Tíminn - 26.10.1954, Side 1

Tíminn - 26.10.1954, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Útgefandi: rramsóknarflokkurinn Bkrifstofur 1 Edduhúsl Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda. 38. árgangur. Reykjavík, þriðjudaginn 26. október 1954. 241. blað. Verður nýr háttisr tekiosi upp um afgreiðsly vegalaga? BcnshaB’ð Stefáassora bcndir á nýja leið Allmiklar umræður urðu í efri deild Alþingis í gær ur vegalagabreytingar, og tóku til máls Gísli Jónsson, Pá! ZóphÓKÍasson og Bernharð Stefánsson. í umræðunum kvað Bern- harð svo að orði, að sér fyndist afgreiðsla Alþingis á vegalög- um ærið handahófskennd. Færi það eftir ýmsu, hvort vegur væri tekinn í þjóðvega- tölu, ekki sízt eftir því, hversu mikill málafylgjumaður þing- maður viðkomandi kjördæmis væri. Taldi þingmaðurinn það ekki alltaf leiða til réttlátrar niðurstöðu. Vildi hann láta undirbúa vegalög á annan hátt en verið' hefði, þannig að meiri heildaryfirsýnar væri Framsóknarvistin á Hótel Borg annað kvöld Hin vinsæla skemmtun Framsóknarmanna, Fram- sóknarvist, verður annað kvöld kl. 8,30 á Hótel Borg. Húsið opnað kl. 8, gengið inn um suðurdyr. Þegar búið verður að spila, verður verð- launum úthlutað til sigurveg aranna. Að því loknu flytur Steingrímur Steinþórsson ráðherra stutta ræðu, og að síðustu verður dansað til klukkan 1. Vissara er fyrir fólk að tryggja sér miða strax í dag á skrifstofu Framsóknar- flokksins í Edduhúsinu, sím ar 5564 og 6066. gætt, er vegur væri tekinn tölu þjóðvega, þannig að ma ið á þeim málum væri láti velta á undanfarandi ranr, sökn sérfræðinga á því, hva mest þörf væri fyrir þjóðveg' Mikil misskipting. Páll Zóplióníasson benti i að til væru sýslur, sem hefði fengið svo marga vegi tekn í þjóðvegatölu, að þar vær: ekki miklu við að bæta, e: svo væru aðrar, sem ekk. hefðu fengið sinn skerf til hálfs við þær, sem mest hefðu fengið. Gerði Páll það að til- lögu sinni, að áður en vega lagabreytingar yrðu nú gerð- ar yrði samgöngumálanefnd falið að afla ýmissa upplýs- inga varðandi vegi í viðkom- andi sýslum, m. a. um þaö, hve langir þjóövegir væru þar svo og hve langir sýsluvegir væru og væri tillit tekið til þeirra upplýsinga, er vegalaga breytingar væru afgreiddar. Bernharð Stefánsson taldi, að það mundi reynast ærið verkefni fyrir þingnefnd að leita allra slíkra upplýsinga, þar sem hún hefði í ýmsu að snúast auk þessa máls, og mundi þvi heppilegast,’að sér fræðingar væru hafðir með í ráðum, enda þyrfti sýnilega vandlegri undirbúning um heildarafgreiðslu vegalaga en þingnefnd hefði aðstöðu til þess að láta í té. (Framhald á 2. síðu.) Dr. Adenauer kanslari í heimsókn hér í dag Dr. Konrad Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands kem- ur í opinbera heimsókn hingað til lands í dag. Mun hann koma ásamt fylgdarliöi sínu í flugvél til Keflavíkwr árdegis og fer (<r. Kristinn Guömundsson, wtanríkisráðherra, þang- að til fundar við hann. Síðan koma þeir saman með flugvél til Reykjavíkur, og lendir flugvélin þar um kl. 1,30 í dag. Þar verður Ól- afur Thors, forsætisráðherra til staðar. Er búizt við, að þar verði mannmargt, t. d. hefir félagið Germania ákveðið að fjölmenna þangað. Frá Reykjavíkurflugvelli verður ekið til Bessastaða og setið boð forsetahjónanna. Ef veður leyfir verður ekið um klukkan þrjú til Þing- valla. Þar mun Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi, lýsa stuttlega staðnum og sögu hans. Eftir það verður hald- ið til Reykjavíkur, og kluklc- an fimm heldur kanslarinn blaðamannafund í þýzka sendiherrabústaðnum. Stuttu síðar mun hann halda áleiðis Dr. Adenawer, forsætisráð- vestur um haf með fiugvél. herra Vestur-Þýzkalands Hér sjást utanríkisráðherrar Atlantshafsríkj nna á fundi sínum í París ásamt fram- kvæmdastjóra bandalagsins Is.nay lávarð (við auða spjaldið). Rœtt við tlr. Krlsiinn Guðmmulsstm, uttmríhisrtt&herra: Samningarnir í París voru hin þýöingar- mestu skref í samstarfi V-Evrópuríkja I*jóðvcrjar og Frakkar iiá í varnarbanda- lagi eftir langa togstrcitu og styrjaldir Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, kom heim af fundi Norður-Atlantshafsbandalagsins í París í fyrradag. Á fundum þessum í París var sem kunnugt or af fréttum gengið frá mikilsverðum samningum, er snerta sameigin- legar A'arnir Vestur-Evrópu og samstarf ríkjanna þar. Tíð- indamaður blaðsins átti tal við dr. Kristin um förina og þau málalok, sem þar urðu. — Hvern telur þú höfuð- árangur þess samkomulags, sem náðst hefir? — Fyrir utan sjálfstæði Vestur-Þýzkalands, sem ber mjög að fagna, er það tvennt, Barnasýningar Brúðuleikhússins Brezka Brúðuleikhúsið hef ir sýnt hér á landi undan- farna viku við vaxandi vin- sældir. Strax er fólk áttaði sig á því, hvað hér er um sér stæða og góða skemmtun að ræða, jókst aðsóknin svo mjög, að uppselt hefir verið á flestar sýningarnar í Rvík að undanförnu. En Brúöu- leikhúsið er annars framandi gestur í skemmtanalífi ís- lendinga. Kom það hingað til lands vegna forgöngu Björns Th. Björnssonar, list- træðings. Nú hafa verið ákveðnar nokkrar barnasýninear á veg um Brúðuleikhússins, þar sem meðal annars verður svndur ævintýraleikurinn Hans og Gréta. Fyrstu barna sýningarnar verða í Iðnó í dag kl. 5 og kl. 8. Þær ern elnkum ætlaðar börnum á skólasvæðum í Vesturbæn- um og Mið'bænum. sem hæst ber. Varnarkerfi Vestur-Evrópu hefir verið komið í sklpulegt horf með þátttöku Vestur-Þjóðverja og jafnframt verið stigið þýðing armikið spor til samkomulags í Saar-málinu, og þar með hafin samvinna Frakka og Þjóðverja, en misklíð þessara tveggja þjóða hefir torveldað mjög allt samstarf í Vestur Evrópu síðustu áratugi. Þar sem hinn sameiginlegi her Vestur-Evrópu átti ein ungis að treysta varnir gegn hugsanlegri árás, var það tal ið þýðingarmikið að fá Vest ur-Þýzkaland, sterkasta og fjölmennasta ríkið á megin- landi Vestur-Evrópu með í samtökin. Þetta strandaði þó á Frökkum, sem töldu sig (Framhald á 2. síðu.) Skipverji á Geir drukknar Það slys vildi til s. I. föstu dagsmorgun, er togarinn Geir var að veiðum undan Vestfjörðum, að einn skip- verjinn féll útbyrðis o g drukknaði. Hét hann Björn Friðsteinsson, 24 ára að aldri, til heimilis að Berg- staðastræti löc, Reykjavík. Var hann ókvæntur, en á föður á lífi. Fundur um sjávarútvegsmál í Framsóknarfél. Reykjavíkur Framsóknrafélag Reykjavíkwr heldur umræðufund um sjávarútvegsmál í Edduhúsinu í kvöld kl. 8,30. — Framsögumaður verður Jóhannes Elíasson, lögfræð- ingur. Jóhannes Elíasson var einn í togaranefndinni, sem starfaði á s. 1. vori og gerði sú nefnd ítarlegar tillögur um margt sem varðaði togaraútgerðina. Og í fram- haldi af störfum nefndarinnar, var ákveðinn hár inn- flutningsskattur af öllum fólksbifreiðum, sendiferða- og minni vörubílum. Hefir sú tekjuöflun til togara- reksturs vakið mikla athygli og umtal manna milli. Einsýnt þykir, aö búast mcgi við fjörugum wmræð- um og eru einkum allir, sem hafa áhuga á sjávarút- vegsmálum hvattir til að sækja fundinn. Fundwrinn verðwr í Edduhúsinu við Lindargötu og fundartími kl. 8,30 í kvöld.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.