Tíminn - 12.03.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 12. marz 1954 Örnótfur Hálfdánsson: Orðið er frjáist Opið bréf til framkvæmdastjóra togarafélagsins ísfirðingur h.f. Kæri Ásberg! Ég hefi ekki lagt það fyrir mig um dagana að standa í teréfaskriftum, enda vanalega haft öðrum hnöppum að hneppa, og viðskipti mín við menn og fyrirtæki ekki verið á þann veg að töluð orð hafi ekki geta staðið. En nú finnst mér að brugð ið sé frá því og ég verði aö taka mér penna í hönd og senda þér nokkrar línur. Að vísu getur svo verið, að þér finnist tilskrif frá svo litlum karli sem ég er, ekki þess verð að þau.séu lesin, en þá ætla ég að gefa öðrum kost á að lesa þetta bréf með okkur, og kynnast af því hug- ulsemi þinni til þeirra, sem hafa talið sig vinna einstak- lingsframtakinu gagn. Eins og okkur er báðum kunnugt, þá hefir mjög færzt í vöxt hér í seinni tíð, að ein- stakir menn kaupi fisk til verkunar. ■ Hraöfrystihúsin hafa samninga við félagssam tök útgerðarmanna um ákveð ið verð á fiski, svo þú verður líklega af þeim sökum að láta fyrirtæki þínu nægja það verð sem þar er ákveðið. Nú veit ég ekki betur en allir hinir smærrí fiskkaupendur hafi verið látnir sæta sömu kjör- um og hraðfrystihúsin, þang- að til á síðastliðnu ári, að það fór að heyrast að fyrirtæki það, sem þú stjórnar, togara- félagið ísfirðingur h.f., væri farið að bregða út af þessu og selja sumum mönnum fisk- inn talsvert dýrari en öðr- um. Eins og þú manst sjálfsagt þá gerði ég athugasemd vegna þessa fyrir áramótin að mér væri seldur fiskurinn dýrari en öörum. Þú sagðir þá með þinni kunnu hæversku, að við mundum ábyggilega geta komizt að samkomulagi um þá hluti. Rétt eftir síðustu áramót, eða 5. jan. kaupi ég svo fisk af ísfirðing h.f. Sé ég þá að fiskurinn er áfram reiknaður á hærra verði til mín en um- samið verð til hraðfrystihús- anna og fyrirtækið seldi á til annarra aðila. Það var þess vegna, sem ég fór fram á að þú gerðir grein fyrir þessum verðmismun áður en ég greiddi fiskinn frá 5. jan. s.l. Þú talaðir um að við gætum jafnað mismun þennan með því að ég fengi fiskslatta, sem hvergi yrði skrifaður. Það vildi ég ekki fallast á. Fyrir fisk til þess tíma átti ísfirð- ingur ekki eyri hjá mér. Það vantaði svo sem ekki, að þú tækir vel í að láta mér þess- ar upplýsingar í té — en það var nú fyrir kosningar. Svo kom 9. febrúar — níu dögum eftir kosningar — þá kemur innheimtukrafa frá málafærslumanninum Jóni Grímssyni fyrir þessari mán- aðargömlu skuld (kr. 5.691,00 eftir þínum verðreikningi) og að auki krafa um 600 kr. inn heimtulaun. Ég vona, að þú munir kann ast við, að ég hafi greitt þessa uppbæð eins og tilskilið var og ég vona, að Jón minn hafi einnig fengið aurana sína, hann hefir til þeirra unnið. Ég veit ekki til þess, að viðskipti mín við Ísfirðíng h.f. eða þig hafi verið öðru vísi en góð, í það minnsta , hefir þú ekki látið annað í ljósi, talið greiðslur tryggar frá mér. Ég hefi aðeins gert athugasemd við verð það, er mér hefir verið gert að greiða fyrir fiskinn, en þó greitt reikningana, þótt ég vildi fá skýringu á, hvers vegna ég sæti ekki við sama borð og kollegar mínir, Engar upplýsinijar komu, en í stað þeirra kemur inn- heimtukrafa frá málafærslu- manni á mánaðargamalli skuld. (Var ekki hægt að nota lögfræðikunnáttu þína til aö ná skuld þessari hjá mér, svo innheimtulaunin hefðu getað runnið til ísfirðings, að sjálf sögðu hefði hann fengið féð, því ekki varst þú svo gjarn á fé fyrir verk, sem aðrir | unnu meðan þú varst bæjar- stjóri). I Ætli að þarna ráði nú að- eins vilji þinn til þess að ná rétti fyrirtækisins eða lág- kúruleg þjónkun við illar hvac ir, þar sem þú telur líkur til ' að ég hafi ekki að þessu sinni |stutt þig og skoðanabræður ' þína til að ná völdum í bæn- t um við bæjarstjórnarkosning- arnar? | Er þetta sá stuðningur, sem þú vilt veita einstaklingsfram takinu, sem þið gumið svo mikið af, eða er þetta sú leið- in, sem þú telur vænlegasta til að efla einstaklingsfram- takið? J Það er ekki nóg Ásberg, að tala vinsamlega um hlutina, ef vinnubrögðin bera svo vitni gegn orðunum. j Það mun ekki vera algengt, að mánaðargömul skuld, sem ekki hefir verið mótmælt, sé innheimt með aðstoð mála- færslumanns, og allra sízt, þegar viðskiptin hafa gengið fyrir sig eins og þau hafa gengið milli mín og ísfirð- ings h.f. j Nú skyldi maður halda, að fyrirtæki, sem gengur svona hart eftir að fá greiðslur frá öðrum, léti ekki mikið standa upp á sig í þeim efnum. Þess vegna á ég bágt með að trúa ýmsu af því, sem ég heyri sagt um ísfirðing h.f., sem ber þess vott, að ekki sé svo haldið á málum, sem ætla mætti af röggsemi þinni gegn mér. I Er það satt, að við s. l.'árg- mót hafi ísfirðingur h.f. skuldað bæjarsjóði ísafjarðar um eða yfir kr. 200.000,00 — tvö hundruð þúsúnd — í út- svör, sem félagið var búið að taka af starfsmönnum sínum á árinu? Er það satt, að þessi upp- hæð hafi staðið að mestu ó- breytt allan seinni hluta árs- ins? Af því, að þú ert tögfræð- ingur, þá langar mig til að spyrja þig, hvort fyrirtæki hafi leyfi til að taka svona fé til eigin þarfa, sem því er falið að innheimta fyrir ann- an aðila. — Ég er alveg sann- færður um, hvað svona at- hæfi hefði verið kallað í mínu ungdæmi, en tímarnir eru nú orðnir svo breyttir með það sem annað. Er það líka satt, að þú sért ekki farinn að borga einn eyri af rúmlega 60 þúsund króna útsvari, sem lagt var á ísfirðing h.f. í fyrra? Hvernig heldur þú svo, að þér gengi að stjórna bæjar- félagi, ef skattborgararnir hef ðu þennan máta á greiðslu útsvara? Heldur þú ekki, að þú teldir þig þurfa að biðja Jón Grímsson að senda þeim línu svona öðru hvoru? Nei, Ásberg minn, ef skilvísin er svona hjá þér, finnst þér þá ekki að hrokinn og stór- mennskan sé nokkuð mikil í minn garð. Eitthvað hefir mað ur svo heyrt um, að reikning ar ísfirðings við hafnarsjóð séu ekki alveg upp gerðir, er það líka satt? Er þó gjaldkeri og innheimtumaður þar, maö ur sá, er þú fékkst til inn- heimtuaðgerða hjá mér. Hef- ir þar eitthvaö sljóvgazt rögg semi þess góða manns? Ég ætla svo ekki að hafa þessar línur mikið lengri, en að síðustu vildi ég segja þetta: Það getur vel verið, að ég hafi hálpað til þess, að sumir þeirra sjálfstæðismanna, sem höfðu rétt lengst út hendina til að hrifsa til sín völdin í bænum, urðu fyrir nokkrum vonbrigðum við úrslit bæjar- stjórnarkosninganna. En það réttlætir ekki fruntalætin gegn mér. En það skal ég segja þér í fullri einlægni, að þið vinnið aldrei tiltrú nokk- urs manns með þá forustu, sem þið hafið í dag. Eftir því, sem þið beitið fleiri menn of- beldi og ósanngirni þá þjapp- ið þið andstæðingum ykkar fastar saman og við, sem fyrir árásunum verðum, höldum áfram að styðja þá menn og flokka, sem leggja sig fram um að liðsinna þeim, er minna mega sín. Með tilhlýðilegri virðingu, Örnólfur Hálfdánsson, ísafirði. Handknattleiksraót- ið heldur áfrara í kvöld í kvöld er næstsíðasti keppnisdagurinn í mfeistara- flokki á handknattleiksmeist aramóti íslands. Fara þá fram tveir leikir í A-deild, sá fyrri er milli Ármanns og ÍR, en hinn síðari milli Vík- ings og KR. Síðustu leikirn- ir verða á sunnudaginn. Fer þá fram úrslitaleikurinn milli Fram og Ármanns, en auk þess keppa ÍR og valur. Á þriðjudaginn vann KR Fram með 11—10, og var sig urmarkiö skorað úr vítakasti á síðustu mínútunni. Aðeins Fram og Ármann koma til greina sem sigurvegarar í mótinu. Ármann hefir gert eitt jafntefli hingað til, en unnið hina leikina. Fram hef ir hins vegar tapað einum leik, unnið hina, en virðist samt hafa meiri líkur til að sigra í mótinu. Neðsta liðið í A-deildinni fellur niður í B-deild. Tvö lið eru í fall- hættu, ÍR og Víkingur. ÍR hefir engan leik unnið, en á eftir tvo leiki, Víkingur hef- ir unnið einn leik, sigraði ÍR. Markatalan ræður úrslit um, ef liðin verða jöfn að stigum. Kr. S. Sig. hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um útvarpið: „Sæll, Starkaður! Mér virðist að -baðstofan þín hafi verið lokuð nokkuð oft í vetur og þykir mér það skaði, því að oft var gaman að hlusta á rabb manna þar. Nú lang ar mig til að stanza hjá þér um stund og tala við þig um ýmislegt. Það er sérstaklega dagskrá útvarps ins, sem ég vil minoast á, en þar virðist vera veruleg afturför. Ætla ég þá að byrja á því að leggja nokkrar spurningar fyrir forráða- menn útvarpsins viðvíkjandi leik- ritavali þeirra á laugardagskvö'd- um. j Hvað meina þeir með þvi að flytja annan eins þvætting fyrir :xl- þjóð, sem þeir hafa gert flest laug- ardagskvöld í allan vetur? Þó að það hafi stundum flotið þar með einstaka sæmilegir leikir, þá eru þeir færri en hinir, sem eru mjög grófir og jaínvel siðspillandi. Skal ég benda á tvö dæmi af mörgum. Þann 6. febrúar var leikrit, i:em hét „Einkalíf". Hvað boðar sá leikur annað en ósiðferði á hæsta stigi, þar sem er ýmist æsandi ástarhjal eða háa rifrildi og hjónaskilnaðir? Er með þessu verið að kenna upp- vaxandi æskulýð hvernig hann eigi að haga sér í framtíðinni? Eða hafa þeir ekki gert sér grein fyrir því, að það illa og ljóta má læra af útvarp inu ekki síður en það góða? „Fátt segir af einum“ var leikið 20. febrúar. Þá var að vísu tilkynnt á undan, að réttast væri að láta ekki börn hlusta á leikritið. Hlægilegasta tilkynning, sem heyrzt hefir. Pá heimili munu vera á landinu, þar i sem ekki eru fleiri eða færri börn. í Hvað á að gera við þau? Á að reka þau út, svona rétt fyrir háttatím- j ann á meðan fullorðna fólkið hlust ar á það, sem þau mega ekki heyra? Nei! Eina ráðið er að skrúfa íyrir útvarpið. Og þá vil ég spyrja, hvers vegna verið er að hafa fyrir því að æfa leik og flytja hann fyrir lok- uðu útvarpi? Leikur þessi á ekkert erindi til neinna hlustenda, hvorki gamalla eða ungra, því að hann er ekkert annað en óþverri, sem hlýtur að koma hverjum þeim, sem á hlust- ar, f illt skap. Eitt vinsælasta útvarpsefni hafa verið leikirnir á laugardagskvöldum. | En í vetur hafa mönnum brugðist þeir svo hræðilega, að ýmsir loka tækinu sínu, þegar leikur stendur sem hæst. Annar vinsælasti þátturinn Var framhaldssagan á meðan Helgi Hjörvar las Bör Börsson, Kristínu Lafransdóttur og fleiri sögur, i:em voru hver annarri betur valdar og prýðilega lesnar. Síðan hafa að vísu nokrar sögur verið vel lesnar en ekki eins vel valdar. Og einkenni- legt er það, að velja fyrir framhalds sögu í vetur Sölku Völku, sem íjöld inn af mönnum hefir lesið fyrir fá- um árum og mun vera til á fjölda mörgum heimilum og öllum bóka- söfnum. Þó er það verra, að höfund urinn sjálfur er látinn lesa hana. En hann er mjög óáheyrilegur les- ari. Enda veit ég til, að margir loka tækjum s'num, þegar Halldór byrj- ar að lesa. Auk þess er sögulestrar- tíminn mjög illa valinn. Svo seint á kvöldi eru öll gamalmenni háttuð og vilja hafa næði til að sofa. í húsi því, sem ég bý i, eru þrjú við- tæki og er þeim öllum lokað strax og seinni fréttum lýkur. Um músíkina ætla ég ekki að segja margt. Margt er þar fagurt og yndislegt að hlusta á. Enþví miður margt ófagurt. Á ég þar sérstaklega við jazzinn. Hann á engan rétt á sér í ríkisútvarpi íslendinga og hefði aldrei átt að koma þar. Og tel ég það illa fariö að til skuli vera ís’endingar, sem yrkja jazzlög, sem virðast nú vera mikið móðins víða um land og konur og menn væla þar undir og kalla það söng. Oft hefir kveðið við þegar kvartað hefir verið undan jazzinum í útvarpinu, að unga fólkið vildi hafa hann. En ég er mjög í efa um, að það sé meiri hlutinn. Skal ég koma hér með eitt dæmi, sem styður mál mitt. Gagnfræðaskóli Akureyrar lét gera nokkurs konar skoðanakönnun. Það var skemmtun í skólanum. Eitt skemmtiatriði var að kynna klass- íska tónlist og jazzinn. Yfirkennar- inn lék 4 stórar klassískar hljóm- plötur á grammófón og skýrði þær, og annar maður jazzplötur. Nem- endur hlustuðu á allar plöturnar og skýringar. Síðan fór fram leynileg atkvæðagreiðsla um það, hverjir væru hlynntir klassískri tónlist og hverjir jazzinum. 134 greiddu at- kvæði. 85 voru með klassískri tón- list, en 47 með jazzinum. 2 seðlar voru ógildir. Þetta var 4. bekkur i verknámsdeild. Úrslitin sýndu greini lega, að jazzinn á hvergi nærri eins mikið fylgi meðal æskunnar og af er látið. ^ Að endingu vil ég benda forráða- mönnum útvarpsins á það, að ekki virðist vera ástæða til að seilast eftir ameriskum eða enskum óþverraleikjum á meðan þeir lrafa ekki leikið þau mörgu gömlu og 1 góðu íslenzku leikrit, sem til eru. Skal ég nú benda á nokkur þeirra: Leikur lífsins, eftir Björgu C. Þor- láksdóttur, Ingimundur gamli, eftir Halldór Briem, Draumur Dísu litlu eftir Svein úr Dölum, Bjargið eftír Sigurð Heiðdal, Misskilningur cftir ■ Kristján Jónsson, Systkinin eftir Davíð Jóhannesson, Útsvarið og Prestkosningin eftir Þorstein Egils- son. Mörg fleiri leikrit eru til, þó að ég nefni ekki fleiri. Líka er mikiþ til af þýddum leikritum, norskum, dönskum og sænskum. Enda held ég, að leikrit frá þeim þjóðum henti okkur betur en ensk og amerísk". Kr. S. Sig. hefir lokið máli fiínu. Starkaður. 5«55555555555555Í555$5Í5S5555555Í55S55$55Í55555555555555555555$5SS5$5SS» Galv. fötur Galv. þvottabalar Aluminium-pottar fyrir rafmagn. GARÐAR GÍSLASON H.F. REYKJAVÍK. 5Í5555555555555555555555«5Í5»555555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.