Tíminn - 22.08.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1954, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 22. ágúst 1954. 187. blað. Ð&rgarstjormn og fíflið Ákaflega (skemmtileg og preng hlægileg, ný, sænsk gamanmyndl með hinum vinsæla Nils Poppe. Sjaldan hefir honum tekizt bet ur að vekja hlátur áhorfenda en í þessari mynd, enda tvöfald ur í roðinu. Aðrtr aðalleikarar: Inga Landgré, Hjördís Petterson, Dagmar Ebbesen, Bibi Andersson. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — 1N44 — Stóri vinningurinn (The Jackpot) Aðalhlutverk: James Stewart, Barbara Hale. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Superman Hin ævintýralega mynd um súpermann og dularfullu dverg- ana. — Aukamynd: Litlu birn irnir sem hásetar. Sýnd kl. 3. TJARNARBIO Bíinl USS. Ofsaliræddir (Scared Stiff) Bráðskemmtileg ný ameirísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Dean Martin, Jerry Leuds, Lizabeth Scott, Carmen Miranda. Sýnd kl. 3, 5 , 7og. 9. Bönnuff börnum innan 13 ára. ♦♦♦♦♦♦♦»<♦♦»♦♦< BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐf - Ég hefi uldrei elskuð uðra Bráðskemmtileg, djörf, ný, frönsk gamanmynd gerð af franska kvikmyndasnillingnum Christian Jaques, sem gerði myndina Fan-Fan. — Þessi mynd hefir verið sýnd í Palladium í Kaupmannahöfn og víðar við metaðsókn. Daniele Celus, Daniele Darrieuxe, Marte Carol. Bönnuff börnum innan 1G ára. Danskur texti. Sýnd kl. 9. AfVJ* A Sýnd kl. 7. Sími 9184. Tciknimyndasafn Sýnd kl. 3. Cemia-Desinfector er vellyktandi sótthreinsandi vökvi nauðsynlegur & hverju heimlli til sóttlireinsunar á munum, rumfötum, húsgögnum, slmaáhöldum, andrúmsloftl o. e. írv. — Fæst í öllum lyfjabúð- um og anyrtivöruverzlunum. AUSTURBÆJARBÍO Dodge City Sérstaklega spennandi og við- burðarík amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Errol Flynn, Olivia DeHavilland, Ann Sheridan. Bönnuff börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. Veiðiþjófamir j Hin spennandi ameríska kúreka ] [mynd í litum með Roy Rogers. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. GAMLA BÍÓ — 1476 — Veiðimenn í vesturvegi | Stórfengleg og spennandi .me- 1 rísk kvikmynd í litum. Clark Bable, Ricardo Montalban, María Eleana Marqués, John Hodiak. Sýnd kl. 5, 7 og 9. [ Bönnuð börnum innan 14 ára. Enginn sér við Ásláki Sýnd kl. 3. TRIPOLE-BÍÓ Slmi 1183 Stúlkau nicð Iiliiu grimuiia (Maske in Blau) [ Bráðskemmtileg og stórglæsileg ! ný, þýzk, músíkmynd í Agfa- [litum, gerð eftir hinni víðfrægu jóperettu „Maske in Blau“ eftlr j Fred Raymond. — Þetta er tal- in bezta myndin, sem hin víð- fræg revíu-stjarna Marika Rökk | hefir leikið ,í. Aðalhlutverk: Marika Rökk, Paul Hubaclmid, Walter Muller. Sýnd kl. 3, 5 , 7og 9. HAFNARBÍÓ — Síml 6444 — Muðurinn tneð járngrímuna j j (The Man in the Iron Mask) Louis Hayward, Joan Bennett, Warren William, Alan Hale. | Bönnuff börnum innan 11 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Topper ÍHin bráðskemmtilega ameríska. jgamanmynd Um Topper. Sýnd kl. 3. Þúsundir viU, aS gaefan íylglr hringunum fri , SIGURÞÓR, Hafnmratneti 4. Margar gerllr íyrirllggjandl. Bendum gegn póatkröfu. .« r — ujth&ZÍ Ilösliam okkur . . . (Framhald af 5. síðu). annað en skrifa bréf eða lesa ljóð, kynna þér hugsanir skálds eða spekings? Og auðvitað er svo ekki úr vegi að leita i gleðisali eða til vinar. En ef þú átt vin og finnir þú gleði í glaumnum öðruvísi en einn úti í horni, þá þarftu líklega ekki á mín- um ráðum að halda. Þá áttu gleði hins góða enn í hjarta þínu. Þá ertu líka skyldugur að gefa öðrum sem mest af þeirri blessun þinni. Flytja þeim gleðina, guðsríki sálar þinnar. Og þá muntu líka finna, að hreinasta gleðin, sem heimur- inn á, er að helga öðrum sitt starf. Það eru hreinustu gleðilind ' irnar. _ !«l Árelíus Níelsson. Kirkjuþáttur (Framhald af 5. síðu). Samvinnumenn hafa valið síðari kostinn og eru þess fullvissir, að sú ákvörðun muni í framtíðinni verða til þess að styrkja mjög allt sam vinnustarf í landinu og gera samvinnumönnum kleift að koma miklu góðu til leiðar á sviði byggingamála og verk- legra framkvæmda. Þessa leið hafa forustumenn Sambands ins farið án þess að nota til þess nokkuð fé frá Samband- inu eða kaupfélögunum ,— án þess að verja til þess nokkru nema framtaki og orku. Algjör ringulrciö (FramhaM af 3. síðu.) Nú legg ég til, að reynt sé að rjúfa þennan hring, sagði Þórður, og byrjað á byrjun inni og ber fram þá einföldu tillögu, að gerður verði skipu lagsuppdráttur að Breiðholts hverf i: „Bæjarstjórn ályktar að fela slcipulagsmönnum bæj arins að hefjast þegar handa um að gera skipu Iagsuppdrátt af Breið holtshverfi.“ Leikför Þjóðleik- ! hússins til Austfj.1 Leikflokkur frá þjóðleikhús inu er nú að leggja upp í leik för um Austurland, til þess að sýna hið vinsæla leikrit Topaz, sem áður hefir verið sýnt hér í Reykjavík, á Norð ur- og Vesturlandi og nokkr um stöðum hér sunnanlands samtals 76 sinnum við mjög góðar undirtektir og mikla aðsókn. Farið verður með flugvél til Hornafjarðar á mánudag og verður fyrsta sýningin þar um kvöldið 23. ágúst. Önnur sýning verður á Hornafirði 24. ágúst. Gert er auk þess ráð fyrir að sýna á eftirtöld um stöðum: Djúpavogi miðvikudag 25. ágúst, Breiðdalsvík fimmtu dag 26. Fáskrúðsfirði föstud. 27., Reyðarfirði, laugard. 28. Neskaupstað sunnud. og mánu. 29. og 30. Eskifirði þriðjud. 31. Seyöisfirði, mið vikud. og fimmtud. 1. og 2. sept. Eiðum, föstud. 3. sept. Vopnafirði, laugard. 4. sept. Þórshöfn, mánud. 6. og Rauf arhöfn, þriðjud. 7. sept. Graham Greene: 55. /U ieikMekum m dulmálslykli. Hún hefir jafnvel ekki fleygt steininum. Vi5 höfðum hlegið að laginu á honum. Þarna var hann ennþá, Hvað myndi Henry gera við hann eða litlu vínflöskuna, sem hvorugur okkar gat gert nokkuð með, eða glerbrotið, sem orðið var slípað í sjónum, eða kanínumyndina, sem é° hafði fundið í Nottingham? Ætti ég að taka þessa hluti með mér? Annars yrði þeim hent í bréfakörfuna, þegar Henry loks tæki að hreinsa til. Myndi ég ekki geta haft þá hjá mér? » Ég var að skoða þá, þegar Henry kom inn með fangið fullt af rúmfötum. — Ég hafði gleymt að segja þér það, Bendrix, að ef það er eitthvað, sem þú vildir taka með þér.... Ég held, að hún hafi ekki gert neina erfðaskrá. — Það er fallega gert af þér. — Núna er ég þakklátur öllum, sem elskuðu hana. — Ég ætla að taka þennan stein, ef ég má. — Hún safnaði furðulegustu hlutum. Ég kom með ein náttfötin mín handa þér, Bendrix. Henry hafði gleymt að koma með kodda, og mér fannst, að ég gæti greint lyktina af ilmvatni hennar, þar sem ég lá með höfuðið á einni sessunni hennar. Ég þráði það, sem ég gat aldrei framar öðlazt. Ekkert gat komið í staðinn. Ég gat ekki sofið. Ég nísti nöglunum inn í lófa mér, eins og hún hafði gert, svo að sársaukinn skyldi yfirgnæfa hugs anir mínar. Pendúllinn sveiflaðist hægt fram og aftur. Löng unin til að gleyma og löngunin til að muna, löngunin til að deyja og löngunin til að lifa ofurlítið lengur. Loksins sofnaði ég. Ég var að ganga *upp Oxfordstrætið. Ég var hugsi, þvi að ég þurfti að kaupa gjöf, og allar búðir voru fullar af ódýru glingri, sem glitraði í daufum ljósunum. Af og til hélt ég, að ég hefði komið auga á eitthvað fallegt og gekk fast upp að rúðunni, og þá sá ég, að það var jafn ómerkilegt og allt annað. Kannske var það grænn fugl með rauð augu, sem mér hafði sýnzt vera rúbínsteinn. Ég hafði nauman tíma, og ég flýtti mér búð úr búð. Þá kom Sara allt í einu út úr einni búðinni, og ég vissi, að hún myndi hjálpa mér. — Hefirðu keypt eitthvað, Sara, spurði ég. — Nei, ekki hérna, sagði hún. — En þeir hafa litlar, fall egar flöskur hérna upp frá. — Ég hef engan tíma, sagði ég. — Hjálpaðu mér. Ég verð að finna eitthvað, því að afmælisdagurinn er á morgun. — Hafðu engar áhyggjur, sagði hún. — Það rætist allt- a.f úr. Og skyndilega hafði ég engar áhyggjur. Oxford- strætið teygðist út í þokuna. Ég var berfættur og gekk í vætunni aleinn Ég brölti um í göturæsinu og vaknaði. Ég gat ennþá heyrt: — Hafðu engar áhyggjur. Það var eins og hvísl í eyrum mínum, eins og blær frá æskudögum min- um. Henry var ennþá sofandi, þegar morgunverðurinn kom. Vinnukonan, sem Parkis hafði náð á sitt band, færði mér te og ristað brauð á bakka. Hún dró gluggatjöldin frá. Slydd an hafði breytzt í snjókomu um nóttina. Birtan var blind- andi hvít. Ég var ennþá hálfsofandi, og hafði varla rifið mig upp úr draumi mínum. Ég varð undrandi, þegar ég sá augu hennar, rauð af gömlum tárum. — Er eitthvað að, Maud? spurði ég. Það var ekki fyrr en hún hafði lagt frá sér bakkann og gekk hratt út úr her- berginu, að ég vaknaði alveg og mundi eftir tómu húsinu og tómri veröldinni. Ég gekk upp og leit inn til Henrys. Hann var ennþá steinsofandi og brosti í svefninum eins og hundur, og ég öfundaði hann. Ég fór niður og sneri mér að ristaða brauðinu. Bjallan hringdi, og ég 'neyrði, að vinnukonan hleypti ein- hverjum inn. t>að hlaut að vera einhver, sem átti að ann- ast um jarðarförina, því áð ég heyrði, að hann fór inn í gestaherbergið. Hann sá hana nú dána. Það hafði ég ekki gert, og mig langaði ekki til þess. Ekki frekar en ég hefði viljað sjá hana í örmum annars manns. Verið getur, að einhvcrjum aukist kjarkur við það, en ekki mér. Enginn gat fengið mig til að smjaðra fyrir dauðanum. Nú er öllu lokið, hugsaði ég. Nú verð ég að byrja aftur. Ég hef orðið ástfanginn einu sinni. Slíkt getur gerzt aftur. En ég ef- aðist. Það var eins og ég hefði misst alla náttúru. Aftur hringdi bjallan. Hvers konar ósköp gengu á í hús- inu, meðan Henry svaf. Nú kom Maud til mín. Hún sagði: — Það er einhver maður niðri að spyrja eftir hérra Mil- es. En ég vil ekki vekja hann. — Hver er það? t — Það er þessi vinur frú Miles. í þetta eina skipti leyfðl hún sér að minna á þátttöku sína í samvinnu okkar. — Það er bezt fyrir yður að vísa honmh upp, -sagði ég. Ég fann nú til mikilla yfirburða yfir Smythe, þar sem ég sat í borðstofu Söru í náttfötum Henrys og vissi;"allt þetta um hann, þó að hann vissi ekkert um mig. Hann horfðl undrandi á mig, og það féll snjór af fötum háns niður á’ kubbagólfið. — Við höfum hitzt einu sinni, sagði ég. — Ég er vinur frði Miles. — Þér voruð með lítinn dreng með yður. — Rétt er það. — Ég kom til þess að hitta herra Miles. V J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.