Tíminn - 24.06.1954, Blaðsíða 2
TIMINN, fimmtudaginn 24. júní 1954.
ltt-bla*.
KONSTANTIN: Og þær fölna og roðna
á víxl konur marskálkanna í Moskvu
g33ssssa3SSSSSSsssssssssssassssssssssss3ssassæssssssa2»gygF5tt3g«?fflErs3Sf
Það er alkunna, að Bússar hafa um langa tíð litið ýmis-
legt í fari vestrænna þjóða girndarauga. Við sumum þessum
óskum hafa þeir brugðizt karlmanniega, eins og þegar þeir
staðhæfa, að þeir hafi veriö fyrstir til að fljúga. Vestrænar
þjóðir hafa nú manni á að skipa, sem með réttu er hægt að
kalla Don Juan tuttugustu aldarinnar. Er það Porfirio Rubi-
rosa. Hafa pilsaveiðar þess manns orðið forsíðuefni heims-
blaðanna, hvað eftir annað. Ekki þótti annað sýnna, en á
þessu sviði yrðu Rússar að láta í minnipokann. Þeir hafa
séð, hvert stefndi, að þarna höfðu þeir ekki forustuna, eins
og í fluginu. Þegar svo var komið, sáu þeir ekki annað ráð
vænna, en dubba Konstantín nokkurn Kaganowitsch upp í
Don Juan embættið.
Konstantín hefir fengið nokkur
tilskrif í Moskvublöðunum að und
anförnu fyrir að hafa gerzt of fjöl
þreifinn um ýmsar kvinnur í yfir-
stéttinni þar í borginni. Er hér
einkum um að ræða konur mar-
skálka og aðstoðarráðherra, þess
■háttar konur, sem Kiljan kynntist
í Bandarikjunum og taldi til hús-
dýra, er þroskuðu sig til þess eins
að kunna að búa vel að karlkyn-
inu. Ennfremur hefir Konstantin
föndrað við að mála. Hann hefir
einnig fengið tiltal fyrir þá iðju.
Segja blöðin að hann máli abstrakt
e'n alls ekki samkvæmt fiokks-
línunni. Er nú tími til kominn, að
sumir islenzkir abstraktmálarar
fari að mála sína höfuðlausn í þess
um efnum, fyrst svo kalt blæs um
þennan kollega þeirra í Moskvu,
þótt hann hljóti aö vera nokkur
áhrifamaður via hjónarúm mar-
skálkanna.
Moskvaæskan ávítuff.
. Samkvæmt fréttum 1 norska Dag
blaðinu, þá hefir vikuritið Ogo-
niek í Moskvu nýverið fundið sig
knúð til að ráðast hastaralega að
„hinni spilltu Moskvaæsku", sem
með dansi og lystisemdum „reynir
að líkja eftir æskunni í löndum
kapítalistanna." Höfundur greinar-
innar í Ogoniek beinir skeytum
sínum sérstaklega til einnar ungr-
ar persónu, félaga K. K. Þessi K.
K. er ekki nefndur fullu nafni í
greininni, vegna þess, að einkalif
yfirstéttarinnar er ekki rætt með
fullum nöfnum, þá sjaldan það er
til umræðu í Moskvublöðunum. Á-
kæran á K. K. kemur fram vegna
þess, að greinarhöíundur telur
Útvarpið
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Náttúrlegir hluitr: Spurning-
ar og svör um náttúrufræöi
(Ingólfur Davíðss. magister).
20.45 Tónleikar (plötur).
21,00 Upplestur: Ólína Jónsdóttir
frá Sauðárkróki les frásögu
og frumortar stökur.
21.20 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig-
fús Einarsson (plötur).
21,40 Úr heimi myndlistarinnar
(Björn Th. Björnsson listfr.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Heimur í hnotskurn", saga
eftir Giovanni Guareschi;
VII: (Andrés Björnsson).
22.25 Sinfóniskir tónleikar (plötur)
2.3,05 Dagskrárlok.
'Útvarpið á morgun:
19.30 Harmonikulög.
20.20 Útv^agan: „María Grubbe“
eftir J. P. Jacobsen; II. (Krist
ján Guðlaugsson hæstaréttar-
lögmaður).
20.50 Einsöngur: Heinrich Schius-
nus syngur (plötur).
21.05 Erindi: Bjargsig og fjlatekja
(Magnús Finnbogason bóndi
írá Reynisdal).
21.30 Tónleikar: Sónata fyrir horn
og píanó eftir Hindemith.
21.45 Frá útlöndum (Þórarinn Þcr-
arinsson ritstjóri).
22.10 „Heimur í hnotskurn", saga
eftir Giovanni Guareschi; VIII
Don Camillo snýr aftur til
hjarðar sinnar (Andrés Björns
son.)
22.25 Dans- og djægurlög: Nýjar
djassplötur.
23.00 Dagskrárlok.
hann „lifa mjcg siðlausu lífi með
konum og abströktum málverkum."
Faðirinn í iniðstjóm flokksins.
Þetta vandræðabarn, félagi K.
K., er hvorki msira né minna en
Konstantín Kaganowitsch, yngsti
sonur Lazar Kaganowitsch, sem
situr í miðstjórn kommúnista-
flokksins og er fimmti á listanum
yfir fremstu menn Sovétríkjanna.
Konstantín er tuttugu og sjö áva
að aldri. Hann er sagður geta orð-
ið miktll húsameistari með tíman-
um. Hefit' honum þegar verið fal-
ið að teikna nokkrar stórbyggmg-
ar, sem byggja á í höfuðborginni
á næstunni. Kunnastur er þó Kon-
stant.'n fyrir pilsaveiðar sínar og
hjartaknús, eins og segir í Da-blað
inu. Má í því tiifelli líkja honum
viö dominikanska stjórnmála-
manninn, Porfirio Rubirosa, sem ný
verið er skilinn við Barböru Hutt-
on.
Hneykslissprengjur.
Kvennafar mannsins hsfði ekki
þótt verulegum tíðindum sæta, ef
hann hefði ekki veriö haldinn
þeirri áráttu, að velja fórnardýr
sín meðai þeirra kvenna, sem gift-
ar eru æðstu stjórnmálaleiðtogum
óg hermönnum Sovét-Rússiands. í
fyrra sprakk fyrsta hneykslis-
sprengjan, eftir að kyrrt hafði ver-
ið um Konstantín í nokkur ár.
Sprengjan sprakk, þegar hið op-
inbera komst á snoðir um, að síð-
asta viðhald Konstantíns hefði
hvoriíi verið meira né minna en
frúsla Rudenkos marskálks.
Frúin tók á sig sökina.
Félagi Rudenko sneri sér til fé-
laga Bería, sem þá var hinn valda
mikli yfirmaður lögreglunnar, og
klagaði félaga Konstantín fyrir að
hafa gerzt of fjölþreifinn um frúna.
Bería hafði aldrei verið neinn vin
ur Kaganowitschfjölskyldunnar og
hefði sjálfsagt látið til sin taka í
málinu, ef félagi Rudenko hefði
ekki tekið kæruna aftur. Hafði
hinn frægi hermaður, félagi Rud-
enko fyrirgefið félaga Konstantín,
þegar sá síðarnefndi bað fyrrnefnd
an að lesa bréf frá frúnni, þar sem
hún tekur á sig alla sökina á fram
hjátektinni. Féii þetta mál þar
með niður.
Kona aSstoðarráðherrans.
Eftir tveggja mánaða tíma var
nafn Konstantíns komið á alira
varir á ný. í þetta sinn var kona
aðstoðarráðherra bendluð við
hneykslið. í fyrrasumar kom svo
Konstantín yfirstéttinni í Moskvu
á óvart með þvi að opinbera trú-
lofun sína og ballettdansmeyjar við
óperuna í Moskvu. Hins vegar
vissu menn ekki betur en þessi
dansmær hefði svo árum skiptir
verið hjákona þekkts meðlims í
f r a m k v æm^as t j ór n Kommúnista-
flokksins. Það liðu sex vikur og
háttsettir félagar f Moskvu drógu
andann léttar. En svo syrti að
á ný á himni hjónarekknanna. Það
slitnaði upp úr trúlofun Konstan-
tíns og bailetdansmeyjarinnar.
Kominn til Síberíu, ef....
Önnur tómstundaiðja Konstan-
tíns er það, að hann ergir flokks-
meðiimina á því að mála abstrakt
málverk. Þessi verk hans eru þó
þannig, að í samanburði við Picasso
líta myndir hans út eins og sauð-
meinlausar ljósmyndir. Konstaiý-
tín er enn til umræðu í Moskvu.
Hann er mjög umdeildur. Sumir
dá hann fyrir að þora að hoppa út
af flokkslínunni, þegar honum sýn
ist. Eitt er víst, að ætti hann ekki
til stórra að telja, væri hann nú
að höggva grjót í Síberíu. Þrátt
fyrir ailt tiltal og umræður, þá er
ekkert útlit fyrir, að Konstantín
hafi í hyggju að hætta að dást að
hinu veika kyni.
: Nú síðast virðist þó Konstantín
hafa gengið feti lengra en hollt
j er fyrir hann, vilji hann ekki fara
til Síberíu. Vinir hans hrista nú
höfuðið aðvarandi framan í hann.
Nú getur svo farið, að Lazar, faðir
hans, nægi honum ekki til stuðn-
ings. Konstantín er nefnilega orð-
inn ástfanginn og í þetta sinn
[ staðhæfir hann, að alvara sé á bak
j við. Og sú, sem hann elskar, er dótt
j ir vestræns sendifulltrúa í Moskvu.
. Þetta er litið þeim augum í Moskvu,
j að það er miklu hættulegra en að
j mála abstrakt og lenda í ævintýr-
um með konum marskálka og að-
stoðarráðherra.
Hveragerði
(Framhald af 1. síðu).
iírangur af baðlækning
unt er kominn undir þrot
lausu starfi, þekkingu og ná
kvæmni en þar má ekki
vænta skyndiárangurs.
Sjúkdómar þeir, sem bað
lækningum er helzt beitt við
eru gigt og lömun, en einnig
við ýmsa aðra sjúkdóma.
Lampert prófessor sagði að
lokum, að það hefði verið sér
mikil ánægja að dvelja hér
á iandi að þessu sinni og
kynnast læknum og öðrum á
huganiönnum um heilbrigð
Glæsileg gjöf!
ismál. Kvaðst hann vonast
til, að einhver árangur yrði
af þeim leiðbeiningum, sem
hann hefði í té látið.
Gísii Sigurbjörnsson gat
þess við fréttámaníi blaðs
ins, að hann teldi leiðbein
ingar prófessorsins hinar mik
ilvægustu. Hann sagði að nú
tæki senn til starfa í Hvera
gerði hvildarheimili í húsi,
sem þar hefði verið keypt til
starfseminnar, og gæti íó’k
notið þar hvíldar, sérstaks
mataræöis og baða. Væri það
vonandi vísir að því, sem síð
ar kæmi á þessum stað.
Landsmótið
(Framhald af 1- síðu).
Það er von þeirra, er að
mótinu standa, að það verði
fjölsótt og að allir þeir sæki
það á hestum, sem þess eiga
nokkurn kost. Framkvæmda
nefndin á Akureyri hefir bú
'ið sig undir að geta tekið
hesta í vörzlu meðan á mót
inu stendur, en að sjálfsögðu
1 verða eigendur hrossanna að
merkja þau, til dæmis með
J einkennisstað héraðs síns á
'spjaldi, bundrfu í fax hests
Jins. Einnig hefir verið leitað
eftir ódýrum og hagkvæm
'um ferðum úr fjarlægari hér
uðum til mótsins og verða
þær auglýstar nánar síðar.
Stjórn L. H. gerir sér ljóst,
að á því veltur mjög um á
hnf af sýningunni og mót
^inu, að sem allra flestir mæti
þar. Hestamennskan íslenzka
er einn þeirra þátta, er sér
kenna ísland og íslendinga,
svo að þeir geti kallast sér
stök þjóð. Engin þeirra þátta
má slitna. Því er rík ástæða
til að leggja rækt við ís
lenzka hestinn.
Sendið vinwm og viðskiptasambö?zdwm erlendis íallegu
myndczbókina ÍSLAND VORRA DAGA.
Fæst í öllum bókaverzlunwm.
AFGREIÐSLA:
Davíð S. Jónssoti & Co.
Þingholtsstræti 18. — Sími 5932.
Orðsending frá R.K.I.
Börn, sem eiga að dvelja að Silungapolli fara laug-
ardaginh 26. júní kl. 10 árdgeis. Börn, séín éiga að:
dvelja að Laugarási, fara sama dag kl. 1 e. h.
Þau börn, sem eiga að dvelja í Reykjaskóla, fara
mánudaginn 5. júlí frá planinu hjá Arnarhólstúninu
á móti Varðarhúsinu.
Rpvkjavíkui'deild
liauða Kross íslands.
Verksamband
rafvirkjameistara
Sími 8 28 41 — Laufásveg 36
Annast allar verklegar framkvæmdir í rafvirkjaiðn.
Viðtalstími 5—7.
SSSSSSÆSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSaSSSStJCSSa
ÉG ÞAKKA hlýhug og góðar kveðjur á 75. afmælisdegi
mínum hinn 17. júní 1954.
ELÍAS BJARNASON, kennari, |
Laufásvegi 18. "
eKSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSlSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSa
EG ÞAKKA hjartanlega kvenfélaginu á Hvammstanga
og Vestur-Húnvetningum, fyrir hið yndislega sam-
sæti, er þið hélduð mér að Hvammstanga 2. júní s. 1. —
Þakka ræður, ljóð og miklar höfðinglegar gjafri. Sömu- -j
leiðis þakka ég ykkur Hrútfirðingum hjartanlega fyrir
hið yndislega samsæti er þið hélduð mér að Reykjaskólá
í Hrútafirði, 9. júní s. 1. Þakka ræður og miklar höfðing-
legar gjafir. — Guð blessi ykkur öll, íbúar Miðfjarðar-
læknishéraðs.
Margrét Halldórsdóttir.
VVVSVW/AV/.V.V.W.WAW.WVAVAVVWAVWA'V
£ mig á 80 ára afmæli mínu, 17. júní síðastliðinn, meö
H-JARTANS ÞAKKIR til ykkar allra, sem heiðruðu
J. heirnsóknum, gjöfum og skeytum. 5j
£ ELIN DAVÍÐSDÓTTIR í
Sauðadalsá. ■ ■ Ij
ív.'^VV.V.W.V.'AWAW.WAVVA'AWifl.WWLWA