Tíminn - 29.09.1954, Side 4
TÍMINN, migvikudaginn 29. scptember 1954.
218. blaæ.
I.
„Blessaður maðurinn, kom
jnn þetta gangandi með poka
á bakinu,“ sagði Ásgerður í
Torfabúð.
„Það væsir ekki um mann
hábjartan júnídaginn, ver-
andi sinn eigin húsbóndi og
geta tyllt sér niður á annarri
hvorri þúfu,“ svaraði ég til
þess að firra góðviljaða konu
áhyggjum mín vegna.
„Er maðurinn að sunnan?“
já.“
„Úr Reykjavík?“
„Svo á það að heita.“
„Ætlar maðurinn langt?“
„í kring.“
„Gangandi alla leið í kring
og inn í ÓIafsvík.“
„Þetta er dótturdóttur okk
ar. Hún heitir Friðbjörg“, og
um leið leit Ásgerður til and
litsfríðrar unglingstelpu, sem
stóð við marann á rúmi afa
sins.
„Við gefum manninum
kaffi, Fríða mín, það má ekki
minna vera en hann fái
kaffi.“ — Ásgerður færði litla
bláleita könnu til á vélinni,
tók lyngkvísl og smábuðlung
og lét á eld.
„Kannske vill hann heldur
mjólk. Hún er dropsöm bless
uð kýrin, og nytin hefir hækk
að, síðan hún komst út í
gróandann.“
Ég sagðist heldur kjósa
kaffið.
„Svo kemur nú Jón, hann
hlýtur að fara að koma.
Hann er hérna fyrir ofan að
slíta lyng undir pottinn.“
Ég lét Ásgerði vita það, að
ég væri kominn alla leið að
sunnan til þess fyrst og síð
ast að hitta Jón. Hún lét
undrun sína í ljós yfir því,
hélt að ég væri farinn að
auka í eða gera að gamni
mínu. Þá bæri eitthvað nýrra
við, ef maður kæmi beina
leið úr Reykjavík vestur und
ir Jökul þeirra erinda. Ég
dró ekki af um það, að ég
segði satt. En Ásgerður var
jafn efagjörn og áður og var
ef til vill farinn að halda,
að maðurinn væri eitthvað
skrítinn. En kaffið rann eigi
að síður í bollann af tæru
örlæti, og hún bað mig að
sýna sér það lítillæti að gera
mér það að góðu.
Jón var nú kominn úr lyng
heiðinni, setztur á rúmið á
móti mér og hafði fengið að
heyra erindi mitt.
„Jæja, kallinn, einmitt
það, ætlar að fara að skrifa
upp örnefni hérna .Jraman
undir. Þau eru nú mörg, mý-
mörg, bæði hérna suður og
út með sjónum, um allt
hraun, efst í eggjar og jökul.“
Ég kvaðst vita það, að þau
væru mörg og sum sennilega
merkileg.
„En hvað vilja þeir syðra
með svoleiðis, er nokkurt
gagn f því, þetta eru bara
venjuleg heiti.“
„Ég veit að sum þeirra eru
óvenjuleg, en þótt svo væri
ekki er nauðsynlegt að rita
þau niður og varðveita frá
gleymsku."
„Ekki skal standa á mér að
labba með þér hérna um
landið, Það má ekki minna
vera úr því að þú ert kominn
alla leið hingað vestur.“
Með þessum hætti urðu
fyrstu kynni mín af Ásgerði
Vigfúsdóttur og Jóni Ólafs-
syni í Torfabúð í Einarslóni
undir Jökli. Þau bar að í
-júnímánuði fyrir tuttugu og
tveimur árum.
Eitt sinn, þá er við séra
Árni Þórarinsson á Stóra-
Hrauni röbbuðum saman,
féllu honum þannig orð:
„Veiztu, elskan mín, að
Asgerður og Jón 78 ára.
Lúbvík Kristján.ssorL, ritstjóri:
Enn er Dritvíkurmöl
fyrir dyrum fóstra
Upprifjanir á niræðisafmæli Jóns í Einarslóni
annað merkilegasta fjall í
heiminum er á íslandi, hitt
er austur í Tíbet. Það er al-
veg fádæma útstreymi frá
þessum fjöllum. Annað þeirra
er vestur frá hjá okkur, það
er Snæfellsjökull. Gerðu það
fyrir mig góði, að staldra ein
hverntíma í Einarslóni. Það
er eins og maður sé kominn
1 yfirnáttúrlegan heim, út-
streymið frá Jöklinum er al-
veg óskaplegt, les sig um
skilningarvitin, og maður
verður eins og uppnuminn.“
Og nú var ég kominn í
Einarslón. En ég gat ekki
gert mér grein fyrir útstreym
inu. Heimurinn á þessum
slóðum var mér hins vegar
framandi, dulúð í lofti, seið-
mögnuð fegurð í náttúrunni,
landig eins og opin bók, ó-
snert og ónumin. Stef lóunn
ar á hólnum var þó sama og
syðra. — Var það ekki auka
atriði, hvort hér var örnefni
á nokkrum stað, hlutu þau
ekki öll að hverfa fyrir anda
umhverfisins, var það ekki
hann einn, sem hlaut að
minna á sig, eftir að ég var
horfinn af þessum slóðum
En hvað um fólkið í Torfa-
búð, var það mengað af út-
streymi Jökulsins, var andi
umhverfisins í eðli þess? Jón
og Ásgerður höfðu fyrir nokkr
um árum flutt þangað úr
Ytri-bænum. — Átta börn
þeirra hjóna höfðu fæðzt und
ir þaki hans, leikið sér á
gólfi hans, heilsað langþráðu
vori úr lágum bæjardyrum,
fyrst heyrt til lóunnar yfir
á Hjallhólnum. Vor Ytri-bæj
arbarna var löngu liðið.
Sennilega átti ekkert barn
eftir að hlaupa framar úr
þeim dyrum inn til Ásgerðar
og segja með sigurhreim:
„Mamma, hún er komin, ég
heyrði til hennar yfir á hóln
um“. — En Ásgerður hafði
einnig orðið að hlýða á aðr-
ar fréttir, meðan hún var í
Ytri-bæ. Einn dag um vetur,
þegar jökull var kúfaður og
nið af öldusvarranda bar yf-
ir Hjallhólinn, kom fregn um
það, að skip hefði farizt með
allri áhöfn og á því tveir full
tíða synir Jóns og Ásgerðar.
Þegar ég kom í Torfabúð, voru
einungis þrjú börn þeirra á
lífi. Þrátt fyrir allt var hug-
ur þeirra ómökkvaður, heiður
sem tær vorhiminn yfir
skjannahvítum jökli, gleði
þeirra barnsleg og hlý, því
að enn var túnið orðið grænt
og haginn, og blessuð kýrin
tekin að auka á sér. Torfa-
búðarbærinn — hálft annað
stafgólf — reyndust ekki lítil,
þegar inn var komið í sam-
vist Ásgerðar og Jóns. Hann
stækkaði allur, færðist út og
upp, nam, við haf og Jökul.
Landið allt framan undir
var þeirra jörð, þeirra hús,
hafði verið það frá því að
þau mundu fyrst til sín.
II.
Jón í Lóni lét ekki sitja
við orðin tóm að fræða mig
um örnefnin framan undir
Jökli. Hann tifaði með mér
68 ára gamall, léttur í spori
og teinbeinn. Hann benti og
vísaði í allar áttir, virtist
muna hverja þúfu og hraun-
nibbu, að ég ekki tali um á-
berandi staði. Hann hafði
næman smekk fyrir því, hvár
koma ætti að stöðum, svo að
maður nyti einkenna þeirra.
j „Það á aldrei að fara nið-
ur á Djúpalónssand annars
staðar en um Draugakleif“,
sagði hann.
I Ég sannfærðist um það þá
og reyndar betur síðar, að
hann söng rétt í því efni sem
fleirum. En þegar komið er
niður úr Draugakleif, blasir
við manni ógleymanleg sýn,
svo stórbrotið og töfrafengið
landslag, að ég efast um, að
, annars staðar með fram
ströndum landsins sé að
, finna líka þess. — Ég mátti
hafa mig allan við að rita
niður örnefnin eftir Jóni. Ég
fann að þetta var gleðidagur
hjá honum, það var eins og
hann væri að ganga um milli
kunningja, heilsa og kveðja.
j „Ég held bara, að það séu
mörg ár, síðan ég hefi nefnt
sum þessi heiti,“ varð hon-
um eitt sinn að orði.
I Ég man ekki, hvað örnefn'
in urðu mörg, sem ég reit eft
ir Jóni, en mýmörg voru þau,
eins og hann hafði orðað það
á rúmi sínu heima í Torfa-
búð. Og meðal þeirra voru:
Krubbugil, Þernuklettar Söng
klettur, Draugakleif, Sessar,
Járnbarði, Svörtulón, Kórar,
Maríusandur, Glímustofa,1
Trjámolavík, Taddavíkur,
Tröllakirkja, Dauðsmanns- J
hellir, Gáluvík. — Og þetta^
voru bara venjuleg heiti hafði;
Jón sagt.
En hann kunni meira en
nöfnin. Hann kunnj einnig.
að tengja sögur við mörg|
þeirra. Aldrei hefir nokkur
staður birzt mér svo sögu-
búinn sem Dritvík og ná-
grenni hennar, þegar ég sat
við hlið Jóns á Suðurbarða
og hlýddi á hann bregða upp
myndum af lífinu i þessu
fjölmennasta útveri landsins
í margar aldir. Reyndar var
Driftvíkurverið úr sögunni,
þegar Jón fæddist, en Gísli
fóstri hans hafði róið þar
margar vertíðir. Þegar við
Jón komum heim úr örnefna
flandrinu, benti hann mér á
tótt í Emarslónstúni og
nefndi Hallfríðartóft.
„Hún er, kall minn, kennd
við hana Hallfríði Eiríksdótt
ur úr Dritvík. Eiríkur bjó
þar síðastur manna og reri
mörg vor með Hallfríði og
Helgu dætrum sínum. En
Hallfríður dó fjörgömul og
ég þá orðinn fulltíða.“
Það ýar bví ekki að undra,
þótt Jón kynni frá mörgu
að segja úr Dritvík. Hann
hafði ást á þeim sögum, hon
um fannst reisnin hafa ver
ið mikil framan undir Jökl-
inum, með Dritvík var og
hét. Honum var það ekki lá
andi. Ælti það eigi eftir að
koma upp úr kafinu, að
þorskurinn undir Jökli hafi
ráðið miklu um stórpólitísk
ar aðgerðir í upphaf, siða-
skiptaaldar. kannske stutt að
því, að veldi Jóns biskups
Arasonar lauk með þeim
hætti sem raun varð á? Einu
sinni kom okkúr Jóni saman
um það, að þorskur Jöklar-
anna kynni að hafa gert strik
í þann reikning.
En nú verður að segja frá
einu atviki af kynnum okk-
ar Jóns þennan júnídag. —
Kirkja var í Einarslóni í
þrjár aldir. Hún var enn not
uð í bernsku Jóns, en áður
en hann fermdist var hún
af tekin og rifin. Ekki sá nú
lengur votta fyrir, hvar hún
hafði staðið né kirkjugarð-
urinn. En það var Jóni í ljósu
minni, og fékk ég vitneskju
um hvort tveggja. Hann
sagði mér jafnframt, að Hol-
ger Clausen kaupmaður hefði
keypt hana til niðurrifs. Alt-
aristaflan mundi hafa farið
að Staðarstað, en klukkan
væri í Stykkishólmskirkju.
Jón lýsti nákvæmlega fyrir
mér gerð klukkunnar, nefndi
mér. mannsheiti, ;sem ætti að
standa á henni og ártal, en
ég ritaði niöur lýsingu hans
jafnóðum. Ég ætlaði mér ^að
reyna að ganga úr skugga um
hve trútt minni Jóns væri.
Nálega sextíu &v voru- nú
liðin frá þvi hanh Sá klukk
una seinast.
Þegar ég kom næs.t í stykk
ishólm, lét ég það vera mitt
fyrsta verk að komast þar í
kirkjuturninn, til þess að
sjá hina gömlu klukku úr
Einarslónskirkju. En þar
birtist mér „§ú bitra stað-
reynd, ,að klukkan .væfi ekki
þar, eða Jón misminnti. um
gerð hennar. Hringjarinn
sagði mér, að það væri klukka
í sáluhliði nýja kirkjpgarðs-
ins og væri reynandi fyrir
mig að líta á hana; Ég fór
eftir þessari vísbendjngu .og
þar var sú gamla Einars-
lóns klukka komin, er hringt
hafði Dritvíkurvermenn til
kirkju. Þegar ég bar,lýsingu
Jóns saman við reyndina,
féll ég algerlega í stafi. Sjálf
ur hefðí ég ekki getað betur
gert hafandi hana fyrir aug
um mér. En Jón hafði varð-
veitt þessa nákvæmu mynd
af klukkunni í sextiu ár.
Hann hafði aldrei komið í
Stykkishólm og því orðið að
fara eftir sögu annarra um
það, hvar klúkkan hafði
lent.
Heimur Jóns i Loni var
ekki stór. Hann náði suður
í Staðarsveit, vestur og út í
kringum Jökul til Ólafsvík-
ur, spannaði yfir 3 hreppa.
En Jón þekkti heiminn sinn
betur en nokkur annar mað-
ur, sem ég hefi fyrir hitt.
Það var þvi ekkj að ófyrir-
synju, að ég hafði lágt leið
mína vestur í Einarslón til
þess að hitta Jón í Torfabúð.
Þegar ég stöð á hlaðinu og
kvaddi Ásgerði, bar hún enn
sömu umhyggjuna fyrir mér
og þegar ég kom. „Bless-
aður maðurinn að fara og
ganga þetta einn.“ Hún var
kona smá vexti, augun blá,
svipurinn hreinn og fagurt
andlitsfallið. — Jón fylgdi
mér út fyrir Járnbarða. Hann
var mér innilega þakklátur
fyrir að hafa komið, þakk-
látastur fyrir það að hafa
veitt sér tilefnj til að rifja
upp kynni við gamla vini,
fara niður í handraðarin og
draga fram gömul djásn.
„Vertu blessaður, vinurinn,
gangi þér vel ferðin,“ voru
kveðjuorð hans.
in.
Áratug síðar fór ég fram
an undir á miðju sumri í
blíðskaparveðri eins pg vér.ið
hafði, er ég fór fyrst.þar um.
Eg var ekkj lengur í framandi
landi, dulúð loftsins yar horf
in eða komin í skilningar-
| vitin. Seiðmögnuð fegurðin
, var máttug sem fyrr, en ekki
j á sama hátt og þegar ég
kynntist henni fyrst. Hafði
kannske útstreymið frá Jökl
J inum smogið mér í merg og
' bein? Ég má játa, að mér
' fannst ég missa mikils í að
1 komast ekki fram fyrir Jökul
á hverju sumri. — í þetta
sinn reið ég fyrír ofan garð
á Torfabúð. Litla bláa kann
an var horfin af kamínunni,
Ásgerður kom ekki lengur
þar til dyra til þess að blessa
komumann með bakpoka.
Mér fannst komig eitthvert
tóm í sjálfan mig, og þó skein
sól af háhimni á tárhreinan
jökul og grágrænt hraun.
Djúpalónssandur var óbreytt
(Framhald á 6. síðu.)