Tíminn - 26.10.1954, Síða 4

Tíminn - 26.10.1954, Síða 4
4 TÍfllINN, þrigjudaginn 26. október 1954. 241. blaff Skúli Hrútfjörð hlýt- ur frama i HAinsiesota Skúli H. Hrútfjörð var ný- lega gerður forstjóri nýrækt- ardeildarinnar við landbúnað arstofnun fylkisins og háskól- ans í Minnesota. Skúli er af íslenzkum ættum, en fæddur í Minnesota og hefir átt þar heima síðan. Að loknu mennta skólanámi í fæðingarborg sinni, Duluth, settist hann í Syracuse-háskólann í New York og síðan í háskólann í Minnesota. Hann er sérmennt aður í fjármálum landbúnað- ar og framleiðslu mjólkuraf urða. Skúli hefir verið aðstoðar- forstjóri nýræktardeildarinn- ar síðan 1943, en mun nú, er hann hefir hlotið forstjóra- starfið, hafa á að skipa 400 manna starfsliði í 87 héruðum fylkisins. Hann hefir gegnt mörgum störfum viðkomandi landbúnaði fyrir Bandaríkja- stjórn á undanförnum árum. KÓRLÖG Sungin og gefin út af Kirkjukór Húsavíkur og karlakórnum „Þrymur“. PrentuÖ í Lithoprenti. I. Fyrir nokkru síðan las und irritaður yfirlit yfir leikrita gerð og leikritaútgáfur hér á landi. Þar kenndi ótrúlega margra grasa. Tónlistarútgáfur íslendinga taka ekki yfir langt tímabil sögunnar. En ef einhver gerð ist til að semja tæmandi skrá yfir þær, myndi hún — ekki síður en leikritayfirlitið — óefað reynast vöxtulegri en flesta grunaði. Það væri ekki ófróðleg skrá. Sú var tíðin, — eins og svo margir muna enn — að kæmi nýtt lag eða lagasafn á marsaðinn, fylltust hugirn ir eftirvæntingu. Með ein- hverjum ráðum varð^að kom ast sem fyrst í kynni við þann gest. Hljóðfæri voru sjaldgæf, en færra þó um spilara. Eigi að síður bárust lögin um landið og voru sungip af kappi frá efstu heiðum til yztu miða. í hug um fólksins voru íslenzku tónskáldin þegar leidd til öndvegis við hliðina á ljóð- skáldunum. Jafnframt lærðu menn smám saman að nefna erlend nöfn með helgikenndri aðdáun — r.öfn eins og Beet- hoven, Mozart, Chopin, Wagn er, Bach. Bach, — vel á minnst! Hvaða söngglaður íslend- ingur fyrir 4—5 áratugum hefði ekki orðið uppnæmur við þá frétt, að út væru kom in heil tíu sönglög eftir sjálf an Bach? Ekkert auraleysi hefði verið látið aftra því, að slík bók væri keypt. Á síðast Ji9nu ári var einmitt slík bók gefin út: Tíu sönglög eftir Bach! Frú Guðrún Páls dóttir gaf þau út — við fall- ega og söngþýða teksta eftir Margréti Jónsdóttur, kennslu konu og skáld. Fróðlegt væri að vita, hvaða viðtökur út- gáfa þessi hefir fengið. Brá fólkið við og flýtti sér að læra lögin? Það er hreint ekki svo víst sem vera skyldi. Því að á vorri tíð er margt tónsmiða á boðstólum. Ný músík-tízka hefir líka gerzt fyrirferðarmikil vor á meðal, einkum meðal unga fólksins, og fer það eftir álitum, hvort þar er um þróun að ræða eða úrkynjun. En, eins og vænta mátti, eru „Tíu söng- lög“ góð bók, sem eiga má til gagns og gleði. II. Og nú kemur ein tónsmíða útgáfan enn: Kórlög, gefin út af kórunum í Húsavík. Hún á sína sögu, og er bezt að segja hana að nokkru, bæði til fróðleiks og — aug- lýsingar, auðvitað. Siðastliðið ár átti karla- kórinn „Þrymur“ 20 ára af- mæli og Kirkjukór Húsavík- ur 10 ára afmæli. Til minn- ingar um talsvert fjörugt söngstarf liðinna ára er þetta kórlagahefti gefið út. Er rúmi þess skipt jafnt á milli kóranna. En samkórslögin eru rúmfrekari en karlakórs lögin og því færri. Undirritaður var í upphafi dubbaður upp sem söngstjóri beggja kóranna. Hafði hann í því efni það eitt sér til á- gætis, að hann átti í fórum sínum talsverðan forða af sönglögum úr ýmsum áttum, vestrænum og austrænum, sem hann hafði kynnzt vest- an hafs í meðferð ýmissa byggðarkóra, sem sambæri- lega má kalla við marga hér- lenda kóra. Mörg þessara laga hafa um langan aldur verið vinsæl um hinn vest- ræna heim, en hafa verið ó- þekkt hér á landi, enda text ar ekki til við þau. Leyfði undirritaður sér þá dirfsku, að fást við að þýða ljóðin við þessi lög, og gerði það með tvennu móti. Sum eru' þýdd eins nákvæmlega og hæfileikarnir leyfðu. Önn ur þannig, að kappkostað er að halda anda ljóösins ó- breyttum, en efnið fært til íslenzkara viðhorfs. Þannig er t. d. „Vakna, Dísa“ hænsna- ræktareggjun í sínu föður- landi, en heyskapareggjun á íslandi. Vestrænn hersöngur (Comrades in Arms) verður íslenzk „þjóðhvöt“, og rússn eskur næturgalaóður íslenzkt heiðlóukvæði. Þessu tónsmíðanýmeti tóku kórarnir yfirleitt vel, og eins áheyrendur. Talsvert hefir verið sótzt eftir sumum þess ara laga af kórstjórum, sem (Framhald á 6. síðu). Allmikið um misl- inga í Norður-Þing. Frá fréttaritara Tímans á Kópaskeri. Allmikið er um mislinga hér í héraðinu. Komu þeir upp á Kópaskeri meðan slátr un stóð þar yfir og var þar margt manna úr næstu sveit um á sláturhúsinu. Bárust þeir þaðan á ýmsa bæi í sveit unum en reynt hefir verið að verja þá bæi, þar sem aldrað fólk á eftir að taka þá. Hafa ýmsir legið 1 mislingunum á Kópaskeri til þess að bera þá ekki heim. ÞB Missti þrjár kind- ur í sjóinn Frá fréttaritara Tímans á Húsavík. Hér kom hið versta veður í fyrradag og er raunar enn. Hefir verið mikil krapahríð, og er mikill krapaelgur á jörð, sem verður að storkuhellu, ef frystir. Er mjög illt til jarð- ar. Bændur eru allir búnir að taka fé. í fyrradag missti Sigfús Baldvinsson bóndi á Sand- hólum á Tjörnesi þrjár kind ur í sjóinn, er þær flæddi. ÞF Minningarhátíð um sigurinn við E1 Alamein London, 23. okt. — Á morg un afhjúpar Montgomery, lá varður, minnismerki í her- mannakirkjugarðinum við E1 Alamein í Lybíu. Þann dag eru 12 ár liðin frá því að or- ustan fræga við E1 Alamein hófst en hún markaði þátta skil í síðustu heimsstyrjöld. Áttundi brezki herinn undir stj órn Montgomerys hrakti Þjóðverja smátt og smátt á brott af sandauðnum Lybíu. Á minnismerkið eru grafin nöfn 12 þús. liðsforingja og hermanna úr öllum hlutum brezka heimsveldisins, sem féllu í bardögum í hinum ná lægari Austurlöndum, en eng inn veit með vissu hvar báru að lokum beinin. S55S3S5SS55S5S5SSS5SS5555S55S5S355SS5SSSSSSSSS35S5S5553S3S5555555SSSSSS3 Mjallhvítar-hveitið SnowWl»ftn|^ fæst í næstu búð, i 5 punda bréfpokum og 10 punda léreftspokum.; l i ?; Cfl MOí' Biðjið alltaf um „SNOW WHITE“ hveiti (Mjallhvítízr hveiti) Wessaneu tryggir yðnr vörnjfæðin ÁJW' .ilí.j'/il J í'/g *TS'q9í’I H.f. Egill Vilhjálmsson LAUGAVEG 118 — SÍMI 81812 Allt á sama stað MORRIS SENDIFERÐABIFREIÐ ld-2 - iy2 TONN Stályfirbygging — En d i ngargóður Sterkur — Sérlega sparneytinn Rennidyr eru á hvorri hlið auk afturdyra, sem auð- velda mjög hleðslu og formingu vagnsins; Lengd vagnsins frá sæti og aftur úr 2,88 m. Breidd að innan 1,80 m. Hæð að innan 1,44 m. Fáanlegur með benzín- eða dicselvél Kynnið yður kosti hinna velþekktu MORRIS-SENDIFERÐABÍLA Einkaumboð: ÚRVALS EPLI Delicious, Jonathan og fleiri tegundir væntanleg frá Ítalíu Kanpmenn og kaupfélög, sem ekki hafa jiegar lagt inn pant- anir ættn ekki að draga Iengnr að hafa samband við okkur. O.U náon ^J^aciler liý, SÍMI 1740

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.