Tíminn - 28.04.1954, Síða 2

Tíminn - 28.04.1954, Síða 2
2 TÍMINN, migvikudaginn 28. apríl 1954, 94. blað. Qgnir skemmdarverkanna vofa alls staðar yfir og koma fram í margvíslegum myndum AS undanförnu hafa menn haft miklar áhyggjur vegna dularfullra flugslysa, sérstaklega í sambandi viS Comet-þrýstiloftsflugvélarnar. Flcstir vilja samt forSast alla hjá- trú, svo aS grunsemd um skemmd- arverk er því aSeins fyrir hendi, aS allar aSrar skýringar séu úti- lokaSar. Vera má, aS erfitt verSi að sanna skemmdarverk, en þaS er ekki ómögulegt. Eru þegar hafnar eftir grennslanir í hinum nálægari Aust urlöndum, en þangaS beinist grun ur manna cinkum. Rússar hafa alltaf álitiS skemmd arverk mjög mikilvæg, og fvrir ári stofnuðu þeir skemmdarverka Skóla. Tæknilega séð eru skemmdar- verk á flugvélum ekki erfið. Skemmdarverkin gerast víða. Far þegaskipið Empress of Canada brann i höfninni í Liverpool, gúm- verksmiðja í Singapore stendur í björtu báli, gufuvélar í herskipum eru eyðilagðar, ítalskt orkuver er gert óvirkt, þýzk járnbraut er sett út af sporinu, rússnesk brú er sprengd í loft upp. Allt eru þetta nýleg tilfelli. Sums staðar voru skemmdarverk sönnuð, en annars staðar aðeins grunuð. Mikilvirkur þáttur í hernaði. Skemmdarverk nútímans eru orð- in mikilvirkur þáttur í hernaði. Hafa þau tvær hliðar, því að þau draga bæði úr efnahagslegum og andlegum styrkleika andstæðings- ins. Notkun þeirra er oft leyndardoms full, en stundum hetjuleg. í annarri heimsstyrjöldinni var tékkneskur verkamaður að vinna í hergagna- verksmiðju og stjórnaði hann járn geymi yfir höfði sér, sem var fylkur Utvarpid Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,20 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 20.35 íslenzk tónlist: Píanólög (pl.). 20,50 Vettvangur kvenna. Erindi: Vor og gróður (eftir frú Sigur laugu Árnadóttur; frú Sigrið- ur J. Magnússon flytur). 21,15 Með kvöldkaffinu. Rúrik Har aldsson leikari sér um þáttinn. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Útvarpssagan: „Nazareinn" eftir Sholen Asch; XIX. 22.35 Undir ljúfum lögum. 23,05 Dagskrárlok. ítltvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Kvöldvaka: a) Jón Norðmann Jónasson kennari flytur er- indi: Frá móðurharðindunum. b) Færeyski kórinn „Ljómur“ t syngur; Karl Oluf Buch stjórn [ ar. c) Guðmann Þorgrímsson | bóndi segir hulduíólkssögu. d) Hallgrímur Jónasson kennari flytur ferðaþátt: Lokið langri ferð. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson listfræð- ingur sér um þáttinn. 22.30 Kammertónleikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Árnað heitla Hjónaband. Laugardaginn 17. apríl voru gef- in saman í hjónaband af séra Emil Björnssyni ungfrú Ólöf ísleiksdóttir, Lokastíg 10, Rvík, og Daníel Þórir Oddsson verzlunarmaður, Borgar- nesi. Heimili ungu hjónanna er að Borgarbraut 20, Borgarnesi. Trúlofun. Sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Erla Erlends- dóttir frá Hofsósi og Árni Guð- mundsson, Böðmóðsstöðum, Laugar dal. bráðnum málmi. Þýzkir hermenn tóku sér stöðu við hlið hans. Skyndi lega opnaði hann gevminn, og beið hann bráðan bana ásamt Þjóðverj- unum. Engin ákveðin vörn er til gegn skemmdarverkum. Þegar Þjóðverjar hernámu Tékkóslóvakíu, reyndu þeir aö nota allar hugsanlegar varúðar- ráðstafanir gegn þögulli andstöðu verkamannanna. Samt hefir það SkemmcfarverKamaður smásprengja getur myrkvað stórborg verið staðfest, að ferturasta hver sprengikúia, sem framleidd var í Pilsen, reyndist óvirk. Vindlasprengjurnar. Skemmdarverk geta verið ein- faldasta form styrjaldarreksturs. Má hér minna á vindlasprengjurnar. Þær voru fcúnar til úr blýpípu á stærð við vindil, sem var skipt í tvo hluta með koparskilrúmi. í hvoru hólfi fyrir sig var viss tegund af sýru, sem tærðu sundur kopar- inn. Þegar sýrurnar náðu saman, sprakk sprengjan með blossa mikl- um. Tímann, sem iíða skyldi til spreng ingarinnar, mátti ákveða með þykkt koparskilrúmsins. Þunnt skilrúm tærðist á fáum klukkustundum. en þykkt skilrúm á nokkrum dögum. Hitinn við sprenginguna bræddi blý- ið, svo að ekki var unnt að finna sjálfa orsökina. Auðveldleiki slíkr- ar aðferðar er auðsær, enda voru vindlasprengjur notaðar til þess að sökkva skipum, en vissulega gætu þær valdið flugslysum jafnauðveld- lega. Rússar hræðast skemmdarverb. Það er athyglisvert, hve Sovétrík- in eru mjög á varðbergi gegn skemmdarverkum. Hin sovézka skil- greining á skemmdarverkum sveifl ast frá skemmdarverkum á vélum til leti og getuleysis. Einu sinni voru trotskysinnar mik ilvirkir skemmdarvargar, en nú virð ist N.T.S. (Samband samábyrgra Rússa) hafa tekið við hlutverkinu, en sá félagsskapur hefir sterk ítök bæði innan og utan Sovétríkjanna. Öðru hvoru koma opinberar fregnir frá Rússlandi um, að skemmdar- vargar hafi sprengt upp járnbrautar brýr. Hinir raunverulegu atburðir kunna að vera smávægilegir, en pólitísku áhrifin eru meiri. Skemmdarverkaskólar stofnaðir. Fyrsti skemmdarverkaskólinn var opnaður í Moskvu, og síðar var stofn að útibú í Berlín. Nú er vitað um að minnsta kosti þrjá slíka skóla til viðbótar við skólann í Moskvu. Einn er í Póllandi, annar í Austur- Þýzkalandi og sá þriðjí, sem undir- býr skemmdarverk í VestUrveldun- um, er í Tékkóslóvakíu náiægt þorp inu Straz pod Ralskem. Námstímabilið er sex vikur að jafnaði, en geta verið styttri. er nám ið sérhæft fyrir vélar, skip, sendi- tæki og önnur ei.nstök verkefni. Nem endunum er kennt að valda sem mestu tjóni með sem einföldustu aðferðum, færa t. d. vél úr lagi eins og af tilviljun, heldur en nota sprengiefni, sem hætta er samfara fyrir gerandann. Áherzla er lögð á skemmdarverk í dagblaðabyggingum og útvarps- stöðvum, af því að nútímaríki án frétta er í slæmu ástandi. Sprengjur eru notaðar, þar sem þörf krefur, og óhjákvæmilega koma þá fyrir til- viljanakennd slys. Til skemmdar- verka eru aðallega valdir mjög ungir menn, af því að þeir eru auðsveip- ari. Pólitískur grundvöllur. Skemmdarverkaskólinn starfar á pólitískum grundvelli. Það er talið fullkomlega lögmætt að nota skemmdarverk gegn hinum vest- rænu kapitalista-heimsveldis-fas- istum, en það væri óumræðilegur glæpur að beita sömu aðferðum gegn hinum heilögu Sovétríkjum. Stundum verður þeim þó fóta- skortur. Þegar Klement Gottwald var réttur og sléttur kommúnisti, fór hann á skóla í Moskvu. Lýð- ræðislegur félagi spurði hann margra viðeigandi spurninga. Hvað hefði Gottwald verið að læra? Gott- wald varð gramur og hreytti út úr sér; „Við lærðum að snúa ykkur úr hálsliðunum". Þessa aðferð notaöi hann svo gegn keppinautum sínum og sumum óvinum, en að lokum fékk hann svo að kenna á henni sjálfur. Birgðum safnað. Aðeins iítill hluti skemmdarvarg- anna er notaður til skyndiverka, en allir verða að safna birgðum af vörum, sem notaðar kunna að verða á sínum tíma. Sumir hafa að minnsta kosti farið eftir settum pKglum. Árið 1950 fann franska lögreglan 60 birgðageymslur skemmdarvarganna. Hið margþætta nútímaþjóðfélag má auðveldlega lama með 8kmemd arverkum. Vera má, að nú séu Rúss ar að skipuleggja skemmdarverk, sem eru glsepsamlegri en morð. Slíkt er ekki aðeins ógnun gagnvart ein- staklingnum, heldur einnig gagn- vart samfélaginu. Rafgeymar (Framhald af 1. síðu.) komið á fót. Nú hefir hann kennt íslendingum verkið að fullu og er sjálfur á förurn til Indónesíu til að koma þar í nýtízku horf gamalli raf- geymaverksmiðj u. Auk þess sem þarna er um nýframleiðslu áð ræða, ann- ast Pólar viögeröir á eldri geymum og eins þeim, sem ekki eru frá verksmiðjunni. Framkvæmdastjóri Póla er Magnús Valdimarsson. Auglýsið í Timaiiicm auglVsing 13m skoðirn bifreiða í Keflavíkurkaupstail Samkvæmt bifreiðalögum er hér mes tilkynnt, að aðalskoðun bifreiða fer fram í Keflavík mánudagifm 3. maí til föstudagsins 7. maí næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Bifreiðastöð Keflavíkur (áður afgreiðsla Sérleyfis- bifreiða Keflavíkur) og fer skoðunin þar fram ofan- grenda daga kl. 10—12 f. h. og 1—5,30 e. h. Við skoöun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skrrteini. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjald og vátrygg ingarjald ökumanna fyrir allt árið 1953 verða innheimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöldin eigi greidd við skoöun eða áðar, verður skoðunin ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg. Er hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafar- laust nú, eða áður en bifreiðaskoðun fer fram. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á ofangreindum dögum, verður hann látinn sæta á- byrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðastjóri (eða umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum á- stæðum komið með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, er áriðandi, að þeir tilkynni það skoðunarmönn- um. Slíkar tilkynniragar í síma nægja ekki. Þetta er hér með tilkynnt öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógctinn í Keflavíknrkaupstað 25. apríl 1954. A. GÍSLASON | Jörö í Rangárvallasýslu, 1 | STÓRI-MOSIIVOLL í HVOLHREPPI, til sölu. Laus til |« ý ábúðar í næ?tu fardögum. | Upplýsingar gefa Gústaf A. Sveinsson hrl., sími 1171, |: | og Guðmundur Ásmundsson hdl., símar 7080 og 82723 || (eftir skrifstofutíma). || | Tilboð sendist undirrituðum fyrir 10. maí næstk. ISkiptaráðandinn í Reykjavík, 27. apríl 1951. |; KR. KRISTJÁNSSON. . í;

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.