Tíminn - 26.10.1954, Side 2

Tíminn - 26.10.1954, Side 2
2 TÍMiNN, þriðjudaginn 26. október 1954. 241. blað. Kaypmenri — Kaupfélög Lady-vörur eru vlSurUenndar fyrir gœði. Framleiðwm: „SLANK“-BELTI MJAÐMABELTI SOKKABANDABELTI BRJÓSTAHALDARA Fjölbreytt tegundaúrval. NÝJUSTU MODEL. LADY H.F. lífstykkjaverksmiðja, Barmahlíð 56. Sími: 2841. tSftSSSSSSSSSSSSSÍSSSStiSSSSSSíSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSSSÍSSSS* GABON 19 og 22 mm. MAGHONY KROSSVIÐUR hurðastærð. BIRKI og BIRKIKROSSVIÐUR. Krisfján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3 Erlendur Patursson dæradus í 40 daga fangelsi Þórshöfn í Færeyjum. 25. okt. Erlendur Patursson hefir ver ið dæmdur i 40 daga fangelsi lyrir afskipti sín af sjó- mannaverkfallinu í Færeyj- um í fyrra, en verkfall þetta var dæmt ólögmætt. Erlend- ur er einn af frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins í Færeyjum við kosningar til löggjafarþings, en þær fara fram 8. nóv. n. k. Mikail snjói* í Ólafs- flrlii Miklum snjó kyngdi hér niður s. 1. viku svo að jarð- laust varð og Lágheiðarveg- ur lokaðist. Trillubátar byrj uðy að róa aftur í fyrradag, en afli er frekar tregur. Veð- urfar er nú mildara, kyrrt og snjólaust. Snjór hefir sigið dálítið svo að hæstu hnjótar eru komnir upp úr. B. S. Þingfréttir (Framh. af 1. Kiðu). Á Gísla Jónssyni var það að skilja, að hann teldi ekki svo mikla þörf þess undirbúnings, er Bernharð óskaði eftir, og virtist hann þeirrar skoðunar, að hin gamla aðferð um af- greiðslu vegalaga gæti enn dugað, að minnsta kosti tók hann lítt undir skoðun Bern- harðs um það að æskileg væri heildarrannsókn, áður en vegalög væru afgreidd. fcn íi i --1 icaca ! Utvarpið tJtvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Frá krabtaameinsþing inu í Sao Paulo (Niels Dungal prófessor). 21,00 Tónlistarfræðsla; I. — Páll ísólfsson talar um enska mið- aldatónlist og leikur á orgel. 21.35 Lestur fornrita: Sverris saga; I. (Lárus H. Blön'dal bókav.). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Bækur og menn (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 22.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son eand. mag.). 22.35 Léttir tónar. — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. 23,15 Dagskrárlok. tJtvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20,00 Erindi: Börnin, blómin og dýr in (Arngr. Kristjánsson skóla- stjóri). 20,50 Tónleikar (plötur). 21,05 „Já eða nei“. — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur stjórn- ar þættinum. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Útvarpssagan: „Gull“ eftir Einar H. Kvaran; VI. (Helgi Hjörvar). Ý 341 skip bíða af- greiðslu í brezk- um höfnum London, 25. okt. Enn versna horfur í verkfalli hafnar- verkamanna í Bretlandi. — Fiölgaði verkfallsmönnum um 1000 í dag, en fyrir for- tölur alþýðusambandsins hafa fáeinir verkamenn horf ið til vinnu á ný. Ríkisstjórn in hélt enn ráðuneytisfund um málið í dag, og er talið víst að ljúki verkfallinu eklti næstu daga — en á því eru engar horfur — muni her- mennn kvaddir til að vinna við afgreiðslu skipa. Viðtal vió ílr. Kristinn (Framhald ar 1. síðuL____ ekki hafa tryggingu fyrir því, að þýzkum her yrði ekki beint gegn þeim sjálfum. Lundúnaráðstefnan. Þegar franska þingið hafði hafnað tillögunni um Bvrópu her, var niuveldaráðstefnan kvödd saman í Lundúnum til að fjalla um varnarmálin og finna leiö til þátttöku Þýzka- lands í vörnum Vestur-Evr- ópu. Þar náðist sem kunnugt er samkomulag um sjálfstæði Vestur-Þýzkalands og um nýtt varnarkerfi byggt á Brussel- samningnum svonefnda frá 1948, þannig að Vestur-Þýzka land og Ítalía gerðust aðilar að honum og gengju einnig í Atlantshafsbandalagið. Bruss elsamningurinn var allvíðtæk ur vináttu- og varnarsamning ur fimm ríkja, Beneluxríkj- anna, Bretlands og Frakk- lands. Vestur-Evrópu-bandalagið. Síðan var undirbúningi haldið áfram með fundum Breta, Frakka, Þjóðverja og Bandaríkjamanna 20. okt. og þar endanlega samiö um sjálf stæði Vestur-Þýzkalands og lok hersetunnar. Unz það sam komulag hefir verið fullgilt af viðkomandi ríkjum á hernáms stjórnin að haga störfum í nánu samráði við þýzku sam- bandsstjórnina. 21. okt. komu svo sömu rík in og setið höfðu Lúndúnaráö stefnuna saman og gengu frá nauðsynlegum breytingum á Brusselsamningnum vegna þátttöku Ítalíu og Þýzkalands. Voru þessi samtök nú nefnd Vestur-Evrópu-banda lagið og eflast nú mjög. Munu bandalagsríkin koma sér saman um varnarfram- lög og nána samvinnu í varn armálum undir sameiginlegu eftirliti. Þá er og beinlínis tekið fram, að hafa skuli samvinnu við Atlantshafs- bandalagið sem nánasta. Fundur Atlantshafs- ráðsins hefst. — Hvenær fórst þú utan? — Ég fór miðvikudaginn 20. okt. og kom til Parísar dag- inn eftir. Ráðherrafundur Atlanzhafsbandalagsins hófst 22. okt., og voru þar fluttar skýrslur um Lundúnaráðstefn una og fjórveldafúndinn, og undirrita samninginn* um var ráðið samþykkt niðurstöð um þeirra. Var þá ákveðið að sjálfstæði Vestur-Þýzkalands og breytingar á Brussel-samn inginum yrði undirritaður næsta dag. Þá var og gengið frá nauðsynlegum breytingum á Norður-Atlantshafssamn- ingnum vegna þátttöku Þjóði verja, hliþstætt því sem gert var, er Grikkland og Tyrkland gerðust aðilar. Var sá samn- ingur einnig undirritaður síð degis á laugardaginn 23. okt. og gengur í gildi, þegar lög- gjafarþing þjóðanna hafa um hann fjallað. Samkomulag um Saar á laugardagsnótt. — En lá ekki við borð, að samningar tefðust vegna Saar málsins? — Jú, Frakkar settu það sem skilyrði fyrir samþykki sínu við inntöku Þýzkalands í Atlantshafsbandalagið, að samkomulag héfði náðst um framtíð Saar-héraðsins, en það hérað er lengi búið að vera þrætuepli á milli þessara tveggja þjóða. Samkomulagshorfur voru ekki góðar á föstudagskvöld en um nóttina og fyrri hluta laugardags náðu Frakkar og Þjóðverjar samkomulagi, og gat undirritun allra samn- inganna því farið fram á Iaugardagskvöld. Bjartsýni ríkjandi. — Ríkti ekki mikil ánægja með árangurinn? — Á ráðherrafundinum kom mönnum saman um, að stórmerkur árangur hefði náðst, þar sem var samkomu- lag um þátttöku Vestur-Þýzka lands í varnarsamtökum Vest ur-Evrópu og Atlantshafs- bandalagsins. Létu margir ráð herranna í Ijós bjartsýni um framtíðina og friðarmál álf- unnar. Samstarf Þjóðver ja og Frakka Þá er ekki síður ástæða til að fagna því skrefi, sem Frakk ar og Þjóðverjar hafa .stigið til samkomulags. Á síðustu 80 árum hafa orðið þrjár stór- styrjaldir milli Frakklands og Þýzkalands. Nú eru þessi lönd tengd í varnarbandalagi og hafa nú bæði eins og önnur ríki Norður-Atlantshafsbanda lagsins fórnað einhverju af fullveldi sínu í þágu þessara miklu samtaka til varðveizlu friðarins. Þýzkaland hefir gefið yfir- lýsingu um að starfa í anda samþykkta S. Þ. og heitið að reyna ekki með valdi að sam- eina Austur-Þýzkaland né breyta landamærum Vestur- Þýzkalands. — Er þátttaka Þjóðverja í Atlantshafsbandalaginu þá endanlega samþykkt? — Þótt utanríkisráðherrar þátttökuríkjanna 14 hafi fyr ir sitt leyti samþykkt hana, þurfa þing allra þessara þjóða svo og þing Vestur-Þjóðverja að gefa samningi þessum sam þykki sitt til þess að hann nái fullgildingu. Er talið vafa- laust að slíkt samþykki fáist í öllum 15 þingunum. 22,35 Harmonikan hljómar. — Karl Jónatansson og kvintett hans leika. 23,10 Dagskrárlok. Árnað heiUa HjónabaiMl. 16. október s. 1. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Ólafsfirði ungfrú Hanna Júlía Heið a& Hannesdóttir, Fossvegi 27, Síglu- firði, og Sigurður Helgi Antonsson, bílstjóri, Ytri-Gunnólfsá. Heimili þeirra verður að Ytri-Gunnólfsá. Þá voru einnig ge.fin saman í hjónaband á Ólafsfirði 23. okt. ung- frú Petra Aðalheiður Gísladóttir, Hóli, og Aðalgeir Jónsson, bílstjóri, Ólafsfirði. Heimili ungu hjónanna verður að Aðalgötu 11, Ólafsfirði. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWalter Scott. Myndir eftir Peter Jackson84 ö, göfugi herra. Á að svipta nng bæði dóttur minm og óllum eigum á emum og sama degi?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.