Tíminn - 17.10.1954, Qupperneq 2
TIMINN, sunmidaginn 17. október 1954.
234. blað,
Gáfur, fyndni, frumSeiki o
fegurö gera nafn hans ó
“ » HAFNARFJOKÐUR HAFNARFJÖRÐUR-
» NÝKOMTVAR.
i AMarafmæli
l Óskars Wilde
[ Nokkur vafi liefir leikið á um
faeðing-,arár skáldsins fræga, Ósk-
ars Wilde. í flestum alfræðiorða-
bókum er hann talinn fæddur 16.
okt. 1856, en nú haiiast menn al-
mennt að þeirri skoðun, að hann
hafi gefið upp rangt fæðingarár
og þar með þótzt vera yngri en
hann í raun og veru var, en sé
aftur á móti fæddur 16. okt. 1854
og hafi því átt hundrað ára af-
mæ)i í þessum mánuði. Wildc lézt
30. nóv. árið 1900.
Óskar Wilde var yngsti sonur hins
fræga augnlæknis Sir William
Wilde og skáldkonunnar Joan
Elgee. Hann var við nám í Portora
Royal School í Euniskillen, hélt
námi áfram í Trinity College í
Dublin og síðan í Magdalene College
í Oxford, þar sem hann vakti at-
hygli fyrir afburða gáfur. Síðasta
ár sitt í þeim skóla fékk hann verð
laun fyrir kvæði sitt um Ravenna
— hina fornu höfuðborg Langbarða
á Ítalíu, en áður hafði hann farið
kynnisför um ítaliu og Grikkland.
Kvæðabók og fyrirlestraferð.
Að námi loknu hóf hann að birta
eftir sig kvæði í blöðum og tíma-
ritum og fyrstu kvæðabók sína gaf
hann út árið 1881. Hún bar hið yfir-
lætislausa nafn „Kvæði eftir Óskar
Wilde", og var gefin út í fjölda út-
gáfum. Sama ár og bókin kom út
fór Wilde í fyrirlestraferð um Norð-
ur-Ameríku og kynnti þar hug-
myndir sínar í fagurfræði (Aesthe-
tic Philosophy). Um svipað leyti
var leikrit hans, „Vera“, sýnt í New
York.
Wilde kvæntist árið 1832 Con-
stance Lloyd og eignuðust þau hjón
tvö börn. Á næstu árum rak hvert
verk hans annað, fyrst tízku og bók
menntatímaritið „The Woman’s
World“, þá fyrsta smásögusafn hans
„The Happy Prince", sem markaði
spor f hina stórfurðulegu frama-
braut hans sem rithöfundar, og
síðan stuttar frásagnir undir nafn
inu „Glæpur Arthurs Savile, lávarð
ar“ og svo öndvegisrit hans „Mynd-
in af Dorian Gray“.
Fyrsta sinn á enskt svið.
Fleiri smásagnasöfn gaf hann út
á næstu árum en brátt rak að því
að í fyrsta sinn var sýnt leikrit eft
ir hann á ensku leiksviði, en það
var leikritið „Blævængur lafði Wind
Utvarpið
lltvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í kapellu háskólans.
18.30 Barnatími.
20,20 Tónleikar (plötur).
20,40 Minnzt aldarafmælis írska rit
höfundarins Oscars Wilde;
samfelld dagskrá. ■
21.25 Tónleikar (plötur).
22,00 Fréttir og veðurfrégnir.
22,05 Danslög (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórar-'
inn Guðmundsson stjórnar.
20,40 Um daglnn og veginn (Rann-
veig Þorsteinsdóttir lögfr.).
21,00 Einsöngur: Guðmundur H.'
Jónsson syngur; Fritz Weiss-
happel leikur undir á píanó.
21.20 Úr heimi mýndlistarinnar.
Björn Th. Björnsson listfr.
sér um þáttinn.
2-1,45 Búnaðarþáttur.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 „Brúðkaupslagið", saga eftir
Björnstjerne Björnson; VI.
22.25 Létt lög (plötur).
23,00 Dagskrárlok.
ermere", sem fékk stórkostlegar við
tökur og enn jukust vinsældir rit-
höfundarins með leikritunum „A wo
man of no importance" og „An ideal
husband".
Sakaður um kynvillu.
Óskar Wilde naut á þessum árum
mikillar hylli almennings og hélt
sig afar ríkulega. Frægð hans hafði
borizt út fyrir landsteinana og þess
var vænzt að hann yrði ein skær-
asta stjarnan í heimi bókmennt-
anna.
Þá bar það við árið 1895 að Wilde
lagði fram meinyrta kæru gegn
markgreifanum af Queensbury, sem
markgreifinn svaraði með gagn-
kæru, þar sem Wilde var sakaður
um kynvillu. Hann var tekinn fastur
og að afloknum mjög hávaðasömum
réttarhöldum var hann dæmdur í
tveggja ára betrunarhúsvinnu, eft
ir að sannanir höfðu fengizt fyrir
sök hans. Dómurinn vakti mörg og
hörð mótmæli í erlendúm bók-
menntaheimi, en án árangurs.
Ritaði játningu í fangelsinu.
Wilde sat af sér refsinguna og í
fangelsinu skrifaði hann undur-
fagra bók, þar sem hann játar sök
sina, og kallaði hana „De pro-
fundis". Bók þessi hefir verið þýdd
á íslenzku og ber nafnið „Úr djúp-
unum“. Það er athyglisvert að í
fyrstu kom aðeins út helmingur
bókarinnar, en hinn helmingurinn
var látinn í geymslu í Brezka safn
inu með þeim fyrirmælum, að hann
skuli geymdur þar til ársins 1960, en
úr því megi hann koma fyrir al-
menningssjónir — ekkl fyrr.
Fátækur og yfirgefinn.
Wilde var látinn laus 29. maí 1897
og lifði eftir það fátækur og yfir-
gefinn, fyrst i Berneval, síðan í
Dieppe og loks í París, nær óvinnu-
fær, með gerbilaða lieilsu og sterka
hneigð til áfengra drykkja.
Allar eigur hans höíðu verið gerð
ar upptælcar, enginn útgefandi
treystist til að gefa út eða selja
bækur hans og öll leikhús lokuðu
dyrum sínum fyrir leikritum hans.
Þótt fátækur væri gat Wilde dval
ið stuttan tíma nokkrum sinnum á
ítalíu, þar sem hami, vegna list-
hneigðar sinnar, undi sér einna
bezt.
Höfundurinn C. 3. 3.
Tveim árum fyrir aldamót dó
eiginkona Wildes, sem hann raunar
var löngu skilinn við, og sama ár
birtist bókin „The Ballad of Read-
ing Gaol“, sem undirrituð var höf
undarnafninu C. 3. 3., en það var
númer Óskars Wilde í fangelsinu.
í þessari furðulegu tók lýsir hann
skoðunum og hugrenningum sín-
um og fangelsisfélaga sinna á því
augnabliki, þegar verið er að taka
einn meðfanga þeirra nf lífi. Þetta
var síðasta verk skáldsins,
Dó bugaður og vinalaus.
Óskar Wilde lézt yfirbugaður
vegna þeirra þjáninga, er hann
hafði tekið út í fangelsisvist sinni,
en hafði áður ritað 200 síður um
sig og æviferil sinn, sem hann fékk
skiptiráðanda sínum í hendur.
Nokkrum vikum eftir dauða hans
tók leikhús nokkurt í Lundúnum
sig til og hóf að sýna leikrit eftir
2*5*6
með svörtum og gráum
/< loökanti.
Sendum gegn póstkröfu.
GEfE ÍÓELSSON
— SKÓVERZLUN —
Strandgötn 21. — Hafnarfirði. — Sími 9795.
SS«$ÍSÍ$$$«S$$$5$S$$$$S$$$SS$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$5í$5$$$
?»KSSSSSWSÍ$SSSSSS5««S$S5SSSS5SSÍ5S5SS$S5SS5S$$SÍ$5SS$$$SSS5«SS$$öe*
Uppboð
Opinber* 1. uppboð verður haldið i skrifstofu borgar-
fógeta í Tjarnargötu 4, mánudaginn 25. þ. m. kl. 3 e. h.
og verða seil verðbréf tilheyrandi db. Guðmundar
Gamalíelssonar þ. e veðskuldabréf upphaflega að fjár
hæð kr. 75.000.00 nú að eftirstöðvum kr. 67.500,00 tryggt
með II. veðréttl í Lækjargötu 6 A, hér í bænum, og 7
hlucabréf í f.-lutaféiaginu Bragi, hvert að nafnverði
kr. 200.00, en íéiag þetta hefir að markmiði að gefa út
verk Einars Kenediktssonar, skálds. Ennfremur verða
seldir nokkfir útgáfusamningar.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Korgarfógetinii í Reykjavík
•«e«S555SS5$55$55S®5555«5S5555S5555£«55S5555«555S«S5ÍS»55«55$«»íSS5«
hann. Þá hófst nafn Oskars Wilde
upp úr gleymsku og varð á ný á
hvers manns vörum.
Gagnrýnendur um Óskar Wilde.
Sumir gagnrýnendur hafa talið
frægð Óskars Wilde byggjast mest
, á þeirri vil!u, er hann var sakaður
um, og málaferlunum, er stefnt var
gegn honum, en flestir hafa nú
tekið afstöðu á hina sveifina. Einn
gagnrýnandi segir: Frægð Óskars
Wilde byggist aðeins á því að hann [
er einhver allra listrænasti rithöf;
undur nútímabókmenntanna, gædd ;
ur öllum æðstu hæfileikum rithöf-
undarins, gáfum, fyndni, frumleik í
og glæsileik og slíkri stílfegurð, er
gera mun nafn 'hans ódauðlegt.
i
Fiiígradar
(Framhald af 1. síðu).
maðurinn séð stefnuna eftir
geislum hennar eins og kunn
ugt er. Með rudartækinu er
hins vegar hægt að fylgjast
nákvæmlega með ferðum
flugvélarinnar frá jörðinni og
gefa flugmönnunum upp ná
kvæmlega hvar þeir eru
staddir með þráðlausu sam-
bandi. Sjá menn flugvélina
Góð haustveðrátta
á Austfjörðum
Frá fréttaritara Tímans
á Reyðarfirði.
Ágæt haustveðrátta er á
Reyðarfirði og um Austfirði
alla um þessar mundir. 111-
viðri það, sem mestan usla
gerði á Suður og Vesturlandi
um síðustu helgi náði ekki
austur svo að orð væri á ger
andi.
Snjór er ekki á láglendi
niður í fjörðum en lítilshátt
ar föl er á Héraði. Vegir eru
samt allir vel færir og all
miklir vöruflutningar frá
Reyðarfirði yfir Fagradal upp
á Hérað og Jökuldal. Eru
menn að draga að sér þunga
vöru fyrir veturinn.
nákvæmlega í radartækinu,
enda þót hún sé í 12—15
mílna fjarlægð.
ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson77
Kastalamenn létu
1 grjót og örvar dynja á
þeim ofan af virkis*
brúninni, cn brúin
hlífði Stðríki og
Svarta riddaraRum.
i
Fjandinn hirði brúna, hýn hlífir
þeim. Höggvið hana niður þá eyði*
leggur hún líka bjálkabrúna fyrir
þeim.