Tíminn - 11.11.1954, Page 6

Tíminn - 11.11.1954, Page 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 11. nóvember 1954. 255. blað. mffi gJÓDLElKHÚSID Silfurtmiglið | Sýning í kvöld kl. 20. TOPAZ Sýning föstudag kl. 20. Skólasýning. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 — 20,00. Tekið á móti pönt unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Tíu sterkir mcnn Glæslleg, skemmtileg og spenn- andi ný amerísk sótrmynd í eðli legum litum, úr lífi útlendinga- hersveitanna frönsku, em eru þekktar iun allan heim. Myndin hefir alls staðar verið sýnd við fádæma aðsókn. — Aðalhlutverk lelkur hinn snjalli Sýnd kl. 5, 7 og 9. jr _ r arj NYJA BIO — 1*44 — Froskmennirnir (The Frogmen) Afburða spennandi ný amerísk mynd um frábær afreksverk hinna svokölluðu „froskmanna“ bandariska flotans í síðustu heimsstyrjöld. Um störf frosk- manna á friðartimum er nú nik ið ritað, og hefir m. a. einn tslendingur lært þessa sérkenni legu köfunaraðferð. Bönnuð börnum yngri en 14 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Þtn fortíð er gleymd (Dln fortld er glemt) DJðrf og vel gerð mynd úr lífi gleðikonunnar, sem vakið l.efir mikiS umtal. Myndin hefir ekkl verið sýnd hér á landi áður. íslenzkur skýringatexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Bimi 11U. Robhtson- fjölshyldan (Suiiss Family Robinson) Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu „Swiss Family Robinson" eftir John David Wyss. Myndin fjallar um ævintýri svissneskrar fjölskyldu, er á leið til Ástralfu lendir í skipsstrandi og bjargast nær alls laus á land á eyðieyju í Suður- höfum. Þetta er afbragðsmynd jafnt fyr ir unga og gamla. Aðalhlutverk: Thomas Mitchell, Edna Best, Freddie Bartholomew, Tim Ilolt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦< HAFNARBÍÓ — Blml 644« — Aðeins þín vegna (Because of you) Hin efnismikla og hrífand ameríska stórmynd, sýnd aftui vegna mikilla eftirspurna, en at eins örfáar sýningar. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. yíkingahappinn (Double Crossbones) Sýnd kl. 5. iLEKFEIAGÍ rREYKJAyÍKURj Frœnha Charleys Gamanleikurinn góðkunni með Árna Tryggvasyni í hlutverki „frænkunnar“. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2 í dag. Erfinginn Sjónleikur í sjö atriðum eftir skáldsögu Henry James. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191 AUSTURBÆJARBÍÓ Tónsháldið Glinha Glæsileg og áhrifamikil, ný, úss nesk stórmynd í litum, byggð á ævi tónskáldsins Mikhail Glinka. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Óveðurseyjan Hin afar spennandi ameríska kvikmynd. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Lauren Bacall, Edioard G. Robinson. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. GAMLA BÍÓ — 1471 — IVámur Salómons kommgs (Klng Salomons’s Mines) Stórfengleg og viðburðarrík amerisk MSM-litkvikmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu eftir Rider Haggard. Mynd- in er öll raunverulega tekin í frumskógum Mið-Afríkú. t Börn innan 10 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5 og 9. SÖNGSKEMMTUN KL. 7,15. Sögusafeiið hið vinsæia sögurit, kemur út einu sinni í mánuði og flytur úrvals skáldsögur. Þessar sög- ar hafa þegar birzt í ritinu: Ættarskömm, ástarsaga eftir Ch. Garvice. Verð kr. 40.00; í fallegu bandi kr. 55.00. AÖ- eins örfá eintök óseld. f örlagaf jötrum, spennandi og ævintýrarík ástarsaga eftir sama höfund. Verð kr. 30.00. Arabahöíðinginn, ástarsaga úr eyðimörkinni eftir E. M. Hull. Spennandi og afar við- burðarík. Verð kr. 30.00; í fallegu bandi kr. 45.00. Synir Arabahöfðingjans, á- framhald af Arabahöfðingj- anum og enn meira spenn- andi. Verð kr. 25.00; í fal- legu bandi kr. 40.00. Dætur frumskógarins, geysi- lega spennandi saga um ást- ir og hatur, grimmd og und- irferli. Sagan verður 3 hefti og eru 2 þegar komin út; hið þriðja kemur í byrjun des- ember. Verð kr. 30.00. Sögurnar verða sendar um allt land gegn eftirkröfu, burðargjaldsfrítt. — Sendið pantanir ykkar til: Sögusafnsins Pósthólf 552 — Reykjavík Okkur vantar góða sölumenn á þeim stöðum úti um land, þar sem engir útsölumenn eru V______________________V i VOLTI | B S 1 "Tl aflagnir | fcJ afvélaverkstæði ! 1% afvéla- og 5 * * aftækjaviðgerðir | ■ iNorðursiíg 3 A. Sími 6453 i TJARNARBIO Marteinn Lúther Heimsfræg amerísk stórmynd um ævi Marteins Lúthers. Þessi mynd hefir hvarvetna hlotig metaðsókn jafnt í löndum mótmælenda sem annars sta'öar, enda er myndin frábær að allri gerð. Þetta er mynd, sem allir þurfa að sjá. Niall MacGinnis — David Horns —- Annette Garell Sýnd kl. 7 og 9. Hetjur hafsins (Two Years Before The Mast) Hin margeftirspurða ameríska stórmynd byggð á sam- nefndri sögu eftir Richard Henry Dana, en bók þessi olli á sínum tíma byltingu að því er snerti aðbúnaö og kjör sjómanna. — Aðalhlutverk: Alan Ladd, William Bendix, Brian Donlevy. Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 5. 45, Æráðajteijr Skáldsaga eftir llja Ehreiíburg En í einu skjátlaðist Sawtsjenkó. ívan getur ekki kall- azt ilimenni. Hann ann starfi sínu, og hann hefir verið hraustur hermaður. Lena er að vísu farin frá honum núna, en einhvern tíma hlýtur hún þó að hafa fundið eitthvað aðlaðandi við hann, eitthvað sem heillaði hana og vakti ást hennar. Nei, hann er ekki óþokki, hann er aðeins hrá- efni, sem ekki hefir verið nægilega vel unnið úr. Eins konar hálfgerð manneskja. Það er enginn vandi að rannsaka bilaða vél og skipta um þá hluti, sem úr sér eru gengnir. En hvernig á maöur að fara að, þegar eins er ástatt um manneskju? Það vit- um við ekki. En framhjá því verður ekki komizt, að Ivan er óaðlaðandi. Eftir þetta samtal finnst mér hálfvegis sem ég hafi verið að krafla í göturæsi. Við þörfnumst fólks af annarri manngerð, til, dæmis eins og Sawtsjenkós, við þörfnumst rómantísks fólks. Það er ekki spurning um kynslóðir. Það er nóg til af ungu fólki, sem ekki fellir sig við lífsviðhorf ívans. Lena talaði oft af hrifningu um Andrés gamla skólastjóra, og þó mótaðist skapgerð hans á erfiðustu árum byltingarinnar. Einnig á beim árum skiptist fólkið í góða og vonda. Manneskja með göfugt hugarfar, fer ekki lengi villt vegar, hún finnur fyrr eða síðar hina réttu Jeið. En hvað á að gera við alla. aöra? Uppfræðslan ein dugar ekki. Tilfinningarnar valda meru. f Ameríku er til dæmis nóg uppfræösla, ég veit það sjálfur af lestri vísindatímarita, að þar eru miklar og góðar vís- indastofnanir. Lesi maður hins vegar ameriska skáldsögu, óar mann við, þar birtist óhroðinn. En hvernig á uppeldið að vera til þess að þáð göfgi góð- ar tilfinningar? Það hlýtur að vera mikið vantiaverk að taka ungan ívan og þroska með honum samkennd og sam vízku sem að rækta vín við heimskautsbaug, erfitt en ekki ógerlegt. Til þess þarf innri eld, fórnfýsi og mannkærleika. Þjóð okkar hefir unnið hverja hetjudáðina af annarri, og hefir ekki að ástæðulausu veriö kölluö hetjuþjóð. Þannig ætti einnig hver einstaklingur hennar að vera. Og jafnvel ívan getur tendrazt þessum hetjueldi einstaka sinnum. Sök okkar er sú að hafa aðeins sinnt þroska annars helmings rnanneskjunnar en látið hinn helminginn eiga sig. Árang urinn er sá, að hús okkar er skipt í glæsistofu og ruslakompu. Eitt sinn las ég grein eftir Gorki um nauðsyn þess að efla sovétiskan húmanisma. Sú grein er víst komin í glatkist- una og vandamálið enn óleyst. Það er kominn tími til að hefjast handa. Ég býsnast yfir fvani, en raunar bý ég líka í glerhúsi og ætti ekki að kasta steinum. í mér er einnig skilveggur milli ályktana minna og raunverulegs lífernis. Hvers vegna var ég svo harður í garð skáldsögupersónunnar Subzows? Ég hugsa oft á annan veg, svo sem að þetta eða hitt gæti farið laglega í sögu, en sé óhaldbært í lífinu sjálfu. Dottaði Dimitri eða lokaði hann aðeins augunum til bess að gefa hugsununum frjálsari tauminn. Minningarn ar þutu um huga hans. Hann sá fyrir sér fjölda fólks, fólk með heitan hug og ást í hjarta. Fólk með harðleitan svip en næmar hendur og alvöru og mildi í augunum. Hann minntist félaganna úr stríðinu. Milt bros læddist fram á varir hans. Hann hugsaði nú um Lenu, og í fyrsta sinn samlagaðist sú hugsun ævarandi draumi hans um mann- inn, um manneskju framtíðarinnar. 12. kafli. Það, sem ívan hafði sagt um atferli Sokolowskis, hafði haft mikil áhrif á Chitrow. Hann trúði þegar konu sinni og elzta syni fyrir því, að komið hefði í ljós, að Sokolowski væri varmenni, sem tefði af ásettu ráði starf verksmiöj- unnar og hefði komið fjölskyldu sinni í öruggt hæli í Belgíu. — Slíkt mundi ívan ekki bera á manninn að ástæðulausu. Hann er varkár maður, sem gætir orða sinna. Það er enginn vafi á því, að vélfræðingurinn hefir verið afhjúpaður á hærri stöðum, sagði Chitrow að lokum og benti með þumal- tingrinum upp í loftið. Daginn eftir sagði hann sögu sína ungum verkfræðingi og stjórnanda klúbbsins, og bætti að sjálfsögðu við; „Þetta er auðvitað leyndarmál milli okkar“. Verkfræðingurinn ungi var ekki þvaðrari og gaf þessu lítinn gaum, en forstöðu- maður klúbbsins taldi söguna hina merkilegustu, og þess vegna hressti hann ofurlítið upp á sögu Chitrows og sagði heana hverjum, sem á hann vildi hlusta. Kona Chitrows, sem starfaði í banka, sagði söguna auð- vitað samstarfsfólki sínu, og sonur þeirra hvíslaði henni ákafur að bekkjarfélögum sínum í skólanum. Þá var hún orðin á þá lund, að Sokolowski hefði verið staðinn að svikum, í raun og veru væri hann Belgi og í uppsiglingu væri mikil ákæra á hendur honum. Þremur dögum síðar vissu hundruð af borgurum bæjarins, að Sokolowski væri varmenni. Hann einn vissi ekkert. Hann var önnum kafinn allan daginn og á kvöldin sat hann heima með bók í hendi. Ég verð að láta líða að minnsta kosti hálfan mánuð áður en ég heimsæki Veru næst, hugsaði hann, annars verður hún þreytt á mér. En hálfur mánuður er lengi að líða. t samtali við ívan varðandi vélateikningar, samþykkti Sokolowski ýmsar breytingartillögur ívans. Þeir ræddust

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.