Tíminn - 17.06.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.06.1954, Blaðsíða 7
132. blaö. TÍMINN, fimmtudaginn 17. júní 1954. T Hvar eru skipin Sambandsskip: Hvassafell er í Vestmannaeyjum. Arnarfell er í Keflavík. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Disar fell fór 15. júní frá Reyðarfirði á- leiðis til Rotterdam. Bláfell er vænt anlegt til Hornafjarðar laugardag- inn 19. júní. Litlafeli losar olíu á Faxaflóahöfnum. Diana er í Þorláks höfn. Hugo. Oldendorff er í Rvík. Katharina Kolkmann er á ísafirði. Sine Boye er á Raufarhöfn. Aslaug Rögenæs er væntanleg 20. júni til Rvíkur. Frida fór frá Finnlandi 11. júní s. 1. áleiðis til íslands. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 10 ár- 'degis á laugardaginn til Noröur- landa. Esja fer frá Reykjavík kl. 2 eftir miðnætti í nótt vestur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkveldi austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið tU Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Reykjavík ur árdegis í dag frá Vestfjörðum. 'Baldur fór frá Reykjavik í gær- kveldi til Hjallaness og Búðardals. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Fiateyri í nótt 16. 5. til Akraness, vænatnlegur til Reykjavíkur í kvöld 16. 6. Dettifoss fór frá Hamborg 15. 6. til Antverpen, Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. — Fjallfoss fer frá Rotterdam 18. 6. •'til Hamborgar, Antverpen, Rotter- dam og Hull. Goðafoss kom tll Rvik ur 10. 6. frá New York. Gullfoss fór frá Leith 15. 6. til Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss kom til Hamborgar 14. 6. Reykjafoss fór frá Hamborg 14. 6. tH Ventspils og Finnlands. Sel- foss fór frá Leith 14. 6. tU Lysekil. Tröllafoss fór frá New York 8. 6. •til Rvíkur. Tungufoss kom tU Rvík- -ur 14. 6. frá Hamborg. Flugferðir Hekla, millilandaflugvél Loftleiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 19,30 í dag frá Hamborg og Gautaborg. Flugvélin fer héðan kl. 21,30 til New York. MUlilandaflug. Fiugvél frá Pan American er vænt anleg frá New York í dag kl. 10,30 f. h. til Keflavíkur. Meðal farþega er hin kunna söngkona Josephine Baker. Flugvélin heldur áfram eftir skamma viðdvöl tU Helsinki um Osló og Stokkhólm. Úr ýmsum áttum ■ Alþingishúsgarðurinn ■ verður opinn fyrir almenning frá 'kl. 12—19 alla daga í sumar. Garð- urinn vérður opnaður í dag 17. júní. Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík verður opnaöur í dag. Baðvörður hefir í sumar éins og undanfarin ár eftirlit á staðnum frá kl. 1—7 e. h. alla daga. Baövörður verður Haf steinn Guðmundsson iþróttaksnn- ari. Stúdentablaðið 17. júni 1954 hefir borizt blaðinu. Greinar í blaöinu eru eftir Ólaf ■Lávusson prófessor, Björn Her- mannsson stud. jur., dr. Þorkel Jó- .hannesson prófessor, Ólaf Hansson, 'sagnfræðing, Bjarna Benediktsson blaðamanií, dr. Gunnlaug Þórðar- sdn, Björn Sigfússon háskóiabóka- vörð, Þorvarö Örnólfsson kennara, Leif Ásgeirsson prófessor og Jón Sigurðsson forseta. Kvæði og sögur eru eftir Jakob Jóh. Smára, Ólaf H. Ólafsson, Fornólf og Sigurjón Einarsson, Nokkrar myndir prýða blaðið m. a. af Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni. Ægir, apríl-maí heftið hefir borizt blað inu. Af efni þess má nefná: Að lokinni vertíö. Skipstjórafélagið Ald an og Reykjavík. Er að hefjast ald arfjórðungs aflatregðutímabil við Lófóten? eftir Gunnar Rollefsen, fiskifræðing. Þá eru minningargrein ar um Sigurjón Á. Ólafsson og Þor- stein í Þórshámri, aflafréttir og ým islegt annað: efnl; ískyggileg afkoma frystihúsa þrátt fyrir mikia framleiðslu Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna var hald- inn í Reykjavík dagana 9.—11. júní. Á fundinum voru mættir 50 félagsmenn frá hinum ýmsu hraðfrystihúsum innan S. H. Formaður stjórnarinnar, Elías Þcirsteinsson, setti fundinn og flutti ítarlega skýrslu um störfin á-liðnu starfsári. Heildarframleiðsla árið 1953 af flökum og hraðfrystum fiski var um 23.000 smálestir, á móti 28,500 árið áður. Var mun minna framleitt af þorsk flökum eða 6 þús. smálestum minna en árið áður. Ástæðan fyrir því var, að mjög mikið framboð var á frystum fiski síðari hluta árs 1952, og verð ið fór lækkandi á ýmsum mörkuðum. Var því mikið ó- self í byrjun ársins 1953, go var framleiðslan takmörkuð. Útlitið var því ískyggilegt, þar til gerður var viðskiptasamn- ingur við Sovétrikin, er breytti viðhorfinu mjög. Einn ig fór eftirspurn vaxandi á öðrum mörkuðum seinni hluta ársins. Marilyn Monroe fæddist sonnr í leigubifreið Löngum hefir það viljað loða við kvikmyndaleikara, að þeir settu sig aldrei úr færi með að stofna til frétta í auglýsingaskyni. Ein þeirra kvenna, sem mjög hafa kom- ið við sögu í kvikmyndaheim- inum að undanförnu, er Marlyn Monroe. Fyrst varð hún fræg fyrir að láta mynd prenta sig nakta á vínglös. Hún hefir leikið í nokkrum myndum. Nú um daginn kom nafn hennar einu sinni enn á forsíðu blaðanna. Var það með þeim hætti, að hún eignaöist piltbarn í leigubif- reið. Var hún á leið til fæð- ingardeildarinnar, ásamt með manni sínum, Joe Dimagio, þegar barnið fæddist. Varð maður hennar að taka á móti. Gekk þaö prýðilega. Iðnaðarbankiim (Framhald af 1. síðul. frá bankaráði þess efnis, að fundurinn beinir þeirri áskor un til allra þeirra, sem vinna við iðnaðarstörf, að vinna að aukinni""sparifjársöfnun og auknum innlánsviðskiptum við bankann. Útibú á Keflavíkurvelli og Akureyri. Á siðastliðnu hausti var hafizt handa um byggingu úti búshúss fyrir bankann á Keflavíkurflugvelli. Húsið er nú að verða tilbúið og ætlazt er til, áð útibúið taki til starfa 1. júlí n. k”*Einnig er fyrirhug að að koma upp útibúi bank- ans á Akureyri. Eiga þrjár milljónir af væntanlegu ríkis- láni aö ganga til þess útibús. Þar sem lánið er ekki fengiö, hefir stofnun útibús þar enn ekki orðið að veruleika. Stúdentablaðið. Sölubörn komið tímanlega í kjall- arann í Ingólfskaffi (Alþýðuhús- inu) og takið Stúdentablaðið til sölu. Góð sölulaun. Leiðrétting. Það leiðréttist hér með, samanber frásögn blaðsins af aðalfundi Eim skipafélags íslands, að Bjarni Bene diktsson var ekki kjörinn formaður félagsins á aðalfundinum, heldur að eins kosinn í stjórnina en hún skipt ir sjálf með sér verkum. Afkoma frystihúsanna. Formaður skýrði frá samn- ingum milli S. H. og L.Í.Ú. um fiskverðið, sem lauk með 15% hækkun á því. Þessi mikla verðhækkun hafði áhrif á fjár hagsafkomu frystihúsanna, sem formaður taldi nú ískyggi lega, þrátt fyrir mikla fram- leiöslu. Framleiðsla frystihús- anna er nú orðin álíka mikil og allt s. 1. ár, og hefir mest verið selt til Bandaríkjanna, Rússlands og Tékkóslóvakíu. Hefir sala á þorskflökum til Bandarikjanna aukizt stór- lega á árinu í sérstökum um- búðum, sem eru stórmerkileg þróun í fiskiðnaðinum. Stjórn S. H. skipa nú þessir menn: Elías Þorsteinsson, for maður, Ólafur Jónsson, Sigurð ur Ágústsson, Óiafur Þórðar- son og Steingrímur Árnason. Aliamin-kassar (Framhald af 8. síðu). veiðar. Var nú tekinn þorskur úr sama togi og nokkuð af honum látið í kassana en nokkuð ísað með venjulegum hætti í stíu. Þegar togarinn kom til lands var fiskur þessi 10 daga gamall. Reyndist miklu betri. í fyrradag var fiskurinn at hugaður að viðstöddum meðal annarra auk fiskimatsstjóra, yfirmatsmönnum, forstjórum bæjarútgerðarinnar o. fl. Voru menn yfirleitt samdóma um það, að fiskurinn úr köss- unum væri miklu betri en úr stíunum. Leit kassafiskurinn út sem nýr en hinn var mar- inn og slæptur. Það virðist því engum vafa undirorpið, að geymsia ísfisks i slíkum kössum tryggir miklu meiri gæði fisksins. Hann er látinn í kassana um leið og hann deyr og verður ekki fyr ir neinu hnjaski, því að hann er ekki hreyfður fyrr en hann er settur í þvottavélina í frysti húsinu. Þetta gerir uppskipun fisksins líka miklu auðveldari og ver hann fyrir öllu þvi hnjaski, sem annars verður á hinum við það, en það fer oft verst með fiskinn. Allt blóð- vatn rennur og burt um göt- in á hornum kassanna. Það er brýn nauðsyn að bæta meðferð togarafisksins og auka gæði vörunnar, ef við eigum að halda þeim mörk- uðum, sem við höfum nú og auka þá. Það er einnig ekki svo lítið atriði fyrir togara að geta komið heim með allan afla sinn af ísfiskveiðum fyrsta flokks en ekki mjög skemmdan eins og nú er oft. Tilraunum með þessa kassa verður haldið áfram. Þúsund krónur í verðlaun fyrir beztan leikþátt Aðalfundur Bandalags ísl. leikfélaga var haldinn sl. laugardag. Starfsemi hafði verið mikil á árinu, og gat framkvæmdastjórinn, Svein- björn Jónsson, þess í skýrslu sinni, að sýnd hefðu verið 45 löng leikrit á leikárinu, en Norrænt búnaðarmót (Framhald af 5. sfíuj Formenn deildarinnar hafa verið: Sigurður Sigurðsson búnað- armálastjóri frá stofnun til 1933. Árni G. Eylands 1937 til 1952. Og svo Haukur Jör- undarson 1 ár, en Páll Zoph- oníasson búnaðarmálastjóri er nú formaður. Meðstjórn- endur eru: Gunnar Árnason skrifstofu stjóri Búnaðarfélags íslands — en hann er gjaldkeri deild arinnar — og Árni G. Eylands sem er ritari deildarinnar og í ritstjórnarnefnd tímarits- ins Nordisk Jordbruksforskn- ing. í móttökunefnd með stjórn inni eru þeir Steingrímur Steinþórsson búnaðarráð- herra og H. Hólmjárn efna- fræöingur. Vegur ruddur (Framhaici af 3. síðu.) ur, sem er lagöur að stór- huga nýtingu fossaorku landsins í formi stóriðju, er verk Framsóknarflokksins. Framkvæmdir þessar marka ein merkustu tímamót í upp hafssögu lýðveldisins, jafn- hliða búnaðarbyltingunni. Vegurinn er ruddur. Hlut- ur æskunnar er mikill. Henni feilur í skaut dýr arf ur stórvirkustu kynslóðar, sem landið hefir erjað. Á tímamótum er í senn hollt að líta um farinn veg, stíga á stokk og strengja heit. Vegurinn er ruddur, en ekki lagður. Barátta smá þjóðar fyrir alhliða sjálf- stæði er ætíð dagskrármál. Sókn er aldrei vörn, þó jafn an bezta vörnin. Verði svo jafnan í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. „ESJA“ fer frá Reykjavík kl. 2 í nótt, vestur um land í hringferð. „Skjaldbreiö” fer til Snæfellsnesshafna og Flateyjar 22. þ. m. Tekið á móti flutningi á morgun og árdegis á laugardag. Farseðl- ar seldir á mánudag. Skaftfellingur tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja daglega. leikkvöldafjöldi var um 250. Auk þess útvegaði bandalag- ið fjölda smærri leikþátta. Tíu lærðir leikstjórar störf- uðu öðru hverju á vegum hinna ýmsu félaga. í ráði er, að bandalagið hefji samvinnu við útgáfufyrirtæki um út- gáfu leikþátta, og í tilefni af því, er ákveðið að veita 1000 kr. verðlaun fyrir beztan leik- þátt, sem bandalaginu berst fyrir 15. okt. n.k. Munu 4 leikþættir koma út í haust. Stjórn bandalagsins skipa nú: Ævar Kvaran, formaður, Lárus Sigurbjörnsson og Sig- urður Kristinsson. Framkv.- stj. og leiklistarráðunautur er Sveinbjörn Jónsson. i Fimmtudagur Sími 5327 | | Veitingasalirnir ffrá^Jd. 8 f. h. til 11,30 e. h, Classic músík kl. 7—9. ÍAth.: Erum aftur byrj aðir 1 | að afgreiða mat allan dag-1 I inn. Borð tekin frá í síma, | 1 5327. 1 1 Skemmtið ykkur atS ,Röffli‘ 1 ■amiiiMiiiiiiKiiiumiuiiiiiiiiiuiiiiKiiiiiunimiiiBniw VOLTI I Rafvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðir aflagnir Norðurstíg 3 A. Sími 6458. i a r«.m.iiiniiiniiiiniiiiininiMnn«nimmmin— ampcp Raflagir — Viðgerðir Rafteikningar Þingholtsstræti 21 Sími 8 15 56 HmHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiniimia DRÆTTI Landgræðslusjóðs. ABHRTNGA* miaoTjgiHA Fóatsenki Btelnhrlngajr Gullaien ag margt Oeirs UiUAK áSMUNDSSON fslUmlðar AlaletrœU I Shnl 1290 Reykliavfll Látið ekki daginn líða án þess að kaupa happdrættismiða Landgræðslusjóðs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.