Tíminn - 14.05.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1954, Blaðsíða 8
IRLENT YFIRLIT 1 DAG Pollak geyn Bevan 88. árgangur. Reykjavík, 14. maí 1954. ' 10?. blað. Samningaleiðin gagnslaus og hættnleg Seoul, S.-Kóreu, 13. maí. Samn ingaumleitanir við kommún- ista eru bæði gagnslausar og hættulegar, sagði Syngman Rhee, forseti S.-Kóreu í dag. Ef Genfarráðstefnan yrði til þess að sannfæra hinar frjálsu þjóðir um þetta, hefði hún þrátt fyrir allt gert mik- ið gagn. Þá munu vinir okkar fallast á að stíga raunhæf spör til að stöðva árásarsegg- ina o gneyða þá til að láta laus þau lönd, er þeir hafa sölsað undir sig. Rhee sagði, að hinar frjálsu þjóðir ættu meðan tími er til, að notfæra sér hernaðaryfirburði sína og senda kommúnistum úrslita- kosti, þar sem þeim væri hót- aö styrjöld, ef þeir verða ekki úr N.-Kóreu innan ákveðins t:ma. Þeir myndu hugsa sig um tvisvar áður en þeir legðu út í styrjöld, og jafnvel þótt þeir veldu þann kost, væri það hinum frjálsu þjóðum hagkvæmava, en heyja styrj- öld siðar, þegar kommúnista- ríkin hefðu náð þeim í hern- aðarkapphlaupinu. ir Fullt hús var á skemmtun tímaritsins Hljómplötunýjungar, sem það gekkst íyrir í Austurbæjarbíói síðastliðinn sunnudag. Varð fólk frá að hverfa og hefir því verið ráðið að endur- taka skemmtunina nú á sunnudaginn klukkan 11,15 eftir hádegi. Tvö ný lög verða kynnt eftir Sigfús Halldórsson og einnig lög eftir Ágúst Pétursson, Jenna Jónsson og Steingrím Sigfússon. Eins og á fvrri skemmtuninni svngja kunnir ís- lenzkir dægurlagasöngvarar lögin, sem kvnnt verða. Mynd- in er tekin á skemmtuninni fvrra sunnudag. Akraness eiga 1200 fjár í gær hafði blaðið tal af Halldóri Magnússyni, formannin Fjáreigendafélags Akraness, en í félaginu eru um fimmtíu menn, sem allir eiga nokkrar kindur sér til ánægju og bús- ílags. Um sextíu menn eru fjáreigendur á Akranesi og féð er nú hartnær tólf hundruð að tölu. Er sauðburðUr hafinn og gengur prýðilega. Mikið af ánum er tvíiembt og tvær ær bornar þrílembdar. Fláreieendafélae Akraness in’ en þeir a^' Verða bjareigendaíeiag Akraness úthaldslitlir. Hins vegar er var stofnað fyrir tveimur ar- ekkert lát á þeim,,sem áttu um, eða þegar Tjárskiptin f fyrir skiptin; jý.lestir tíafa foru fram. Byggist felagið a ir féð heima við hús sin> gagnkvæmn samvmnu felags sumir f bilskúrum; enda er manna 1 sambandi við réttir bílskúrinn víst það eina, sem beitiiand. Þegar fjareign má b ja innanbæjar 4 Akumesmga var emna mest húsalóðum. Sumir hafa yrÍr f]arskAlptin’ naf hún byggt fjárhús útr á túnum. tolf hundiuð, am, eða þar um K°mið hefh. fil mála að l' f DV1 S.e^ja!’ að nú skipuleggja fjárhúsahverfi naö fullum stofm a við það mundi þag að sjálfsögðu sem var. . H Fénu beitt í Garðalairdi. vera heppileg laush. Hálldór sagði, að fjáréigendurnir Tr . . ^ , væru yfirleitt eldri menn, Vor og haust er fé Akur- sem hefðu fjárgeymsluná f nesinga beitt í Garðalandi. hjáverkum sínum. Eru það Hekluferð um heBgina Ferðaskrifstofan Orlof og Guðmundur Jónasson efna til öku- og gönguferðar að Heklu ti mhelgina. Lagt verður af stað á laugardaginn kl. 2 og ekið alla leið austur yfir Sölva hraun að rótum Heklu. Þar verður tjaldað og gist. Lögð að hafa með sér svefnpoka og verða til tjöld en memi verða nesti. Einnig geta þeir sem vilja, sofið í bllunum. Á sunnudag verður gengið á Heklu, en þeir, sem ekki vilja þreyta þá göngu, geta valið sér nóg rannsóknarefni í hrauninu. Nýr Laxfoss stærri en sá gamSi, kemur að ári Búið er að ganga frá samningi um smiði á nýju skipi, sem koma skal í stað Laxfoss við fólks- og vöruflutninga milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Verður þetta nýja skip væntanlega tilbúið í júlí að ári og er töluvert stærra en gamli Laxfoss var. iKeypti Akranesbær Garða-|óneitanle pörf og ánægju_ ! jorðina, og er þar mikiö land j hjáverk í rækt. Nytja fjáreigendur á Akranesi land jarðarinnar bæði til beitar og heyfangs. Skipið er byggt i Martsdal i Danmörku og hefir Gisli Jóns son vélstjóri samið um smíði þess fyrir hlutafélagið Skalla- grím. En eigendur þess eru flestir í Borgarnesi og Borg- arfirði. 250 farþegar Skipið verður 135 feta langt, 26 feta breitt og 13 feta djúpt. Það verður byggt samkvæmt kröfum skipaskoðunar rikis- ins um skip til siglingar á Atlantshafinu og verður styrkt sérstaklega til siglinga í ís. EÍZ3I! Ný§ar tiSlögur Etlens í Cenf: r kosningar í allrí Kóreu undir eftirliti S.Þ. Genf, 13. maí. — Eden, utanríkisráðherra Breta, lagði í dag fram miðlunartillögu í Kóreudeilunni. Frjálsar kosningar veiði haldnar í Kóreu allri undír alþjóðlegu eftirliti. Sér- stök nefnd hefir verið sett á laggirnar í Genf til þess að flýta fyrir því að lausn finnist á Kóreuvandamálinu. Hinn nýi' Laxfoss á að geta flutt allt að 250 farþega og hefir hvilur í svefnklefum fyrir 38 farþega. Skipið get- ur flutt 95 lestir af vörum. í botngeymum er rúm fyrir 80 lestir af olíu og þar að auki eru aðrir geymar í skip inu fyrir 25 lestir af brennslu olíu hahda því sjálfu og 20 lestir af vatní Á að ganga 13 mílur. Tvær aflvélar verða i skip- inu, hver um sig 460 h. k. Á þvi verða tvær skrúfur, sem tengdar verða vélunum með vökvatengslum í sambandi við niðurfærsluskiptingu. Auk þess verða í skipinu vélar til að framleiða rafmagn fyrir lýsingu skipsins, vindur og aðrar vélar. Fyrirkomulag um borð verð ur svipað og á gamla Lax- fossi, nema hvað ráðgert er að allt verði þar mun rýmra, enda skipið töluvert stærra. Á þilfari verður rú mfyrir 6 (Framhald á-7. siöú). í bifreiðum á afrétt. Öllu erfiðara viðfangs er afréttarland það, sem Akra- nesbær hefir yfir að ráða. Er það Grafardalur á milli Strandahrepps og Skorradals. Mjög vont er að reka á afrétt inn, þar sem fara verður með fé og unglömb um fjölfarna akvegi á vorin, en girt er með vegum. Hafa fjáreigend urnir tekið það ráð, að flytja féð í bifreiðum á afréttinn. Sér félagið um þá flutninga. Akranesfé er réttað í Hrafnseyrarrétt, og koma þá margir til réttar af yngri borg urum bæjarins, að huga að fjáreign sinni, en Halldór tjáði blaðinu, að tiltölulega væru mikið fleiri fjáreigend- ur á Akranesi en sextíu, ef ætti að telja alla þá, er ættu lamb, eða eina til tvær kind- ur. — Það má alltaf byggja bílskúr. Nokkrir nýir menn bætt- ust í þann hóp manna, er áttu fjárstofn eftir fjárskipt Vegleg gjöf til dval arheimilis sjómanna Hjónin Svanhildur Jóhanns dóttir og Þorbjörn Jönsson* til heimilis að Mímisvegi 2, Reykjavík, hafa gefið Dval- arheimili aldraðra sjómarina tuttugu þúsund krónur í til— efni af tuttugu ára hjúskap arafmæli þeirra. Þau gefa fjárhæðina til minningar um Sigvalda Valentinusson, skip stjóra, Stykkishólmi, og bræð urna Sigurjón Sigurðsson, Kjartan Sigurðsson og Magn ús Sigurösson frá Ólafsvík, sem allir eru látnir fyrir nokkru. Gjöfin rennur til her bergis í dvalarheimilinu, sem nefnast á Breiðfirðingabúð. Ennfremur ætla hjónin að taka þátt í kostnaði í sam- bandi við kaup á húsgögn- um í herbergið. Bað Þorvarð ur Björnsson blaðið að flytja þeim hjónum þakkir fyrir hönd dvaiarheimilisins. Málamiðlunartillaga Edens er i 5 liðum. Frjálsar kosn- ingar verði haldnar í allri Kóreu og verði þingmanna- fjöldi Norður- og Suður-Kó- reu i samræmi við fólksfjölda í þessum landshlutum. Alþjóðlegt eftíríit. Gert er ráð fyrir alþjóðlegu eftirliti með kosningunum undir yfirumsjón S. Þ. Að lok um er tekið fram, að sérhvert það samkomulag, sem gert verður, hljóti að stefna að því, að allar erlendar hersveit ir hverfi brott úr landinu. Hafna tillögum Nam II. Bidault og Eden höfnuðu (Framhald á 7. síöu). Fastanefnd S.Þ. um afvopnun hefur starf Londori, 13. maí. Fulltrúar fimm stórvelda, Kanada, Bret lands, Bandaríkjanna, Frakk lands og Rússlands, komu í dag saman í London til við- ræðna um afvopnunarmáiin. Fulltrúar þessir mynda undir nefnd 1 afvopnunarnefnd S.Þ., sem er fastanefnd, er Allsherj arþingið setti á laggirnar. Nefndin tók til starfa í s. 1. mánuði og þá i New York, en ákvað að flytja sig til London, llappdrætti Barnaspítalasfóðs Hinn 10. maí var dregið í happdrætti því, er kvenfé- lagið Hringurinn efndi til, til ágóðúa fyrir Barnaspítala sjóðinn, og komu þessi nú- mer upp: 1. Málverk eftir Kjarval nr. 8001. 2. Málverk eftir Jóhann es Jóhannesson 6518. 3. Þvottavél. 10764. 4. Flugfar til Hamborgar 338. 5. Gólfteppi (indverskt) 14053. 6. Rader- ing eftir Baron 7397. 7. Bro- ! iler rafmagnssteikarofn 8451. 8. Hárþurrka 4960. 9. Strau- járn 6519. 10. kökuspaði (ítalskur) nr. 4157. Vinninganna mávitja í iverzlunina Aðalstræti 4 h.f. Átu skyr úr djúpum skálum skeiðarlausir með bundið fyrir augun Að borða skyr úr djúpri skál, skeiðarlaus og með bundið fyrir augun, er ný- stárleg íþrótt, sem þó ætti ekki að vera með öllu óþjóð- leg, ef satt er, að skyrið sé sú fæðutegund, sem einna mest hefir hjálpað til að halda lífinu í þessari þjóð, þegar harðast var i ári. En hvort sem íþróttin er nú þjóðleg eða ekki, þá var samt keppt i henní á gleð- skap þeim, er karlakórarnir í Biskupstungum og Selfossi áttu saman nýlega að Hauka dal. Fóru Selfyssingar þangað i boði Biskupstungnamanna og fengu móttökur, sem mjög eru rómaða,r. Fjöl- menntu menn þar úr báðr um kórunum og héldu uppi skemmtun lcngi kvölds. Einn liður skemmtunar- innar var skyrátið, sem þótti allsögulegt ogTrumlegtr Ekki var þó keppnin milli kóy- anna, heldur; sýndu Bísk- upstungnamenn Selfyssing- um iþróttiná. Einnig var pokaslagur til skemmtunar. Barizt var með handklæð- um og bundið fyrir augu bardagamannanna, sem illa gekk að finn andstæðinga sína, sem voniégt"var. ‘ Biskupstungnamenn buðu upp á góðgerðir allar, og þótti lieimsóknin takast hið bezta og vera til ánægju fyr- i'r báða aöila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.