Tíminn - 07.11.1954, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, sumnidagmn 7. nóvf.nber 1954.
252. blað.
1 heimsóktl hjá íslenzkum kúrekum, þar sem Frásögn og myndir: Guðni Þórðarson
Stórar hjarðir holdanauta renna
um hina nýgræddu Rangárvelli
Nístandi norðanstormzír
næðir yfir hálendið ofan á
Rangárvelii. Vetur er geng-
inn í garð, túnin búin að fá
hinn gráa, daufa lit vetrar-
ins og ís á pollwm brakar
ekki undir fæti.
í slíkum vetrarham þykir
mönnum einkennilegt aö sjá
stórar nautgripahjarðir á tún-
um tínandi sinustrá milli élj-
anna. En þetta er sá nýi naut-
gripabúskapur, sem farið er
áð stunda á Rangárvöllum, þar
sem ræktuð eru holdanaut af
skozku. kyni. Lifnaðarhættir
þeirra eru aðrir en mjólkur-
kúnna, því holdanautum líkar
kuldinn og útiloftið betur en
ylur fjóssins, sem þau forðast.
. Að þessu sinni ætla ég því
að bjóðá lesendum með mér í
sunnudagsferð austur á Rang-
árvelli _til að kynnast þessari
,nýju,.en þó fornu búskapar-
grein á íslandi. Við notum
tækniriá. Þið ferðist í hugan-
pm;, lesið og skoðið myndir og
íátið fara vel um ykkur og
íosriið í staðinn við næðinga
og voSbúð kalda vetrarferða.
A3 Gúnnarsholti.
Austur á Rangárvöllum um
10 kílómetra frá kauptúninu
Hellu, austan Rangár, stendur
tnyriáarWgt hýli, er Gunnars-
holt fieitíir, og þar rekur ríkið
búskaþ, sem svo er vel rekinn,
að engum gæti dottið í hug
annáð en Páll Sveinsson væri
þar góður sjálfseignarbóndi er
byggí vel að sínu.
Að Gunnarsholti er land-
rými rriikið, sléttar flatir á
ræktuðum söndum eins langt
og augað eygir og fögur fjalla-
sýn í fjarska, þar sem Hekla
sjálf, frægust allra íslenzkra
fjalla, gnæfir hæst upp af
sléttunni ógnandi en fögur.
• Ekki langt frá Gunnarsholti
fýkur svartur sandur og ógnar
byggð. Sannleikurinn er líka
sá, að upp frá Gunnarsholti
lögðust fyrr á árum í eyði
milli 20—30 býli vegna sand-
foks og sjálft var þetta höfuð-
'ból að missa grundir sínar
/undir uppblásturinn, er Gunn
/laugúr heitinn Kristmundsson
hóf björgunarstarf sandgræðsl
/úhnar með hjálp ríkis og góðra
.•manna rétt fyrir 1930.
Þarna má lesa átakan-
lega sögu í bæjarrústum og
tóftarbrotum. Rétt ofan við
v Gunnarsholt eru tóftir á
hól, þar sem bærinn stóð,
áður en hann var síðast
flattKr undan sandfokinw.
Þegcir byggt var upp í Gunn
arsholti á vegum ríkisins
langaði sandgræðslustjóra
til að byggja á gamla hóln-
um, en óttinn við svarta
sandfokið var þá enn svo
mikill, að menn þorðu ekki
að nema þannig strax það
land er þá hafði unnist að
nýjú f stríðinu, sem maðwr
■ inn og sandfokið háði um
yfirráðin. —'
Nú horfir þetta öðruvísi við
og Páll Sveinsson, sem gegnir
störfum sandgræðslustjóra
spáir þvi, að ekki þurfi margir
áratúgir að líða, þar til manns
höndin hefir unnið aftur og
grætt upp lönd þeirra mörgu
Jöýla er lögðust í auðn af sand-
foki. Gæti þar þá orðið ein
Lesenduin ÍHúlið í ferðalag. — ÍJtigangsmaiií á beií í liríSaréSjum. — Skozki GalUmay-
bollnn ættfaðir boíclananta á Islandl. — HjörSísi á að verða eitt þúsund nautgrápir.
Heimasætan gælir við uppáhalds kálfinn sinn.
blómlegasta byggð á Suður-
landi. er risi upp af svörtum
sandauðnum.
300 ha tún.
Túnin í Gunnarsholti eru
um 300 hektarar og er helm-
ingur þeirra land, sem fyrir
fáum árum var svartur og
gróðuriaus foksandur. í sumar
var aflað á þessu landi um
6000 hestburða af töðu og
stendur mest af þ\d heyi úti í
stökkum, því ekki hefir verið
hægt að byggja hlöður yfir
allan heyforðann, vegna þess
hve ræktunin og heyöfiun hef-
ir gengið vel á söndunum, eft-
ir að skriður komst á þau mál.
Þegar við komum austwr
að Gunnarsholti wm miðjan
c ag, eru um 260 nautgripir
á beit á einni af hinum
stóru túnsléttum. Heiœa-
menn eru að Ijúka við að
loka hliðunum, svo að hjörð
in leggi ekki land undir fót
um tún og þjóðveei. Naut-
unwm hefir nú verið smalað
samán úr sumarhögunum,
og þaw eru úfin og veðurbar
in úr hawsíveðrunum, kaí'-
Ioðin um haus og bóg. ,
Kýr með dilka sína.
Kýrnar gariga þárna með
einn og tvo kálfa sína. Þegar
þær bera á vorin, verðá beíztu
mjclkurkýrnar í h’jörðinni' að
taka við bárni í fóstur," sem
fengið er ' af öðrum bæjúm
undan kúm, er bera um sairia
leyti.
Auk þess erú í hjörðinni,
veturgömul, tvævetur og þre-
vetur naut, stæðilegar skepn-
ur og styggar, en gera ekki
neinum mein. Margir halda að
útigangsnautin verði ill og
hættuleg fólki, en svo er ekki
Þegar búið er að skilja þá
nautgripi úr hópnum, sem
ekki eiga að fara með hjörð-
inni, er ailur hópurinn rekinn
í vetrartíæ^a. Þegar nauta-
hjörðin er rekin niður trað-
irnar heiman frá Gunnars-
holti fer fyrir hjörðinni for-
ystutarfur og gætir þess vel,
að ekkert nautanna komist
fram íyrir sig til að leiða ferð-
ina. Nautin eru léttræk, en
þegar kemur að læk á leiðinni
þurfa þau að staldra við til
að fá sér að drekk^. ; ,"T\ ■;
í vetrarhögunúm. er hjörðin
látin ganga fram L.desember,
eða janúarbyrjun eftvr þvi
hvernig tíðarfarið ,er pjg er þá
hvorki við hús, eða gjöf,.
Síðan eru þau tekin gð
húsi, en liggja þá jafnan
úti allan veturinn. , Fjósip
eru látin standa opm. Erju
þau líkari f járhúsum , , en
fjósum. Gefið er á gar®a °S
enginn flór er.i fjó^wnum,
heldwr grindur. Tóku þeir
Runólfur heitinn Sveinsson
og Páll upp á þeim hætti i
fjósbyggingum, áftwr en sú
aðferð kom til sögunnar á
Norðurlöndum og munu
fjósin í Gunnarsholti síðan
vera fyrirmynd margra i
þessu efni. Þegar norrænir
húfræðingar komu , hingað
síðastliðið sumar •, gerðw
nokkrir þeirra sér ferð
austur að Gunnarshoilti til
að skoða þessá fjós„.sem nú
eru að verða algengari víða
wm Norðurlönd.
Nautahjörðin er ■ ótrúlega
dugleg við útibeitina'. Þessi
naut, sem alin' eru- úpp við
útigöngu, vilja hel2t'ékki í hús
koma. Þegar ekki nær til'jarð-
ar er þeim gefio völ af heyhög
staldra þau þá qgjarnán um
eina klukkustund- í ' 'fjósinu
meðan þau éta.
Aldrei er svo iilt -veður, að
nautin noti ekki beitina, svo
framarlega sem þau ná til
(Fiamhalö a'S'. StðU) ‘
•r.'iqn.y i.is:‘kí