedikt kallar dalinn irm af Hnefilsdalsbænum Hnef- ilsdal, enda stendur svo á landakorti. Gísli kveður dal- inn heita Bæjardal, og sé hann ætíð svo nefndur þar um slóðir. Stendur þar full- yrðing á móti fullyrðingu, en benda má á mýmörg dæmi þess, að valt er að treysta í blindni heitum á herforingja ráðskortunum. í öllu falli virðist engin hætta hafa skeð, þótt ég léti þær upplýs- ingar Gísla koma fram, hvað heímamenn og gangnamenn þarna um slóðir kalla dalinn. Benedikt sagði í umrædd- um þætti sínum um göngur og réttir á Jökuldal varðandi Hnefilsdalsrétt: „Er Jökulsá látin vera einn veggurinn í safnréttinni, og bilar sízt.“ Gísli kveður hér um einn dilkvegg að ræða, en drátt- arhringur sé enginn. Bene- dikt upplýsir nú í Tímagrein sinni, að þetta sé að vísu rétt, en það skipti ósköp litlu máli. Það er nú svo. Loks telur Benedikt fé Fellamanna skipta þúsund- um af Hnefilsdalsrétt, og fylgi því 20 rekstrarmenn. Gísli kveður rekstrarmenn 6 og féö fráleitt fleira en 10— 13 hundruð. Ber hér mest í milli. Nú er það svo, að ekk- ert flýtisverk er það gjöró- kunnugum manni, svo sem ég vitanlega er víða þar, sem mér voru sendar gangnalýs- ingar frá, hvort allt er þar nákvæmlega rétt. En geta verður þess hér, að Gísli greinir nákvæmlega í at- hugasemdum sínum og þátt- um, hve margir ganga Fella- lönd og hve margir eru send- ir úr Fellum í réttir annarra sveita til að hirða þar fé sveitarmanna. Samkvæmt frásögn Gísla skiptist þetta svo: 6 fara á Hnefilsdalsrétt, 6 á Flj ótsdalsrétt, 4 í Klaust- ursel, 2 á Bótarrétt og 2 á Hallfreðarstaðarétt, eða sam tals 20 menn. 17 smala hins vegar Fellaheiði. 1 Nú spyr Benedikt mig í Tímagrein sinni; I „Getur þú ekki sjálfur at- hugað 'það, að í sveit, þar sem aðeins 17 menn smala „iítil og léleg“ heiðalönd, en 20 menn sækja fé í aðrar sveitir“ o. s. frv. Með öðrum orðum: þarna viðurkennir j Benedikt' réttarmannatölu jGísla, og sjá þá allir, að ekki I getur hvort tveggja staðizt, að 20 fylgi Fellafé af Hnef- ilsdalsrétt og þangað séu þó aðeins sendir 6 menn. Fleira skiptir raunar ekki máli varðandi Göngur og réttir í Tímagrein Benedikts, og mætti þvi láta hér við sitja. Tel ég, að Benedikt hafi með Tímagrein sinni sannaö það, sem ég réð af líkum, að fullkomlega væri rétt að birta athugasemd Gisla. Um hitt nenni ég ekki að þrátta við Benedikt, hvort það sé niðrandi fyrir Merkis- heimili, sem er mjög úrleiö- is, að það sé sögð þar nokk- ur nýlunda, ef þar ber 10 gesti að garði í einu, mann- skemmandi fyrir Björn í Hnefilsdal, hafi hann þurft að færa saman börn sín í rúmum til að láta allmarga og hrakta gangnamenn hafa rúm alla, eða svívirðing Þor steini Jónssyni, kaupfélags- stjóra Héraðsbúa, þótt hon- um hafi eitt sinn, óhörðnuð- um unglingi, ofboðið vos í göngum. Hitt skal játað. að skrifi vinar míns Benedikts frá Hofteigi, ef mér hefði ekki þótt næsta óviðkunnan- legar þær tiltekjur hans að hafa mig að eins konar skot- auga að frænda sínurn, Gísla, sem hann að vísu aldr- ei nafngreinir, en velur lýs- ingarorðið „niðmaníuhald- inn,“ heitin „sannleikspost- uli,“ „ástmögur sannleikans“ og „sannleiksstjóri,“ en skrif um hans einkunnarorðiu „níð“, „illyrði,“ „brigzl,“ „lygahróp,“ „slúður og lygi,“ „yfirdrepsskapur,” „vankunn- átta“ og „kerlingarkjaftæði.“ Minna mátti nú ekki gagn gera, þótt Gísli kvæði aldrei fastar að orði en að tala um „skáldskap" hjá Benedikt. ] Síðan segir Benedikt af stakri hógværð: „Svo segi ég þér til glöggvunar, að ég hefi aldrel talað aukatekið orð til þessa manns. hvorki 1 ræðu !né riti, en rækt við hann og hans íólk frændsemi, svo sem ,mér er gefið til, og mér hefir auðið orðið.“ ! Ég vil svo að lokum mega óska þess við Benedikt vin minn frá Hofteigi, þann gáf- aða, fiölvisa og ritfæra mann, að hann hasli frænda sínum sjálfum völl, ef hann þykist eiga eitthvað sökótt við hann, en hafi mig ekki að millimanni. Til þess er ég ekki sá bógur. Mér sýnist eftir viðbrögðum Benedikts, j að bóndinn í Skógargerði þekki sín vopn og kunni að finna þeim staðar, svo að sá leikur verði ekki svo ójafn, þótt hann leiki kannske ekki jafn fimlega að handöxum orða og Benedikt telur sig kunna. Er gott að eiga þann dóm alltaf hjá sjálfum sér. Bragi öigurjónsson. ég skil ekki slíkan hugsunar- hátt Benedikts. Loks hneykslast Benedikt mjög á því, að ég skuli hafa birt frásögnina af ölvun séra Sigurðar Gunnarssonar á Hrafnafellsrétt. Hér sannast bezt, að sínum augum lítur hver á silfrið. Mér þótti sag- an merkileg af bví, hvernig prestur brást við ávirðing- um sinum: hann læröi af þf-im, svo að hann var rrejri maður eftir. Það er í mínuni augum vegsauki hverjum manni, ekki svívirðing. Bene dikt virðist á annarri skoð- un. Ilann um það. Þetta er nú orðið langt mál um iítiö efni. í grandaley«i virðist ég hafa lent inn á rafmagnað hættusvæði aust- lenzkrar frændástar með því að birta athugasemd Gísla í Skógargerði. Satt bezt að segja hefði mér ekki fundizt það taka því að svara til- Naguib telur sam- komulag um Súes vonlaust Kairó, 22. febr. — Naguib, forseti Egyptalands, sagði í dag í viðtali við fréttamenn, !að hann teldi vonlaust með !öllu að samkomulag mundi nást við Breta uir. Súez-skurð inn og svæðið þar í kring. Hann sagði, að Bretar nytu stuðnings frá annarri vold- lugri þjóð, og Egyptar væru því neyddir til að skoða hana jeinnig sem óvinveitta sann- Jgjörnum kröfum þeirra. — Hann kvaö samkomulag E- gypta og Bandaríkjamanna G. B. A. heldur áfram máli sínu, þar sem frá var horfið í gær: í þessari áðurnefndu dæmafáu samþykkt stúdentafélagsins eru það þrjú atriði, sem stúdentarnir 'eggja áherzlu á. í fyrsta lagi skora þeir á Alþin: i að fjölga áfengistegundum í landinu cg veita greiðari aögang að þeim. Þennan lið hefir prófessor Björn Magnússon tekið til meðferð ar og sýnt meðal annars fram á, að í því landi, sem hefir einna flestar víntegundir og greiðastan aðgang aö þeim, eyðir þjóðin 7—8% af tekjum sínum fyrir áfen^i. Enda mun svo um flestar vörur, að því fjölbreytt- ari sem þær eru og víðar til sölu, því meira er keypt af þeim. Sanna útibúin, sem verz'anir setja víða á stofn, að reynslan staðfestir það. / öðnim lið áskoranna stúdenta- félagsins til Alþingis ;;korar ;‘élagið á þingið að svipta Góðtemplararegl- una f járstyrk þeim, sem reglan hefir notið undanfarin ár. Með þeirri kröfu er stefnt í sömu átt og þeirri fyrstu: að greiða götu Bakkusar sem mest — brjóta niður síðasta varnar garðinn. Eins og kunnugt er, hefir Góðtemplarareglan verið næstum eini félagsskapur síðustu ára, i;em nokkuð hefir kveðið að tii þess að hamla á móti áfengisneyzlunni síð an bindindisheit ungmennafélag- anna var — illu heilli — afnumið víðast eða alls staðar á landinu. Er það ömurlegt tímanna tákn, að þeir, sem lengst hafa setið á skólabekkj- um — háskólastúdentar — skuli sýna annað eins skilningsleysi á góðu málefni og vanþakklæti í garð fjölmargra meðal beztu og mætustu sona og dætra þjóðarinnar, sem margir hafa um áratugi fórnað mikl um fjármunum, tíma og íyrirhöfn í baráttu fyrir góðu málefni, sem varðar hag alþjóðar. Þótt segja ^ megi, að starf templara hafi ekki borið eins mikinn árangur og æski- legt hefði verið og vonir stóðu til, þá er það ekki þeirra sök, heldur veldur því rangsnúinn og óheilbrigð ur hugsunarháttur og tömlæti al- i mennings. Síðast í samþykkt stúdentafélags- ins skorar félag ið á Alþingi að verja peningrnum, sem það vill að þingið taki af Góðíemplarareglunni, „til byggingar drykkjumannahælis og annarra raunhæfra úrbóta í áfengis málum þjóðarinnar'. Þessi síðasti liður virðist benda til þess — eins og hinir — að annað hvort vilji þeir stúdentafélagsmenn, sem að áskor- uninni standa, að áfengisneyzla þjóðarinnar minnki ekki, eða að þeir geta ekki eða vilja heyra raun hæft um málið. Ekkert'• raunhæft til að draga úr áfengisnautninni er borið fram af þeim, a.ðeins, ,það að byggja drykkjumannahæii. Skiija þessir menn ekki, að „það er óí seint að byrgja brunninn, þégái' bárfíið ‘ er dottið í hann‘‘? Hvað: myndti ‘ menn segja um félag, sem skóraði'á Alþingi að fella niðurí áBar . fjár-. veitingar til sóttvarnai og' heilsu-• verndar i landinu, en • verði-. fénu heldur til byggingar ■sjúkrahiúsa og annarra raunhæfra úrbótá í heil- brigðismálum þjóðarinnar? — svö að fylgt sé orðalagi stúdentanna. Ég held, að það félag, sem léti slíka áskorun frá sér fara, yrði ckki í miklu áliti hjá þjóðifipi, j^fnypl þótt að því stæði, lang^pþigengið fólk. Auðvitað er — því miður — full þörf á að byggja drykkjúmanna hæli, eins og allt er f pottinn búið. En það verður aldrei „raunhæf" að- gerð, heldur aðeins neyðai'ráðstöfun, þegar komið er í öngþVe.iti eða á heljarþröm. Hver maður ,tneð, fieilT; . brigða skynsemf sem n.epnh' að hugsa nokkuð um áfengismálin, hlýt ur að sjá, að byggirig' drykkjUmanna' hælis minnkar ekki haéttiiiia;: eða forðar mönnum frá :að. defida á óheillabraut ofdrykkjunnar. Þvert. á • móti liggur nærri, að hægt væri ■ að láta sér detta í hug,,áð,það.verk aði í öfuga átt: Að latir, nautna- sjúkir og ábyrgðariitlir “úriglingar færu frekar að néytá’ áfengis óg yrðu ofdrykkjumenn, éf'þeir vísáú, að þeir ættu athvarf '4 drykkju- mannahæli, ef illa<færi. -. ■ . •.. -- A-. -■■ ■ .O •• En þareð Stúdentafélag háskólans hefir ekki í umræddri áskorun bent á neitt raunhæft.tij, að koina i vcg fyrir áfengisbölið' — „stemmá a at ósi“ — vil ég leyfa rhér að benda já eitt ráð til úrbóta, sém ég tel, að mundi koma að meira gagni en nokkuð annað. Og það góða við það , er, að það er á valdi háskólastúd- enta sjálfra að framkvægia það. Eins og ég hefi tekið fram', ,er há- skólinn byggður á þeim tírná, er ís- lenzka þjóðin hafði yfir íitiu fé að ráða. Hún tók þó fúslega á sig þáU gjöld, sem byggingunni vorú sam- fara, og hefir siðan greitt milljóna tugi króna til viðhalds óg reksturs þessarar dýru stofnunar, Hún ,hefir gert það í trausti þess, að, pnga fólk: ið, sem með byggingu háskóians var gefið margfallt þetra tækifæri til (Framhald á 6.' síðu.) hfafa verið gott hingað til, en hann óttaðist, að þetta ínundi breytast í framtíð- 'inni. Egyptar myndu nú reyna að vinna Bretum allt það ógagn á Súezsvæðinu er þeir mættu, hindra samgöng ur til beirra, torvelda bygg- t ingarframkvæmdir o. s. frv. Þessi yfirlýsing Naguibs er tal |in enn ein sönnun þess, að Egyptar hyggist taka upp breytta utanríkisstefnu á jnæstunni og halla sér meira Jað Rússum og fylgiríkjum þeirra en þeir hafa gert hing að til. — Aoglýsiö i XfinuutwHu að því er fremstu nær- ingarefnafræðingar segja. Hún er einn bolíasti garðávöxtur, sem til er Nú eru ágætar gulrófur fyrirliggjandi í hinum fullkomnu garðávaxtageymslum yorum. a AFURÐASALAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.