Tíminn - 28.09.1954, Síða 2

Tíminn - 28.09.1954, Síða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 2». septemoer 1954. 217. blað. Sprunga í granítvirki Guðm. Arn- laugss. nægði Kotov til vinnings Fréttabréf frá skákiiiútinu í Amsterdam Erfiðir dagar. Meðan undanrásirnar stóðu yfir höfðum við það stundum í flimt- ingum, að kæmumst við í aðalúrslit- in mundum við mega halda hátíð í hvert skipti sem við fengjum hálfan vinriing. Þessi spá hefir rætzt í síðustu tveimur umferðum, jafnvel enn bókstaflegar, en við höfðum gert okkur í hugarlund. Við veikari löndin í þessum sterka riðli Bretland, Búlgaríu og jafnvel ísrael, sem þó hefir komið öllum á óvart með styrkleika sínum, var keppnin að vísu jöfn og tvísýn, og úrslitin gátu allt eins orðið vinn- ingur okkar eða jafntefli eins og þau smáu töp (lió:2%), er við hlut- um. En við öflug-ustu löndin: Ung- verjaland, Argentínu, Sovétríkin og væntanlega einnig Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu brestur okkur afl og æfingu, fyrst og fremst kannské keppnisreynslu. Þar er styrkleika- munurinn svo greinilegur, að ekki er um annað að ræða, en að reyna að verjast stóráföllum. Vantar reynslu. Það, sem okkar menn skortir, þeg ar miðað er við öflugustu skákþjóð- ir heimsins, eins og þær sem við höfum teflt við upp á síðkastið, er í fyrsta lagi reynsla í keppni. Hópur íslenzkra skákmanna er ekki stór, þeir tefla hver við annan og þekkja orðið hvern annan til þrautar, þeir fá sjaldan tækifæri til að tefla við nýja, ókunna meistara eða sér snjall ari menn. Þeir fylgjast að vísu með því, sem gerist í skákheiminum, lesa blöð og bækur, grannskoöa tefldar skákir frá skákmótum hvaðanaeva að í heiminum og það er vissulega mjög mikils virði, án þess væri óhugsandi að sveit ís- lenzkra skákmanna næði nokkrum árangri á erlendum vettvangi, en það er þó ekki jafngildi þess að tefla sjálfur í slíku móti, vinna undir þeirri taugaspennu, sem nútíma kappskákir eru. Fide-mótin afa verið eina samband okkar við um- heiminn að kalla má, hitt er undan tekning að islenzkur skákmaður fari utan á önnur mót. Hér á mót- inu má sjá mörg dæmi þess hve mikils virði reynslan er; margir mjög snjallir skákmenn, jafnvel Utvarpíð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Erindi: Þrjátíu-ára-stríðið og friðarsamningarnir í Vestfalen (Baldur Bjarnason, magister) 21,00 Undir Ijúfum lögum: Gunnar Kristinsson syngur lög úr ís- lenzku söngvasafni; Carl Bill- ich leikur undir á píanó. 21.25 Upplestur: (Jóhann Pálsson, leikari). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,10 „Fresco“, saga eftir Ouida; IX (Magnús Jónsson prófessor). 22.25 Dans- og dægurlög. 23,00 Dagskrárlok. Xrnað heiLLa Hjónabantl. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá í Eyjafirði og Þrándur Thoroddsen. Séra Jón Thorarensen gaf brúðhjónin saman. Þau dvelja fyrst um sinn í Kaupmannahöfn. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af Þorstcjini B. Gislasyni, [ R'eh;kka ,,rntt Steinnesi, ungfrú Brynhildur Guð- mundsdóttir frá Nýpukoti og Kristófer Kristjánss., bóndi, Köldu- kinn. Ennfremur voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Ingjalds- syni, Höskuldsstöðum, þau Guðrún Ingimarsdóttir og Sigurður Jónsson frá Sölvabakka, smíðanemi. Heimili þeirra er á Blönduósi. Hjónaefni. Gerður Hallgrímsdóttir, Kringlu og Hilmar Snorrason, bílstjóri á Blönduósi. Ennfremur ungfrú María Jónsdóttir og Jósef Jóhannsson á Blönduósi. i meistarar síns lands, bregðast í þessari hörðu keppni, og nærtæk- asta skýringin er sú, að þetta er í fyrsta sinni, sem þeir tefla á móti eins ög þessu. í öðru lagi höfum við lært það, eldri mennirnir sérstaklega, að þe.r tímar eru liðnir að menn komist á ■ fram á móti eins og þessu án þess að kunna ein ósköp fyrir sér í byrj- ! unum. Heima heyrist stundum tal- að með hálfgerðri fyrirlitningu um teoríuhesta, mönnum þykir en einu sinni skemmtilegast að vera sem minnst upp á aðra komnir, geta rak ið sigra sína beint til eigin snilli- gáfu, en samkeppnin fer stöðugt harðnandi, og i)ú er sjálfsagður hlutur að hafa nokkrar taflbyrjan- ir á takteinum, ekki mjög margar, en þó vel til skiptanna, — og þær (þarf að kunna til hlítar — annað borgar sig ekki. Jafnvel traustustu skákmenn eyða of mikilli orku og umhugsunartíma í byrjunina og missa af tækifærum, ef þá brestur þekkingu í taflbyrjunum. í þessu standa ungu mennirnir okkar sig betur en þeir eldri, maður kemur sjaldan að tómum kofunum hjá þeim, þeir þekkja ólíklegustu leiðir og afbrigði, en við eldri mennirnlr erum talsvert gloppóttari og eigum okkur þó nokkra afsökun, því að til þess að fylgjast með eins og ungu mennimir gera; þarf meiri tíma en menn gera sér í hugarlund og traust minni. Gegn Argentínu. Þetta var útúrdúr til íhugunar verðandi taflmeisturum, en nú er bezt að snúa sér að taflwrennskunni. í viðureign okkar við Argentínu hallaði einna fyrst á Guömund S. G., hann hafði svart gegii Julio Bolbocham, valdi Grunfeldsvörn, en Bolbochan tókst að snúa skákinni yfir í afbrigði ,sem er óhagstætt Isvarti og var þá ekki frekar að sök- um að spyrja: Bolbochan hélt Guð- mundi í járngreipum það sem eftir var skákarinnar og herti smám saman fastar að unz Guðm. varð að gefast upp. Friðrik átti við Naj- dorf og var sú viðureign enn þýðing- armeiri en ella vegna þess að þeir tveir voru með hæsta vinningatölu fyrsta borðs manna, þegar skákin var tefld, 3 vinningar af 4 mögu- legum. Najdorf kom Friðrik á óvart með nýjung í Sikileyjarvörn, Friðrik eyddi. miklum tíma í leit að við- unandi vörn án þess þó að finna nokkra leið, er hann væri ánægöur með. Hann fékk lakari stööu og lenti svo auk þess í tímaþröng og tapaöi eftir harða baráttu. Þar með var Najdorf einn efstur af fyrsta borðs mönnum og ósigraður, en sú dýrð stóð ekki lengi, tveimur um- ferðum seinna var Najdorf sjálfur eins og barn í höndunum á Bot- vinnik. Pilnik lék spænskan leik gegn Guðm. Ágústssyni. Baráttan á mið- borðinu varð hörð og hallaði held- ur á Guðmund, þó ekki alvarlega fyrr en honum yfirsást í einni flækj unni, en þá var líka taflið tapað. Guðm. Pálsson var okkar eina von í þessari umferð. Hann hafði kom- ið sér upp ágætri sóknarstöðu gegn Hector Rossetto, hafði komið biskup á f6, sem kreppti verulega að kóngi svarts svo að hann mátti gæta sín fyrir máthótunum. Rossette lét að lokum skiptamun, og báðir voru í nokkri tímaþröng og þar eð biskup- ar Rossettos voru óþægilegir og staðan flókin lét Guðmundur skipta muninn aftur til þess að eiga ekki neitt á hættu. Þá jafnaðist leikur- inn aftur og bauð Rossette jafn- tefli, er skákin átti að fara í bið, og j tók Guðmundur boðinu. Það má i mikið vera ef hann hefir ekki átt j vinning, en það var afar erfitt að Jrata beztu leiðina í þessari flóknu ' skák. Gegn Rússlandi. Daglnn eftlr beið okkar önnur glíman við Sovétríkin, við breyttum liðinu þannig, - að allir fengju að tefla við heimsmeistarana, Friðrik fékk frí og missti þannig af að tefla við Bronstein í annað sinn. Guðm. S. tefldi við Bronstein og hafði hvitt, Guðm. Ágústsson • við Keres, Ingi við Geller og ég við Kotov. Bronstein og Keres voru ó- hugnanlega fljótir að fá unnið tafl, Guðmundarnir báðir voru komnir peði undir og með lakari stöðu inn an 20 leikja, og töflin voru vonlaus þótt þeir berðust áfram alllengi. Geller valdi kóngsindverska /örn gegn Inga, skákin var hörð og vel tefld, Ingi tefldi gætilega og lét sig hvergi þótt Geller sækti fast á. Þegar skákin fór í bið hafði tals- vert af mönnum skipzt upp og í fljótu bragði virtust leikar standa alveg jafnt, en við nánari athugun ! kom í ljós að Ingi mátti gæta sín. Hann átti um tvær leiðir að velja og var vandi að sjá hvor betri væri. Ég átti líka biðskák og var sýnilegt að báðar mundu verða langar, svo að ég lagði til að við færum fljót- lega að sofa til þess að vera óþreytt ir næsta morgun við taflið, því að ný umferð var um kvöldið. Ingi lauk svo biðskákinni mórguninn eft ir, Geller tefldi tafllokin mjög vel og sótti fast á, en Ingi varðist með prýði. Þó hallaði smám saman meir á hann og eftir 73. leik mátti hann gefast upp. Það kom í ljós að hefði Ingi valið hina leiðina af þeim tveimur er honum stóðu til boða, hefði hann getað haldið jafntefli, en það var ekki auðvelt að sjá fyr- ir. Mín skák við Kotoff varð all- óvenjuleg, ég valdi Nimzoindverska Jvörn, en fór fljótlega út af venju- ’ Iegri leið eins og bezt sézt af því að svartur tók á sig tvípeð á f-lín- unni og langhrókaði svo í 14. leik. Ekki gafst þetta að öllu leyti vel, Jhvítur átti greinilega betra tafl, en ^ hann átti ekki fiægt um vik að brjót . ast í gegn og í tafllokum eftir nægi- lega mikil mannakaup stæði svart ' ur sízt lakar að vígi en hvítur. Er j skemmst af því að segja að skákin fór í bið eftir fimm stunda tafl, var tefld fjórar stundir næsta dag og fór enn í bið, og lýsti eitt dagblaðið stöðunni þá þannig að Arnlaugsson væri búinn að byggja granítvirki, er allar sóknartilraunir Kotoffs strönduðu á. Flestum sýndist taflið J dautt jafntefli og ég sjálfur hafði ’ góðar vonir. Þegar heim kom og ég fór að athuga stöðuna betur sá ég, að Kotoff átti einn fleyg enn, sem var hættulegri en ég hafði haldið, og mundi setja þá sprungu í mitt ágæta granítvirki er mundi ríða mér að fullu. Ég var of bundinn í 'vörninn til þess að geta snúizt til gagnsóknar, svo að síðasta úrræðið var að svara vinningsfórn Kotoffs 1 með mótfórnum, og fórnaði fyrst Dtefi opuað lækningastofu í Awstwrstræti 7, II. hæð. Sími 81142. Viðtalstími kl. 1—2 daglega. Heimasími fyrst um sinn 2161 eftir kl. 7 á kvöldin. Sérgrein: Handlækningar, Þvagfærasjúkdómar. Stefán P. Björnsson, LÆKNIR. STRAUVÉLIN |er ódýrust allra iSTRAUVÉLA. tKOSTAR AÐEINS iKR. 1645,00. ' ORIiAi Laugaveg 166 Frá Gagnfræöaskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana sem hér segir: Föstudag 1. okt.: 4. bekkir kl. 2 e. h. 3. bekkir kl. 4 e. h. Laugardag 2. okt.: 2. bekkir kl. 9 f. h. 1. bekkir kl. 10 f. h. Ef einhverjír nemendur geta ekki komið á þessum tíma, þurfa forráðamenn að tilkynna forföll. Nemendur Gagnfræðaskóla verknáms komi i kvik- mynda^al Austurbæjarbarnaskóla. SKÓLASTJÓRAR. Í55445555555S555555555555555455555555555555555555555555545S555555555545M i !Í 1 Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt, sýndu mér vinsemd og vináttu á fimmtugs- afmæli mínu. Akranesi, 23. sept. 1954. 9 KARL HELGASON. ððWÓWAV.V.VMW.V.^VAV.V.V.’.V.V.V.V.VA'.V drotningu fyrir hrók og síðar skipta mun og átti þá tvo létta menn gegn drottningu en var búinn að byggja nýtt granítvirki. Enn virtist ég afar nærri jafnteflinu, því að menn mín ir vörnuðu drottningunni og kóng- inum inngöngu, e nsvo komst ég loks í leikþröng og gafst upp eftir 106 leiki, ég hefði reyndar getað teflt svo sem tíu leiki til viðbótar, en kunni ekki við að eyða meiru aí tíma stórmeistarans eftir að vinn- ingurinn varð rakinn, skákin hafði tekið 11 stundir. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWalter Scott. Myndir eftir Peter Jackson60

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.